Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2016, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2016, Blaðsíða 51
17.1. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51 Í bókinni Hvernig ég kynntist fiskunum rekur tékkneski rit- höfundurinn Ota Pavel æsku- minningar sínar sem tengjast fiskveiðum í vötnum og ám í sveitasælu. Heimurinn sem hann lýsir hverfur á einni nóttu þegar nasistar hernema Tékkó- slóvakíu og í sögum af lífinu í kringum árnar segir Pavel sög- ur af lífinu undir ógnarstjórn nasista, en segir líka frá fjöl- skyldu sinni, foreldrum og frændunum sem leiddu hann inn í ævintýraheim veiði- mennskunnar. Sögurnar í bókinni, sem kom út 2011 í þýðingu Gyrðis Elías- sonar, eru flestar veiðisögur og fjalla um sakleysi liðins tíma, en ógnin er í djúpinu. Sögur af veiði og hernámi Fyrir rétt rúmri öld hóf fyrirtæki eitt í Bretlandi að gefa út barnabækur undir nafninu Ladybird og er löngu orðin ein þekktasta útgáfa á því sviði á Bretlandseyjum. Hundrað ára afmælinu var fagnað á ýmsa vegu og þar á meðal með útgáfu á sérstakri afmælisbókaröð. Sú röð seldist einkar vel í bresk- um bókabúðum og vakti mikla athygli enda voru bækurnar ekki barnabækur, heldur eins konar barnabókaeftirhermur með innihaldi sem ætlað var fullorðnum. Hugmyndin kom í raun fyrst fram hjá listakonunni Miriam Elia sem gaf út á eigin vegum á þarsíðasta ári bók sem hefði getað verið dæmigerð Ladybird-barnabók um list, en var í raun býsna beitt ádeila á listaheiminn og nútímalist við nánari skoðun. Eigandi La- dybird-merkisins, Penguin, tók þessu þunglega og fór í mál við lista- konuna sem mæltist illa fyrir í bókaheiminum, svo ekki sé meira sagt. Ekki minnkaði svo gremja stuðningsmanna Elia þegar Ladybird fór sjálft að gefa út slíkar hermibækur fyrir fullorðna seint á síðasta ári eins og áður er getið; bækur um timburmenn, leppalepjur, stefnumót og handbækur eins og Hvernig virkar eiginmaður, Hvernig virkar eig- inkona og svo framvegis. BARNABÆKUR FYRIR FULLORÐNA Ein illræmdasta bók mannkynssögunnar er Barátta mín eftir Adolf Hitler, Mein Kampf, sem kom út á árunum 1925- 26 og seldist í miklu upp- lagi á sínum tíma. Í bókinni tíundar Hitler allt það sem hann hyggst gera til að „end- urreisa“ Þýskaland og baráttu sína við kommúnista og gyðinga, en hann hafði þá þegar sjúklega áráttu gagnvart gyðingum. Eftir seinni heimsstyrjöldina var útgáfa bókarinnar bönnuð í Þýskalandi en hún var gefin út að nýju fyrir rétt rúmri viku í fræðilegri útgáfu. Þessi útgáfa hefur selst vel, svo vel reyndar að því er spáð að hún muni rata inn í 20. sætið á metsölulista Spiegel sem birtur verður í dag. Á sölu- lista Amazon.de er hún í 7.240. sæti. BARÁTTA MÍN ENDURÚTGEFIN Hollenska stúlkan Ida Simons var búin að vinna sér nafn sem konsertpíanisti bráðung þegar seinni heimsstyrjöldin skall á og þýski herinn hernam Hol- land, heimaland hennar. Simons var send í fangabúðirnar í Theresienstadt og náði ekki heilsu til að spila á píanó aftur, en sneri sér að ritstörfum. Hún lést innan við fimmtugt. Skáldsagan Fávís mær, kom út skömmu fyrir andlát hennar, en var enduruppgötvuð fyrir stuttu og hefur selst metsölu víða um heim. Hún segir frá hinni tólf ára gömlu Gittel sem býr með foreldrum sínum í Haag en í tíðum ferðum til Antwerpen með móður sinni vingast Gittel við hina Lucie og kynnist í fyrsta sinn svikum og prettum. Jóna Dóra Ósk- arsdóttir þýddi. Saga af sak- leysi, svikum og prettum Ida Simons Hörmunga- saga skrifuð undir rós BIRTAN ÚR DJÚPUNUM MILLJÓNIR FÉLLU Í GRIMMDARÆÐI ÞÝSKRA NASISTA Á ÁRUM SEINNI HEIMSSTYRJALDARINNAR. Á UNDANFÖRNUM ÁRUM HAFA KOMIÐ ÚT Á ÍSLENSKU BÆKUR SEM LÝSA HERNÁMI OG HEIMSSTYRJÖLD OG AÐDRAGANDANUM, OFT UNDIR RÓS OG ÓBEINT OG JAFNVEL KRYDDAÐ KÍMNI ÞÓTT ÓGNIN SÉ SKAMMT UNDAN. Franski rithöfundurinn Irene Nem- irovsky lést í gasklefanum í Ausch- witz árið 1942. Hún sló í gegn sex- tíu árum síðar þegar bók hennar Frönsk svíta var gefin út í Frakk- landi og síðar víða um heim, en tíu ára gömul dóttir hennar hafði handritið með sér á flótta undan nasistum, en það gleymdist síðan í áratugi. Bókin kom út hér á landi 2011 í þýðingu Friðriks Rafnssonar. Daglegt líf í skugga hernáms Nóbelsverðlaunahafinn Patrick Modiano sagði eitt sinn að sér liði eins og hann hefði verið að skrifa sömu bókina alla ævi. Það má til sanns veg- ar færa að því leyti að margar bóka hans gerast á sama minningablettinum í lífi hans, á árunum í kringum seinni heimsstyrjöldina og á meðan á hernámi Frakklands stóð. Í nýjustu skáldsögu Modianos, Svo þú villist ekki í hverfinu hérna, segir frá glæp en þó ekki endilega þeim glæp sem blasir við í upphafi – þetta er ekki sakamálasaga þótt Modiano notfæri sér formið að hluta. Bókin kom út í þýðingu Sigurðar Pálssonar á síðasta ári. Glæpur, en þó ekki glæpasaga BÓKSALA 07.-13. JAN. Allar bækur Listinn er tekinn saman af Eymundsson. 1 DauðaslóðinSara Blædel 2 Nýir tímarGunnar Karlsson 3 Vocabulario A1-A2 4 Íslenska tvöRagnhildur Richter 5 Handbók um ritun og frágangÞórunn Blöndal 6 Ný tölfræði fyrir framhaldsskólaBjörn Einar Árnason 7 TölfræðiJón Þorvarðarson 8 Bókmenntir í nýju landiÁrmann Jakobsson 9 Öldin öfgafullaDagný Kristjánsdóttir 10 Almanak Háskóla Íslands 2016Þorsteinn Sæmundsson /Gunnlaugur Björnsson Íslenskar kiljur 1 DauðaslóðinSara Blædel 2 Konan í blokkinniJónína Leósdóttir 3 Fram hjáJill Alexander Essbaum 4 Sjálfstætt fólkHalldór Laxness 5 HafnfirðingabrandarinnBryndís Björgvinsdóttir 6 DauðarósirArnaldur Indriðason 7 Strákurinn í röndóttu náttfötunumJohn Boyne 8 Salka ValkaHalldór Laxness 9 Svo þú villist ekki í hverfinu hérnaPatric Modiano 10 Víga-Anders og vinir hansJonas Jonasson Þau leiðu mistök urðu við vinnslu síðasta Sunnudagsblaðs að röng mynd birtist með frétt um nýja bók Sverris Jakobsson- ar, Sögu Breiðafjarðar I. Mynd- in sem birt var með fréttinni var ekki af höfundinum heldur af Ármanni Jakobssyni. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Morgunblaðið/Eva Björk LEIÐRÉTT Sverrir Jakobsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.