Morgunblaðið - 03.02.2016, Blaðsíða 28
28 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 2016
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þér gengur betur þegar þú reynir
ekki að stjórna öllum þínum gjörðum af
hörku, eða tilheyrir hópi þar sem reglur ráða
ríkjum. Hjól uppgötvana og framkvæmda
snúast ögn hraðar.
20. apríl - 20. maí
Naut Gættu þess að bregðast ekki of hart
við minniháttar málum. Aðeins þannig getur
þú hjálpað öðrum þegar þörf krefur.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú lítur vel út, sérstaklega þegar þú
leggur hart að þér við vinnu. Ekki láta yfirlæti
eða dramb verða þér að falli. Frekjugangi
þeirra sem allt hafa skaltu vísa kurteislega á
bug.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þetta er góður dagur til fasteigna-
viðskipta og annarra viðskipta sem tengjast
fjölskyldunni. Opinberaðu persónuleika þinn
eða hugmynd þeirri manneskju sem mun
sýna mesta aðdáun.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Forgangsröðunin stjórnar því hvað
maður tekur sér fyrir hendur og hverju mað-
ur fær áorkað. Vertu svo elskulegur að mæla
ekki og reikna út fyrirhöfn miðað við árangur.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú ert að pæla í daglegri hegðun þinni
og skilur að litlu hlutirnir hafa mestu áhrifin á
þig. En ekki skemma eitthvað guðdómlegt
með því að reyna að láta það endast að ei-
lífu.
23. sept. - 22. okt.
Vog Sérhvert verkefni sem maður tekur að
sér má leysa á listrænan máta. Efst á listan-
um eru fjölskyldusamkundur og vinna á
heimilinu.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Það er ekkert vit í því að forðast
vinnuna. Einbeittu þér að málum heimilisins
og sýndu þar alla þá lipurð sem þú getur.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú er fínasti undirmaður, vinnur
vel, ert skapandi og ansi nákvæm/ur. Sú fórn
er þér nú nauðsyn til að koma lífi þínu á rétta
braut enn á ný.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Nýtt fólk sem kemur inn í líf þitt
sýnir hvar þú ert í tilfinningaþroska. Brjóttu
blað og stattu við loforðin.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Að hluta til viltu reyna að þóknast
öðrum því það er erfitt að vera ekki sam-
þykktur. Njóttu þeirra og láttu þau lyfta þér
áfram til nýrra átaka.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú hefur nóg á þinni könnu þessa
dagana og skalt ekki taka meira að þér í fé-
lagsstarfinu en þú ert fær um að standa við.
Afrek Dags Sigurðssonar meðþýska karlalandsliðið í handbolta
hafa ekki farið framhjá neinum. Vík-
verji fylgdist spenntur með úrslita-
leiknum á sunnudag. Þegar leið á
leikinn breyttist spennan í vantrú,
slíkir voru yfirburðir þýska liðsins.
Spánverjum virtist fyrirmunað að
komast í gegnum þýsku vörnina. Í
fyrri hálfleik skoruðu þeir aðeins sex
mörk, mark á fimm mínútna fresti.
x x x
Þýska blaðið Die Welt líkti þessariframmistöðu við það þegar
þýska landsliðið valtaði yfir það bras-
ilíska á HM í fótbolta 2014 og sigraði
7-1.
x x x
Mikið hefur verið vitnað í Dag íþýskum fjölmiðlum. Á vefsíðu
vikuritsins Der Spiegel sagði að hluti
af uppskrift Dags að árangri væri að
sýna nánast aldrei tilfinningar, en
eftir úrslitaleikinn hefði gegnt öðru
máli. Þjálfarinn hefði verið stoltur af
liði sínu og tárin hefðu borið því vitni.
„Ég er ofurstoltur, það er varla hægt
að trúa þessu,“ hafði blaðið eftir Degi
og bætti við að hann hefði „þurft að
búa til orð til að tjá tilfinningar sín-
ar“. Orðið var „überstolz“ og rataði í
fyrirsögn fréttarinnar: „Unbesiegbar
und überstolz.“ Der Spiegel fjallar
lofsamlega um þátt Dags: „Íslending-
urinn setti saman hina fullkomnu
áætlun, lið hans fylgdi henni full-
komlega í leik þar sem það réð lögum
og lofum – og þess vegna voru þýsku
handknattleiksmennirnir full-
komlega verðskuldað krýndir Evr-
ópumeistarar.“
x x x
Eftir úrslitaleikinn fór liðið á ítalsk-an veitingastað í Kraká, La
Grande Mamma. „Við erum með frá-
bært lið,“ var haft eftir Degi í blaðinu
Bild. „Nú verðum við einfaldlega að
njóta þess. Íslendingar kunna líka að
skemmta sér.“
x x x
Bild vitnaði líka í leikmanninn Stef-fen Weinhold: „Nú hefur þjálf-
arinn ekkert meira að segja, við skul-
um athuga hvað næturlífið í Kraká
hefur upp á að bjóða.“ víkverji@mbl.is
Víkverji
Jesús sagði: „Komið til mín, allir þér
sem erfiði hafið og þungar byrðar, og
ég mun veita yður hvíld.“
(Matt. 11:28)
Á sunnudaginn skrifaði ÓlafurStefánsson „en hvað allt
fréttist. Nú flýgur sú saga um
Leirinn að tveir andans Þing-
eyingar úr hópnum hafi farið í lið-
skiptaaðgerðir og gengið bara
vel. Kannski sögðu þau frá þessu
sjálf, og einhverjir bættu svo við
einhverju ganti eins og gengur.
Ekki dettur mér í hug að flí-
mast með heilsu fólks en sam-
gleðjast má ef vel gengur, og víst
er að þau grannarnir og skáld-
systkin (eru ekki allir Þing-
eyingar skyldir) yrkja jafn vel
skorin sem óskorin.
Í góðu er allt um gáfnafar
og getu til að ríma,
en liðir slitna og limir þar
löngu fyrir tíma.“
Davíð Hjálmar Haraldsson var
með á nótunum: „Fía og Friðrik
hafa allt sem þarf til að ná enn
lengra á framabraut hagyrðinga/
skálda:
Oft er gatan grýtt og dimm
á göngunni til framans
en þessi hafa fætur fimm
og fjögur hné – til samans.“
Friðrik Steingrímsson vildi hafa
það heldur sem sannara reyndist,
– „svo allt sé nú rétt með farið þá
var ég ekki í liðskiptaaðgerð held-
ur var gert við liðþófa og fjarlægt
brjóskbrot sem var ekki á réttum
stað.
Segja vil til varnar mér
vísnagerðar bjánum,
að skáldagenið í mér er
ofar en í hnjánum.“
Þetta fór ekki framhjá Davíð
Hjálmari Haraldssyni: „Greinilega
er skáldagen Friðriks á sínum
stað, verra er þetta með brjóskið.
Eflaust hann segir satt um það
að sé ekkert brjósk í hnjánum,
finnur því eflaust annan stað.
Ætli það sé í tánum?“
Gústi Mar. veit sínu viti –
„menn fara í kringum þessa stað-
setningu einsog köttur kringum
heitan graut.
Ég orti stöku um aftanbil
einn á sokkaleistunum.
Ekki varð sú vísa til
með viskunni frá eistunum.“
Fía á Sandi sló botninn í þessar
vangaveltur:
Á góðum degi gæti skeð
ég geri kvæði um leista.
En örugglega ekki með
eista.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af liðskiptaaðgerðum og
brjóskbroti
Í klípu
„EINS OG ÞIÐ SJÁIÐ,
ÞÁ ER FJÖRIÐ Á ENDA.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„HVERS VEGNA SAGÐIRÐU MÉR EKKI AÐ
FYRRVERANDI KÆRASTINN ÞINN VÆRI
HÁRGREIÐSLUMAÐURINN MINN?“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að leyfa honum að
vinna öðru hverju!
ÉG ÆTLA Í FJALL-
GÖNGU. EKKI REYNA AÐ
TELJA MÉR HUGHVARF
GÓÐUR PUNKTUR.
ÉG VERÐ HEIMA
ÉG SKAL
LAGA
TEBOLLA
KASTIÐ NIÐUR
GULLINU YKKAR…
…OG
ENGINN MUN
SKAÐAST!
ÞÚ ERT EKKI
ENGINN FYRIR
MÉR!
Fjör
Verslun Tunguhálsi 10 - Sími 415 4000 – www.kemi.is - kemi@kemi.is
INTERFLON
Matvælavottaðar efnavörur
Nýjar umbúðir, sömu gæða efnin