Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2016, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2016, Blaðsíða 33
17.1. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 33 Það er umdeilanlegt hvort allar þær tæknilegu uppgötvanir sem gerðar hafa verið hafi létt mannskepnunni daglegt stritið. John Stuart Mill M annréttindadómstóll Evrópu hafn- aði í vikunni rökum rúmensks verkfræðings um að fyrirtækið sem hann starfaði hjá hefði brot- ið á honum þegar það sagði honum upp vegna þess að hann sendi einkaskilaboð með forritinu Yahoo Messenger á vinnutíma en það var sett upp einungis í vinnutengdum til- gangi. Maðurinn hafði skrifast á við eig- inkonu sína og bróður á vinnutíma sem sam- ræmdist ekki starfsreglum fyrirtækisins. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuvernd- ar, hefur kynnt sér dóminn og segir ekki um neina kúvendingu á ríkjandi löggjöf og rétt- arstöðu launþega að ræða. Ástæðan er sú að þegar maðurinn hóf störf hjá fyrirtækinu skrifaði hann undir skjal þess efnis að óheim- ilt væri að nota Yahoo Messenger til einka- samtala á vinnutíma. Manninum átti með öðr- um orðum að vera ljóst að hann væri að brjóta gegn starfsreglum fyrirtækisins með athæfi sínu. Skömmu áður hafði fyrirtækið vikið starfsmanni úr starfi af sambærilegri ástæðu. Manninum var gefið færi á að viðurkenna brot sitt en fram kemur í dómnum að þá hafi hann ákveðið að halda því fram að netnotk- unin hafi ekki að neinu leyti verið í einka- þágu. Helga segir það einfalda málið að fyr- irtækið hafði kynnt manninum starfsregl- urnar og látið hann samþykkja þær. Hefði slíkt samþykki ekki legið fyrir hefði málið verið flóknara. Hún segir alls ekki óalgengt að vinnuveit- endur setji reglur af þessu tagi og það sé gert til að tryggja hámarks afköst starfs- manna meðan þeir eru í vinnunni. Aðskiljum póstinn Sú staða getur komið upp að vinnuveitandi þarf að fara inn í tölvupóst starfsmanns, svo sem vegna fjarveru hans eða veikinda. Að sögn Helgu ber vinnuveitanda í þeim tilvikum að gera starfsmanni viðvart fyrirfram nema fyrir liggi samþykki starfsmannsins um ann- að, eins og í tilviki Rúmenans, sem hafði sam- þykkt að nota forritið aðeins í vinnutengdum tilgangi. Til að forðast ágreining segir Helga Per- sónuvernd almennt hvetja fólk til þess að halda einkatölvupósti og vinnutengdum tölvu- pósti aðskildum. Þannig megi koma í veg fyr- ir óþægindi komi til þess að vinnuveitandi þurfi að komast í pósthólf starfsmanna. Þetta eyðir líka óvissu um það hvernig fara eigi með tölvupóst starfsmanns við starfslok. Hér á landi er stuðst við reglur um raf- ræna vöktun og meðferð persónuupplýsinga frá árinu 2006 sem byggja á lögum nr. 77/ 2000 um persónuvernd og meðferð persónu- upplýsinga og Helga sér ekki að dómur Mannréttindadómstólsins hafi áhrif á þær. Samkvæmt þeim er vinnuveitendum heimilt að fylgjast með því gagnamagni sem starfs- menn nota í vinnu. Sumir vinnustaðir hafa til dæmis bannað notkun miðla á borð við Fa- cebook á vinnutíma. Sé farið inn í tölvupóst eða samskipti starfsmanna á samskiptamiðlum skoðuð er al- menna reglan sú að starfsmaðurinn sé upp- lýstur um það fyrirfram eða fyrir hendi sé rökstuddur grunur um brot í starfi. Spurð hvort launþegar eigi frekar að nota gamla góða símann til að ræða við sína nán- ustu á vinnutíma segir Helga það vissulega takmarka líkurnar á því að persónulegar upp- lýsingar komi fyrir augu vinnuveitenda. Áfram er þetta þó spurning um tíma og oft fer ekki minni tími í símtöl en orðaskipti á netinu. „Og við eigum að vera að vinna með- an við erum í vinnunni, ekki satt?“ segir Helga. Samskiptamiðlum hefur fjölgað ört á um- liðnum árum og segir Helga það meginástæð- una fyrir því að verið er að endurskoða per- sónuverndarlöggjöfina í Evrópu. „Það er svar við þessum tækniframförum.“ TAPAÐI MÁLI Á HENDUR VINNUVEITANDA Engin kúvending Dómendur við Mannréttindadómstól Evrópu, þangað sem maðurinn leitaði. Reuters FORSTJÓRI PERSÓNUVERNDAR SEGIR NÝGENG- INN DÓM MANNRÉTTINDADÓMSTÓLS EVRÓPU EKKI KÚVENDA NEINU VARÐANDI AÐGENGI VINNUVEITENDA AÐ PERSÓNULEGUM UPPLÝS- INGUM STARFSMANNA SINNA Á NETINU. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Meira en helmingur allra dauðsfalla af völdum sjálfsmynda á síðasta ári átti sér stað á Indlandi en sjálfu- dauðsföllin voru alls 27 árið 2015. Þetta virðist ætla að halda áfram en þrír létust við sjálfsmyndatökur á Indlandi á fyrstu tveimur vikum ársins. Á síðasta ári dóu innfæddir við að taka sjálfu fyrir framan lest á ferð, einn drukknaði þegar bát hvolfdi þegar hann var að stilla sér upp, einn féll fram af klettum og annar rann út í á. Ennfremur lést japanskur ferðamaður af sárum sínum eftir að hafa fallið niður stiga við Taj Mahal. HÆTTULEGAR SJÁLFUR Flest dauðsföllin á Indlandi Þetta par virðist ekki í bráðri lífshættu í þessari sjálfu á Indlandi. AFP Auðveldara verður að nota iPhone og iPad á kvöldin með nýrri uppfærslu á stýrikerfinu, það er með góðan nætursvefn í huga. Stillingin Night Shift verður í boði á iOS 9.3 en hún gefur fólki tækifæri til að stilla birtuna með það í huga að hún trufli ekki líkamann eins mikið. Rannsóknir hafa leitt í ljós að blá birta frá skjánum getur truflað náttúrulegan takt líkamans og gert fólki erfiðara fyrir að festa svefn á kvöldin. Night Shift notar klukku tækisins og staðsetningu til að fá upplýsingar um sólsetur á viðkomandi stað og stillir síðan birtustig símans eftir því. Líka er hægt að stilla þetta sjálfur með því að virkja „Blue Light Reduction“ og ákveða sjálfur hvort birtan eigi að vera köld eða hlý. Það gæti komið sér vel fyrir Íslendinga að notast ekki við sjálfvirku stillinguna þar sem sólsetur er mjög snemma á vet- urna og mjög seint á sumrin. NÝJUNGAR Í IOS 9.3 Beta útgáfa iOS 9.3 kemur inn á næstu dögum. AFP Kvöldstilling á iPhone Sjá útsölustaði Crabtree & Evelyn á www.heggis.is Ekkja Bandaríkjamanns sem lést í skotárás í Jórd- aníu hefur höfðað mál á hendur Twitter. Rökin eru þau að samfélagsmiðillinn geri Ríki íslams auðveld- ara um vik að breiða út áróður sinn. Í mál við Twitter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.