Morgunblaðið - 03.02.2016, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 03.02.2016, Blaðsíða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 2016 » Antonía Hevesi píanóleikari ogsópransöngkonan Sigrún Hjálm- týsdóttir, eða Diddú, héldu hádeg- istónleika í Hafnaborg í Hafnarfirði í gær. Þema tónleikanna var meyjur í klípu enda fjalla lögin á einn eða ann- an hátt um raunir kvenpeningsins. Á efnisskránni voru m.a. aríur úr Alc- inu eftir Händel, úr Rusölku eftir Dvorák og úr Leðurblökunni eftir Lehar. Að venju mæltust hádeg- istónleikarnir vel fyrir og voru vel sóttir en þeir eru gestum að kostn- aðarlausu. Hádegistónleikar með Diddú og Antoníu Hevesi í Hafnarborg Hádegistónleikar Antonía Hevesi píanóleikari og sópransöngkonan Sigrún Hjálmtýsdóttir, eða Diddú, í Hafnaborg í Hafnarfirði í gær. Fjölmenni Gestir létu sig ekki vanta á hádegistónleikana og fylltu salinn. Morgunblaðið/Styrmir Kári Vetrarhátíð verður haldin í þrett- ánda sinn 4.-7. febrúar á höf- uðborgarsvæðinu og taka öll sex bæjarfélögin þátt í henni. Sund- lauganótt, Safnanótt og Snjófögn- uður eru meginstoðir hátíðarinnar ásamt ljóslistaverkum sem lýsa upp skammdegið. Einnig verður snjófögnuður í Bláfjöllum á sunnu- dag og frítt inn fyrir 15 ára og yngri. Allir viðburðir hátíðarinnar eru gestum að kostnaðarlausu. Safnanótt verður haldin föstu- dagskvöldið 5. febrúar en þá opna 36 söfn dyr sínar og bjóða upp á skemmtilega og fjölbreytta dagskrá frá klukkan 19:00 til miðnættis. Í Gerðarsafni verður boðið upp á leiðsögn kl. 19 með Katrínu Elvars- dóttur og Ingvari Högna Ragnars- syni sem munu ræða við gesti um ljósmyndasýningar sínar, sem standa samhliða í Gerðarsafni. Klukkutíma síðar verður boðið upp á leiðsögn um listaverkageymslur og bakland Gerðarsafns þar sem gestum gefst einstakt tækifæri á að líta bak við tjöldin og berja safneignina augum. Í Molanum menningarhúsi verður lifandi lista- smiðja. Á sundlauganótt verður frítt í laugarnar í Kópavogi frá 16 til mið- nættis. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ljós í myrkri Setning Vetrarhátíðar í fyrra. Dagskráin í ár er fjölbreytt. Vetrarhátíð ljós í myrkri  Listaverkageymslur Gerðarsafns opnaðar  Skíðafjör í Bláfjöllum Leikstjórinn David Lynch sit- ur við og skrifar ásamt Mark Frost handrit væntanlegrar nýrrar þáttarað- ar Twin Peaks; framhalds þátt- anna sem slógu í gegn á sínum tíma. Tilkynnt hefur verið um ráðn- ingu nokkurra leikara og síðast var greint frá því að Naomi Watts og Tom Sizemore hefðu bæst í hópinn. Lynch mun aftur leika hlutverk FBI-foringjans Gordons Coles og þá snýr Kyle MacLachlan aftur í aðalhlutverkið. Naomi Watts leik- ur í Twin Peaks Naomi Watts THE BOY 8, 10:10 THE REVENANT 5:50, 9 RIDE ALONG 2 5:50 NONNI NORÐURSINS 5:50 ÍSL.TAL THE HATEFUL EIGHT 10:30 SISTERS 8 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar TORMEK Brýnsluvélar Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is ▲ Tormek T-4 er uppfærsla á T-3 og er nú kominn með málmhaus sem eykur nákvæmni um 300% Fylgihlutir sjást á mynd. Verð: 65.890 ▼ Tormek T-7 er hannaður fyrir látlausa notkun og mikil afköst. Fylgihlutir sjást á mynd. Verð: 110.700 Opið virka daga frá 9-18 lau frá 10-16 Allar stýringar fyrirliggjandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.