Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2016, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2016, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.1. 2016 „Í mínu ástandi“ kallar Anna Hansson sýn- inguna á málverkum og teikningum sem hún opnar í Anarkíu listasal í Hamraborg 3 í Kópavogi í dag, laugardag, klukkan 15. Verkin eru sjálfsmyndir; annars vegar stór olíumálverk og hins vegar teikningar þar sem bleki og kolum er blandað saman. Um verkin segir Anna: „Ég lenti í áfalli – veikindum sem tóku mig á staði sem ég hafði aldrei komið til áður og hafa haft djúpstæð áhrif á mig sem persónu. Að mála er mín leið til að skapa mér pláss þar sem ég er alveg ein með sjálfri mér, ég valdi að vinna með sjálfsmyndir vegna þess að ég fann þörf fyrir að horfa á sjálfa mig, horfast í augu við sjálfa mig.“ ANNA HANSSON SÝNIR Í SÍNU ÁSTANDI Listakonan á vinnustofunni að vinna að einni hina stóru teikninga sem hún sýnir í Anarkíu. Sýning Þorgerðar Ólafsdóttur í Harbinger hverfist um plasthluti grafna úr jörðu. Morgunblaðið/Golli Í sýningarsalnum Harbinger á Freyjugötu 1 verður í dag, laugardag, klukkan 17 opnuð sýning Þorgerðar Ólafsdóttur „þá, þegar“. Á sýningunni gefur að líta innsetningu sem samanstendur af arkífi Þorgerðar af fjöl- mörgum plasthlutum sem fundist hafa í jörðu víðsvegar um landið. Plastið er í vörslu Þjóð- minjasafnsins en á undanförnum árum hafa plasthlutir öðlast aukinn sess í hlutasöfnun safnsins þótt um núminjar sé að ræða. Frá síðasta vetri hefur Þorgerður skoðað og ljósmyndað megnið af plastmunum í vörslu safnsins. Verkin á sýningunni eiga upphaf sitt í vinnuferð á vegum Fornleifastofnunar Ís- lands, þar sem listamanninum var boðið að fylgjast með og aðstoða við skráningu muna sem fundust í Mývatnssveit sumarið 2014. ÞORGERÐUR Í HARBINGER ÞÁ, ÞEGAR Í tengslum við sýninguna „Kvennaveldið: Konur og kynvitund“, sem nú stend- ur yfir í Listasafni Reykja- nesbæjar með verkum eft- ir tólf konur, verður á sunnudag klukkan 15 hald- ið málþing í safninu. Fyr- irhugað er að velta upp nokkrum spurningum, meðal annars hvort svo- kallaður „tilfinningalegur heiðarleiki“ lista- kvenna gagnvart líkamanum sé staðreynd og hvort þessi heiðarleiki geti beinlínis verið sú fílósófía sem bjargað getur heiminum. Stjórnandi málþingsins er Aðalsteinn Ingólfs- son listfræðingur, Sigríður Þorgeirsdóttir, prófessor við HÍ, verður með framsögu og listakonurnar Guðrún Tryggvadóttir, Kristín Gunnlaugsdóttir og Magdalena Margrét Kjartansdóttir eru þátttakendur í pallborði. MÁLÞING Í REYKJANESBÆ KVENNAVELDIÐ Kristín Gunnlaugsdóttir Þessir staðir á myndunum eru í Loui-siana og á Íslandi en þessir staðir erumér mjög kærir. Ég hef búið jafnlengi á báðum en hef annars búið tíu árum lengur í Bandaríkjunum en á Íslandi,“ segir Friðgeir Helgason ljósmyndari. Hann er að raða sam- an í salarkynnum Ljósmyndasafns Reykja- víkur, á 6. hæð Grófarhússins við Tryggva- götu, ljósmyndunum sem gefur að líta á sýningu hans, Stemningu, en hún verður opn- uð klukkan 15 í dag, laugardag. Þetta eru athyglisverðar ljósmyndir af allrahanda stöðum, innandyra og utan, óvenjuleg og á tíðum afhjúpandi sjónarhorn á svæði sem mörg hver hljóta að teljast utan al- faraleiðar. Friðgeir segir verkin eiga sér upp- sprettu í minningum og andrúmslofti. „Flestar myndanna hér frá Bandaríkjunum eru frá Louisiana nema þessi þarna er innan úr kirkjunni í Mississippi þar sem Elvis byrj- aði að syngja sex ára gamall,“ segir hann og bendir á eina myndina. „Það er ekki hægt að gera myndaseríu um suðurríkin án þess að hafa Elvis með, því tvennt er alls staðar ná- lægt í suðurríkjunum: Jesús og Elvis. Jesús er hér á myndinni yfir píanóinu. En á þessari mynd þarna,“ segir hann og bendir á þá næstu, „er síðan Suðurnesja-Jesús, hún er tekin í Strandarkirkju.“ Næsta mynd sýnir tvo uppstoppaða laxa á vegg. Allir orðnir geðveikir Friðgeir fæddist í Vestmannaeyjum árið 1966. Eftir gosið á Heimaey flutti fjölskyldan upp á land og eyddi Friðgeir mótunarárunum í Reykjavík en flutti tvítugur til Bandaríkj- anna. Þar segist hann hafa lifað skrautlegu lífi. Hann hefur löngum starfað sem kokkur og lengst af í New Orleans en um tíma var Friðgeir heimilislaus og barðist við fíkn; hélt þá meðal annars til við hina alræmdu götu Skid Row í Los Angeles. Hann lauk fíkn- meðferð árið 2006 og fór þá að læra kvik- myndun og ljósmyndun við háskóla Los Ang- eles-borgar. „Ég kom fyrst til Íslands að mynda árið 2008,“ segir hann. Hluta þeirra mynda mátti sjá á sýningu hans í Gerðubergi árið 2010 en það var myndröð úr Breiðholtinu, hluti af ser- íu sem hann kallar Nordic Moods en í Loui- siana tók hann að mynda seríuna Southern Moods. Renna þær saman á þessari sýningu nú, ásamt nokkrum myndum úr myndröðinni The Parish, frá úthverfi New Orleans, en sú hefur verið sýnd þar í galleríi og festi safn í borginni þá kaup á allri myndröðinni. „Fyrir mig eru þessi ljósmyndaverkefni mín mikið til afsökun fyrir að vera á vegum úti með Pentax-myndavélina og filmur í skott- inu,“ segir Friðgeir sem prentar sjálfur myndirnar í myrkraherbergi í Los Angeles og finnst mynd ekki til fyrr en komin á blað. „Ég bjó á Skid Row og líf mitt hafði verið algjör geðveiki í tuttugu og eitthvað ár, og á Skid Row hefðu flestir ljósmyndarar farið í að takast á við þann veruleika, en ég fór alveg í hina áttina og leita að kyrrð og ró. Þegar ég byrjaði að ljósmynda hér árið 2008 var þjóðfélagið orðið geðveikt og allir orðnir geðveikir. Þetta var ekki það Ísland sem ég ólst upp á. En ég hef komið nokkrum sinum síðan og finnst alltaf gaman að mynda svæði sem margir horfa framhjá og þykja of hversdagsleg. Breiðholtið er dæmi um það. Fegurðin er alls staðar til, bara ef maður nennir að taka sér tíma til að leita að henni.“ Fegurð alls staðar til „Það er ekki hægt að gera myndaseríu um suðurríkin án þess að hafa Elvis með,“ segir Friðgeir Helgason. En hér er ein Íslandsmynda hans og á henni eru forsetar landsins saman á vegg. Morgunblaðið/Einar Falur Menning LJÓSMYNDAHÁTÍÐ ÍSLANDS Í SÖFNUM Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU FRAM Á SUNNUDAG Kynna og vinna með ljósmynd sem listform LJÓSMYNDAHÁTÍÐ ÍSLANDS ER HALDIN ANNAÐ HVERT ÁR AÐ UNDIRLAGI LJÓSMYNDASAFNS REYKJAVÍKUR OG FÉLAGS ÍSLENSKRA SAMTÍMALJÓSMYNDARA. HÚN STENDUR NÚ YFIR Í ÞRIÐJA SINN, MEÐ ÓLÍKUM SÝNINGUM, LJÓSMYNDA- RÝNI OG FYRIRLESTRUM SÉRFRÆÐINGA UM LJÓSMYNDINA SEM LISTMIÐIL Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Á fimmtudaginn hófst í Reykjavík Ljós- myndahátíð Íslands og stendur fram á sunnudag. Ýmiskonar viðburðir eru á hátíðinni og fjölbreytilegar sýningar opnaðar þar sem áhersla er á miðilinn í fjölbreytilegum myndum. Í Gerðarsafni voru opnaðar í gær sýningar Ingvars Högna Ragnarssonar og Katrínar Elvarsdóttur. Í gær og í dag hafa erlendir sem inn- lendir sérfræðingar verið með ljós- myndarýni og lýkur henni með því að veittur verður styrkur úr Minningar- sjóði Magnúsar Ólafssonar. Þá verða sex ljósmyndasýningar opnaðar í dag:  Kl. 14.30. Reykjavíkurtorg, Grófar- húsi: Nostalgía, Samsýning FÍSL, Félags íslenskra samtímaljósmyndara.  Kl. 15. Ljósmyndasafn Reykjavíkur, 6. hæð Grófarhúss: Stemning, einka- sýning Friðgeirs Helgasonar.  Kl. 16. Ljósmyndasafn Íslands í Þjóð- minjasafninu: Andvari, samsýning með verkum eftir Arngrím Ólafsson, Clau- diu Hausfeld, Daníel Reuter, Joakim Es- kildsen, Kristínu Hauksdóttur, Lilju Birgisdóttur og Sigurð Tómasson. Sýn- ingarstjóri: Katrín Elvarsdóttir. Einnig verður opnuð í Þjóðminjasafni sýningin Sjálfstæðar mæður með portrettum kanadíska ljósmyndarans Annie Ling af íslenskum konum.  Kl. 18: RAMSKRAM gallerí, Njáls- götu 46: Stilla, verk eftir Söruh Gets og Hallgerði Hallgrímsdóttur.  Kl. 19. Gallerí Listamenn, Skúla- götu 32-34: Venn-mynd, verk eftir Birgi Snæbjörn Birgisson, Margréti Bjarnadóttur, Ívar Valgarðsson, Sirru Sigrúnu Sigurðardóttur og Þórdísi Jó- hannesdóttur.  KEX hostel: Bókasýning og umræð- ur um ljósmyndabækur. Á sunnudag:  Kl. 14. Þjóðminjasafn: Lista- mannaspjall Annie Ling.  Kl. 16. Sjóminjasafn Íslands: Lista- mannaspjall Ninu Zurier á sýningunni „Ef ég hefði verið …“ Hluti verks eftir Joakim Eskildsen á sýn- inguni Andvara í Þjóðminjasafni. Dagskrá Ljós- myndahátíðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.