Morgunblaðið - 10.12.2015, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.12.2015, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2015 Við andlát Ragn- ars bónda á Bark- arstöðum rifjast upp kynni mín af honum og Öddu konu hans. Ég var vinnumaður hjá þeim á mínum unglingsárum, sumrin 1960 og 1961. Þessi sumur eru mér ógleym- anleg vegna góðra minninga, því þar var mjög gott að vera. Ragnar var skemmtilegur og ræðinn maður, vel lesinn og vin- ur litla mannsins og kunni að kenna ungum dreng til verka við bústörfin, t.d. að slá með orfi og ljá uppi í Seli. Svo kenndi hann mér á Fergusoninn, Grána, sem var algjört tækniundur í mínum augum og treysti mér til að starta og stoppa Lister Black- ston-ljósavélina, sem ég var stoltur af, enda bara 13 ára. Vél- in var nefnilega handsnúin í gang. Ragnar tók mig með upp á Arnarvatnsheiði í göngur tvisvar sinnum, það var mjög gaman og gefandi. Ég hef oft hugsað hlýlega til þeirra hjóna Ragnars og Öddu á Barkarstöðum og barnanna. Ekki má ég gleyma foreldrum Ragnars, þeim Benedikt og Jen- nýju, sem voru stór hluti af Barkarstaðafjölskyldunni. Mikið Ragnar Sigurður Bergmann Benediktsson ✝ Ragnar Sig-urður Berg- mann Benediktsson fæddist 7. apríl 1924. Hann lést 28. nóvember 2015. Útför Ragnars Sigurðar Berg- manns fór fram 9. desember 2015. sómafólk. Blessuð sé minning þeirra. Þetta fólk hefði ég gjarnan viljað heim- sækja mun oftar, en ég gerði. Því miður. Maður heldur alltaf að maður hafi eilífð- artíma til alls, en svo er það bara ekki. Tíminn líður alltof hratt. Því mið- ur. Nú hefur Ragn- ar kvatt okkur. Blessuð sé minn- ing Ragnars og Öddu frá Barkarstöðum. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Ég sendi börnum og aðstand- endum Ragnars bónda á Bark- arstöðum mínar samúðarkveðj- ur. Magnús Þ. Pétursson. Sá mikli ágætismaður, Ragn- ar á Barkarstöðum, er látinn. Hann var orðinn nokkuð við ald- ur og átti við vanheilsu að stríða undir lokin. Þó ekkert sé við það að at- huga að háaldraður maður hverfi héðan af vettvangi, þá er mikil eftirsjá að Ragnari, hann var fjölfróður og stálminnugur til loka. Hann var mikið í félagsmálum fyrir sína sveit og allt héraðið og studdi að hverju máli, er hann taldi til bóta og framfara vera, af víðsýni og þekkingu. Ekki voru allir sammála honum, en hann hélt sinni skoðun. Á löngum fundum var hann oft með gamanmál, sem létti andrúmsloftið og sem dæmi má nefna að á aðalfundum Kaup- félagsins var sá siður að safna atkvæðaseðlum saman í hatt er gengið var til atkvæðagreiðslu um eitthvert mál. Ragnar, sem átti þar lengi setu, kom þá alltaf með hattinn sinn til þeirra nota en sá siður mun nú aflagður sem mér finnst skaði af og ætti að gefa Kaupfélaginu hattinn til þeirra nota framvegis. Við Ragnar störfuðum mikið saman hér fyrr á árum og er mér þökk í huga fyrir það sam- starf en jafnframt söknuður við fráfall hans. Ég sendi öllum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Agnar J. Levy. Í sumar leið átti ég þess kost að fara ríðandi um Miðfjörð í góðra vina hópi. Áfangar voru allir eftirminnilegir, enginn þó meira en spölurinn í vestur frá Fitjá á móts við Stórahvarf nið- ur í Barkarstaðasel. Gatan lá mjúk og aflíðandi yfir gróið land þar sem skiptast á hæðardrög, mólendi, flóasund og tjarnir. Í suðri sýndist Eiríksjökull vera í seilingarfjarlægð. Eins og hendi væri veifað var ég staddur á sömu slóðum fyrir rúmlega hálfri öld að smala þessa víð- feðmu jörð, sumarstrákur hjá Ragnari og Öddu á Barkarstöð- um. Smala heimalandið, norpa við sauðburð, stinga út úr fjár- húsum, vinna við heyskap, dytta að girðingum og best af öllu, fara í göngur fram á heiði. Verða að manni. Eða svo gott sem. Það fór svo hjá mér, eins og flestum skólastrákum sem unnu í sveit á sumrin á þessum árum, að þar voru hnýtt þau tryggðabönd sem aldrei trosnuðu síðan. Við fórum heim til okkar að hausti en fór- um samt aldrei, einhvern veginn. Enda voru Ragnar og Adda mér, unglingnum, sem aðrir foreldrar, fulltíða manni sem kærir vinir og fjölskyldan öll reyndar. Ragnar var ekki harður húsbóndi, rétt mátulega afskiptasamur sem táknaði að hann vildi að menn réðu fram úr verkefnum sínum sjálfir en var reiðubúinn að að- stoða ef illa gekk eða farið var klaufalega að. Hann hafði góða nærveru og löngum var stutt í hláturinn, en fáum duldist að þar fór líka býsna geðríkur maður. Og eins og hlýtur að vera um menn sem veljast til forystu- starfa í sinni sveit og eru bæði stórhuga og framfarasinnaðir, þá gera slíkir menn ekki alltaf svo að öllum líki. Ekki minnist ég þó þess að honum lægi illt orð til samferðamanna sinna, frekar átti hann það til að sjá þá, og sjálfan sig ekki síður, í skoplegu ljósi, allavega eftir á. Ragnar skilaði óvenjudrjúgu ævistarfi á sinni jörð sem hann bætti svo að eftir var tekið, og fyrir samfélag- ið. Hann missti mikið þegar Adda dó en eignaðist síðar góða vinkonu, Ölmu Ágústsdóttur, sem reyndist honum mikill styrkur. Af mörgum ferðum í Mið- fjörðinn gleymist seint er ég sótti mér tvo fola úr stóði Ragn- ars. Elta þurfti hrossin fram og aftur um landareignina lungann úr degi áður en þau urðu hand- sömuð og mæddi þar mest á systkinunum Benna og Helgu. Þennan dag voru Barkarstaðir án efa stærsta jörð á Íslandi. Af síðari heimsóknum er sú minn- isstæð er Ragnar sýndi okkur Jóhönnu Barkarstaðaskóg, fjöl- skyldureit og fagran vitnisburð um óbilandi trú á því að hægt væri að rækta skóg á til þess að gera trjálitlu og sumarköldu svæði. Flestir sem þekktu fóstra minn munu kannast við að hann hafði sérstakt yndi af rökræðum og gerði þar ekki mannamun. Barn eða unglingur var jafnmik- ilvægur viðmælandi og prestur eða ráðherra og naut ég þess forðum. Þessum áhuga hélt hann fram undir það síðasta enda með síkvika hugsun og með öllu óbil- aða. Mig grunar þó að þegar hinn slyngi sláttumaður vitjaði hans eftir skammvinn veikindi, hafi hann ákveðið að þæfa málið ekki, heldur fylgja honum sátt- ur. Við Jóhanna kveðjum kæran vin og ornum okkur á aðvent- unni við minninguna um Ragnar á Barkarstöðum. Ari Jóhannesson. Þá er komið að kveðjustund, minn kæri tengdafaðir og vinur. Leiðin okkar er orðin löng sam- an eða í meira en 40 ár. Þú skild- ir sjálfur ekkert í þeim góða vini okkar í efra hvers vegna hann var ekki löngu búinn að kalla þig til sín. En það á sínar skýringar, þrjóska var eitt af þínum sterku einkennum og ég er ekki frá því að þú hafir innst inni talið þig vera ómissandi fyrir okkur hin. Það var allavega ekki djúp mein- ing í því þegar þú sagðir, hin síð- ari ár, að nú tækjum við þessi yngri ákvörðun um eitthvað sem var verið að framkvæma í sveit- inni. Stuttu seinna varstu búinn að taka mann út undir vegg til að senda skýr skilaboð um hvað þyrfti að gera og helst hvernig. En þannig varst þú, Ragnar minn, hugsandi framkvæmda- maður fram að síðustu stundu. Áhugi þinn gagnvart fjölskyldu, vinum og framfaramálum sveit- unga þinna var einlægur. Allt fram á síðustu stundu varstu að tala um næstu skref sem tengd- ust stóra áhugamáli þínu sl. ár, ræktun skógar á Barkarstöðum. Ég á þér margt að þakka, minn kæri. Þó þú næðir aldrei, þrátt fyrir heiðarlegar tilraunir um tíma, að gera mig að framsókn- armanni þá varstu fyrirmynd í svo mörgu. Virðing þín fyrir öllu lífi og náttúru var einlæg sem og áhugi þinn fyrir velferð allra í kringum þig. „Morgunstund gef- ur gull í mund,“ mikið gat það nú verið óþolandi samviskubitið sem maður fékk þegar maður heyrði þig kominn á stjá fyrir allar aldir, gerandi hafragraut. Þá var ekki til setunnar boðið. Ég minnist þess nokkrum mán- uðum eftir fráfall Arndísar að við sátum saman við snafs og neftóbak og þú deildir með mér angist þinni. „Nonni, ég veit ekki hvað ég á að gera af mér, þetta er allt svo tilgangslaust.“ Eftir að hafa kynnt mér málið spurði ég þig daginn eftir hvernig þér litist á að prófa útskurð í tré. „Stundum fær maður tilboð sem maður getur ekki hafnað,“ var svar þitt stuttu seinna. Síðan þá liggja eftir þig ótal munir hjá fjölskyldu og vinum sem munu vera hluti af minningum okkar um þig, atgervi þitt og dugnað. Á þessum tímamótum er mér efst í huga þakklæti til þín, vinur minn, þakklæti fyrir allt sem þú hefur gefið mér og fjölskyldu minni. Farðu í friði, kæri vinur. Jón Gunnarsson. Íris vinkona mín, þessi ljúfa og ynd- islega kona, er lát- in. Það er ekki auð- velt að lýsa í fáum orðum hversu fallega og skemmtilega manneskju Íris hafði að geyma; hversu annt hún lét sér um fólkið sem henni þótti vænt um, hversu klár hún var, Íris Magnúsdóttir ✝ Íris Magn-úsdóttir fædd- ist 22. október 1963. Hún lést 6. nóvember 2015. Útför Írisar fór fram í kyrrþey. elskuleg, talaði góða frönsku, fannst gam- an að hlusta á tónlist, hversu mjög hún naut þess að borða góðan mat, fá sér smók, vínglas, kaupa sér skó, eiga löng símtöl við vini sína, hvað hún var alltaf með fallega lakkaðar neglur, hversu glæsileg kona hún var, stóð fast á sínu og gat verið þver og þrjósk og hversu mikið hún lagði upp úr því að varðveita einkalíf sitt. Þetta gæti verið upp- hafið á miklu lengri upptalningu, en þar sem Írisi þætti sennilega nóg um læt ég staðar numið. Þessi örþunni veggur milli lífs og dauða einsog skilrúm úr japönskum silkipappír, sumstaðar rifið og sér í gegn (Gyrðir Elíasson) Ég kveð kæra vinkonu með miklum söknuði og djúpu þakk- læti fyrir dýrmæta vináttu og yndislegar samverustundir í gegnum árin og fyrir vikuna sem við vinkonurnar eyddum saman í lok sumars í París, borginni hennar Írisar. Lofti, Guðlaugu og öðrum ást- vinum votta ég mína dýpstu sam- úð. Brynja. Mig langar í fáum orðum að minnast hans Harðar sem var bekkjarbróðir minn og vinur í barnaskóla. Við vorum ekki nema fjögur í árganginum fyrstu árin, þrjár valkyrjur og Hörður. Frú Rósa B. Blöndal kenndi okkur fyrstu þrjú árin en þegar hún lét af störfum fyrir aldurs- sakir tók önnur Rósa við að kenna okkur, stóra systir Harð- ar sem okkur þótti mikil skvísa og skemmtilegur kennari. Þetta var góður vetur og kennarinn var vinur okkar. Við nutum okk- ar í frelsi sveitarinnar, að ein- hverju leyti vorum við krakk- Hörður Þórisson ✝ Hörður Þór-isson fæddist 11. ágúst 1965. Hann 18. nóv- ember 2015. Útför Harðar fór fram 27. nóv- ember 2015. arnir á Laugarvatni eins og stór systk- inahópur. Hörður var afskaplega fé- lagslyndur, lét sig aldrei vanta þegar haldin voru diskó- tek, spilakvöld eða önnur skemmtun. Hann var oft hnytt- inn í tilsvörum og stutt í glettni og húmor. Leiðir skildu þegar við bæði fluttum frá Laugarvatni, en vegna vin- áttu mæðra okkar og mín og systur Harðar hef ég fylgst með því sem hann hefur verið að sýsla í gegnum árin. Þá sjaldan við hittumst urðu sannarlega fagnaðarfundir og við skiptumst á upplýsingum um hvað við vor- um að fást við. Ég votta móður, systkinum og frændfólki einlæga samúð við fráfall góðs drengs. Guð gefi ykkur styrk og umvefji minningarnar. Sigrún Óskarsdóttir. Útför móður okkar, INGIBJARGAR ÓLAFSSON, fyrrum húsfreyju á Þorvaldseyri, verður gerð frá Eyvindarhólakirkju laugardaginn 12. desember klukkan 14. . Jórunn, Ólafur, Þorleifur og Sigursveinn Eggertsbörn. Minn ástkæri eiginmaður, faðir, tengdafaður, afi og okkar besti vinur, EYJÓLFUR RÚNAR KRISTMUNDSSON, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju föstudaginn 11. desember kl. 15. . Jóhanna Þorsteinsdóttir, Óli Rúnar Eyjólfsson, Ragnhildur Hauksdóttir, Unnur Eyjólfsdóttir, Ástmar Karl Steinarsson og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, BJÖRGVINS ÞORVALDSSONAR, Greniteigi 2, 230 Keflavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks D-deildar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fyrir góða umönnun. . Kristján Björgvinsson, Elínborg Sigurðardóttir, Sigrún Björgvinsdóttir, Smári Friðriksson, Björgvin Björgvinsson, Linda Rós Björgvinsdóttir, Benedikt Viggósson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÖRLYGS ÍVARSSONAR tæknifræðings, Kvistagerði 6, Akureyri. . Bryndís Þorvaldsdóttir, Ormarr Örlygsson, Valgerður Vilhelmsdóttir, Þorvaldur Örlygsson, Ólöf Mjöll Ellertsdóttir, Harpa María Örlygsdóttir, Andri Stefánsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær bróðir okkar, AÐALSTEINN BRYNJÚLFSSON frá Vestmannaeyjum, er látinn. Útför hefur farið fram. . Bryndís Brynjúlfsdóttir, Hersteinn Brynjúlfsson. MATTHÍAS B. JAKOBSSON skipstjóri lést á dvalarheimilinu Dalbæ á Dalvík þann 8. desember síðastliðinn. Útför hans fer fram frá Dalvíkurkirkju mánudaginn 14. desember klukkan 13.30. . Aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.