Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2016, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2016, Blaðsíða 39
metra niður eftir götunni. Rétt eins og þetta væri ekki nóg bætist illleysanlegur flóttamannavandi Evr- ópu við, sem magnaðist um allan helming eftir að Merkel, sem fram að því var kölluð kanslarinn óskeikuli, fór út af í pólitískri lausamöl og endaði á þakinu eftir ótal veltur. Kvennakúgunin í Köln um síðustu áramót, sem reynt var að þegja í hel, opnaði augu margra fyrir þeim ógöngum sem Þjóðverjar eru komnir í. Jean-Claude grætur sáran Frétt mbl.is í fyrradag undirstrikar þetta enn: „Jean- Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evr- ópusambandsins, segir að ríkjum ESB hafi mistekist að takast á við flóttamannavandann. Hann varar við hertu landamæraeftirliti og telur að það muni ganga að innri markaðinum dauðum. Juncker hefur einnig heitið því að hætta ekki við áform sín um að flytja þúsundir hælisleitenda frá Ítalíu og Grikklandi, en áformin voru samþykkt í október eftir að þónokkrar austurevrópskar borgir höfðu lýst yfir andstöðu við þau. Til þessa hafa 272 flóttamenn verið fluttir til ann- arra ríkja af þeim 160 þúsundum sem ríki ESB sam- þykktu að flytja á annan stað. „Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur skilað sínu,“ sagði Juncker á blaðamannafundi. „En fjöldi ríkja ESB hefur ekki náð að fullu að fram- kvæma það sem við þurfum að gera og það sem þarf að gera.““ Juncker kvartaði sáran yfir því, að „ríki ESB hefðu hert landamæraeftirlit sitt. Það myndi á endanum ógna Schengen-kerfinu um frjálsar ferðir fólks án vegabréfa. „Sá sem drepur Schengen mun á endanum ganga að innri markaðinum dauðum,“ sagði hann.“ „Án Schengen, frjálsra ferða vinnufólks og án frels- is evrópskra þegna til að ferðast, þá er engin þörf fyrir evruna,“ sagði hann. „ekki náð að fullu...“ Tölurnar sem Juncker nefndi til sögunnar væru sprenghlægilegar væri ekki svo mikil alvara liggjandi undir. Í október s.l. ákváðu leiðtogar ESB að flytja 160 þúsund flóttamenn af rúmlega milljón á milli ríkja sambandsins. Og þremur mánuðum síðar hafa 272 flutt. Það eru 90 flóttamenn á mánuði. Ef að taktur- inn verður áfram þessi mun verkefninu ljúka eftir 148 ár. Þá verður Juncker orðinn eldri en Abraham eða rúmlega 200 ára. En það kaldranalega er, að þessa sömu þrjá mánuði sem 272 flóttamenn voru færðir til, bættust tugir þús- unda nýrra flóttamanna við þá sem fyrir voru í ESB- löndunum. Þessar tölur minna helst á yfirlýsingar Obama um að Bandaríkin myndu verja 500 milljónum doll- ara til að þjálfa viðurkennda sýrlenska uppreisn- armenn til að berjast við einræðisherrann í Damas- kus. Ári síðar kom í ljós að tekist hafði að þjálfa 5 menn! Upphæðin, 500 milljónir dollara, er ekkert ómynd- arleg. Í íslenskum krónum talið eru þetta 65 millj- arðar, svo sem eins og einn Landspítali fullbyggður, en án búnaðar. Það verður ekki sagt að þess konar afköst helstu valdamanna ýti undir bjartsýni í henni veröld, og það um þær mundir þegar flest efnahagskerfi heims hökta um með öfugum formerkjum. Morgunblaðið/Styrmir Kári * Í október s.l. ákváðu leiðtogarESB að flytja 160 þúsundflóttamenn af rúmlega milljón á milli ríkja sambandsins. Og þremur mán- uðum síðar hafa 272 flutt. Það eru 90 flóttamenn á mánuði. Ef að takt- urinn verður áfram þessi mun verk- efninu ljúka eftir 148 ár. 17.1. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.