Morgunblaðið - 10.12.2015, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2015
Verið velkomin í
glæsilega verslun okkar
við Laugaveg 99
(gengið inn við Snorrabraut)
aff.is
Concept
Sogavegi við Réttarholtsveg
Opið kl. 9-18 virka daga | Sími 568 0990 | www.gardsapotek.is
Lágt lyfjaverð - góð þjónusta
Einkarekið apótek
Eftir hryðjuverkin í
París hafa nokkrir
hugrakkir hætt sér í
að ræða hlut íslams í
árásum sem fer fjölg-
andi á Vesturlöndum.
Þegar ógnin færist
nær í tíma og rúmi
viðurkenna fleiri aug-
ljósar staðreyndir. Þó
ekki alveg. Enn skort-
ir nokkuð á fullan
skilning hjá þeim
flestum eða hugrekki til að segja
allan sannleikann.
Oft er fullyrt að rót hermdar-
verkanna sé öfgafull túlkun á ísl-
am. Réttara væri að segja að vand-
inn stafi frá öfgafullum kenni-
setningum íslam. Á þessu er
grundvallarmunur. Vandinn er ekki
sá að hermdarverkamennirnir séu
illa að sér í íslam, séu með rang-
túlkanir. Kalífinn Abu Bakr al-
Bagdhadi, sem stýrir ISIS, öfl-
ugustu hryðjaverkasamtökum
múslíma af um sjötíu þekktum,
hættulegum samtökum, er þannig
með doktorsgráðu í íslömskum
fræðum frá háskólanum í Bagdad.
Langflestir öfgafyllstu forvígis-
manna múslíma eru menntaðir í
eitruðu hugmyndafræðinni sem er
lamin inn í kollinn á kornungum
múslímum með harðri innrætingu.
Boðberarnir hafa að baki langt
nám í íslömskum fræðum meðal
súnní- og shíamúslíma. Börnin vaxa
upp með illsku sem eðlilegan hluta
lífsins.
Þar til almennt er viðurkennt að
rót vandans sé íslam sjálft er lítil
von til þess að friður ríki í heim-
inum. Hann væri afar
friðsamur um þessar
mundir ef ekki væri
fyrir íslam. Fæstir
vestrænir menn
þekkja íslam í raun.
Enn verra er að lang-
flestir forðast að
kynna sér íslam vegna
hræðslu um að vera
taldir öfgafullir fyrir
að kynna sér öfgar.
Margur telur umburð-
arlyndi að kynna sér
ekki af fullu viti ein-
hverja alvarlegustu
ógn okkar tíma.
Til að skilja íslam er ekki nóg að
blaða í gegnum Kóraninn. Ekki
heldur að lesa bókina spjaldanna á
milli. Íslam verður ekki skilið nema
með því að kynna sér einnig had-
íðurnar, sem eru söfn frásagna um
orð og athafnir Múhameðs og hans
næstu samverkamanna sem og að
kynna sér Sirat Rashul Allah, sem
er opinber ævisaga Múhameðs.
Hadíðurnar og sirat mynda hið
svokallaða sunnah, sem þýðir
bókstaflega hin greiða slóð en hér í
samhengi íslam, orð, venjur og at-
hafnir Múhameðs. Kóraninn segir á
um 90 stöðum, að Múhameð sé hin
fullkomna fyrirmynd fyrir múslíma
að fara eftir.
Með ólíkindum er að nokkur
heiðvirður maður vilji nota Múham-
eð sem fyrirmynd í lífi sínu. Lýsing
á andstyggilegri manni er sjaldgæf.
Einnig torskilið að múslímar skuli
ekki vera búnir fyrir löngu að
hafna Kóraninum sem trúarriti. Í
súru (kafla) 2.106 er allah látinn
segja að allt það sé numið úr gildi
sem hann hafi áður sagt ef hann
kemur með nýjar umsagnir um
sömu úrlausnarefni. Herskáar súr-
ur frá Medína-tímabili í lífi Mú-
hameðs ógilda því friðsamar súrur
frá Mekka-tímanum.
Stundum er getið um það í
Kóraninum hvort súrur eru frá
Mekka- eða frá Medína-tímanum.
Rétt tímaröð fæst með rannsókn á
hadíðum og sirat, sem sýnir að all-
ar ofbeldisfyllstu súrurnar eru
yngstar og því í gildi. Súrunum er
ekki raðað í rétta tímaröð í Kór-
aninum, heldur eftir lengd þeirra.
Þær lengstu eru fremst en stystu
aftast nema fyrsta súran, Al-
Fatihah (opnunin), sem er stutt
trúarjátning.
Til þess að lýsa íslam þyrfti mun
lengra mál. Nú skal aðeins stað-
hæft að íslamistar eru ekki þeir
sem rangtúlka íslam heldur þeir
sem ástunda íslam. Erdogan, for-
seti Tyrklands, segir þannig aðeins
eina gerð íslams til og það er það
íslam sem íslamistar fylgja. Íslam
hefur innbyggðar læsingar sem
hindra aðlögun að nútíma siðmenn-
ingu. Allar efasemdir um inntak
Kóransins og sunnah teljast dauða-
sök. Múhammad Ibn Abd al-
Wahhab, múslímskur fræðimaður á
18. öld, stóð fyrir siðbót innan
sunnííslam. Við hann er kenndur
Wahhabismi sem er hið hreina og
upprunalega íslam. Hann var fyrir
íslam það sem Lúter var fyrir
kristni að leita til lindanna og af-
nema afbökun trúarinnar vegna
spillingar hennar.
Mörgum múslímum er að skiljast
að þeir munu trauðla losna úr
hörmungum sínum með því að
breyta íslam. Slíkar tilraunir kalla
á dauðarefsingar. Eina færa leið
þeirra er að yfirgefa þessa afleitu
hugmyndafræði – höfuðástæðu fyr-
ir óhamingju þeirra, fáfræði, fá-
tækt, eymd, upplausn, stöðnum og
ofbeldi. Afneitun íslams er einnig
dauðasök en verður ekki framfylgt
ef nógu margir taka sig saman.
Enginn skyldi mæla íslam bót held-
ur leggja sig fram um að losa músl-
íma úr þessari hörðu kló sem þeir
voru hremmdir í fyrir 14 öldum.
Það gæti gerst hraðar en flesta
grunar ef aðeins tækist að setja ísl-
am í rétt ljós án undanbragða.
Íslamistar eru
þeir sem stunda íslam
Eftir Valdimar H.
Jóhannesson »Enginn skyldi mæla
íslam bót heldur
leggja sig fram um að
losa múslíma úr þessari
hörðu kló sem þeir voru
hremmdir í fyrir 14 öld-
um.
Valdimar H.
Jóhannesson
Höfundur er fv. framkvæmda-
stjóri og nú á eftirlaunaaldri.
Í mörg ár sungum við í kirkjukór,
maðurinn minn og ég, og höfðum
mikla ánægju af. En það var eitt
sem var erfitt, messan á að-
fangadag var ekki fyrr en kl. 18,
þannig að ekki var hægt að borða
hátíðarmatinn fyrr en kl. 19.30 í
fyrsta lagi og börnin orðin þreytt
og langeygð. Því legg ég til að að-
fangadagsmessan verði færð fram
til kl. 17.
Úti á landi er hvergi messað
svona seint og á Norðurlöndum
byrjar hátíðarmessan jafnvel kl.
16.
Myndlistarmaður.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Messur á
aðfangadag
Helgileikur Þá nýfæddur Jesús í jöt-
unni liggur fyllast fjárhirðar, vitr-
ingar og aðrir viðstaddir lotningu.
Það hefur sært rétt-
lætiskennd margra
eldri borgara í hversu
litlu afhaldi þeir og ör-
yrkjar eru hjá ráða-
mönnum. Þrátt fyrir
sláandi tölur í blaða-
greinum frá Björgvin
Guðmundssyni, Þór-
unni Sveinbjarnar-
dóttur og fleirum,
virðist svo sem þessi
„málaflokkur“ skipti svo litlu, að
honum megi skammta rýrar en öðr-
um í samfélaginu.
Eitt af því sem eldri borgarar eru
hvattir til að gera er að búa sjálfir
heima hjá sér eins lengi og stætt er,
enda beinn sparnaður fyrir samfé-
lagið. En þá kemur í ljós að ýmis
minni háttar vandkvæði geta gert
strik í reikninginn.
Í fyrsta lagi væri vel þegið, að til
væri þjónusta hressra manna við
snjómokstur; ekki er talið heppilegt
að hjartveikt fólk á áttræðis- og ní-
ræðisaldri sé mikið að dunda sér við
það. Svo er bakið líka viðkvæmt.
Í öðru lagi fer yngra fólk léttar
með að standa upp á stól og skipta
um peru. Eldra fólki hættir til svima
og það getur haft í för með sér bein-
brot og spítalalegur og annars konar
vandræðakostnað.
Í þriðja lagi hafa unglingar gott af
því að taka til hendi með þeim eldri í
garðvinnu, þau fara létt með það, en
þeim eldri hættir til að reka sig upp
undir trjáboli þegar þeir eru að
paufast í beðunum, jafnvel rotast.
Undirritaður hefur reynslu af því,
meðan slík þjónusta tík-
aðist, að það vaknaði
áhugi hjá þeim ungu
fyrir trjárækt og garð-
vinnu við þessi störf og
þekking á gróðri.
Í dag eru margir
uggandi vegna fram-
tíðar íslenskrar tungu;
hin nýja samskipta-
tækni vill gleypa þau
tungumál sem fáir tala.
Þar er vert að gefa
gaum að því sem ís-
lenskir starfsmenn hjá Google hafa
varað við og ættu stjórnvöld að
styðja þá skeleggu drengi. En svo
gætu eldri borgarar líka borgað fyr-
ir snjómokstur og ljósperuskipti, því
að þeir kunna ennþá íslensku. Ef
skynsamlega væri á skipulagi haldið
mætti vinna gegn atvinnuleysi eldri
borgara með því að láta þá miðla af
sinni þekkingu. Margir trúa því
kannski ekki, að sú kynslóð sem
liggur í tölvuleikjum og Youtube hafi
áhuga á öðru. En er það nú alveg
víst? Hvernig væri að láta reyna á
skipulagðar ömmusögur? Þegar
sagðar eru sögur fylgir svo margt
annað með sem getur verið gott
veganesti í uppeldinu. Það er svo
margt hægt að gera, ef þor, skipulag
og hugmyndaflug er fyrir hendi.
Hugmyndir um
þjónustu
Eftir Svein
Einarsson
Sveinn Einarsson
» Það er svo margt
hægt að gera, ef þor,
skipulag og hugmynda-
flug er fyrir hendi.
Höfundur er leikstjóri.
Sæll, elsku Bjarni
minn. Lífið fer mis-
jafnlega með fólk,
sumir einstaklingar
fæðast fatlaðir og
með ýmsa alvarlega
sjúkdóma. Eigum við
að koma í veg fyrir að
slíkir einstaklingar
fæðist? Alltof margir
einstaklingar lenda í
alvarlegum slysum og
missa heilsu og orku
vegna þess. Ekki er hægt að banna
slys, því miður. Margir ein-
staklingar lenda í því,
jafnvel á besta aldri,
að veikjast alvarlega
og missa því starfs-
orku sína og þurfa
jafnvel að lifa við
slæmar kvalir alla ævi.
Síðast en ekki síst vil
ég nefna við þig,
Bjarni minn, allan
þann fjölda ein-
staklinga sem eru svo
gríðarlega óheppnir að
verða sextíu og sjö ára
og eldri. Kannski ætti
að senda fólki eina pillu sem það
verður að taka inn daginn áður en
það verður sextíu og sjö. Ég veit,
elsku Bjarni, minn að þú ert stór
kall, formaður Sjálfstæðisflokksins
og fjármálaráðherra, en getur þú
svarað einni spurningu? Hverjir
kusu þig Guð, sem ákveður að
stórir hópar í þjóðfélaginu eigi
ekki rétt á að lifa sómasamlegu
lífi? Við bótaþegar, eins og þú kýst
að kalla okkur, eigum greinilega að
lifa við eða langt undir fátæktar-
mörkum. Eilífar fjárhagsáhyggjur,
kvíði og andleg vanlíðan af þeim
sökum á að vera okkar hlutskipti.
Og taktu eftir því, væni minn, að
þetta eru allt einstaklingar sem
hafa sínar þarfir, frelsi ein-
staklingsins, manstu. Ég bið Guð
að blessa þig, kallinn minn, sem ég
veit að hann gerir ef þú skilar hlut-
verkinu aftur til hans.
Opið bréf til
fjármálaráðherra
Eftir Óskar Að-
algeir Óskarsson
Óskar Aðalgeir
Óskarsson
»Ég bið Guð að blessa
þig, kallinn minn,
sem ég veit að hann ger-
ir ef þú skilar hlutverk-
inu aftur til hans.
Höfundur er öryrki.