Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2016, Blaðsíða 49
17.1. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49
Í Listasal Mosfellsbæjar, við
bókasafnið í Kjarna, hefur
Tryggvi Þórhallsson opnað
sýninguna Kjarni fjalla. Þar
sýnir hann ný grafíkverk, 52 fjöll, þar
sem æfingin snýst um form og innri
línur myndverkanna.
2
Ágústa Kristófersdóttir, for-
stöðumaður Hafnarborgar,
mun á sunnudag klukkan 14
leiða gesti um sýninguna Á
eintali við tilveruna sem stendur yfir í
sölum safnsins. Þar eru sýnd verk
sem hafnfirski listamaðurinn Eiríkur
Smith vann á árunum 1982-2008.
Þetta er síðasti sýningardagur.
4
Samtök grænmetisæta á Ís-
landi standa í tilefni af átakinu
„Veganúar“ á laugardag kl. 16
fyrir sýningu á hinni umtöl-
uðu heimildarmynd Cowspiracy:
The Sustainability Secret í Bíó
Paradís. Frítt er inn en samtökin taka
við frjálsum framlögum.
5
Í tengslum við sýninguna
Aftur í sandkassann, sem
var opnuð á föstudag í Hafn-
arhúsi, Listasafni Reykjavík-
ur, verður efnt þar til umræðu í dag,
laugardag, klukkan 16. Sýningarstjór-
inn Jaroslav Andìl og tveir listamann-
anna segja frá sýningunni og verkum
sínum og tala um tengsl listar og rót-
tækra kennsluaðferða.
3
Kvikmyndaáhugamenn ættu
að drífa sig á Franska kvik-
myndahátíð sem stendur
þessa dagana yfir í Háskóla-
bíóí, til 27. janúar. Sýndar eru 10 nýjar
og nýlegar kvikmyndir eftir jafnt unga
sem reynda leikstjóra.
1
MÆLT MEÐ
Þetta er persónuleg upplifun af ferðalagi tilborgarinnar Búkarest, og til Rúmeníu.Ég reyni ekki að koma neinum skila-
boðum áleiðis eða halda einhverju fram um
ástand mála, heldur langar mig að opna með
þessum verkum glugga inn í þennan heim. Að
leyfa fólki að sjá eitthvað sem það þekkir ekki –
þessi staðir í myndunum eru ekki í alfaraleið,“
segir Ingvar Högni Ragnarsson um ljós-
myndaröðina á sýningu sinni, Uppsprettur /
Deltas en hún var opnuð í Gerðarsafni á föstu-
dag og er á dagskrá Ljósmyndahátíðar.
Ingvar Högni útskrifaðist frá Listaháskóla
Íslands árið 2007 eftir að hafa áður lagt stund á
nám í Hollandi. Hann hefur einbeitt sér að ljós-
myndamiðlinum og á undanförnum árum verið
valinn fulltrúi Íslands í ýms verkefni víða um
lönd. Eitt þeirra var vinnustofudvöl í mánuð í
Búkarest og var hann þar einn fimm ungra nor-
rænna ljósmyndara sem unnu að verkefnum í
tengslum við umsókn Búkarest um tilnefningu
til menningarborgar Evrópu eftir fimm ár.
Ingvar Högni segist hafa tekið fyrstu vikuna í
að skoða borgina og finna sér þá persónulegu
nálgun sem við sjáum nú á sýningunni, þar sem
hann birtir persónleg sjónarhorn á fólk í borg-
inni og umhverfi.
„Ég reyndi að komast hjá hinu augljósa og
því að draga fólk í dilka; til að mynda það sem
margir hugsa fyrst þegar Rúmeníu ber á góma
og það er ekki alltaf jákvætt. Þessar myndir
sýna hins vegar veruleikann sem ég gekk fram
á á þeim þremur svæðum borgarinnar sem ég
einbeitti mér að,“ segir hann þar sem við göng-
um milli verkanna þar sem verið er að hengja
þau upp. Á þessum svæðum undirbjuggu
stjórnvöld á sínum tíma að fylla stór lón, meðal
annars til að nýta sem vatnsból, en svo hrundi
járntjaldið og allt breyttist., auk þess sem þarna
er mýrlent og vatn hripaði burtu. Í staðinn eru
víðáttumiklar vinjar gróðurs, dýra og manna
þar sem átti að vera lónsbotn.
„Hér heima er maður vanur víðáttunni og
þögninni, opnum rýmum, og ég dróst líka á slíka
staði í Búkarest. Mér þykja þeir líka heillandi í
umhverfi sem er jafn þéttbýlt og Búkarest er. Í
óreiðunni og ákveðnum ljótleika má líka finna
þessa fegurð og góðar sögur. Ég fann á þessum
stöðum bæði kyrrð og ró.“
Í fyrsta skipti portrett
Svæðið sem Búkarest-borg rís nú á var áður
skógi vaxið en borgin hefur breitt meira og
meira úr sér og græn svæði orðið að víkja.
„Grænu svæðin hafa því orðið sífellt verðmæt-
ari og ég vildi skoða í þessum verkum hvernig
náttúran og borgin blandast saman og hvernig
náttúran hefur áhrif á þá kaos sem ríkir svo víða
þarna í höfuðborginni,“ segir hann.
Hér heima hefur Ingvar Högni meðal annars
tekið ljósmyndir sem sýna skilaboð skrifuð á al-
mannafæri, veggjakrot, og í röð mynda á sýn-
ingunni gefur að líta viðlíka skilaboð en í tals-
vert ólíkum menningarheimi.
Ingvar Högni kýs að ljósmynda verkefni sín á
filmu af millistærð og segir brosandi að hvorki
hafi verið auðvelt að nálgast filmur né fram-
köllun í Rúmeníu, en það hafi þó tekist að lok-
um. Fólk þekkir einkum verk hans af borgar-
landslagi auk persónulegrar nálgunar við
íslenska náttúru en í þessari nýju myndröð frá
Rúmeníu eru allnokkur portrett. Hann segir
það vera rétt að hann sýni nú í fyrsta skipti slík-
ar myndir.
„Mannveran er lykilatriði í verkinu. Það
snýst svo mikið um fólkið sem býr þarna og
hvað það hefur að segja. Og ég myndaði líka
fólk af öllum stigum samfélagsins; frá þeim ríku
niður í heimilislausa.“ Á einni myndinni stendur
hraustlegur maður við tjald sem hann hefur
slegið upp á upphækkun við eitt lónsstæðið.
Hann hafði misst á sama tíma atvinnu og íbúð-
ina. „Og þarna er ekkert stuðningsnet eins og
við þekkjum hér. Þetta er að mörgu leyti annar
heimur,“ segir Ingvar Högni.
Óvæntar gróðurvinjar í Búkarest
„Mannveran er lykilatriði í verkinu,“ segir Ingvar Högni Ragnarsson um myndröðina Uppsprettur,
með nýjum myndum frá Búkarest, höfuðborg Rúmeníu, sem hann sýnir nú í Gerðarsafni.
Morgunblaðið/Einar Falur
Tvær einkasýnignar íslenskra samtíma-ljósmyndara voru opnaðar í Gerðarsafnií Kópavogi í gær, föstudag. Á annarri
þeirra sýnir Katrín Elvarsdóttir nýjasta ljós-
myndaverk sitt, Margfalda hamingju, sem
kemur samtímis út á nýrri bók fá forlaginu
Crymogea og kallast Double Happiness. Er
bókin sú síðasta í þríleik en áður hafa komið út
Vanished Summer (2013) og Equivocal (2011).
Katrín er einn okkar kunnustu myndlistar-
manna sem vinna með ljósmyndamiðilinn og
hafa verk hennar verið á fjölda sýninga hér
heima og erlendis.
Ljósmyndirnar tók Katrín í þremur vinnu-
ferðum til Kína á árunum 2000 til 2014. Hún
segist sækja heiti sýningar og bókar í kín-
verskt tákn sem merkir tvöföld hamingja en
hún hafði kynnst því áður en hún hélt fyrst til
Kína – „og þarna má sjá það í einni myndinni“,
segir hún og bendir.
Þetta eru eins konar kyrralífsmyndir og
flestar teknar á götum úti í sömu hverfunum í
Beijing og Pingyao. Inn á milli eru myndir af
gömlum konum sem eins og tengja saman
óræða frásögnina í myndröð listakonunnar.
„Í fyrstu ferðinni hugsaði ég mér að taka
næturmyndir og hér er ein fjögurra mynda röð
úr þeirri ferð,“ segir Katrín. En hún breytti
síðan um kúrs. „Þá fór ég meira að beina sjón-
um að fyrirbærum sem blasa við úti á götu og
ég hugsaði þar um samspil stórborgarlífs og
náttúru; fór að leita að hlutum þar sem náttúr-
an smeygir sér inn í umhverfið, oft með lítt
áberandi hætti. Það geta verið raunverulegar
plöntur en einnig jurtir sem eru endurskap-
aðar eins og hér sést, á dýnum og koddum eða
í fatnaði kvennanna. Þetta er annaðhvort
manngerð náttúra eða náttúran að troða sér
inn í steypuumhverfið.“
Og Katrín segist skapa úr þessum upplif-
unum eins konar kyrralíf. „Það er í anda sýn-
inga sem ég hef verið að gera á síðustu árum,
því þótt þær myndir hafi verið teknar á Íslandi
er nálgunin svipuð í þessum verkum hér.“
Mannlegur strengur
Katrín segist hafa unnið markvisst að mótun
eins konar frásagnarflæðis í bókinni, því
hvernig myndirnar tala saman, og sama sé hún
að gera við uppsetninguna á sýningunni þótt á
henni séu helmingi færri verk.
„Ég kalla sýninguna Margfalda hamingju,
ekki Tvöfalda eins og bókin, því ég verð með
hljóðverk hér í miðjum salnum, upptökur af
hljóðheiminum úti á götu úr þessum ferðum.
Mér fannst hávaðinn hrikalega mikill en við að
heyra upptökurnar settar saman finnst mér
það þægilegra en þegar ég upplifði mann-
mergðina og áreitið á staðnum.“
Katrín segir að í seinni ferðunum til Kína
hafi hugsunin um nálgunina í verkunum verið
orðin skýrari en í byrjun, enda sé meira en
helmingur verkanna sem hún valdi að nota úr
síðustu ferðinni. „Sumt myndaði ég þá aftur og
betur en ég hafði gert í annarri ferðinni, en það
var þá sem ég byrjaði að taka myndirnar af
konunum. Það vakti strax athygli mína hvern-
ig þær bera sig, hvernig þær eru klæddar; þær
ganga hægt í fjörutíu stiga hitanum og ég
heillaðist af þeim og fór að elta þær,“ segir hún
og hlær. „Þegar þær eru komnar hér í seríuna
eru þær líka eins konar kyrralíf í stórborginni
en koma samt með mannlegan streng. Á þess-
ari mynd hér er gamalt og lúið borð og í næstu
mynd gömul og lúin kona og það er samskonar
mynstur í glugganum þarna og fötunum henn-
ar. Þær eru hluti af þessu umhverfi.“
Þetta er ekki heimildaljósmyndun?
„Nei, en verður það samt á vissan hátt þótt
það sé ekki tilgangurinn. Ég var á staðnum,
upplifði þennan heim, en sýni hann á minn
hátt,“ segir Katrín.
Kyrralíf úr kínverskum borgum
„Ég var á staðnum, upplifði þennan heim, en sýni hann á minn hátt,“ segri Katrín Elvarsdóttir þegar
rætt er um nálgunina í myndröð hennar í Gerðarsafni. Verkin eru eins konar kyrralífsmyndir.
Morgunblaðið/Einar Falur