Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2016, Blaðsíða 40
Viðtal
40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.1. 2016
T
ónlistarkonan Hafdís Huld Þrast-
ardóttir á um þessar mundir 20
ára feril að baki en hún byrjaði
15 ára gömul í einni vinsælustu
hljómsveit Íslands, GusGus, og
var í sveitinni í fjögur ár. Eftir harkalegan
viðskilnað við sveitina hélt Hafdís Huld til
Bretlands þar sem hún bjó í tíu ár, lauk
námi í tónsmíðum og hóf sólóferil. Ytra hef-
ur hún fengið frábæra dóma fyrir plötur sín-
ar, 4-5 stjörnur í breskum miðlum, en hún
segir að það hafi tekið langan tíma að end-
urheimta trú á því að hún hefði eitthvað
fram að færa í tónlistinni eftir unglingsárin
með GusGus.
„Já, þetta eru orðin rétt rúmlega 20 ár,
þetta hefur verið fljótt að líða. Ég var ein-
hvern tímann að hlusta á spurningakeppni í
útvarpinu þegar upp kom spurningin;
„Hvaða ár er tónlistarkonan Hafdís Huld
fædd?“ Fólk fór að giska á að ég væri ansi
mörgum árum eldri en ég er.“ Hafdís segist
hafa varlega kyngt munnvatni og hugsað að
eitthvað yrði hún að hressa upp á útlitið.
Þetta á sér þó væntanlega þá skýringu að
þar sem Hafdís Huld hefur verið svo lengi
að finnst mörgum að hún hljóti að vera eldri.
Í fyrsta GusGus-verkefninu var hún að lesa
undir samræmdu prófin og var með ung-
lingabókina Gauragang með sér á æfingum.
„Ég stefndi alltaf að tónlist. Ætlaði að
verða söng- og leikkona og 9, að verða 10
ára gömul fékk ég foreldra mína til að gefa
mér tíma í stúdíói. Ég vildi fara til Didda
fiðlu, taka upp lag sem ég var búin að semja
og senda í Eurovision sem ég og gerði. Ég
var afar einbeitt og ákveðin í þessu.“
Þannig að þegar GusGus ævintýrið byrjaði
fannst Hafdísi Huld það bara vera eðlilegt
næsta skref í átt að því að því sem hún ætl-
aði að tileinka líf sitt; tónlistinni.
„Ég var líklega eins langt frá stereótýp-
unni um unga stelpu sem gengur í hljóm-
sveit með eldri strákum og hægt er. Ég
hafði engan áhuga á djammi, hef aldrei
drukkið eða reykt. Ég vildi bara syngja og
sinna kynningarvinnunni og eftir tónleika fór
ég upp á hótelherbergi eins og hver annar
unglingur og pantaði mér pítsu og vann þess
á milli.“
Það kom þá kannski engum á óvart þegar
þú, aðeins 16 ára, skrifaðir undir alþjóðlegan
plötusamning?
„Nei, ég get ekki sagt að það hafi komið
mömmu og pabba mikið á óvart. Mér skilst
að ég sé yngsti Íslendingurinn til að skrifa
undir útgáfusamning sem þennan erlendis og
ég veit að foreldrar mínir hefðu aldrei leyft
mér að vera á tónleikaferðalögum svona
ungri nema af því að þau voru viss á því að
ég var með allt mitt á hreinu. Og hafði eng-
an áhuga á eftirpartíunum.“
Vorum ólík með ólíkan lífsstíl
Hvernig rak GusGus á fjörur þínar?
„Ég var á gangi heim af kóræfingu og sá
einhverja áhugaverða gaura vera að taka
myndir á Kirkjuholtinu og gaf mig á tal við
þá. Ég sagði þeim að ég ætlaði að verða leik-
kona og gaf þeim upp heimasímann minn –
þeir gætu haft samband ef þá vantaði stelpu
til að leika í einhverju. Þremur dögum síðar
var hringt heim og ég beðin um að koma og
leiða gamlan mann í sólskini fyrir einhverja
sjónvarpsauglýsingu. Ég var heldur betur til
í það. Í framhaldinu lék ég svo í nokkrum
tónlistarmyndböndum, þar á meðal fyrir Jet
Black Joe. Það þótti mér óskaplega svalt.“
GusGus var fjöllistahópur til að byrja með
og í bígerð var að gera stuttmynd. Hópurinn
sem stóð að myndinni varð hljómsveitin. Við
tóku tónleikaferðalög í fjögur ár, um Banda-
ríkin og Evrópu.
Hvernig gekk þetta í heild?
„Ég hafði brennandi áhuga á vinnunni og
sinnti tónleikum og viðtölum af metnaði. Við
vorum hins vegar mjög ólíkt fólk með ólíkan
lífsstíl. Ég átti ekki félagslega samleið með
9-14 árum eldri mönnum sem þekktust vel
og voru flest allir gamlir skólafélagar. Mín
félagslegu tengsl voru því allt öðruvísi innan
hópsins; ég var stelpa sem var á gangi í
Kirkjuholtinu í Kópavogi og endaði í hljóm-
sveitinni.
Ég hef stundum hugsað það síðan þá
hvernig það væri ef ég og kannski átta vin-
konur mínar í Kítón, (innsk. Félag kvenna í
tónlist), værum í saman í hljómsveit með
einhverjum einum 16 ára strák. Ég held að
við yrðum svolítið huggulegar við hann: „Er
ekki allt í lagi, elskan? Viltu fá þér sam-
loku.“
Heldurðu að slíkt skrifist á að þetta voru
strákar en ekki stelpur?
„Ég veit það ekki, eða hvort þetta var tíð-
arandinn; að lifa lífi poppstjörnunnar með
stæl. Ég er oft hissa að ég hafi enst í fjögur
ár þarna en veit að það var ástríðan fyrir því
að gera tónlist sem hélt mér gangandi og
plötufyrirtækið ytra var ánægt sem og aðdá-
endur sveitarinnar. Þetta var mikill skellur
þegar þeir félagar í hljómsveitinni sögðu við
mig daginn fyrir tónleikaferðalag að ég væri
svo barnaleg að þeir gætu ekki unnið með
mér. Já, vissulega var ég barn miðað við þá
félaga; Ég var 10 árum yngri en þeir. Mér
datt ekki í hug að segja það á þeim tíma en
ef þeir gátu ekki unnið með einhverjum
svona barnalegum hefðu þeir kannski ekki
átt að velja að vinna með barni í upphafi.“
Hafdís Huld upplifði ósmekklega fram-
komu. „Og það verður að segjast eins og er;
innanbúðarafbrýðisemi. Ég hafði fengið
þannig athygli að fólk var misánægt með það
innan sveitarinnar.“
Hafdís Huld segir að fyrir nokkrum árum
hefði hún kannski ekki þorað að segja frá
þessu tímabili eins og hún raunverulega upp-
lifið það.
„Þá lýsti ég þessum tíma sem bara frá-
bærri reynslu. Það er ekki fyrr en maður er
orðinn þetta miklu eldri og með aðra lífs-
reynslu að baki að maður getur viðurkennt
fyrir sjálfum sér að þetta hafi ekki verið al-
veg í lagi.“
Á þessum tíma voru ekki margar íslenskar
sveitir sem höfðu náð frama erlendis. Það
vakti því mikla athygli þegar Hafdís Huld
yfirgaf sveitina og var meðal annars greint
frá því í kvöldfréttum sjónvarpsins.
Áfallastreituröskun ytra
Hafdís Huld fluttist fljótt til til útlanda, fyrst
til Bandaríkjanna en svo Bretlands. Var sá
Alisdair Donald Wright, Arabella
Iðunn og Hafdís Huld búa í rólegu
umhverfi sem hentar Arabellu einkar
vel en hún er með meðfædda tauga-
röskun sem veldur ofurnæmni.
Hefðdi viljað velja
eigin leið fyrr
EFTIR HARKALEGAN VIÐSKILNAÐ HAFDÍS HULDAR VIÐ GUSGUS HÉLT TÓNLISTARKONAN ÚT FYRIR
LANDSTEINANA. SÍÐUSTU ÁRIN HEFUR HÚN GEFIÐ ÚT SÓLÓPLÖTUR Í BRETLANDI SEM HAFA FENGIÐ
FRÁBÆRA DÓMA ÞAR YTRA OG SAMIÐ FYRIR AÐRA TÓNLISTARMENN, SJÓNVARP OG AUGLÝSINGAR.
MEÐAN BRESKU MIÐLARNIR LOFUÐU HANA VAR UMFJÖLLUN UM HANA HÉR HEIMA, ÞÁ HELST ÚTLIT
HENNAR, Á TÍMUM AFAR ÓVÆGIN. HAFDÍS HULD GAF ÚT ÞRIÐJU SÓLÓPLÖTU SÍNA Í MIÐJUM
VEIKINDUM DÓTTUR SINNAR OG VINNUR NÚ AÐ ÞEIRRI FJÓRÐU OG ER HVERGI AF BAKI DOTTIN.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is