Morgunblaðið - 10.12.2015, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2015
Enginn varð fyrir áhrifum þegar salt-
sýra lak úr keri við birgðageymslu
Olís við Héðinsgötu í gær. Sýran var
hreinsuð upp.
Talið er að 200 til 300 lítrar af salt-
sýru hafi lekið niður. Verið var að
flytja þúsund lítra ker með saltsýru í
gámi frá vörugeymslu. Bílstjórinn
fann lykt sem honum þótti skrýtin og
gerði starfsfólki Olís viðvart. Mikill
viðbúnaður var hjá Slökkviliði höf-
uðborgarsvæðisins sem stöðvaði út-
breiðslu mengunarinnar og hreinsaði
svæðið. Sýran var færð yfir í heilt
ker.
Lokað var fyrir umferð um Héðins-
götu um skeið. Logn var og ekki talin
hætta að mengunin bærist með vindi.
Saltsýran er mjög ertandi. Guð-
mundur Halldórsson, varðstjóri hjá
Slökkviliði höfuðborgarsvæðsins,
segir hættulegt að anda henni að sér.
Menn geti fengið lungnabjúg og önd-
unarvefur skemmst.
Bílstjórinn fann ekki fyrir neinum
óþægindum en var eigi að síður beð-
inn um að líta inn á sjúkrahúsi, til
vonar og vara. Starfsmenn Olís sem
opnuðu gáminn voru með hlífðar-
búnað.
Saltsýra lak á Héðinsgötu
Morgunblaðið/Eggert
Eitur Slökkviliðsmenn með viðeigandi búnað tókust á við eiturefnalekann.
Lokað fyrir umferð Enginn varð fyrir áhrifum
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Krónan, dótturfélag Festar hf., hef-
ur að undanförnu kannað hag-
kvæmni þess að opna einfaldar bens-
ín- og dísilsölustöðvar á lóðum
verslana sinna. Samkvæmt upplýs-
ingum Morgunblaðsins hafa viðræð-
ur við fulltrúa olíufélaganna um
bensín- og olíukaup af félögunum
enn ekki borið árangur, vegna þess
að mikið ber á milli í verðhugmynd-
um Krónunnar og olíufélaganna.
Sömuleiðis hefur komið fram að
erlenda verslunarkeðjan Costco,
sem undirbýr opnun stórmarkaðar í
Kauptúni í Garðabæ á næsta ári, hafi
hug á að bjóða upp á eldsneyti við
verslun sína.
Vilja nýta lóðir betur
Upphaf þess að Krónan hóf að
skoða möguleika sem þennan var að
eigendur Krónunnar vilja nýta sínar
lóðir betur og töldu að hagkvæmt
gæti verið að setja upp eldsneytis-
dælur og hleðslustöðvar fyrir raf-
magnsbíla á lóðunum, þar sem alltaf
væri sama eldsneytisverð, engin af-
sláttartilboð eða viðskiptakort væru
í boði. Þannig yrði rekstur slíkra
dælna eins hagkvæmur og hægt
væri og Krónan gæti boðið upp á
verulega lækkun á eldsneytisverði.
Lóðir Krónunnar væru skilgreindar
í deiliskipulagi fyrir verslun og þjón-
ustu. Því væri Krónan, að mati for-
svarsmannanna, einungis að bæta
við tveimur vörunúmerum, bensíni
og dísilolíu.
Morgunblaðið hefur upplýsingar
um að verðhugmyndir olíufélaganna,
hvað varðar smásölu á eldsneyti til
Krónunnar séu töluvert fjarri verð-
hugmyndum Krónunnar.
Vilja 12 til 13 króna álag
Heimildir Morgunblaðsins herma
að olíufélögin væru tilbúin til þess að
selja Krónunni lítrann með 12 til 13
króna álagi á innkaupsverð, sem
jafngildir því, að ef Krónan keypti 10
milljónir lítra á ári af olíufélögunum,
fengju félögin 120 til 130 milljónir
króna í sinn hlut fyrir viðskiptin.
Krónan hefur aftur á móti bent á,
að ef af viðskiptum yrði, væri Krón-
an í hópi stórnotenda, rétt eins og út-
gerðin og aðrir stórkaupendur. Því
munu forsvarsmenn fyrirtækisins
telja sanngirnismál að Krónan nyti
sambærilegra kjara, eða að á bilinu 3
til 5 krónur bættust ofan á innkaups-
verð hvers lítra. Jafnframt hafa þeir
bent á að Krónan myndi staðgreiða
sín eldsneytiskaup en öðru máli
gegni með aðra stórnotendur, sem
yfirleitt séu allir í reikningi hjá olíu-
félögunum og hafi þar af leiðandi
ákveðinn greiðslufrest.
Hafa forsvarsmenn Krónunnar
bent á að sambærilegar tölur í Dan-
mörku þegar um stórnotendur sé að
ræða séu 3 til 4 krónur ofan á hvern
lítra.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Krónan Eigendur Krónunnar vilja nýta sínar lóðir betur og kanna hagkvæmni þess að selja bensín og dísilolíu.
Mjög mikill munur er
á verðhugmyndum
10 kr. munur á lítra á milli Krónunnar og olíufélaganna
Í frummatsskýrslu Samkeppnis-
eftirlitsins um eldsneytismark-
aðinn kemur fram ákveðin
hvatning til sveitarfélaga um að
þau liðki til fyrir því að nýir að-
ilar geti opnað eldsneytis-
stöðvar, og bent sérstaklega á
matvöruverslanir.
Um það sagði Jón Ólafur Hall-
dórsson, forstjóri Olís, m.a. hér í
Morgunblaðinu hinn 1. desember
sl.: „Mér finnst mjög sérstakt að
í skýrslu Samkeppniseftirlitsins
kemur fram að þeir telji mat-
vörumarkaðina besta til þess að
koma inn á þennan markað.
Hvers vegna taka þeir eina grein
í smásölu umfram aðrar? Af
hverju nefna þeir ekki bygging-
arvöruverslanir eða apótek eða
einhverja aðra sem hefðu
kannski áhuga?“
Olíufélögin hafa frest fram í
febrúar á næsta ári til þess að
gera athugasemdir við frum-
matsskýrslu Samkeppniseft-
irlitsins og verður lokaútgáfa
skýrslunnar gerð opinber fljót-
lega í kjölfar þess.
Hvatning til
sveitarfélaga
FRUMMATSSKÝRSLA SKE
Viðgerð lauk í gær á byggðalínu-
hringnum hjá Landsneti en hann fór
í sundur á tveimur stöðum í óveðrinu
á mánudagskvöld og aðfaranótt
þriðjudags. Viðgerðaflokkar Lands-
nets og Rarik vinna að viðgerðum og
er rafmagn víðast komið á, ýmist
með viðgerðum á skemmdum línum
eða með keyrslu dísilvéla.
Flokkur Landsnets var í gær-
kvöldi að ljúka viðgerð á Kópa-
skerslínu. Þá var hafin viðgerð á
Breiðadalslínu 1. Þar höfðu 17 möst-
ur brotnað í Dýrafirði vegna ísingar
og vindálags. Um 40 manns með
tæki og tól hafa unnið að viðgerð-
unum hjá Landsneti.
Byggðalínan fór í sundur í
Blönduhlíð í Skagafirði og einnig á
mili Hryggstekks í Skriðdal og Teig-
arhorns í Berufirði. Viðgerðum lauk
á báðum stöðum í gær og er byggða-
línuhringurinn því samtengdur að
nýju.
Rafmagnslaust í Öxarfirði
Flestir viðskiptavinir Rarik voru í
gær komnir með rafmagn. Vinnu
lauk í gærkvöldi við bráðabirgða-
viðgerð í Blönduhlíð og með því átti
að koma rafmagn á alla bæi þar í
sveit. Rafmagn var einnig komið á í
Kelduhverfi. Í gær var verið að lag-
færa línu norðan við Lund í Öx-
arfirði en þar voru 8 staurar brotnir.
Síðdegis var ennþá rafmagnslaust í
Öxarfirði að Kópaskeri og á Sléttu.
Unnið var að því að tengja dísilvél.
Rafmagn er skammtað á Raufar-
höfn. Miklar skemmdir urðu á
Suðurlandi. Viðgerðarmenn voru í
gær að gera við raflínur til að koma
rafmagni á bæi í Vallakrók við
Hvolsvöll. helgi@mbl.is
Ljósmynd/Landsnet
Breiðadalslína Sautján möstur brotnuðu við bæinn Gemlufall í Dýrafirði.
Byggðalínan
er komin í lag
Flestir bæir komnir með rafmagn
Mikill meirihluti íbúa á Suð-
urnesjum er hlynntur iðnaðar-
uppbyggingu í Helguvík, sam-
kvæmt viðhorfskönnun sem
áhugahópur um atvinnuuppbygg-
ingu á Reykjanesi fékk MMR til að
gera. Þannig sögðust 72% þeirra
sem svöruðu vera frekar eða mjög
hlynntir iðnaðaruppbyggingu en
28% mjög eða frekar andvígir.
Svipað hlutfall svarenda, eða
72,3%, sagðist frekar eða mjög
hlynnt því að annars konar orku-
frekur iðnaður yrði settur á fót í
Helguvík ef í ljós kæmi að þar
mundi ekki rísa álver. Mjög eða
frekar andvígir sögðust 27,7%.
Könnunin var gerð í síma og á
netinu fyrstu dagana í desember.
1201 einstaklingur var í úrtaki og
svöruðu rúm 45%. helgi@mbl.is
72% segjast hlynnt
iðnaði í Helguvík
Ljósmynd/Hilmar Bragi
Helguvík Unnið er að byggingu
mannvirkja á iðnaðarsvæðinu.