Morgunblaðið - 10.12.2015, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.12.2015, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2015 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Launakostnaður Landspítalans eykst um minnst 3,2 milljarða í ár vegna kjarasamninga. Er þá um að ræða kjarasamninga við Læknafélag Íslands og Skurðlæknafélag Íslands, kjarasamninga gerðardóms við Bandalag háskólamanna og Félag ís- lenskra hjúkrunarfræðinga, auk kjarasamninga við Sjúkraliðafélag Íslands, Eflingu, SFR og kjarafélag viðskipta- og hagfræðinga. Bryndís Guðmundsdóttir, verk- efnastjóri á hagdeild Landspítalans, segir áætlað að laun starfsmanna sem eru félagsmenn í BHM og Fé- lagi íslenskra hjúkrunarfræðinga (FÍH) muni hafa hækkað um ríflega 9% í ár að meðaltali. Það samvarar ríflega milljarðs hækkun á launa- kostnaði spítalans á árinu. Eru í 13 BHM-félögum Starfsmenn alls 13 aðildarfélaga hjá BHM starfa nú á spítalanum. Í þeim hópi eru geislafræðingar, nátt- úrufræðingar, lífeindafræðingar, fé- lagsráðgjafar, félagsmenn í Fræða- garði, iðjuþjálfar, ljósmæður, sálfræðingar, bókasafns- og upplýs- ingafræðingar, starfsmenn á mat- væla- og næringarsviði, lögfræðing- ar, sjúkraþjálfarar og þroskaþjálfar. Hjúkrunarfræðingar eru í FÍH. Launahækkanir félagsmanna hjá BHM voru afturvirkar til 1. mars. Hækkanir hjúkrunarfræðinga voru hins vegar afturvirkar til 1. maí. Bryndís segir hækkanir í kjara- samningum sjúkraliða, SFR, Efling- ar og viðskipta- og hagfræðinga áþekkar og í kjarasamningum gerð- ardóms. Kjarasamningar við Sjúkra- liðafélagið og SFR gilda frá 1. októ- ber s.l., kjarasamningur við Eflingu er afturvirkur til 1. maí s.l. en kjara- samningur við viðskipta- og hag- fræðinga er afturvirkur til 1. mars. Launakostnaðarhækkun vegna þessara samninga á árinu er 600 milljónir króna. Þá á eftir að meta kostnaðaráhrif síðustu kjarasamninga á launakostn- að spítalans, sem bætast við ofan- greinda 3,2 milljarða. Vísar Bryndís þar til m.a. lyfjafræðinga, verkfræð- inga, tæknifræðinga, félagsmanna í Starfsmannafélagi Reykjavíkur- borgar og félagsmanna í Samiðn og Rafiðnaðarsambandi Íslands. Skv. rekstrarreikningi spítalans fyrir árið 2014 voru launagjöld 31.858 milljónir árið 2013 og 34.720 milljónir 2014, sem var 9,0% hækk- un. Þá kemur fram í sex mánaða árs- hlutareikningi ársins 2015 að greidd heildarlaun á spítalanum hækka úr 17.433 millj. á fyrri helmingi ársins 2014 í 18.747 millj. á fyrri árshelm- ingi 2015, sem er 7,5% hækkun. Við gerð árshlutareiknings voru engir nýir kjarasamningar aðrir en samn- ingarnir við læknafélögin tvö komnir til greiðslu, að sögn Bryndísar. Hún segir launakostnað spítalans vegna kjarasamninga lækna og skurðlækna vera tæplega 1.600 millj. Varðandi hækkanir milli ára 2013 og 2014 bendir hún á að þar spili inn í kjarasamningshækkanir 2014 og hækkanir í stofnanasamningum eftir jafnlaunaátak stjórnvalda 2013. Laun LSH hækka um 3,2 milljarða  Launakostnaður Landspítalans eykst Landspítalinn Laun hafa hækkað. Mögulegir fjárfestar: Leigufélög eða aðilar sem hyggjast byggja upp leigufélög, þar sem stór hluti eignanna er nú þegar í útleigu. Aðilar sem nýtt geta íbúðarhúsnæði í tengslum við atvinnustarfsemi sína. Byggingaverktakar, en hluti eignanna þarfnast lagfæringa. Sveitarfélög sem vilja auka framboð félagslegra íbúða í sveitarfélaginu. Til sölu: 504 eignir um allt land 569 6900 8–16www.ils.is Íbúðalánasjóður býður til sölu 504 eignir í 15 eignasöfnum í öllum landshlutum í opnu söluferli. Markmiðmeð sölunni er að losa um eignarhald á stórum hluta eignasafns sjóðsins. Markmið Íbúðalánasjóðs Fækka fasteignum í eigu sjóðsins. Efla leigumarkað um land allt. Auka framboð um allt land. Nánari upplýsingar um söluferlið og eignasöfnin verða aðgengilegar á www.ils.is frá og með 14. desember. Upplýsingafundur fyrir fjárfesta: Mánudaginn 14. des. kl. 14.00 á Grand Hótel í Reykjavík. Upptöku af fundinummá nálgast strax daginn eftir á www.ils.is/sala. Skráning á www.ils.is/sala fyrir kl. 13.00, samdægurs. • • • • • • • BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Laun félagsmanna hjá 21 aðildar- félagi Bandalags háskólamanna, BHM, voru að meðaltali 8,5% hærri á fyrri hluta ársins en þau voru að meðaltali í fyrra. Samkvæmt vef BHM eiga nú 28 stéttarfélög aðild að samtökunum. Á vef fjármálaráðuneytisins er launa- þróun sýnd hjá 21 þessara 28 stéttarfélaga. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins kom gerðardómurinn til framkvæmda á launum hjá BHM- félögunum frá og með 1. mars. Gerð var leiðrétting á launum í launakerfinu afturvirkt frá úrskurði gerðardóms. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur leiðréttingin áhrif á þróun launa á fyrri hluta ársins í launatöflu fjármálaráðuneytisins. Vinnumagnið gæti hafa breyst Þá kann vinnumagn og fyrir- komulag vinnu að hafa breyst á tímabilinu sem hér er til skoðunar, frá 1. janúar 2013 til 30. júní 2015. Það kann að hafa áhrif á útborguð laun. Hækkanir eru því ekki alltaf hrein kjarabót. Jafnframt geta or- lofsgreiðslur og aðrar samnings- bundnar greiðslur haft áhrif á út- borguð laun í einstökum mánuðum. Því er best að skoða árið í heild. Gögn fjármálaráðuneytisins ná hins vegar aðeins til 30. júní á þessu ári. Til einföldunar er hér aðeins horft til greiddra heildarlauna hjá 21 aðildarfélagi BHM og er þeim hér raðað eftir fjárhæð launa. Launin eru hæst hjá Ljósmæðra- félagi Íslands. Næst koma Félag geislafræðinga, Félag prófessora við ríkisháskóla, Félag lífeindafræðinga og Stéttarfélag lögfræðinga. Laun félagsmanna í Félagi líf- eindafræðinga hækkuðu mest í pró- sentum talið, eða um 24%, og er þá borið saman meðaltal heildarlauna á fyrri hluta þessa árs og meðaltal heildarlauna í fyrra. Geislafræðingar í öðru sæti Félag geislafræðinga er í öðru sæti með 16,8% hækkun og í þriðja sæti er Félag prófessora við ríkishá- skóla með 13,8% hækkun. Hækk- unin er minnst í prósentum talið hjá Leikarafélagi Íslands eða 2%, sam- kvæmt tölum ráðuneytisins. Laun félagsmanna í Félagi lífeindafræð- inga hækkuðu mest í krónum talið, eða um rúmlega 142 þús. á mánuði. Á grafið vantar sjö aðildarfélög BHM. Þau eru Arkitektafélag Ís- lands, Félag akademískra starfs- manna HR, Félag fréttamanna (á RÚV), Félag íslenskra hljómlistar- manna, Félag íslenskra listdansara, Félag leikstjóra á Íslandi og Sam- band íslenskra myndlistarmanna. Það setur þessar tölur í samhengi að samkvæmt nýjum tölum Hagstof- unnar voru regluleg laun að meðal- tali 3,5% hærri á þriðja ársfjórðungi 2015 en á ársfjórðungnum á undan. Árshækkun frá 3. ársfj. 2014 var 7,9% að meðaltali, hækkunin var 8,3% á almennum vinnumarkaði og 6,7% hjá opinberum starfsmönnum. Meðallaunin orðin 600 þúsund  Laun hjá 21 aðildarfélagi BHM hækkuðu um að meðaltali 8,5% á fyrri hluta árs frá árinu 2014  Útgreidd heildarlaun voru að meðaltali frá 452 þúsund kr. til 787 þúsund kr. á fyrri hluta ársins Greidd heildarlaun hjá BHM-félögum 2013, 2014 og fyrri hluta árs 2015 BHM 2013 2014 Fyrri hluti Breyting í % Breyting í % Breyting í kr Breyting í kr. árs 2015 frá 2014 frá 2013 frá 2014 frá 2013 Ljósmæðrafélag Íslands 639.516 696.301 786.913 13,0% 23,0% 90.612 147.397 Félag geislafræðinga 562.077 669.718 782.481 16,8% 39,2% 112.763 220.404 Félag prófessora við ríkisháskóla 627.096 665.511 757.597 13,8% 20,8% 92.086 130.501 Félag lífeindafræðinga 543.871 593.269 735.485 24,0% 35,2% 142.216 191.614 Stéttarfélag lögfræðinga 613.373 652.106 702.286 7,7% 14,5% 50.180 88.913 Kjarafélag viðskipta- og hagfræðinga 625.098 664.020 679.991 2,4% 8,8% 15.971 54.893 Félag háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðs 586.593 620.558 669.719 7,9% 14,2% 49.161 83.126 Dýralæknafélag Íslands* 613.952 657.045 681.666 3,7% 11,0% 24.621 67.714 Félag íslenskra félagsvísindamanna 529.608 570.918 620.569 8,7% 17,2% 49.651 90.961 Félag háskólakennara á Akureyri 508.157 547.422 599.693 9,5% 18,0% 52.271 91.536 Félag íslenskra náttúrufræðinga 507.273 534.874 586.926 9,7% 15,7% 52.052 79.653 Sálfræðingafélag Íslands 513.191 540.577 582.630 7,8% 13,5% 42.053 69.439 Fræðagarður 514.921 544.219 582.161 7,0% 13,1% 37.942 67.240 Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga 463.531 488.131 527.983 8,2% 13,9% 39.852 64.452 Stéttarfélag íslenskra félagsráðgjafa 459.494 488.238 522.843 7,1% 13,8% 34.605 63.349 Félag háskólakennara 472.813 504.554 515.826 2,2% 9,1% 11.272 43.013 Stéttarfélag háskólamanna á matvæla- og næringarsviði 460.861 484.404 515.208 6,4% 11,8% 30.804 54.347 Stéttarfélag sjúkraþjálfara 451.592 483.910 511.445 5,7% 13,3% 27.535 59.853 Þroskaþjálfafélag Íslands 430.773 456.976 499.049 9,2% 15,8% 42.073 68.276 Iðjuþjálfafélag Íslands 419.574 448.600 476.475 6,2% 13,6% 27.875 56.901 Leikarafélag Íslands 430.030 443.148 452.058 2,0% 5,1% 8.910 22.028 Meðaltal 522.543 559.738 609.000 8,5% 16,2% 49.262 86.458 Vegið meðaltal 540.150 577.435 615.233 6,6% 13,9% * Tölur fyrir maí eru ekki tiltækar. Reiknað meðaltal fyrir janúar, febrúar, mars, apríl og júní 2015.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.