Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2016, Page 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2016, Page 26
Fersk salatblöð að eigin vali, má blanda tegundum sítrónusafi ólífuolía pastaafgangar parmesan Setjið salatblönduna í skál, hellið smá ólífuolíu yfir. Kreistið 1⁄4 af sítrónu yfir sal- atið, saltið og piprið. Setjið grænmet- ispasta í örbylgjuna og hitið þar til volgt. Setjið yfir salatbeðið og hellið yfir pínu olífuolíu. Rífið parmesan yfir og berið fram með heitu brauði. Einfalt pastasalat 3 tómatar ½ laukur 10 teningar fetaostur eða annar ostur skorinn í teninga ólífuolía pastaafgangar Skerið tómatana í ½ cm sneiðar og raðið á diskinn. Stráið ólífuolíu yfir ásamt salti og nýmuldum pipar. Hitið afgang af grænmetis-pastaréttinum aðeins í ör- bylgjuofni þannig að hann verði volgur. Setjið ofan á tómatana og afskurðinn af tómötunum og ostatening- unum er stráð yfir. Hentar vel með fiski, kjúklingi eða sem aðalréttur með heitu brauði. Matarmikið tómatsalat Matur og drykkir Getty Images/iStockphoto *Í mörgum uppskriftum af sósum og pott-réttum er glas eða dass af hvítvíni eðarauðvíni. Oft er ekki opin flaska við hend-ina eða ekki til vín á heimilinu og þá erugóð ráð dýr. Næst þegar þú ert með vínmeð mat og eftir verða leifar af víni íflösku, skaltu hella því í ísmolabox og frysta. Þegar þig vantar smá lögg út í sós- una áttu vínkubba tilbúna í frystinum. Hvað á að gera við afgangs vín? A ð þessu sinni sýnir Ósk- ar okkur á mbl.is hvernig elda á dásam- legan pastarétt þar sem grænmeti, rjómi og hvítlaukur fá að njóta sín. Réttinn má elda á korteri og því tilvalin kvöldmatur þegar tíminn er af skornum skammti. Eftir að gulrætur og brokkólí hefur verið grófskorið og soðið í nokkrar mínútur er eft- irleikurinn auðveldur. Á heitri pönnu er paprika og laukur létt- steikt með hvítlauk og rjómanum svo hellt út á. Pastakoddar þurfa aðeins nokkurra mínútna suðu og svo er öllu blandað saman ásamt ríflega af parmesan osti. Þegar rétturinn er kominn á diskinn er gott að strá yfir meira parmesan og svörtum pipar. Ekki henda af- göngunum því tilvalið er að nota þá í salatrétti daginn eftir. Óskar gefur okkur hér tvær ólíkar hug- myndir að salatréttum. Ostafylltir pastakoddar í rjómagrænmetis- sósu er réttur vikunnar í þættinum Korter í kvöldmat sem finna má á mbl.is/matur. Rétturinn er bæði fljótlegur og góður. Tveir ólíkir salatréttir PASTAKODDAR FYLLTIR MEÐ OSTI OG GRÆNMETI Í HVÍTLAUKSRJÓMASÓSU ERU Í AÐALHLUTVERKI Í ÞÆTTINUM KORTER Í KVÖLDMAT SEM FINNA MÁ Á MBL.IS. ÓSKAR FINNSSON MÆLIR MEÐ AÐ NOTA AFGANGANA Í LJÚFFENG SALÖT. Myndir og texti: Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Óskar Finnsson er snöggur að elda ljúffenga rétti sem allir elska. 2 pakkar af fersku fylltu ravíólí með osti 3 stórar gulrætur 1 haus brokkólí 1 rauð paprika 1 laukur 3 hvítlauksgeirar 1 peli rjómi allt að ½ tsk af pipar ½ tsk rósmarín ólífuolía salt eftir smekk parmesanostur Hitið vatn í potti. Flysjið gulrætur og skerið í grófa bita og sjóð- ið þær í 3-4 mín. Skerið brokkólí í grófa bita og setjið út í vatnið með gulrótum. Saxið lauk og papriku. Hitið olíu á pönnu og léttsteikið papriku og lauk og bætið hvítlauk við. Takið brokkólí og gulrætur upp úr vatninu og athugið að við notum sama vatn til að sjóða pastað. Setjið pastað í pottinn og sjóðið skv. leið- beiningum á pakkningu. Hellið rjóma yfir lauk og papriku á pönnunni og kryddið með salti og pipar, stráið vel af parmesan yfir eða 1-2 matskeiðum. Sjóðið í 2-3 mín. Bætið grænmetinu á pönnuna og pastakoddum og blandið varlega saman með sleikju. Þegar rétturinn er kom- inn á diskinn er gott að strá parmesan og svörtum pipar yfir. Grænmetispasta ÞESSA RÉTTI ER HÆGT AÐ ÚTBÚA ÚR AFGÖNGUNUM

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.