Morgunblaðið - 03.02.2016, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 2016
✝ SigurbjörnTómasson var
fæddur að Hrísum í
Flókadal 15. febr-
úar 1919. Hann lést
20. janúar 2016 á
Dvalarheimilinu
Grund.
Foreldrar hans
voru Sigríður Sig-
urbjörnsdóttir hús-
móðir, f. að Hrísum
í Flókadal 4. októ-
ber 1894, d. 9. apríl 1983, og
Tómas Steingrímsson húsasmið-
ur, f. í Nýjabæ í Garði, 16. febr-
úar 1882, d. 28. nóvember 1971.
Sigurbjörn var einkabarn for-
eldra sinna.
Þann 1. janúar 1950 gekk
Sigurbjörn að eiga Guðrúnu
Halldórsdóttur, frá Vörum í
Garði, f. 23. mars 1918, d. 14.
ágúst 2010. Foreldrar hennar
voru Halldór Þorsteinsson, út-
gerðarmaður í Garði, f. 22. febr-
úar 1887, d. 3. janúar 1980, og
Halldóra, f. 25.3. 1992, sam-
býlismaður Gunnar Páll Páls-
son.
Sonur Guðrúnar og fóstur-
sonur Sigurbjörns er Helgi
Pálmar Breiðfjörð, f. 21.5. 1944.
Sigurbjörn ólst upp á Akra-
nesi. Hann spilaði fótbolta með
Knattspyrnufélagi Akraness og
sýndi sínu gamla félagi ávallt
áhuga. Hans helsta áhugamál
var þó stangveiði, sem hann
stundaði meðan heilsan leyfði.
Einnig hafði hann gaman af
garðrækt. Hann var á sjó frá
1936-1942. Sigurbjörn var í iðn-
námi í Skipasmíðastöð Akraness
og Iðnskólanum Akranesi. Hann
fékk sveinsbréf í skipasmíði
1948 og meistarabréf 1959.
Hann fluttist til Keflavíkur
1949 og starfaði á Skipasmíða-
stöð Keflavíkur 1949-1972 og
Skipasmíðastöð Njarðvíkur frá
1973-1989. Hann var prófdóm-
ari í skipasmíði frá 1965.
Sigurbjörn var smiður á
Dvalarheimilinu Grund frá
1989-1995.
Úför Sigurbjörns fer fram frá
Fríkirkjunni í Reykjavík í dag,
3. febrúar 2016, klukkan 13.
Jarðsett verður í Keflavík-
urkirkjugarði.
Kristjana Pálína
Kristjánsdóttir hús-
móðir, f. 2. nóv-
ember 1885, d. 1.
ágúst 1975.
Börn: 1) Sig-
urður Tómas, f. 10.
júlí 1950, d. 15. júlí
1954 , 2) Þorvaldur
Þorsteinn, f. 23.
október 1952, maki
Halldóra Konráðs-
dóttir, f. 20. janúar
1954, synir: Konráð Davíð, f.
28.2. 1978, d. 6.3. 2010, maki
Arna Björk Þorkelsdóttir,
þeirra sonur Konráð Pétur, f.
11.12. 2008. Tómas Páll, f. 4.3.
1985, maki Edda Þuríður
Hauksdóttir, þeirra börn: Rakel
Elísabet, f. 23.1. 2010 og Arnar
Darri, f. 23.10. 2013. 3) Sig-
urður Steingrímur, f. 10.6. 1958,
d. 9.11. 2014, maki Þórunn Við-
arsdóttir, f. 16.6. 1960, d. 9.12.
2005, þau skildu. Börn Þórarinn
Viðar, f. 28.4. 1990, og Guðrún
Á milli mín og afa voru 66 ár.
Þrátt fyrir að langt væri á milli
okkar í aldri náðum við alltaf
vel saman og vorum við ávallt
miklir mátar. Þetta endur-
speglast kannski best í því
hvernig afi kvaddi mig alla tíð,
sem var í formi spurningar:
„Við erum alltaf góðir vinir, er
það ekki?“ Þessu svaraði ég
auðvitað játandi í hvert einasta
skipti enda staðreynd en ekki
spurning.
Er við hittumst ræddum við
saman um allt milli himins og
jarðar þar sem afi sagði mér
sögur af sér og sínum í gegnum
árin, fræknar sögur af fiski-
mennsku og fótboltasparki og
jafnvel nokkrar sögur af prakk-
arastrikum sem átti ekkert að
ræða frekar. Ég hlustaði af
ákefð og smeygði inn í sögum
ef svo bar undir. Eftir því sem
árin liðu var ég farinn að geta
komið mér til afa og ömmu á
tveimur jafnskjótum og átti það
til að draga Darra, besta vin,
með.
Ungir drengir leggja ekki í
leiðangur nema vitandi að eitt-
hvað skemmtilegt sé hinum
megin við lækinn, eða Kringlu-
mýrarbraut í okkar tilfelli, og
var það ávallt raunin. Við kom-
una var barið á stóra gluggann
í stofunni og biðum við rólegir
þar til annaðhvort amma eða
afi komu til dyra.
Eftir að búið var að heilsa
var okkur drengjunum ýmist
boðið upp á bakkelsi eða harð-
fisk og svo gos í glasi til að
skola herlegheitunum niður.
Næsta skref var svo að biðja
afa um að ná í VHS-spólurnar
og setja Nonna og Manna í
tækið. Ungu vinirnir settust
svo saddir og sælir í brúnu
þægilegu leðurstólana og eyddu
stærstum hluta dagsins þar
sem þeir vissu að þeir væru
alltaf velkomnir, hjá afa Sigur-
birni og ömmu Guðrúnu.
Mörgum árum síðar verður
mér litið á tvö börn, unga
stelpu sem er um sex ára göm-
ul og lítinn strák, rétt tveggja
ára. Börnin ganga að viðarhurð
og banka, til dyra kemur mað-
ur sem börnin heilsa af miklum
fögnuði.
Börnin ávarpa manninn sem
gamla afa og koma sér inn fyrir
þröskuldinn, fá smá sælgæti
eða harðfisk og eitthvað gott að
drekka með. Börnin setjast svo
fljótlega í brúna leðurstóla, sæl
og södd. Á móti þeim situr afi,
afi minn Sigurbjörn, eða „gamli
afi“ eins og börnin mín kalla
hann.
Á meðan ég horfi á þau til
skiptis, þau yngri og þann
eldri, sé ég þann eldri horfa á
börnin með fallegan glampa í
augunum og glampanum fylgir
einlægt bros. Eftir að hann hef-
ur virt börnin vel fyrir sér
hrósar hann þeim og segir
þeim hvað þau séu orðin stór,
glæsileg og klár. Eftir að hafa
staldrað við í dágóðan tíma er
komið að kveðjustund, sá eldri
hikar ekki við að segja okkur
hvað honum þótti vænt um
heimsóknina, að það sé alltaf
gaman að sjá okkur. Hann
kveður börnin og svo mig. Áður
en ég geng út kallar sá eldri á
mig og segir mér að koma að-
eins, faðmar mig og segir: „Við
erum alltaf góðir vinir, er það
ekki?“ „Jú, auðvitað, afi minn,
alltaf,“ segi ég og kveð.
Tómas Páll Þorvaldsson.
Kynslóðir koma, kynslóðir
fara og ekkert er eðlilegra en
að gamalt fólk yfirgefi þessa
jarðvist, en mikið á mér eftir að
finnast skrýtið að hafa ekki
Sigurbjörn tengdaföður minn
til að heimsækja og spjalla við
en hann er síðastur foreldra
okkar Valda til að kveðja þetta
líf.
Leiðir okkar Sigurbjörns
lágu fyrst saman síðla árs 1971,
er við Valdi sonur hans fórum
að stinga saman nefjum.
Heimili þeirra Guðrúnar á
Skólavegi og síðar á Sléttuvegi
stóð okkur og sonum okkar
ávallt opið og alltaf var gengið
að veisluborði.
Sigurbjörn byggði yfir
stækkandi fjölskyldu sína fal-
legt hús á Skólavegi 3 í Kefla-
vík.
Heimili þeirra Guðrúnar var
fallegt og snyrtimennska í há-
vegum höfð. Garður þeirra
hjóna var síðan valinn fallegasti
garður Keflavíkur a.m.k. í tví-
gang.
Ungu hjónin urðu fyrir mik-
illi sorg er þau misstu son sinn
Sigurð Tómas aðeins fjögurra
ára, og hygg ég að það hafi
mótað allt þeirra líf. Þau hjónin
voru alla tíð trúuð og voru virk
í að sækja samkomur hjá ýms-
um trúfélögum.
Aðaláhugamál Sigurbjörns
var stangveiði og var hann einn
af stofnendum Stangveiðifélags
Keflavíkur.
Hann stundaði stangveiði
meðan aldur og heilsa leyfðu.
Eftir að þessum ferðum lauk
upplifði hann veiðar í huganum
og sá fyrir sér árnar og lax-
veiðistaðina. Einnig var garð-
rækt mikið áhugamál.
Sigurbjörn var alla tíð
heilsuhraustur, enda hugsaði
hann vel um sig og var algjör
reglumaður.
Hann keyrði bíl til 95 ára
aldurs og taldi sjálfur að hann
hefði getað keyrt lengur. Hann
var ákveðinn og ákaflega
fylginn sér, jafnvel þrjóskur.
Annað eins snyrtimenni tel
ég vandfundið og var hann alla
tíð ákaflega vel til fara.
Við fórum stundum saman,
þá sérstaklega fyrir jólin, þeg-
ar hann var kominn á níræð-
isaldur, í helstu tískuvöruversl-
anir Reykjavíkur, að finna
eitthvað fallegt fyrir strákana
og höfðum bæði gaman af.
Síðustu ár hafa að mörgu
leyti verið Sigurbirni erfið,
Guðrún missti heilsuna og ann-
aðist hann hana og hjúkraði
þar til hann gat ekki meir og
var hún síðasta hálfa árið sem
hún lifði á hjúkrunarheimili.
Hún lést í ágúst 2010, fyrr
sama ár lést sonur okkar Valda
úr heilakrabbameini. Hann var
okkur öllum harmdauði. Þetta
var þungt högg fyrir rúmlega
90 ára mann. Sigurður Stein-
grímur sonur hans varð svo
bráðkvaddur í nóvember 2014.
Síðustu vikur var eins og
honum fyndist nóg komið og
óskaði hann þess að fá hvíldina.
Fór hann að spyrja hvort allt
væri ekki í lagi hjá okkur,
hvort langafabörnin þrjú væru
ekki hress og hvar hundarnir
okkar væru, hvort þeir hefðu
verið skildir eftir heima.
Hvort Tómas sonur okkar
Valda væri ekki kominn á
græna grein eftir langskóla-
nám, leit síðan út um gluggann
og spurði: Hvernig er veðrið,
þetta er nú ekki besti tími til að
kveðja.
Þannig var Sigurbjörn, vildi
hafa allt á hreinu og ekki vera
upp á neinn kominn. Honum
varð að ósk sinni, fékk hægt
andlát eftir stutt veikindi.
Ég kveð tengdaföður minn
með virðingu og er þakklát fyr-
ir að hafa átt hann að og fyrir
að hafa getað verið til staðar
þegar hann þurfti á að halda.
Halldóra.
Sigurbjörn
Tómasson
Mig langar að
minnast hans
Steina hennar
Stínu frænku eins
og hann var ávallt nefndur í
minni fjölskyldu. Hann lést
þann 16. janúar síðastliðinn eft-
ir rúmlega 15 ára dvöl á hjúkr-
unarheimilum, fyrst í Skógarbæ
og síðan á Grund.
Þar var hann kominn í sína
heimabyggð, vestur í bæ og nær
Seltjarnarnesi þar sem þau
hjón bjuggu alla tíð. Stína
frænka var í þessari vegferð
Eysteinn Jóhann
Jósefsson
✝ Eysteinn Jó-hann Jósefsson
fæddist 1. júlí 1939.
Hann lést 16. jan-
úar 2016.
Útför Eysteins
fór fram 25. janúar
2016.
með honum og var
ávallt vakandi yfir
velferð hans. Mér
leið vel að vita af
þeim vestur í bæ
og heimsótti þau
oft þangað.
Steini varð fyrir
miklu áfalli árið
2000, þar sem hon-
um var kippt
snögglega út úr
samfélaginu.
Ég minnist hans og Stínu
frænku það sama ár, 24. júní, en
þá komu þau í brúðkaupsveislu
okkar Guðmundar norður í
Skagafjörð.
Ég man hvað þau voru ham-
ingjusöm, frjáls og glöð. Steini
brosandi, heilbrigður og léttur í
spori og geislaði af þeim hjón-
um ást og kærleikur.
Ég heimsótti hann nokkrum
sinnum á hjúkrunarheimilin,
síðast í nóvember 2015, og þá
fannst mér af honum dregið
heilsufarslega. Steini bar sig þó
alltaf vel og virtist ekki mikið
þjáður.
Ég vil þakka Steina og hans
fjölskyldu alla tryggð við mig
og mína fjölskyldu. Það var allt-
af gott að koma til þeirra hjóna
og hefur vinátta þeirra við mig
alla tíð haldist traust og gjaf-
mild. Steini og Stína með börn-
in sín heimsóttu mig og mína
þar sem ég bjó og starfaði í
Skálholti. Þá komu þau að vetri
til og við skoðuðum Gullfoss í
klakaböndum og var það stór-
kostleg sjón. Einnig heimsóttu
þau mig norður við Mývatn, far-
ið var í berjamó og fleira. Steini
var mikið náttúrubarn og ég
fann hvað honum leið vel á heið-
um Norðurlands við berjatínslu.
Æskuminningar eru góðar og
skemmtilegar. Við krakkarnir í
Leirárgörðum hlökkuðum mikið
til þegar von var á Stínu frænku
með Steina kærastann sinn.
Steini var alltaf tilbúinn til allra
verka, fór í fjós og fjárhús, tók
til hendinni við heyskap og allt
sem til féll við sveitabúskapinn.
Hann og Stína frænka léttu
oft undir við öll verk. Það var
líka svo mikil gleði og fjör þeg-
ar Steini og Stína komu, það var
dansað og tjúttað og okkur
krökkunum í Leirárgörðum
kennt allt það nýjasta sem var í
tísku í höfuðborginni.
Kæri Steini. Nú hefur þú
kvatt þessa jarðvist og kominn
til annarra heima. Já, ég sé þig
fyrir mér sem góða fjárhirðinn
á himnum með kindurnar allt í
kringum þig, en þú elskaðir
dýrin og kindur hvað mest.
Elsku Stína frænka. Þú ert
búin að missa mikið og dáist ég
að öllum þínum styrk, ást og
umhyggju og þeim frábæru úr-
ræðum sem þú sást til að eig-
inmaður þinn nyti.
Við Guðmundur vottum þér,
börnum, barnabörnum og lang-
ömmubarni okkar dýpstu sam-
úð vegna fráfalls elskulegs eig-
inmanns, föður, afa og langafa,
Eysteins Jósefssonar. Blessuð
sé minning hans.
Klara Njálsdóttir.
Elsku nafni.
Það er komið að
kveðjustund. Stund
sem mátti bíða að-
eins lengur og
söknuður minn er mikill. Þú varst
merkismaður í mínum augum,
hvorki meira né minna en rann-
sóknarlögreglumaður! Litlum
afastrák fannst ekkert flottara,
nema kannski að vera alnafni
lögguafans síns. Ein minning er
þegar þú bauðst mér með þér á
vinnustaðinn þinn, þegar áhugi
minn á löggunni var sem mestur.
Það var ótrúlega spennandi fyrir
lítinn polla að fá að snerta alvöru-
byssu, ég varð frekar hræddur þá
örstuttu stund þegar ég prófaði
alvöru fangaklefa.
Allar minningarnar um sam-
verustundir kalla fram bros,
hvort sem um er að ræða sund,
Ragnar Vignir
✝ Ragnar Vignirfæddist í
Reykjavík 28. júlí
1928. Hann lést 22.
janúar 2016. Útför
Ragnars fór fram
2. febrúar 2016.
golf, gistinætur, mat-
arveislur eða spjall.
Við vorum aldrei
ósáttir, alltaf nánir
vinir og félagar. Þú
kenndir mér góð
gildi sem lifa í mér,
svo sem að styrkja
fjölskylduböndin,
stunda íþróttir og
sund en síðast en
ekki síst að vera allt-
af góður við sína nán-
ustu. Þið amma gerðuð alltaf vel
við ykkar fólk og áramótaveisl-
urnar okkar, stórfögnuður fjöl-
skyldunnar, eru eftirminnilegar.
Mér fannst alltaf mikill heiður
að fá að vera einkabílstjórinn
ykkar þangað.
Á þessum tímamótum kveð ég
þig með söknuði en um leið þakk-
læti. Nú er það mitt hlutverk að
fræða börnin mín um einstakan
langafa og miðla til þeirra þeim
gildum sem þú kenndir mér.
Minning þín lifir.
Hvíl í friði, guð blessi minn-
ingu þína.
Þinn alnafni,
Ragnar Vignir.
Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma
og langamma,
HJÖRDÍS JÓNASDÓTTIR,
lést á Landspítalanum við Hringbraut þann
1. febrúar 2016. Jarðarför verður auglýst
síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
.
Berglind J. Svansdóttir, Baldur Johnsen,
Brynjar Svansson,
Óðinn Svansson,
Þráinn Ómar Svansson, Sædís Guðlaugsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir og afi,
HARALDUR PÁLL BJARKASON,
Sílatjörn 1,
Selfossi,
varð bráðkvaddur að heimili sínu
þriðjudaginn 26. janúar. Útförin fer fram
frá Selfosskirkju föstudaginn 5. febrúar klukkan 14. Þeim sem
vilja minnast hans er bent á Styrktar- og gjafasjóð Hsu. Banki
0152-15 -380210, kt. 491115-0250.
.
Guðrún Elín Hilmarsdóttir,
Hulda Björk Haraldsdóttir,
Hlynur Óli Haraldsson,
Baldur Ingi Magnússon
og aðstandendur.
Okkar yndislega og góða
SALÓME MARÍASDÓTTIR,
Ásvallagötu 40,
lést þann 26. janúar síðastliðinn.
.
Ingilín Kristmannsdóttir,
Kaðlín Kristmannsdóttir
og aðrir aðstandendur.