Morgunblaðið - 03.02.2016, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 2016
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
SUMARHÚSALÓÐ TIL SÖLU
Í ÖNDVERÐARNESI
VIÐ GOLFVÖLLINN (hola 2)
Endalóð í botnlanga við Grjóthóls-
braut, með ómetanlegu útsýni í allar
áttir. Allar nánari uppl. í síma
8661712 eða plommi61@gmail.com
Óska eftir
Staðgreiðum gull, demanta og úr
Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex,
Cartier, Patek Philippe o.fl.
Hringdu núna og fáðu tilboð þér að
kostnaðarlausu!
www.kaupumgull.is
Opið alla daga 11–18.
Kringlan – 3. hæð
(Hagkaupsmegin)
Upplýsingar í síma 661 7000.
Bílaleiga
HÓPFERÐABÍLAR TIL LEIGU
með eða án bílstjóra.
--------16 manna--------
--------9 manna---------
Fast verð eða tilboð.
CC.BÍLALEIGA S. 861 2319.
Smáauglýsingar
✝ KarólínaBenný
Þórðardóttir
fæddist 21. nóv-
ember 1946 á
Hvammstanga.
Hún lést 6. janúar
2016 í Las Palmas
á Kanaríeyjum.
Foreldrar Ben-
nýjar voru Birna
Benediktsdóttir
húsmóðir, f. 3.1.
1922, d. 20.6. 2015, og Þórður
Leví Björnsson leigubifreiðar-
stjóri, f. 28.11. 1922, d. 15.3.
2003. Fósturfaðir Bennýjar var
Kristinn Jónsson, eftirlits-
maður hjá Landleiðum, f.
12.10. 1925, d. 20.9. 2006. Syst-
ir Bennýjar sammæðra er
Kristín, f. 22.11. 1992, og Hjör-
dís Gréta, f. 19.6. 1994.
Benný ólst upp á Bark-
arstöðum í Vestur-Húnavatns-
sýslu hjá móðurforeldrum sín-
um, þeim Benedikt Björnssyni
og Jennýju Sigfúsdóttur, til 10
ára aldurs. Fluttist hún þá til
Hafnarfjarðar og lauk þar
námi við Flensborg 1961 og
Húsmæðraskóla á Löngumýri
Skagafirði 1961-62. Bjó hún í
Hafnarfirði til 1979, í Garði
Gerðahreppi og í Reykjanesbæ
til ársins 2000. Benný og Páll
fluttu síðan austur fyrir fjall og
bjuggu lengst af á Bjargi í
Rangárþingi ytra.
Fyrir utan húsmóðurstörf
stundaði Benný sveitastörf,
fiskvinnslustörf og aðhlynningu
við aldraða og fatlaða. Þá
stundaði hún sjómennsku með
Páli á tímabili en einnig versl-
unarstörf, hannyrðir og hunda-
ræktun.
Bálför Bennýjar var gerð frá
Las Palmas 11. janúar 2016.
Hjördís Krist-
insdóttir, f. 21.8.
1960.
Benný giftist
30.12.1966 Páli Sig-
urðssyni, f. 9.11.
1946. Börn þeirra
eru: 1) Sigurður
Grétar Pálsson, f.
2.6. 1965. Börn
hans og fyrrver-
andi maka, Unnar
Sigurjónsdóttur, f.
12.5. 1965, eru Þórir, f. 28.2.
1982, Páll, f. 16.3. 1987, og
Arnar, f. 15.11. 1991.
2) Björn Ingi, f. 15.1. 1968.
3)Kristinn Páll, f. 1.6. 1969,
maki Halla Grétarsdóttir, f.
22.3. 1969. Börn þeirra eru
Gissur, f. 15.7. 1986, Halla
Tilvera okkar er undarlegt ferðalag.
Við erum gestir og hótel okkar er
jörðin.
(Tómas Guðmundsson)
Það hvarflaði ekki að mér
þegar við töluðum saman 20.
desember síðastliðinn að það
yrði okkar síðasta samtal. Þú
varst svo glöð og ánægð að
segja mér að þið ætluðuð að
eyða jólum og áramótum á
Kanaríeyjum.
Ég samgladdist þér innilega
og þú kvaddir mig með þínum
yndislegu orðum: „Gleðileg jól
elskan mín og Guð geymi þig.“
Það eru forréttindi að eiga
umhyggjusama systur sem var
alltaf til staðar og ákaflega
hjálpleg í alla staði.
Minningar hrannast upp á
svona stundum og man ég alltaf
svo vel þegar þið Palli giftuð
ykkur. Ég sat á eldhúsgólfinu í
gammósíum og hvítri gollu með
úfið hár og rauðar bollukinnar.
Þú varst að máta brúðar-
kjólinn þinn, sem var ljósblár
pallíettukjóll með kórónu og
brúðarslöri.
Ég hafði aldrei á ævi minni
séð svona fallega konu og fal-
legan kjól, þetta var systir mín
sem skartaði sínu fegursta.
Þessi sýn er grópuð í huga mér
og fylgir henni hlýja, stolt og
kærleikur.
Tíminn leið, gammósíurnar
og gollan voru orðin of lítil. Ég
var orðin unglingur og þú varst
orðin þriggja barna móðir.
Þessir tímar eru kærir í minn-
ingunni þar sem þið Palli
bjugguð á Sléttahrauninu í
Hafnarfirði, hann á sjó og þú
reyndir eftir bestu getu að
vinna úti ásamt því að ala upp
drengina og hugsa um heimilið.
Á þessum tímum áttu Palli
og Lalla gulan Mustang, sem
var með svörtum sportröndum
á hliðunum.
Ákaflega fallegur bíll sem
tekið var eftir á götum borg-
arinnar.
Ég fékk það oft í verðlaun
frá henni eftir að hafa passað
strákana að fara á rúntinn,
kaupa ís og setja „spóluna“ í
tækið með Neil Sedaka, síðan
var hækkað og sungið Oh! Ca-
rol. Þessi spóla var eingöngu
spiluð í bílnum og svo oft að ég
kunni alla texta með Sedaka
sem unglingur.
Kærleiksrík tengsl okkar
systra eru verðmæt fyrir mig
og afar dýrmætt að eiga góðar
minningar. Öll ferðalögin sem
við fórum saman einkenndust af
skemmtilegum uppákomum og
hlátri.
Eftir að ég giftist og eignaðist
börn þróuðust samskipti okkar í
mikla vináttu. Þú varst ekki
bara stóra systir mín, þú varst
besta vinkona mín og sálufélagi.
Ég er þér endalaust þakklát fyr-
ir hvað þú varst góð við okkur
öll, bæði dýr og menn.
Síðasta sumar áttum við
margar góðar samverustundir á
Bjargi, þar sem þið Palli voruð
búin að koma ykkur fyrir í
faðmi fjalla. Þar spurðum við
okkur:
„Hvað er það sem skiptir
okkur máli? Erum við að eyða
of miklum tíma í eitthvað sem
skiptir okkur ekki máli?“ Við
vorum sammála um að leggja
rækt við fjölskylduna og sam-
einast á hverju ári eins og við
gerðum þetta sumar.
Þetta var dýrmætur tími að
fá að hittast og gleðjast saman
eina helgi. Ég lofa þér, elsku
Lalla, að þetta verður endur-
tekið.
Ég sakna þess að geta ekki
hringt í þig og heyrt rödd þína
lengur. Ég var heppin að eiga
þig fyrir systur og er þakklát
fyrir allar samverustundirnar
með þér, nærveru þína og
hlýju.
Elsku Palli mágur og þið öll,
megi minning elsku Löllu syst-
ur verða okkur öllum að leið-
arljósi
Guð geymi þig, elsku Lalla.
Hjördís Kristinsdóttir.
Á stundu sem þessari rekur
hver minningin aðra, margs er
að minnast og margs er að
sakna en fyrst og síðast ber að
þakka fyrir ómetanlega vináttu
Bennýjar, frá því að leiðir okk-
ar lágu saman í 12 ára bekk
Lækjarskóla Hafnarfjarðar.
Palli, eftirlifandi maður Bennýj-
ar, var bekkjarbróðir okkar og
hefur hann reynst tryggur vin-
ur okkar hjóna í áranna rás.
Þegar ég lít yfir farinn veg
sé ég hvað lífshlaup okkar Ben-
nýjar var áþekkt. Á unglingsár-
unum unnum við á sömu vinnu-
stöðum, við giftumst báðar
sjómönnum og eignuðumst okk-
ar fyrstu syni í sama mánuði og
síðar fjölgaði sonunum okkur
beggja.
Eftir að hafa búið um tíma
við sömu götu skildust leiðir
vegna búferlaflutninga. Héldum
við sambandi okkar með bréfa-
skriftum eins og þá tíðkuðust
og síðar meir heimsóknum til
hvor annarrar þó fara þyrfti
landshornanna á milli.
Vafalítið var oft og tíðum
strembið fyrir unga sjómanns-
konu með þrjá syni að sinna
þörfum allra í dagsins önn,
samhliða því að vera lengst af
útivinnandi.
Allt hafðist þó með dugnaði
sem henni var í blóð borinn,
ásamt eðlislægðri glaðværð er
einkenndi hana öðru fremur og
fylgdi henni alla tíð, hvert sem
leið hennar lá.
Ári liðu, hægt og bítandi
vænkaðist hagur, upphófst tími
ferðalaga til útlanda. Við hitt-
umst óvænt á Kanarí, þá báðar
í okkar fyrstu ferð, ásamt mök-
um, með í för voru þrír synir
okkar hjóna. Ferðirnar urðu
fleiri, við féllum báðar fyrir
Spáni. Árið 2006 fórum við til
meginlands Spánar í tilefni af
sextugsafmælum hennar og
Palla.
Í þessum ferðum var hugs-
unin um að Benný ætti eftir að
enda sitt lífshlaup á Kanarí
víðsfjarri okkur öllum, en eng-
inn veit hvað morgundagurinn
ber í skauti sínu né hvar og
hvenær dauðinn knýr dyra
Kæra vinkona, ég er þakklát
fyrir samfylgd þína og vináttu,
þakklát fyrir allar fallegu og
skemmtilegu minningarnar sem
tengjast henni. Hver veit nema
að leiðir okkar eigi eftir að
liggja saman á ný á óþekktum
slóðum?
Með þá von í brjóst mun ég
hugsa til þess sem þú varst mér
Okkar innilegustu samúðar-
kveðjur til Palla og afkomenda,
til allra þeirra sem tengdust
þessari skemmtilegu konu á
einn eða annan hátt.
Jóhanna Gunnarsdóttir
og fjölskylda.
Karólína Benný
Þórðardóttir
Elsku Ebba mín.
Það er ótrúlegt að
hér sit ég og reyni
að meðtaka að þú sért farin, mikið
er lífið óréttlátt.
Besta vinkona mín, þú varst
yndisleg manneskja og ég sakna
þín.
Við kynntumst árið 2003, fyrsta
skóladaginn okkar í Fjölbrauta-
skólanum í Ármúla.
Við vorum bláókunnugar. Sát-
um þarna við tölvur, ég var að
taka Friends-próf á netinu og
kunni ekkert í því og fer að hlæja.
Um leið komst þú og spurðir mig
hvað ég væri að gera. Ég segi þér
að ég sé að taka Friends-próf á
netinu. Þú baðst um aðgang til að
geta tekið prófið.
Ég vissi ekki að þú værir
Friends-snillingur og gast svarað
öllu. Áður en við vissum af vorum
við að taka prófin saman og sátum
hlið við hlið og eftir þennan dag
vorum við óaðskiljanlegar.
Þú varst alltaf ákveðin á besta
hátt Ég minnist þess eitt sinn rétt
fyrir jól að við ætluðum að komast
að samkomulagi um kvikmynd til
að horfa saman á. Þú varst ákveð-
in í hvað þú vildir og það var Shrek
2. Ég var ekki sammála því og stóð
alveg á mínu. Síðan gafst þú upp.
Við völdum aðra mynd að lokum.
Ég minnist þess að tveimur
dögum síðar, á aðfangadag, opna
ég gjöfina mína frá þér og þar er
Shrek 2. Sönnun um hversu
ákveðin þú varst og stóðst á þínu.
Þú vissir alltaf hvað þú vildir og
Vilfríður Hrefna
Hrafnsdóttir
✝ VilfríðurHrefna Hrafns-
dóttir fæddist 11.
nóvember 1987.
Hún lést 17. janúar
2016.
Vilfríður var
jarðsungin 26. jan-
úar 2016.
gerðir áætlanir til að
fylgja því.
Ég gat alltaf
treyst á þig, sama
um hvað málið sner-
ist.
Þú áttir svo
yndislega fjölskyldu
og varst þeim svo
náin. Þú varst svo
kærleiksrík og mikil
fjölskyldumann-
eskja sem vildi öll-
um vel.
Þú gast verið snögg að taka
ákvarðanir. Einu sinni stakkstu
upp á því að fara í Kringluna, ég
samþykkti það og beið eftir þér
þar í góðan tíma. Síðan hringir þú
í mig og tilkynnir að þú sért á leið-
inni að fara að versla en sért á leið-
inni til Kaupmannahafnar.
Það sem þú elskaðir Dan-
mörku, það var yndislegt að hlusta
á og fylgjast með því.
Við hlógum vel að þessu og það
geri ég núna með tárum á meðan
ég minnist þín.
Við vorum bestu vinkonur frá
fyrsta degi og gengum í gegnum
allt saman, bæði skemmtilega og
erfiða hluti, en ávallt varstu með
þitt fallega bros á vör.
Með þessari kveðju og minn-
ingum kveð ég þig, elsku Ebba
mín, „Monica mín“. Ég vona að
þér líði vel og hafir Hrafnhildi,
Hrefnu Þórdísi, afa og ömmu þína
hjá þér.
Elsku Hjalti og fjölskylda. Ég
samhryggist ykkur svo. Ebba var
hin besta manneskja.
Megi allar góðar vættir styrkja
börnin þín, eiginmann, foreldra og
systkini.
Ég mun ávallt sakna þín.
Og eins og segir í uppáhalds-
vinkonulaginu okkar:
„I want to thank you for giving
me the best day of my life.“
Ragnhildur Pálsdóttir.
Látin er Ásdís,
náfrænka mín, 89
ára, næstelst sjö
dætra hjónanna Sig-
ríðar Sigurðardóttur og Erlings
Pálssonar, sundkennara og síðar
yfirlögregluþjóns í Reykjavík.
Foreldrar Erlings, Páll Erlings-
son og Ólöf Steingrímsdóttir,
fluttu 1908 til Reykjavíkur austan
úr Grímsnesi og reistu nýbýlið
Bjarg við Sundlaugaveg. Páll varð
frumkvöðull að sundkennslu og
sundmenntun í Reykjavík og
beitti sér fyrir byggingu gömlu
Sundlauganna, sem voru í landi
Bjargs. Erlingur sonur hans var
frækinn sundkappi og starfaði um
tíma við sundkennslu með föður
sínum. Þegar Páll settist í helgan
stein 1922 tóku bræður Erlings,
Ólafur og Jón, við sundkennsl-
unni. Erlingur og Sigríður tóku
við búinu á Bjargi og ráku þar
stórbúskap fram á miðja síðustu
öld. Bræður Erlings, Steingrímur,
Ólafur og Jón, festu sér allir erfða-
Ásdís Erlingsdóttir
✝ Ásdís Erlings-dóttir fæddist
17. apríl 1926. Hún
andaðist 17. janúar
2016.
Útför Ásdísar
fór fram 27. janúar
2016.
festulönd í nágrenni
Bjargs. Erlingur,
Ólafur og Jón voru
kvæntir systrunum
Sigríði, Jústu og
Þórunni Sigurðar-
dætrum, landspósts
frá Árnanesi í
Hornafirði. Þetta
var stórfjölskylda
okkar Ásdísar á upp-
vaxtarárunum og
mikill samgangur
milli heimilanna.
Bjargssysturnar voru tíðir
gestir á heimili foreldra minna.
Þegar við systkinin veiktumst af
Akureyrarinflúensunni 1948 léttu
systurnar Jóhanna og Ásdís undir
með móður minni, sem átti við
veikindi að stríða. Eftir skóla-
göngu í Laugarnesskóla lauk Ás-
dís íþróttakennaraprófi frá
Íþróttaskóla Íslands á Laugar-
vatni, eins og Erla systir hennar
síðar. Þær fetuðu þannig í fótspor
föður síns og afa, sem voru braut-
ryðjendur í sundkennslu. Ásdís
var sundkennari á fjórða áratug
við Sundhöll Reykjavíkur, hélt
sundnámskeið og kenndi skóla-
sund og var í fylgdarliði íslensku
ólympíufaranna 1948 í London.
Margir Reykvíkingar muna þenn-
an glaðbeitta sundkennara. Ásdísi
var annt um sundmennt þjóðar-
innar og skrifaði fjölmargar grein-
ar um það málefni í blöð og tíma-
rit, m.a. fróðlega grein í Lesbók
Mbl. 2. des. 1995 á 100 ára ártíð
Erlings, föður hennar.
Ásdís var glæsileg kona, glað-
lynd, uppátektarsöm, spaugsöm
og ákveðin í skoðunum. Á mennta-
skólaárum mínum tefldu skyld-
mennin oft á heimili foreldra
minna á Kleppsvegi og slógum við
Dísa þá oft í „eina bröndótta“, eins
og hún kallaði skákina.
Ásdís giftist Úlfari Nathanaels-
syni stórkaupmanni. Þau bjuggu
fyrst á Bjargi, en fluttu síðar í hús
sitt í Mávanesi í Garðabæ. Það var
gott að koma í heimsókn í Máva-
nesið og börnum okkar Þuríðar
eru minnisstæðar heimsóknirnar
fyrir áramótin þegar Úlfar leysti
þau út með pokum af flugeldadóti,
sem var meðal varnings sem hann
höndlaði með. Ásdís og Úlfar flutt-
ust árið 1999 til Tulsa í Texas í
Bandaríkjunum, en þar höfðu
tveir synir þeirra, Þorsteinn og
Pétur, sest að. Tveir synir Sigríð-
ar Ídu, elstu dóttur þeirra, fylgdu
þeim og héldu þau hjónin heimili
fyrir þá meðan þeir voru að ljúka
háskólanámi. Úlfar og Dísa sneru
aftur til Íslands 2013 vegna veik-
inda hennar.
Það er bjart yfir minningunni
um frænku mína og við Þuríður
vottum Úlfari, börnum þeirra og
aðstandendum okkar dýpstu sam-
úð.
Páll Ólafsson.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og
hvenær sá sem fjallað er um
fæddist, hvar og hvenær hann
lést og loks hvaðan og klukkan
hvað útförin fer fram.
Minningargreinar