Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2016, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2016, Blaðsíða 56
SUNNUDAGUR 17. JANÚAR 2016 Sýning á verkum Óla G. Jóhannssonar heitins verður opnuð hjá Opera-galleríinu í Lundúnum á miðvikudaginn kemur, 20. janúar, en þá verða fimm ár liðin frá andláti listamannsins. Sýningin stendur aðeins í fáeina daga en Opera-galleríið hefur um árabil verið helsti söluaðili verka Óla erlendis. Á sýningunni verður einnig kynnt glæný bók um málaraferil Óla en að útgáfunni standa ekkja hans, Lilja Sigurðardóttir, og synir þeirra, Örn og Sigurður. Textinn í bókinni er eftir Jean- David Malat hjá Opera-galleríinu í London og Æsu Sigurjóns- dóttur listfræðing og er hann á íslensku, ensku og frönsku. Ljós- myndir eru eftir Þórhall Jónsson. Að sögn Lilju er stefnt að út- gáfuhófi vegna bókarinnar í menningarhúsinu Hofi 4. febrúar. „Það er bara málning og strigi hjá mér alla daga,“ sagði Óli G. Jóhannsson í samtali við Morgunblaðið árið 2008. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson FIMM ÁR FRÁ ANDLÁTI ÓLA G. JÓHANNSSONAR Sýning og bók Lilja Sigurðardóttir, ekkja Óla G. Jóhannssonar. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson „Undanfarið hafa flykkzt hingað til lands útlendingar af fjölmörg- um þjóðernum í atvinnuleit á ver- tíð þeirri, sem nú fer í hönd. Hefur fram að þessu verið hægt að veita þessu fólki atvinnu í hraðfrysti- húsum víða um land, þó einkum í Vestmannaeyjum.“ Með þessum orðum hófst frétt á baksíðu Morgunblaðsins um miðj- an janúar 1966. Þar sagði enn- fremur: „Nú í ár er að skapast vand- ræðaástand vegna þessa fólks- straums, þar sem vertíð er ekki að fullu hafin og frystihús, bæði hér í Reykjavík og úti á landi hafa næg- an mannafla eins og sakir standa. Kom Gullfoss t.d. með 22 útlend- inga frá Englandi á sunnudags- kvöld, en frystihús þar sáu sér ekki fært að veita fólkinu viðtöku og varð það að gista á lögreglu- stöðinni í Vestmannaeyjum um nóttina.“ Einhverjir héldu þá til Reykja- víkur og komust í skjól hjá Hjálp- ræðishernum. Þar hitti Morgun- blaðið nokkra útlendinga að máli, þeirra á meðal Pauline Bohlmann frá Suður-Afríku. „Ég skil þetta ekki,“ sagði hún. „Við héldum að Ísland væri Klondyke okkar tíma, en þegar við komum bendir allt til þess að við verðum að hypja okkur strax heim aftur.“ GAMLA FRÉTTIN Ekkert Klondyke Colleen Mooney og Beverley Mahoney, frá Ástralíu og Pauline Bohlmann og Joan Wandermerwe frá Suður-Afríku í húsakynnum Hjálpræðishersins. ÞRÍFARAR VIKUNNAR Þorsteinn Guðmundsson leikari Tim Robbins leikari Óttar Guðmundsson læknirSkeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is Flottir sófar Þar sem gæði og hönnun fara saman HÚSGÖGN Releve Natuzzi model 2572 281x223 cm. Leður ct.15. Verð 795.000,- Borghese Natuzzi Model 2826 Lengd 220 cm. Leður ct.15. Verð 515.000,- Borghese Natuzzi Model 2826 265x230 cm. Leður ct.15. Verð 930.000,- Avana Natuzzi Model 2570 Lengd 224 cm. Leður ct.15. Verð 475.000,- ▲ ▲ ▲ ▲
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.