Morgunblaðið - 10.12.2015, Blaðsíða 27
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2015
Reykjavík, var því næst ráðinn for-
stöðumaður Skálatúnsheimilisins og
yfirkennari þjálfunarskólans á staðn-
um. Hann starfaði við Öskjuhlíð-
arskóla frá 1979, fyrst sem yfirkenn-
ari en var síðan skólastjóri þar frá
1986 til ársloka 2005, þegar hann lét
af störfum og fór á eftirlaun.
Einar lék á trommur í dans-
hljómsveitum frá 17 ára aldri og um
30 ára skeið. Hann lék m.a. með
hjómsveitunum Pónik, Ernir, Hljóm-
sveit Magnúsar Ingimarssonar, Næt-
urgölum og Stuðlatríóinu: „Faðir
minn hafði leikið á trommur í dans-
hljómsveitum, m.a. með Bjarna Böðv-
arssyni og Braga Hlíðberg. Ég spil-
aði mikið í Glaumbæ og á Röðli en á
þessum árum var spilað sex kvöld í
viku. Einu fríkvöldin voru mið-
vikudagskvöldin þegar ekki mátti
selja áfengi á veitingastöðum. En þá
var stundum leikið í Offiseraklúbbn-
um á Keflavíkurflugvelli. Tónlist-
arstefnur komu og fóru og við lékum
þetta allt. rokk, twist og bítlatónlist.
Loks má svo geta þess að Ólafur, son-
ur minn, hefur leikið á trommur með
Ný dönsk, Todmobil og Dúnd-
urfréttum. Þetta eru því þrjár kyn-
slóðir af trommurum í beinan karl-
legg.“
Einar sat í stjórn FÍH, Félags ís-
lenskra hljómlistarmanna, Félags ís-
lenskra sérkennara, FaMos, félags
aldraðra í Mosfellsbæ og hefur setið í
skólanefnd, fræðslunefnd og félags-
málanefnd Mosfellshrepps og síðar
Mosfellsbæjar.
Einar sinnti hestamennsku af
miklum áhuga um árabil: „Nú hefur
hestamennskan vikið fyrir göngu-
ferðum og hjólreiðum. Á vetrum er
það svo bridge-spilamennska með
góðum hópi sem stofnaður var 1968
en á sumrin á sumarbústaðurinn og
ferðalög innanlands og utan, fjöl-
skyldan og vinir hugann allan.“
Fjölskylda
Eiginkona Einars er Vilborg Árný
Einarsdóttir, f. 10.8. 1946, þroska-
þjálfi. Foreldrar hennar: Einar Sig-
urðsson, f. 7.7. 1922, húsasmiður og
organisti, og Ingibjörg Árnadóttir, f.
19.9. 1922, d. 13.8. 2015, húsfreyja.
Þau voru búsett á Selfossi.
Börn Einars og Vilborgar eru Ingi-
björg Hólm, f. 26.6. 1965, grunnskóla-
kennari, búsett í Mosfellsbæ, en mað-
ur hennar er Jón Guðmundur
Jónsson, prentmyndasmiður í Odda,
og eru börn þeirra Íris Hólm, f. 1989,
en hennar dóttir er Myrra Hólm, f.
2013, Þórir Hólm, f. 1993, og Sóley
Hólm, f. 2001, og Ólafur Hólm, f. 18.6.
1970, tónlistarmaður í Reykjavík, en
kona hans er Elva Brá Aðalsteins-
dóttir sálfræðingur og eru börn
þeirra Freyja Hólm, f. 2005, Una
Hólm, f. 2008, og Einar Hólm, f. 2012.
Systkini Einars eru Stella Hólm
McFarlane, f. 22.6. 1943, búsett í
London, og Birgir Hólm, f. 28.2. 1956,
pípulagningameistari í Neðra-Seli í
Rangárvallasýslu.
Foreldrar Einars voru Ólafur
Hólm Einarsson, f. 17.6. 1914, d. 6.5.
2010, pípulagningameistari og verk-
stjóri, og Þorgerður Elísabet Gríms-
dóttir, f. 10.12. 1915, d. 9.1. 2006, hús-
freyja.
Úr frændgarði Einars Hólm Ólafssonar
Einar Hólm
Ólafsson
Þórunn Björnsdóttir
húsfr. í Rauðhálsi og í Rvík
Jón Ólafsson
b. á Rauðhálsi í Mýrdal, síðar
sjóm. og verkam. í Rvík
Halldóra Jónsdóttir
húsfr. í Rvík
Grímur Kr. Jósefsson
járnsmiður í Rvík
Þorgerður Elísabet
Grímsdóttir
húsfr. í Rvík
Þorgerður Elísabet
Þorsteinsdóttir
húsfr. í Tröð
Jósef Jónsson
b. í Tröð í Njarðvíkum
Sigurlína Magnúsdóttir
húsfr. í Hafnarfirði
Sigursteinn Guðmundsson fyrrv.
héraðslæknir A-Húnavatnssýslu
Sigurbjörg Magnús-
dóttir húsfr. í Keflavík
Unnur Aldís Svavarsdóttir
listmálari
Ólafur Magnússon
b. á Hnjóti
Egill Ólafsson safnvörður og
flugvallarstj. á Hnjóti
Knútur Jónsson
bæjarritari á Siglufirði
Sigríður Sigurðardóttir
húsfr. á Hnjóti.
Magnús Árnason
b. á Hnjóti í Örlygshöfn
Gíslína Magnúsdóttir
húsfr. í Rvík
Einar Hólm Ólafsson
skósmiður í Rvík
Ólafur Hólm Einarsson
yfirverkstj. í Rvík
Guðrún Engilrós
Björnsdóttir
húsfr. á Hvallátrum
Ólafur Hólm Einarsson
kennari á Hvallátrum í
Rauðasandshreppi
Afmælisbarnið Litið eftir trjágróðr-
inum í landi sumarbústaðarins.
Axel fæddist í Reykjavík 10.12.1904. Foreldrar hans voruSveinbjörn Sæmundsson í
Sæmundarhlíð í Reykjavík, aðstoð-
armaður landmælingamanna, og
Sesselja Magnúsdóttir frá Háv-
arðsstöðum í Leirársveit.
Axel flutti níu mánaða til Akra-
ness og ólst upp hjá frændfólki sínu
á Traðarbakka á Akranesi. Uppeld-
ismóðir Axels var Guðrún Sveins-
dóttir, húsfreyja á Akranesi, en
maður hennar var Guðmundur Ein-
arsson bóndi sem lést 1902.
Eiginkona Axels var Lovísa Jóns-
dóttir frá Litla-Teigi á Akranesi, en
hún lést 1995, og eignuðust þau
þrjár dætur.
Axel gekk í Barnaskóla Akraness,
stundaði nám við Stýrimannaskóla
Íslands og útskrifaðist þaðan með
hið meira fiskimannapróf árið 1930.
Hann var þrettán ára er hann hóf
störf hjá Böðvari Þorvaldssyni,
kaupmanni og útgerðarmanni á
Akranesi, og starfaði síðar hjá syni
hans, Haraldi Böðvarssyni, en þar
var hann verkstjóri og verslunar-
maður.
Axel byrjaði að sækja sjó um
fermingaraldur og 16 ára fór hann
fyrst á vertíð sem fullgildur háseti.
Hann var stýrimaður og skipstjóri á
ýmsum bátum, meðal annars á mb.
Sæfara og mb. Sjöfn, en þá báta rak
hann í félagi við Magnús Guðmunds-
son og Ólaf Gunnarsson.
Þá stundaði hann síldveiðar í tíu
sumur frá Siglufirði, fyrst sem há-
seti og síðar skipstjóri.
Axel stofnaði Veiðarfæraversl-
unina Axel Sveinbjörnsson hf. á
Akranesi árið 1942 þar sem hann
verslaði fyrst með veiðarfæri og síð-
ar ýmislegt fleira er laut að útgerð.
Axel var félagi í Stangveiðifélagi
Akraness og í Slysavarnafélaginu
Hjálpinni á Akranesi og var formað-
ur þess í mörg ár. Hann sat í stjórn
skipstjórafélagsins Hafþórs og var
stofnfélagi í Oddfellowstúkunni nr.
8, Agli IOOF, á Akranesi og gegndi
þar æðstu trúnaðarstörfum.
Axel var sæmdur heiðursmerki á
sjómannadaginn á Akranesi árið
1979.
Axel lést 4.4. 1995.
Merkir Íslendingar
Axel Sveinbjörnsson
90 ára
Auður Gísladóttir
Guðrún Kristófersdóttir
Þórður Þórðarson
85 ára
Alda N. Guðmundsdóttir
Ingibjörg Björnsdóttir
Páll Sigurgeirsson
Sigríður O. Candi
Sigurrós Kristjánsdóttir
Sveinn Þorsteinsson
Vilmundur Jónsson
Þorsteinn Kristjánsson
80 ára
Elsa Sigurðardóttir
Guðríður Bogadóttir
Guðrún Hartmannsdóttir
Salína Margrét Jónsdóttir
75 ára
Chatsuree Yamakupt
Kristbjörg Inga
Magnúsdóttir
Magnhildur Magnúsdóttir
Nína Björg Knútsdóttir
Ragnar Olsen
Sigríður Pálsdóttir
Þyri Þorvaldsdóttir
70 ára
Bennie Lee Love
Ólafía Árnadóttir
Wilhelmina C.E. van Bussel
60 ára
Anna Axelsdóttir
Ársæll Vignisson
Eyþór Guðjón Hauksson
Kolbrún Pálsdóttir
Leszek Mazik
Margeir Gissurarson
Ólafur Tryggvason
Ragnheiður Ólafsdóttir
Rósa Marinósdóttir
50 ára
Birgitta Hreiðarsdóttir
Elfa Hrafnkelsdóttir
Gústav Alfreðsson
Valdís Pálmadóttir
Vigdís Jónsdóttir
40 ára
Anna Clara Björgvinsdóttir
Árni Þór Ingimundarson
Baldur Þór Guðmundsson
Borgar Ragnarsson
Christina Maria Stadler
Gísli Jón Magnússon
Helga Lund
Kamil Przemyslaw Duplaga
Karen María Jónsdóttir
Kolbrún Inga Rafnsdóttir
Lúðvík Vestar Davíð
Tryggvason
Magnús Garðarsson
Már Örlygsson
Sigfús Kristjánsson
30 ára
Andri Már Jónsson
Anna Margrét Ólafsdóttir
Baldur Abraham Ólafarson
Bryndís Eir Kristinsdóttir
Erna Guðlaugsdóttir
Guðjón Ólafur Eiríksson
Guðmundur Hrafn
Yngvason
Kristján Geirsson
Pedro Jose Monzon Gomez
Sunna Jónína
Sigurðardóttir
Úlfar Andri Jónasson
Yrsa Úlfarsdóttir
Til hamingju með daginn
30 ára Bryndís ólst upp í
Hafnarfirði, býr í Keflavík,
lauk stúdentsprófi frá
Laugum og er stuðnings-
fulltrúi í grunnskóla.
Maki: Kristján R. Guðna-
son, f. 1985, verkstjóri á
Airport Associates á
Keflavíkurflugvelli.
Sonur: Jóhann Rafnar, f.
2015.
Foreldrar: Harpa Þráins-
dóttir, f. 1966, og Jón
Ragnar Ríkharðsson, f.
1965.
Guðrún Bryndís
Jónsdóttir
30 ára Sævar ólst upp á
Bíldsfelli í Grafningi, býr á
Selfossi, lauk meistara-
námi í húsasmíði og er
húsamíðameistari.
Maki: Hafdís Inga Ingv-
arsdóttir, f. 1988, í MA-
námi í efnafræði við HÍ.
Dóttir: Hugrún Sara, f.
2013.
Foreldrar: Árni Þorvalds-
son, f. 1957, og Sigrún
Hlöðversdóttir, f. 1962,
bændur á Bíldsfelli og
jarðvinnuverktakar.
Sævar Andri
Árnason
30 ára Ómar ólst upp í
Reykjavík, er þar búsettur
og er nú að ljúka MSc-
prófi í lyfjafræði við Há-
skóla Íslands.
Maki: Arna Kristín Guð-
mundsdóttir, f. 1985,
hjúkrunarfræðingur.
Dóttir: Arndís Esja Óm-
arsdóttir, f. 2014.
Foreldrar: Ása Birna Ás-
kelsdóttir, f. 1952, starfs-
maður hjá Advania, og
Stefán Ómar Oddsson, f.
1959, húsasmíðameistari.
Ómar Rafn
Stefánsson
mbl.is/islendingar
islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón
...sem þola álagið!
TRAUSTAR VÖRUR...
VIFTUR
Í MIKLU ÚRVALI
Það borgar sig að nota það besta!
• Bor›viftur
• Gluggaviftur
• I›na›arviftur
• Loftviftur
• Rörablásarar
• Ba›viftur
• Veggviftur
Dalvegi 10–14 • 201 Kópavogi • Sími: 540 7000 • www.falkinn.is