Morgunblaðið - 10.12.2015, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.12.2015, Blaðsíða 11
DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2015 Photograph: Peter Macdiarmid hvað er sama vinna? Hjúkrunarfræð- ingar, sem flestir eru konur, hafa ára- tugum saman fengið lægri laun en viðskiptafræðingar. Samt eiga þessar stéttir álíka langt nám að baki. Hjúkrunarfræðingur hugsar um fólk, viðskiptafræðingur um peninga. Hvor ber meiri ábyrgð?“ Landspítalinn og önnur þjóðþrifamál Og svari nú hver fyrir sig. Sögu- hetjurnar í bókinni beittu sér margar hverjar fyrir ýmsum samfélags- málum sem karlarnir höfðu lítið látið sig varða, en skiptu ekki síður máli, t.d. aðbúnaði barna, hreinlæti og því- umlíku. Kolbrún nefnir Guðrúnu Björnsdóttur (1853-1936) sem barðist fyrir betra skipulagi á framleiðslu, meðferð og sölu mjólkur til að bæta heilbrigði Reykvíkinga. Einnig Ingi- björgu H. Bjarnason (1868-1941), sem kom leikfimikennslu inn í skóla landsmanna. Fleiri íslenskra kvenna er getið og vitaskuld fær Bríet Bjarnhéðinsdóttir (1856-1940) sitt pláss, enda frumkvöðull í baráttunni fyrir kosningarétti kvenna hér á landi. „Það er átakanlegt að núna, 100 árum eftir að íslenskar konur söfn- uðu peningum til að byggja Land- spítalann, er hann að grotna niður. Að mörgu leyti hafa baráttuaðferðir kvenna breyst. Þær eru ekki nógu duglegar að koma saman og mót- mæla – til að mynda fyrir framan Al- þingishúsið – ýmsu því sem skiptir samfélagið miklu máli, eins og t.d. niðurníðslu Landspítalans. Við erum 50% þjóðarinnar og ættum að hafa töluverð áhrif.“ Betri borgarar Að sögn Kolbrúnar komu helstu forystukonur í kvennabaráttunni frá svokölluðum betri borgara heimilum allt fram á miðja 20. öld, bæði á Ís- landi og annars staðar. Þær voru líka yfirleitt giftar málsmetandi körlum, sem studdu þær í baráttunni. Ein frægasta kvenréttindakona Breta, Emmeline Goulden Pankhurst (1858-1928), er dæmi um eina slíka. Hún var dóttir viðskiptajöfurs og gift lögfræðingi, sem var ákafur kvenréttindasinni og róttæklingur. Þrjár dætur þeirra hjóna, Christa- bel, Sylvia og Adela, urðu allar þekktar kvenréttindakonur. Kol- brún gerir lífshlaupi þeirra og bar- áttu skil í bókinni. „Á Bretlandi var miklu meiri harka í kvenréttindabaráttunni á þessum árum en á Íslandi, í Banda- ríkjunum og víðast annars staðar. Bandarísku konurnar gengu í mesta lagi prúðar kringum þinghúsið með kröfuspjöld, fóru um og héldu fyr- irlestra og skrifuðu greinar rétt eins og íslensku konurnar. Bríet var til dæmis óþreytandi að sækja fundi hjá alþjóðlegum kvenréttinda- samtökum í Evrópu. Súffragett- urnar, eins og þær voru kallaðar, í Bretlandi voru hins vegar mjög herskáar. Þær ögruðu yfirvöldum með mótmælaaðgerðum, brutu rúð- ur í þinghúsinu og á heimilum þing- manna, kveiktu í járnbraut- arvögnum og máluðu yfir götuskilti. Emmeline Pankhurst fór þar fremst í flokki, en hún sat oft í fangelsum þar sem hún fór í hungurverkföll og var þá þvingaður ofan í hana matur með slöngu gegnum munn og nef.“ Þótt Pankhurst og bresku súffragetturnar hafi ef til vill gengið hvað lengst í andófinu gegn ráðandi öflum, segir Kolbrún að fjöldi kvenna víða um heim hafi þolað ýmsar raunir í baráttunni fyrir frelsi og réttlæti fyrir komandi kynslóðir kvenna. Þær ruddu brautina, sem á stundum kostaði fórnir. Kolbrúnu þótti gaman að leita þessar konur uppi og viðurkennir að hún sakni þeirra svolítið. Íslenskir kvenskörungar Bríet Bjarnhéðinsdóttir (1856-1940) var frum- kvöðull í baráttunni fyrir kosningarétti kvenna á Íslandi og Ingibjörg H. Bjarnason (1868-1941) tók fyrst kvenna sæti á Alþingi árið 1923. flísar fyrir vandláta PORCELANOSA Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 „Emmeline Goulden Pankhurst (1858-1928) var fremst meðal jafningja þegar kom að kvenréttinda- konum í Bretlandi og barðist alla ævi hatrammri bar- áttu fyrir hugsjónum sínum. Hún var leiðtogi innan kvenréttindahreyfingarinnar þar í landi og stofnaði stjórnmálasamband kvenna sem krafðist kosninga- réttar fyrir konur. Hún fór í mótmælagöngur og lenti oft í fangelsi með dætrum sínum. [...] Mörgum blöskraði einnig þessi valdabarátta kvenna, kröfugöngur og hungurverkföll auk óspekta þegar þær brutu glugga í verslunum og í bústað for- sætisráðherrans með grjótkasti. Margar þeirra lentu í fangelsi um lengri eða skemmri tíma, meira að segja rosknar konur eins og Emmeline sem lenti þrisvar í fangelsi 1908-1909, þá orðin fimmtug, og var matur píndur ofan í hana. Um 200 konur fangelsaðar Þann 18. nóvember 1910 komu um 300 kvenréttinda- konur á vegum WSPU [Félags- og stjórnmálasam- band kvenna] saman við þinghúsið og vildu ná fundi forsætisráðherra og mótmæla því að frumvarp um kosningarétt kvenna hefði verið tekið af dagskrá þingsins. Þar mættu þær harðri mótstöðu frá lög- reglumönnum sem börðu þær, klipu og töluðu með niðurlægjandi hætti til þeirra. Um 200 konur voru í kjölfarið fangelsaðar. Dagurinn var eftir þetta kall- aður Black Friday. Árið 1912 voru mæðgurnar dæmd- ar í þriggja ára fangelsi fyrir óspektir á almannafæri og í þingsölum. Á árunum 1912-1914 fór Emmeline inn og út úr fangeslum og hóf alltaf hugurverkfall og var þá sleppt en átti að koma aftur þegar henni batn- aði. Hún stóð hins vegar ekki við það og var þá hand- tekin aftur. Þetta var þekkt sem „Cat and Mouse“- aðferðin og var óspart notuð.“ [...] Emmeline lifði þann merka áfanga að allar bresk- ar konur, 21 árs og eldri, fengu kosningarrétt árið 1928, en lést aðeins nokkrum vikum síðar. Herskáar súffragettur í Bretlandi BROT ÚR BÓKINNI ÞÆR RUDDU BRAUTINA - KVENRÉTTINDAKONUR FYRRI TÍMA Kvikmynd Meryl Streep fer með hlut- verk Emmeline Pankhurst í kvik- myndinni Suffra- gette. Mótspyrna Emmeline Pankhurst handtekin við Buckingham-höll í London árið 1914. Kvennabarátta Meryl Streep, Carey Mulligan, Helena Bonham Carter og fleiri frægar leika í kvikmyndinni, Suffragette, sem frumsýnd var á þessu ári. Menntun í fjölmenningarsamfélagi er viðfangsefni annars fundar í nýrri fundaröð Háskóla Íslands sem ber yf- irskriftina Fræði og fjölmenning. Á fundinum verður athygli einkum beint að börnum og ungmennum af erlendum uppruna í íslensku mennta- kerfi. Fundurinn er haldinn kl. 12 til 13.15 í dag - á Alþjóðlega mannréttinda- daginn - í fundarsal Þjóðminjasafns Íslands og er öllum opinn. Mannréttindadagurinn Fræði og fjölmenning Morgunblaðið/RAX Nám Mörg börn af erlendum uppruna eru í íslenskum skólum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.