Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2016, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2016, Blaðsíða 20
Ferðaapp The Telegraph inniheldur leiðbeiningar og fróðleik um stórar ferðamannaborgir og einstök lönd, 29 áfangastaði eins og stendur. Apple valdi ferðaappið besta nýja appið eftir að það var gefið út fyrir um einu og hálfu ári en núna er það aðgengilegt fyrir bæði iPhone og iPad. Ferðapennar Telegraph búa allir á þeim stöðum sem þeir fjalla um og hafa gefið nær hverju einasta hóteli, safni, veitingastað, bar, strönd og verslun áfangastaðarins umsögn. Í appinu eru þá gagnvirk kort. Ýmis „leyndarmál“ fylgja með, svo sem hvað íbúar ákveðins hverfis í borginni panta sér alltaf á aðalhverfispöbbnum og hvaða bar þeir fara á eftir vinnu og jafnframt hvert er besta borðið á staðnum. Hægt er að nota stóran hluta appsins án þess að vera nettengdur. TELEGRAPH TRAVEL GUIDES-APPIÐ Róm er meðal þeirra borga sem Telegraph appið fjallar ítarlega um. 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.1. 2016 Ferðalög og flakk NÚTÍMAMAÐURINN FERÐAST Snjallari og þægilegri ferðalög SMÁFORRIT FYRIR SNJALLSÍMA OG SPJALDTÖLVUR SEM ERU SÉRSNIÐIN AÐ ÞÖRFUM FERÐALANGSINS ERU ÓTALMÖRG. SNIÐUGT ER AÐ SKOÐA ÖPPIN TIL DÆM- IS Á HÓTELINU ÁÐUR EN LAGT ER AF STAÐ SVO SÍMREIKNINGURINN SÉ EKKI OF HÁR, NÝTA NETTENGD KAFFIHÚS OG SVO ERU SUM ÞEIRRA ÞANNIG AÐ ÞAU MÁ NOTA ÁN NETTENGINGAR. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Það kemur sér vel þegar verslað er er- lendis, hvort sem er í verslunarmið- stöðinni í Glasgow eða á götumark- aðnum í Marokkó, að geta umreiknað verðið í erlenda gjaldmiðlinum í ís- lenskar krónur og átta sig þannig bet- ur á verði hlutanna og eyðslu sinni. Converter Plus-appið gerir þetta á augabragði en gagnast líka á ótal fleiri vegu. Til dæmis umreiknar það hita- stigið úr Fahrenheit í Celcius á strönd- inni, snýr pundum í kíló á ávaxtamark- aðnum og alls kyns öðrum mælieiningum sem verða á vegi ferða- langanna og þeir vilja átta sig betur á. Aðgengilegt fyrir iOS. UMREIKNAÐU ALLT Converter Plus-appinu ætti að hlaða niður fyrir verslunarferðina. Expedia er ein þekktasta og vinsæl- asta bókunarsíða heims og óþarfi að kynna hana fyrir ferðafólki. Hins vegar er appið þeirra eitt- hvað sem er vert að minnast á en í gegnum það detta inn einstök hót- el-, bílaleigu- og flugtilboð á allra síðustu mínútum sem koma ekki í gegnum vefsíðuna sjálfa. Þess má geta að Expedia á alltaf að geta fundið besta verðið og þeir ábyrgj- ast að millifæra mismuninn ef þú finnur ódýrara verð á flugi, bíla- leigubíl eða hótel innan 24 klst. frá bókun. Með hótel gilda tveir dagar. Hægt er að fá appið fyrir iOS, Windows síma og Android. FINNA OG ÁBYRGJAST BESTU TILBOÐIN Expdia appið er gott til að bóka hótelherbergi á síðustu stundu. Margir nýta sér Google Trans- late á vefnum en appið þeirra fyrir Android og iOS nær nýj- um hæðum og gagnast ferða- löngum frábærlega. World Lens-appið er innbyggt í smá- forritið sem þýðir texta sem það les, meðal annars rúss- nesku, frönsku og ítölsku. Þannig má beina myndavél- arlinsu snjallsímans að text- anum og appið þýðir um leið. Einnig er hægt að láta forritið þýða talað tungumál, sex tals- ins, yfir á ensku og hægt er að nýta sér þessa viðbót án þess að vera nettengdur. Þessi síð- asta viðbót virkar þó aðeins fyrir Android en iPhone- notendum er bent á Yandex Translate-appið til þessa sem þýðir rússnesku, frönsku, þýsku, ítölsku og spænsku. SPJALLAÐU OG SKILDU MEÐ APPI Með Google translate-appinu þarf ekki lengur að fá matseðil á tungumáli sem maður skilur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.