Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2016, Side 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2016, Side 32
Einu sinni var maður alltaf með fartölvu á ferðalögum,mikinn hlunk í mikilli tösku sem dragnast þurfti með áflugvöllum og mátti aldrei skilja við sig. Þegar fartölvur urðu fistölvur varð lífið aðeins bærilegra og svo líka þegar öll gögn fluttu í skýið – þá var ekki lengur þörf á að vera með utanáliggjandi harðan disk og CD brennara / lesara. Já, og svo komu spjaldtölvurnar, en þær voru eiginlega bara sýndarhagræði, það var ekki hægt að vinna á þeim af neinu viti og því var fartölva og spjaldtölva í fartölvutöskunni. Þó ekki sé hægt að bera saman örgjörva í farsíma og borðtölvu er óhætt að segja að nýlegur farsími samsvari smávaxinni tölvu og svo komið að margt það sem hægt er að gera á far- eða borðtölvu er hægt að gera á farsíma og á far- síma er hægt að gera nánast allt sem hægt er að gera á spjaldtölvu (aukinheldur sem farsíma með 5,7" skjá mætti svo sem kalla spjaldtölvu). Ég geri líka ráð fyrir að margir * Í stað músar erhægt að nota símann sjálfan sem músarflöt ef vill, til að mynda til að spara USB-tengi. Tvö skjátengi eru á kvínni, DisplayPort og HDMI, en síminn er tendur í HDMI-tengið. Síðan eru tvö x USB 2.0 tengi og eitt USB 2.0 með meiri spennu. Varla þarf að taka það fram að USB-C- tengið hleður símann á meðan hann er tengdur og því hægt að nota straum USB-tengið í að hlaða annað tæki. * Krafan um USB-C-tengi gerir að verkum að einu símarnir sem ganga við kvína sem stendur eru Lumia 950 og 950XL, zem báðir eru frábærir farsímar, en verða fleiri eftir því sem USB-C- símum fjölgar. Microsoft Display Dock kostar 19.990 kr. í vefverslun Opinna kerfa, okbeint.is. Græjan ÁRNI MATTHÍASSON séu hættir að vera með spjald- tölvu með sér, en þeir sitji enn uppi með fartölvuna því það getur verið snúið að vinna á farsíma – maður getur reddað sér en ekki gert flókna hluti nema með harmkvælum. Nýtt apparat frá Microsoft, sem fyrirtækið kallar einfald- lega Microsoft Display Dock, boðar nýja tíma í þessu efni, því það apparat er beinlínis ætlað til þess að nýa aflið sem felst í farsímanum, breyta honum í tölvu, án þess hann hætti þó að vera farsími. Nú geri ég ráð fyrir að allmargir þekki það þegar menn tengja farsíma við tölvuskjá þá birtist speg- ilmynd af farsímaskjánum, bara miklu stærri. Með þessari nýju tengikví frá Microsoft og viðeigandi hugbúnaði verður tölvuskjárinn aftur á móti viðbót við símaskjáinn og þá hægt að keyra ýmislegan hugbúnað á símanum, til að mynda Of- fice-pakkann. Þá er ekkert eftir nema tengja mús og lykla- borð við alla saman, ýmist með snúru í kvína eða með Bluetooth. Lyk- ilatriði í þessu er að síminn er enn sími, því hægt er að hringja símtöl og svara, senda SMS og álíka án þess að það trufli það sem sést á skjánum. Annað lykilatriði er viðbót í Windows 10 sem kallast Continuum og sú viðbót breytir símanum í tölvu, ef svo má segja, stýrir viðbótar skjáborði þegar síminn er tengdur við annan skjá. Viðbótin sér síðan um það að birta símaútgáfuna af Excel, svo dæmi sé tekið, sem borð- eða fartölvuútgáfu með stuðning við mús og lyklaborð, en hún vinnur með öllum forritum sem keyra jafnt í öllum af- brigðum af Windows 10, farsímaútgáfu, borðtölvuútgáfu og leikjatölvuútgáfu svo dæmi séu tekin, en slík forrit flokkar Microsoft sem Universal-smáforrit. Það eru ekki öll forrit en fer fjölgandi að sögn Microsoft-manna, þó sum vanti. Þannig eru til eða rétt ókomin Universal-smáforrit fyrir Facebook, Facebook Messenger, Instagram, Box, Shazam, Netflix, Twitter og Audible svo dæmi séu tekin, en ekkert bólar aftur á móti á Skype, SnapChat, WhatsApp, Spotify, YouTube eða Tinder. Það gefur svo augaleið að ekki er hægt að nota aðra síma við a tarna nema þá sem keyra Windows fyrir síma, Windows 10 nán- ar tiltekið, sem er nú verið að dreifa í síma um heim allan smám saman (allir Lumia símar sem eru með Windows 8 eða 8.1 fá fría uppfærslu í Windows 10). Kvíin sjálf er ekki ýkja flókið fyrirbæri að sjá, lítill og þungur kubbur sem er náttúrlega hið besta mál, enda kostur að hafa hann stöð- ugan á borðinu. Ekki skortir tengir á hann, eins og rakið er hér til hliðar, en rétt að taka fram að hann notar nýja gerð USB-tengja, USB-C, og þá átt við það tengi sem er úr síma í kvína. USB-C-tengi hafa áður verið rædd á þessum stað og óhætt að spá því að þau eigi eftir að leggja undir sig heiminn, enda býður USB-C upp á 40 gígabita á sekúndu í gagnastreymi, hægt er að keyra tvo 4K skjái samtímis og streyma 100 W af straumi í hleðslu svo fátt eitt sé talið. Smsé: þetta er snilldarlausn og gefur forvitnilega möguleika á ferðinni, svo ekki sé meira sagt, enda er alls staðar að finna skjái með HDMI-tengi, til mynda sjónvarps- tæki … NÝ TÆKNI ER OFT SÝND VEIÐI, EN EKKI GEFIN – ÞAÐ SEM HÆGT ER AÐ GERA ER STUNDUM SVO MIKIÐ VESEN EÐA SVO LÉLEGT ÞEGAR Á REYNIR AÐ ÞAÐ TEKUR ÞVÍ EKKI AÐ FÁST VIÐ ÞAÐ. GOTT DÆMI UM ÞAÐ ER DRAUMURINN UM AÐ NOTA SNJALLSÍMA SEM FAR- EÐA BORÐTÖLVU, EN NÝ TENGIKVÍ FRÁ MICROSOFT OG VIÐBÓT Í WINDOWS 10 BREYTIR ÖLLU. SÍMI SEM TÖLVA 32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.1. 2016 Græjur og tækni Ný tegund vekjaraklukku hefur slegið í gegn á Kickstarter en hún heitir Ruggie og er í formi mottu. Það listilega við þessa klukku er að nauð- synlegt er að stíga fram úr rúminu og standa á mottunni í þrjár sekúndur til þess að hún hætti að hringja. Það dugar sumsé ekki að tylla tánni niður. Til viðbótar er enginn „snús“-takki svo það er ekki hægt að fresta því að fara fram úr. Vekjaraklukka sem virkar Umboðsaðili: Yd heildverslun, s. 587 9393, yd@yd.is, YdBolighus * Eins og getið er hér til hliðar þá erkubburinn ansi þungur miðað við stærð, 230 g, en þó ekki nema 64,1 x 64,1 x 26,5 mm að stærð. Undir honum er stamt gúmmíkennt efni sem minnkar enn líkur á því að hann renni til. Kvíin styður allt að 1080p upplausn, 1920 x 1080. Með henni fylgir spennubreytir.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.