Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2016, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2016, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.1. 2016 Icesave-kröfuhafar hafa lokið viðskiptum sín-um hér á landi. Í upphafi þessa árs fenguþeir lokagreiðslur úr þrotabúi Landsbankans sem hefur jafnt og þétt greitt þeim upp í höf- uðstól krafna þeirra. Það má í sjálfu sér vera ánægjulegt hversu lítið hefur farið fyrir þessum málalyktum. Þær vörðuðu nefnilega bara þrotabú Landsbankans og þessa kröfuhafa sem áttu kröfu í þrotabúið. Ef marka má takmark- aðar fréttir af málinu þá varð það á endanum nið- urstaðan að Icesave-kröfuhafarnir, Bretar og Hollendingar, fengu allan höfuðstól krafna sinna frá þrotabúinu. Jón og Gunna hafa undanfarið ekki þurft að hafa áhyggjur af þessu máli, hvern- ig svo sem því hefði lyktað. Aðstæðurnar hefðu hins vegar getað verið öðruvísi. Jón og Gunna gætu verið í svitabaði í dag þrátt fyrir fulla höfuðstólsgreiðslu þrotabús Landsbankans til Icesave-kröfuhafanna. Bretar og Hollendingar gerðu nefnilega líka kröfu um greiðslu vaxta af höfuðstólnum og kostnaðar af umstanginu. Það var frá upphafi augljóst að þá kröfu fengju þeir aldrei úr þrotabúinu. Af fá- dæma litlu sjálfsöryggi og skorti á stjórnfestu samdi ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, með Steingrím J. Sigfússon í broddi fylkingar, þess vegna við kröfuhafana um að Jón og Gunna ásamt öðrum íslenskum skattgreiðendum myndu bera ábyrgð á öllu heila klabbinu, langt umfram þá 20 milljarða sem búið var að fallast á að Tryggingajóður innstæðueigenda stæði undir. Það átti að munstra sjóðinn til þess að skuldsetja sig til að geta fullnægt meðal annars vaxta- og kostnaðarkröfum Breta og Hollendinga. Icesave- samningar vinstri stjórnarinnar gerðu ráð fyrir þeim möguleika að Jóni og Gunnu væri haldið uppteknum við efnið til ársins 2046! Skömm þeirra sem samþykktu Icesave- samningana er mikil. Sumir þeirra hafa við- urkennt mistök í þeim efnum, aðrir kjósa að „líta bara til framtíðar“ eins og það er kallað. Gott og vel. Hver flýgur eins og hann er fiðraður og auð- vitað er það ekki markmið í sjálfu sér að dvelja í fortíðinni. Icesave-mistökin, sem að einhverju leyti má afsaka með minnimáttarkennd og alltof miklu trausti á næsta manni, fölna þó í sam- anburði við tilburði þeirra sem þessa dagana gera lítið úr andstöðu þjóðarinnar við Icesave- samninga. „Lýðskrum“ kallar einn það og annar færir fyrir því veikburða rök að þjóðinni hefði í raun farnast betur ef Jón og Gunna hefðu bara samþykkt löglausar kröfur frá Evrópu, upp á 647 milljarða auk vaxta. Enginn ágreiningur var um að Bretar og Hol- lendingar áttu lögvarðar kröfur á Íslandi. Þær kröfur beindust hins vegar ekki að íslenskum skattgreiðendum heldur þrotabúi Landsbankans. Um það snerist Icesave-deilan. Icesave – in memoriam * Skömm þeirra semsamþykktu Icesave-samningana fölnar í sam- anburði við tilburði þeirra sem þessa dagana gera lítið úr andstöðu þjóðarinnar við löglausar kröfur frá Evrópu. ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Sigríður Ásthildur Andersen sigga@sigridur.is EM í knattspyrnu nálgast óðfluga og Twitter og Facebook farnir að fyllast af stöðuuppfærslum tengd- um keppninni. Fjölmiðlamaðurinn Gísli Marteinn Baldursson skrif- aði á Twitter: „Hvað þarf að gerast til að lands- liðið okkar verði með fornöfnin aftan á búningunum á EM í sumar? Öllum sama hvað pabbar þeirra heita.“ Katrín Atla- dóttir, forritari hjá CCP og fyrr- verandi landsliðs- kona í badminton bendir á að það gætu verið reglur: „Var þannig þeg- ar ég var í badminton landsliðinu, varð að vera K. Atladóttir.“ Hún bætti því við að hún væri mjög stressuð yfir nýju búningunum. Facebook og Twitter var eins og minningarleiði í vikunni enda var poppgoðið David Bowie allur þar sem fólk póstaði myndböndum, myndum og kveðjum til átrún- aðargoðsins. Þórdís Gísladóttir, rithöfund- ur og þýðandi, skrifaði á Twitter: „Verður þessi keppni um hver er mesti Bowie-aðdáandinn ennþá á morgun?“ Og mörgum þótti nóg um flug- elda sem voru sendir í loft upp langt fram eftir þrettándanum og enn má heyra hvelli og sjá flugelda hátt á himni. Baggalúturinn Bragi Valdimar Skúlason með meiru skrifaði á Twitter: „Stund hefndarinnar er runnin upp. Í nótt mun ég koma fyrir hurða- sprengjum í tannþráðarboxinu hjá öllum þeim sem sprengdu á þrett- ándanum.“ Og Bragi Valdimar hélt aðeins áfram með skrif um flug- elda: „Miklihvellur hljómar eins og nafn á skottertu með mjög háan vonbrigðastuðul.“ AF NETINU „Ekki kalla hrossin „smáhesta“. Slepptu Gullna hringnum. Og athugið hvort það sé að fara að rigna í Bláa lóninu.“ Svo skrifar blaða- maður eins þekktasta ferðatímarits í heimi, Condé Nast Traveler, í grein sem birtist á vef- útgáfu blaðsins í vikunni. Blaðamaður skrapp til landsins í kringum þakkargjörðarhátíðina á síðasta ári en hann hafði áður komið til lands- ins fyrir tíu árum og þá verið afar hrifinn, ferð- in hafi í raun verið stórkostleg í alla staði. Allir að tala um Ísland Blaðamaður segir að allir, alls staðar, séu að tala um Ísland og að þeir verði að komast þangað. Hann hafi verið spenntur að vita hvernig Ísland væri nú tíu árum síðar og hafi ekki orðið fyrir vonbrigðum. Hins vegar séu nokkur atriði sem verði að hafa í huga til að ferðin verði góð. Hann segir að fólk geti til dæmis orðið fyrir vonbrigðum með Bláa lónið. Þar hafi fólk verið með kokteil og snjallsíma í annarri hendinni og GoPro-myndavél í hinni. Eins og „yfirfull sundlaug á Vegas-hóteli“. Blaðamaður mælir heldur ekki með að fólk taki Gullna hringinn; Þingvelli, Gullfoss og Geysi, í skipulagðri rútuferð. Hann segir að fólk eigi ekki að sleppa því að sjá þessa staði, heldur leigja sér frekar bíl og finna út hvenær fæstir eru á þessum stöðum og mæta þá. Þá segir blaðamaður að ferðamenn verði að fylgjast með veðurspá og fara varlega enda sé líklegt að ferðamenn séu upp á sjálfa sig og guð komnir ef þeir lendi í vandræðum. Mikið álag sé á lögreglunni úti á landi og hún eigi erf- itt með að bregðast fljótt við. Ferðamenn eru þá minntir á að sleppa ekki „litlu hlutunum“. Eins og að heimsækja fá- farnari en fallega staði. Gullni hringurinn er eitthvað sem ferðamenn ættu að sleppa að skoða í rútuferð, að mati blaða- manns Condé Nast Traveler. Morgunblaðið/Eggert Bláa lónið eins og „yfirfull sundlaug á Vegas-hóteli“ Vettvangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.