Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2016, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2016, Blaðsíða 26
Fersk salatblöð að eigin vali, má blanda tegundum sítrónusafi ólífuolía pastaafgangar parmesan Setjið salatblönduna í skál, hellið smá ólífuolíu yfir. Kreistið 1⁄4 af sítrónu yfir sal- atið, saltið og piprið. Setjið grænmet- ispasta í örbylgjuna og hitið þar til volgt. Setjið yfir salatbeðið og hellið yfir pínu olífuolíu. Rífið parmesan yfir og berið fram með heitu brauði. Einfalt pastasalat 3 tómatar ½ laukur 10 teningar fetaostur eða annar ostur skorinn í teninga ólífuolía pastaafgangar Skerið tómatana í ½ cm sneiðar og raðið á diskinn. Stráið ólífuolíu yfir ásamt salti og nýmuldum pipar. Hitið afgang af grænmetis-pastaréttinum aðeins í ör- bylgjuofni þannig að hann verði volgur. Setjið ofan á tómatana og afskurðinn af tómötunum og ostatening- unum er stráð yfir. Hentar vel með fiski, kjúklingi eða sem aðalréttur með heitu brauði. Matarmikið tómatsalat Matur og drykkir Getty Images/iStockphoto *Í mörgum uppskriftum af sósum og pott-réttum er glas eða dass af hvítvíni eðarauðvíni. Oft er ekki opin flaska við hend-ina eða ekki til vín á heimilinu og þá erugóð ráð dýr. Næst þegar þú ert með vínmeð mat og eftir verða leifar af víni íflösku, skaltu hella því í ísmolabox og frysta. Þegar þig vantar smá lögg út í sós- una áttu vínkubba tilbúna í frystinum. Hvað á að gera við afgangs vín? A ð þessu sinni sýnir Ósk- ar okkur á mbl.is hvernig elda á dásam- legan pastarétt þar sem grænmeti, rjómi og hvítlaukur fá að njóta sín. Réttinn má elda á korteri og því tilvalin kvöldmatur þegar tíminn er af skornum skammti. Eftir að gulrætur og brokkólí hefur verið grófskorið og soðið í nokkrar mínútur er eft- irleikurinn auðveldur. Á heitri pönnu er paprika og laukur létt- steikt með hvítlauk og rjómanum svo hellt út á. Pastakoddar þurfa aðeins nokkurra mínútna suðu og svo er öllu blandað saman ásamt ríflega af parmesan osti. Þegar rétturinn er kominn á diskinn er gott að strá yfir meira parmesan og svörtum pipar. Ekki henda af- göngunum því tilvalið er að nota þá í salatrétti daginn eftir. Óskar gefur okkur hér tvær ólíkar hug- myndir að salatréttum. Ostafylltir pastakoddar í rjómagrænmetis- sósu er réttur vikunnar í þættinum Korter í kvöldmat sem finna má á mbl.is/matur. Rétturinn er bæði fljótlegur og góður. Tveir ólíkir salatréttir PASTAKODDAR FYLLTIR MEÐ OSTI OG GRÆNMETI Í HVÍTLAUKSRJÓMASÓSU ERU Í AÐALHLUTVERKI Í ÞÆTTINUM KORTER Í KVÖLDMAT SEM FINNA MÁ Á MBL.IS. ÓSKAR FINNSSON MÆLIR MEÐ AÐ NOTA AFGANGANA Í LJÚFFENG SALÖT. Myndir og texti: Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Óskar Finnsson er snöggur að elda ljúffenga rétti sem allir elska. 2 pakkar af fersku fylltu ravíólí með osti 3 stórar gulrætur 1 haus brokkólí 1 rauð paprika 1 laukur 3 hvítlauksgeirar 1 peli rjómi allt að ½ tsk af pipar ½ tsk rósmarín ólífuolía salt eftir smekk parmesanostur Hitið vatn í potti. Flysjið gulrætur og skerið í grófa bita og sjóð- ið þær í 3-4 mín. Skerið brokkólí í grófa bita og setjið út í vatnið með gulrótum. Saxið lauk og papriku. Hitið olíu á pönnu og léttsteikið papriku og lauk og bætið hvítlauk við. Takið brokkólí og gulrætur upp úr vatninu og athugið að við notum sama vatn til að sjóða pastað. Setjið pastað í pottinn og sjóðið skv. leið- beiningum á pakkningu. Hellið rjóma yfir lauk og papriku á pönnunni og kryddið með salti og pipar, stráið vel af parmesan yfir eða 1-2 matskeiðum. Sjóðið í 2-3 mín. Bætið grænmetinu á pönnuna og pastakoddum og blandið varlega saman með sleikju. Þegar rétturinn er kom- inn á diskinn er gott að strá parmesan og svörtum pipar yfir. Grænmetispasta ÞESSA RÉTTI ER HÆGT AÐ ÚTBÚA ÚR AFGÖNGUNUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.