Morgunblaðið - 10.12.2015, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.12.2015, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2015 Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is AUDI A6 2.0 TDI S-line Nýskr. 08/2014, ekinn 16 Þ.km, diesel, sjálfskiptur. S-line innrétting og útlit, led-ljósapakki, dökkt gler í afturrúðum, 18“ S-line felgur. Fjögurrasvæða digitalmiðstöð, bakkmyndavél, stór upplýsingaskjár m.MMI touch plus. OKKAR BESTA VERÐ 7.980.000 kr. Raðnr. 254356Mjög vel útbúinn, stórglæsilegur bíll! Þú finnur bílinn á bilo.is Auglýstir bílar eru á staðnum Skráðu bílinn á bilo.is Þú getur hjálpað núna með því að greiða valgreiðslu í heimabanka. Einnig: • Frjálst framlag á framlag.is • Gjafabréf á gjofsemgefur.is • Styrktarsími: 907 2003 (2.500 kr.) • Söfnunarreikningur: 0334–26–50886, kt. 450670-0499 Þinn stuðningur gerir kraftaverk Skortur á drykkjarhæfu vatni og hreinlætisaðstöðu veldur banvænum sjúkdómum en með aðgangi að hreinu vatni hefur allt líf möguleika á að vaxa og dafna. Hjálparstarf kirkjunnar tryggir fólki aðgang að hreinu vatni í Úganda og Eþíópíu – og þitt framlag skiptir sköpum. Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Ingvi Hrafn Jónsson, eigandi og sjón- varpsstjóri ÍNN, hefur staðið í ströngu við að fá fjölmiðlanefnd til þess að endurnýja útsendingarleyfi stöðvarinnar, sem hann sækir um til eins árs í senn og greiðir hverju sinni 54 þúsund krónur fyrir. Hann gagn- rýnir harðlega að ár hvert þurfi hann að sækja vottorð á fjóra mismunandi staði, til þess að fá end- urnýjun leyfis. „Þetta er það sem veldur mér daglangri angran, vegna þess að ef ég þyrfti á hverju ári að fara og sækja þessi fylgigögn, þá tekur það mig heilan dag,“ sagði Ingvi Hrafn í sam- tali við Morgunblaðið í gær. „Þessi fjölmiðlanefnd, sem ég kalla kommúnistíska eftirlitsstofnun, segir bara hreint og klárt: Þetta skal vera svona, annars slökkvum við á þér,“ segir Ingvi Hrafn og bætir við að hann geri sér fulla grein fyrir því að starfsmenn fjölmiðlanefndar séu að framfylgja lögum. Hin kalda hönd nefndarinnar „En þetta eru óþarfa lög og það er svo einfalt fyrir fjölmiðlanefnd að sækja umbeðnar upplýsingar og senda svo bara gíróseðli. Ég held það séu þrjár konur hjá fjölmiðlanefnd, sem eru að reyna að hafa eitthvað að gera, fyrir þær fimmtíu milljónir á ári, sem kostar að reka nefndina og þetta fer óumræðilega í taugarnar á mér,“ segir Ingvi Hrafn. Hann segir að hann hafi enn ekki fundið tíma til að fara á þessa fjóra staði til að sækja vottorðin. „Ef það slokknar á ÍNN, þá er það sennilega hin kalda hönd fjölmiðlanefndar, sem einhvers stað- ar hefur ýtt á takka,“ sagði Ingvi Hrafn. Honum barst í lok nóvember tölvu- bréf frá fjölmiðlanefnd, undirritað af Heiðdísi Lilju Magnúsdóttur, lög- fræðingi, þar sem sagði m.a: „Ítreka hér með nauðsyn þess að ÍNN sæki um endurnýjun myndmiðlunarleyfis hið fyrsta sé ætlunin að halda útsend- ingum áfram. Gögn þurfa að berast fyrir næsta fund fjölmiðlanefndar sem haldinn verður fimmtudaginn, 3. desember.“ Í svari Ingva Hrafns við bréfi Heiðdísar Lilju kemur fram að hann hafi sent umsóknina til fjölmiðla- nefndar 30. nóvember. Þar sagði Ingvi Hrafn m.a.: „Þið eigið bara að senda árlega reikninga, ekki þvinga fólk til að standa í svona gersamlega óþarfa pappírsvinnu. Handónýt nefnd með engan tilgang og kostar tugmilljónir.“ Samdægurs svarar Heiðdís Lilja: „Umsóknin er móttekin en tilskilin fylgigögn vantar. Ekki er hægt að af- greiða umsóknina fyrr en þau hafa borist. Bendi á að leyfi ÍNN rann út í lok apríl og því mun leyfi það sem nú er sótt um einungis gilda til 1. maí 2016. Hægt er að sækja um leyfi til allt að 7 ára í senn og þannig koma í veg fyrir „óþarfa pappírsvinnu“.“ Morgunblaðið/Golli ÍNN Fyrsta útsending ÍNN var í febrúar árið 2007. Sent var út frá Flórída. Er ósáttur við fjölmiðlanefnd  „Kommúnistísk eftirlitsstofnun“ Ingvi Hrafn Jónsson Fylgiskjölin sem Ingvi Hrafn þarf árlega að senda með um- sókninni eru: Vottorð héraðs- dóms um búsetuforræði ábyrgðarmanns; vottorð Þjóð- skrár um heimilisfesti ábyrgð- armanns; vottorð innanríkis- ráðuneytisins um lögræði ábyrgðarmanns og vottorð Fyr- irtækjaskrár um stofnun og til- vist félagsins. Lögræði og tilvist ÁRLEG TILSKILIN VOTTORÐ Regluleg laun í landinu voru að meðaltali 3,5% hærri á þriðja fjórð- ungi ársins þ.e. í júní, júlí og sept- ember, en á ársfjórðungnum þar á undan, skv. upplýsingum Hagstof- unnar um þróun launavísitölunnar að undanförnu. Nýir kjarasamn- ingar sem undirritaðir voru í maí og júní höfðu tekið gildi á þriðja ársfjórðungi og gætir áhrifa þeirra því í þessum tölum. Árshækkunin ef miðað er við þriðja ársfjórðung á seinasta ári var að meðaltali 7,9%. Á almenna vinnumarkaðinum var hækkunin 8,3% og 6,7% hjá op- inberum starfsmönnum. Þar af hækkuðu laun ríkisstarfsmanna um 6,0% og laun starfsmanna sveitarfé- laga um 7,4%, skv. frétt Hagstof- unnar. Laun verkafólks hækkuðu mest „Frá fyrri ársfjórðungi var hækkun reglulegra launa eftir starfsstétt á bilinu 1,7% til 6,0%. Laun verkafólks hækkuðu mest en sérfræðinga minnst milli ársfjórð- unga. Árshækkun frá þriðja árs- fjórðungi 2014 var einnig mest hjá verkafólki eða um 11,0% en minnst hjá stjórnendum og sérfræðingum eða um 5,3%. Á sama tíma hækk- uðu regluleg laun þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólks um 10,3%, sér- menntaðs starfsfólks um 7,7% og iðnaðarmanna um 7,3%,“ segir í umfjöllun Hagstofunnar. Frá fyrri ársfjórðungi mældist hækkun reglulegra launa mest í byggingarstarfsemi eða um 5,2%. Þá hækkuðu laun á milli ársfjórð- unga um 4,5% í iðnaði, 4,0% í sam- göngum, 3,7% í verslun og 2,0% í fjármálaþjónustu. Árshækkun frá þriðja ársfjórðungi 2014 var mest í samgöngum eða um 9,4% en minnst í fjármálaþjónustu eða um 4,7%. 3,5% hækkun á 3 mánuðum  Mest launahækkun í byggingarstarfsemi eða 5,2%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.