Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2016, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2016, Blaðsíða 32
Einu sinni var maður alltaf með fartölvu á ferðalögum,mikinn hlunk í mikilli tösku sem dragnast þurfti með áflugvöllum og mátti aldrei skilja við sig. Þegar fartölvur urðu fistölvur varð lífið aðeins bærilegra og svo líka þegar öll gögn fluttu í skýið – þá var ekki lengur þörf á að vera með utanáliggjandi harðan disk og CD brennara / lesara. Já, og svo komu spjaldtölvurnar, en þær voru eiginlega bara sýndarhagræði, það var ekki hægt að vinna á þeim af neinu viti og því var fartölva og spjaldtölva í fartölvutöskunni. Þó ekki sé hægt að bera saman örgjörva í farsíma og borðtölvu er óhætt að segja að nýlegur farsími samsvari smávaxinni tölvu og svo komið að margt það sem hægt er að gera á far- eða borðtölvu er hægt að gera á farsíma og á far- síma er hægt að gera nánast allt sem hægt er að gera á spjaldtölvu (aukinheldur sem farsíma með 5,7" skjá mætti svo sem kalla spjaldtölvu). Ég geri líka ráð fyrir að margir * Í stað músar erhægt að nota símann sjálfan sem músarflöt ef vill, til að mynda til að spara USB-tengi. Tvö skjátengi eru á kvínni, DisplayPort og HDMI, en síminn er tendur í HDMI-tengið. Síðan eru tvö x USB 2.0 tengi og eitt USB 2.0 með meiri spennu. Varla þarf að taka það fram að USB-C- tengið hleður símann á meðan hann er tengdur og því hægt að nota straum USB-tengið í að hlaða annað tæki. * Krafan um USB-C-tengi gerir að verkum að einu símarnir sem ganga við kvína sem stendur eru Lumia 950 og 950XL, zem báðir eru frábærir farsímar, en verða fleiri eftir því sem USB-C- símum fjölgar. Microsoft Display Dock kostar 19.990 kr. í vefverslun Opinna kerfa, okbeint.is. Græjan ÁRNI MATTHÍASSON séu hættir að vera með spjald- tölvu með sér, en þeir sitji enn uppi með fartölvuna því það getur verið snúið að vinna á farsíma – maður getur reddað sér en ekki gert flókna hluti nema með harmkvælum. Nýtt apparat frá Microsoft, sem fyrirtækið kallar einfald- lega Microsoft Display Dock, boðar nýja tíma í þessu efni, því það apparat er beinlínis ætlað til þess að nýa aflið sem felst í farsímanum, breyta honum í tölvu, án þess hann hætti þó að vera farsími. Nú geri ég ráð fyrir að allmargir þekki það þegar menn tengja farsíma við tölvuskjá þá birtist speg- ilmynd af farsímaskjánum, bara miklu stærri. Með þessari nýju tengikví frá Microsoft og viðeigandi hugbúnaði verður tölvuskjárinn aftur á móti viðbót við símaskjáinn og þá hægt að keyra ýmislegan hugbúnað á símanum, til að mynda Of- fice-pakkann. Þá er ekkert eftir nema tengja mús og lykla- borð við alla saman, ýmist með snúru í kvína eða með Bluetooth. Lyk- ilatriði í þessu er að síminn er enn sími, því hægt er að hringja símtöl og svara, senda SMS og álíka án þess að það trufli það sem sést á skjánum. Annað lykilatriði er viðbót í Windows 10 sem kallast Continuum og sú viðbót breytir símanum í tölvu, ef svo má segja, stýrir viðbótar skjáborði þegar síminn er tengdur við annan skjá. Viðbótin sér síðan um það að birta símaútgáfuna af Excel, svo dæmi sé tekið, sem borð- eða fartölvuútgáfu með stuðning við mús og lyklaborð, en hún vinnur með öllum forritum sem keyra jafnt í öllum af- brigðum af Windows 10, farsímaútgáfu, borðtölvuútgáfu og leikjatölvuútgáfu svo dæmi séu tekin, en slík forrit flokkar Microsoft sem Universal-smáforrit. Það eru ekki öll forrit en fer fjölgandi að sögn Microsoft-manna, þó sum vanti. Þannig eru til eða rétt ókomin Universal-smáforrit fyrir Facebook, Facebook Messenger, Instagram, Box, Shazam, Netflix, Twitter og Audible svo dæmi séu tekin, en ekkert bólar aftur á móti á Skype, SnapChat, WhatsApp, Spotify, YouTube eða Tinder. Það gefur svo augaleið að ekki er hægt að nota aðra síma við a tarna nema þá sem keyra Windows fyrir síma, Windows 10 nán- ar tiltekið, sem er nú verið að dreifa í síma um heim allan smám saman (allir Lumia símar sem eru með Windows 8 eða 8.1 fá fría uppfærslu í Windows 10). Kvíin sjálf er ekki ýkja flókið fyrirbæri að sjá, lítill og þungur kubbur sem er náttúrlega hið besta mál, enda kostur að hafa hann stöð- ugan á borðinu. Ekki skortir tengir á hann, eins og rakið er hér til hliðar, en rétt að taka fram að hann notar nýja gerð USB-tengja, USB-C, og þá átt við það tengi sem er úr síma í kvína. USB-C-tengi hafa áður verið rædd á þessum stað og óhætt að spá því að þau eigi eftir að leggja undir sig heiminn, enda býður USB-C upp á 40 gígabita á sekúndu í gagnastreymi, hægt er að keyra tvo 4K skjái samtímis og streyma 100 W af straumi í hleðslu svo fátt eitt sé talið. Smsé: þetta er snilldarlausn og gefur forvitnilega möguleika á ferðinni, svo ekki sé meira sagt, enda er alls staðar að finna skjái með HDMI-tengi, til mynda sjónvarps- tæki … NÝ TÆKNI ER OFT SÝND VEIÐI, EN EKKI GEFIN – ÞAÐ SEM HÆGT ER AÐ GERA ER STUNDUM SVO MIKIÐ VESEN EÐA SVO LÉLEGT ÞEGAR Á REYNIR AÐ ÞAÐ TEKUR ÞVÍ EKKI AÐ FÁST VIÐ ÞAÐ. GOTT DÆMI UM ÞAÐ ER DRAUMURINN UM AÐ NOTA SNJALLSÍMA SEM FAR- EÐA BORÐTÖLVU, EN NÝ TENGIKVÍ FRÁ MICROSOFT OG VIÐBÓT Í WINDOWS 10 BREYTIR ÖLLU. SÍMI SEM TÖLVA 32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.1. 2016 Græjur og tækni Ný tegund vekjaraklukku hefur slegið í gegn á Kickstarter en hún heitir Ruggie og er í formi mottu. Það listilega við þessa klukku er að nauð- synlegt er að stíga fram úr rúminu og standa á mottunni í þrjár sekúndur til þess að hún hætti að hringja. Það dugar sumsé ekki að tylla tánni niður. Til viðbótar er enginn „snús“-takki svo það er ekki hægt að fresta því að fara fram úr. Vekjaraklukka sem virkar Umboðsaðili: Yd heildverslun, s. 587 9393, yd@yd.is, YdBolighus * Eins og getið er hér til hliðar þá erkubburinn ansi þungur miðað við stærð, 230 g, en þó ekki nema 64,1 x 64,1 x 26,5 mm að stærð. Undir honum er stamt gúmmíkennt efni sem minnkar enn líkur á því að hann renni til. Kvíin styður allt að 1080p upplausn, 1920 x 1080. Með henni fylgir spennubreytir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.