Morgunblaðið - 03.02.2016, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.02.2016, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 3. F E B R Ú A R 2 0 1 6 Stofnað 1913  27. tölublað  104. árgangur  BÝÐUR UPP Á SKIPULAGÐAR ÍSLANDSFERÐIR TÍU BÆKUR TILNEFNDAR HALLDÓRA OG SKÁLDVERKIÐ TVÖFALT GLER HAGÞENKIR 31 VERÐLAUNABÓK 30JULIA JONES 10 Hagræðing í Reykjavík » Sundlaugar og tjaldstæði eiga að skila meiri tekjum. Styrkir verða lækkaðir. » Velferðarsvið á að endur- meta fjárhagsaðstoð upp á 200 milljónir. Guðni Einarsson Benedikt Bóas Borgarstjórn Reykjavíkur sam- þykkti í gær að hagræða í rekstri borgarinnar sem nemur 1.780 millj- ónum króna (1,78 milljörðum) á þessu ári. Það eru 1,82% af 98 millj- arða króna rekstri borgarinnar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði fram tillögu á fundi borgar- stjórnar að viðauka við fjárhagsáætl- un 2016 vegna hagræðingaraðgerð- anna. Flest svið borgarinnar eiga að spara um 1,5-1,8% af áætluðum út- gjöldum. Hagræðingaraðgerðirnar eru sundurliðaðar eftir sviðum borg- arinnar. Víða verður hagrætt í mannahaldi og til dæmis ekki ráðið í nokkrar stöður sem nú eru ómann- aðar. Skóla- og frístundasvið mun t.d. hagræða um 670 milljónir (1,5%) af 43,3 milljarða veltu. Þar vegur þyngst frestun á lækkun leikskóla- gjalda upp á 120 milljónir króna á þessu ári. Stjórnendur í leikskólum Reykja- víkurborgar eru uggandi yfir þeirri ákvörðun borgarinnar að skera nið- ur fjármagn næstu tvö árin til skóla- og frístundasviðs. Nú þegar er boðuð hagræðingarkrafa sviðsins fyrir skólaárið 2016 um 670 milljónir. „Leikskólar eru illa í stakk búnir til að mæta þessum niðurskurði,“ segir Þórunn Gyða Björnsdóttir, leikskólastjóri og aðalmaður í sam- ráðsnefnd KÍ. „Minna fjármagn til hvers leikskóla þýðir færra fólk, minni þjónusta og minni gæði. Á sama tíma biður samfélagið okkur um meiri þjónustu.“ Borgin sker niður í leikskólunum  Leikskólastjórar uggandi vegna 670 milljóna niðurskurðar á skóla- og frístundasviði Reykjavíkur  Afleiðingin verði færra starfsfólk, minni þjónusta og minni gæði, að sögn leikskólastjóra í borginni MBorgin hagræðir »2 & 4 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Laun í Noregi munu lækka um 0,2% að raunvirði í ár og er olíuhrunið meginástæðan. Atvinnuleysi mun aukast í tæplega 6% á næstu miss- erum og því verða með því mesta frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Atvinnuleysið mælist nú 4,8%. Þetta er áætlað í nýrri hagspá norska bankans DNB fyrir tímabilið 2016-2019. Øystein Dørum, yfirhagfræðingur hjá DNB, segir aðspurður að ef spá- in um launaþró- unina gangi eftir muni laun aðeins hækka um 2,5% að nafnvirði í ár en það sé það minnsta síðan 1935 og í fyrsta sinn síðan 1989 sem verðlag hækkar umfram laun. Øystein Dørum segir að við þessar aðstæður njóti Norðmenn þess að hafa sinn eigin gjaldmiðil. Norska krónan hafi gefið eftir við olíuhrunið og það styrkt útflutningsgreinar. „Við njótum þess einnig, ólíkt til dæmis Grikkjum, að hafa eigin gjaldmiðil … Grikkir geta ekki styrkt samkeppnisstöðu sína með gengisfellingu, heldur hafa þeir þurft að lækka laun um 20% síðan kreppan skall á,“ segir Dørum. Ferðaþjónustan í Noregi sé í sókn vegna fjölgunar bæði innlendra og erlendra ferðamanna. Það kosti nú t.d. 20-30% meira fyrir Norðmenn að ferðast til Lundúna og New York, eftir að norska krónan hrundi. »18 Krónan kemur til bjargar  Laun í Noregi munu lækka um 0,2% að raunvirði í ár Øystein Dørum Það var líf og fjör á leikskólanum Nóaborg við Stangarholt í Reykjavík þegar ljósmyndarinn átti þar leið hjá. Börnin léku sér í snjónum og veltu upp snjóboltum. Þau létu ekki kuldann á sig fá enda vel klædd í kuldagöllum og með hlýj- ar lambhúshettur eða húfur og hlýja vettlinga. Útivist og hreyfing er mikil heilsubót, ekki síð- ur á veturna en á sumrin þegar hlýrra er í veðri. Börnin eru góð fyrirmynd í þeim efnum. Frískandi útivera í frosti og snjó Morgunblaðið/Golli Nemendur leikskólans Nóaborgar léku sér úti í gær og fengu roða í kinnarnar og ferskt loft í lungun  Áður en ákveðið var að taka upp núverandi fyrirkomulag við fóst- urskimanir var kostnaður við ein- staklinga með Downs-heilkennið reiknaður út. Helga Gottfreðs- dóttir, doktor í ljósmæðrafræðum við HÍ, segir að siðferðilega hliðin hafi ekki verið skoðuð að ráði fyrr en síðar. Salvör Nordal, for- stöðumaður Siðfræðistofnunar Há- skóla Íslands, segir að oft séu sett kostnaðargildi á ýmsa hluti sem mörgum finnist ekki við hæfi. »14 Reiknuðu út kostn- að við Downs Þeim fækkar sem útskrifast sem endurskoðendur. Síðastliðin fjögur ár útskrifuðust 32 endurskoðendur, en árin fjögur þar á undan útskrif- uðust 60 manns. Þetta er sem sagt tæplega helmings fækkun. „Það er áhyggjuefni að endurnýjunin í end- urskoðendastéttinni nær ekki að halda í við þörfina. Hér áður útskrif- uðust endurskoðendur og fóru til starfa við endurskoðun og voru í því allan sinn starfsferil,“ segir Margrét Pétursdóttir, formaður Félags lög- giltra endurskoðenda og endurskoð- andi hjá EY. Hún segir að eftirspurn eftir endurskoðendum sé mjög mikil en framboðið ekki nægilegt. „Menntun þeirra og starfsreynsla er mikils metin og fjöldi þeirra sem starfa utan endurskoðendaskrifstof- anna hefur aukist. Það er að breytast hratt hvernig endurskoðendur taka virkan þátt í atvinnulífinu á fleiri stöðum en í hefðbundnu endurskoð- unarstarfi.“ Þeim sem starfa við end- urskoðun fer hlutfallslega fækkandi. Hlutfall þeirra sem starfa utan end- urskoðunarfyrirtækjanna hefur vax- ið frá því að vera 16% árið 1999 í 35% á árinu 2015. »16 Mun færri leggja fyr- ir sig endurskoðun  Hjón við Vesturgötu á Akranesi hafa höfðað mál fyrir Héraðsdómi Vesturlands gegn fyrri eigendum fasteignar sem þau keyptu undir lok árs 2014. Telja þau að ekki hafi legið fyrir upplýsingar um ólykt sem stafar frá Laugafiski, sem er fiskþurrkunarverksmiðja í grennd- inni, þegar kaupin fóru fram. Hópur Akurnesinga sem búa nærri fiskþurrkuninni hefur sótt sér lögfræðiráðgjöf í tengslum við áform um að stækka verksmiðjuna. Sambærilegt vandamál hefur verið viðvarandi í Þorlákshöfn þar sem ólyktar gætir í norðan- og norð- austanátt en þar hafa bæjaryfirvöld í samstarfi við Lýsi unnið að því að færa fiskþurrkunarverksmiðju út fyrir bæjarmörkin. »6 Ólyktarmál á Skag- anum fyrir dómstól

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.