Morgunblaðið - 03.02.2016, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.02.2016, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 2016 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á BAKSVIÐ Margrét Kr. Sigurðardóttir margret@mbl.is „Það er áhyggjuefni að endurnýjun- in í endurskoðendastéttinni nær ekki að halda í við þörfina. Hér áður út- skrifuðust endurskoðendur og fóru til starfa við endurskoðun og voru í því allan sinn starfsferil,“ segir Margrét Péturs- dóttir, formaður Félags löggiltra endurskoðenda og endurskoðandi hjá EY. Í gegnum tíðina hefur þótt eftirsóknarvert að komast í hóp endurskoðenda en þeim fækkar sem útskrifast sem endurskoðendur. Síðastliðin fjögur ár útskrifuðust 32 endurskoðendur, í samanburði við fjögur ár þar á undan þegar útskrif- uðust 60 manns, sem er tæplega helmings fækkun. „Það er mikilvægt að auka nýliðun í stéttinni til að geta sinnt atvinnulífinu sem best og til að geta sinnt því eftirlitshlutverki sem okkur er ætlað,“ segir Margrét. Hún segir að eftirspurn eftir endurskoðendum sé mjög mikil en framboðið ekki nægilegt. „Menntun þeirra og starfsreynsla er mikils metin og fjöldi þeirra sem starfa ut- an endurskoðendaskrifstofanna hef- ur aukist. Það er að breytast hratt hvernig endurskoðendur taka virkan þátt í atvinnulífinu á fleiri stöðum en í hefðbundnu endurskoðunarstarfi.“ Til marks um þetta segir hún að þró- unin sé sú að hlutfall þeirra sem starfi utan endurskoðunarfyrirtækj- anna hafi vaxið frá því að vera 16% árið 1999 í 35% á árinu 2015. Fjöldi þeirra sem voru utan stofu á árinu 1999 voru 36 af 225 endurskoðendum og á árinu 2015 voru þeir orðnir 136 af 387. Stærstu endurskoðunarfyrir- tækin eru Deloitte, PwC, EY og KPMG. „Það er þekkt erlendis að fólk menntar sig sem endurskoðendur en ekki til að vinna við fagið heldur til að ná sér í menntun, reynslu og þekkingu sem nýtist í öðrum störf- um. Það eru farin að sjást svipuð merki hér á landi þar sem endur- skoðendur eru eftirsóttir til ýmissa starfa inni í fyrirtækjum.“ Endurskoðendur í önnur störf Margrét segir að það hafi haft áhrif að á árinu 2005 hafi alþjóðlegir reikningsskilastaðlar verið innleidd- ir á Íslandi og það hafi haft í för með sér að endurskoðendur fluttust til í starfi. „Hjá íslenskum fyrirtækjum var þekking á stöðlunum ekki til staðar og því sóttu þau hana inn í endurskoðunarfyrirtækin. Þá hafa fyrirtæki í auknum mæli byggt upp sín eigin reikningshaldssvið þar sem þörf er á endurskoðendum. Síðan er aukin krafa til fyrirtækja um að starfrækja innri endurskoðunar- deildir og hafa endurskoðendur í auknum mæli valist til þeirra starfa. Þetta hefur haft það í för með sér að þeim sem eru starfandi við endur- skoðun hefur farið hlutfallslega fækkandi.“ Ekki nógu margir löggiltir Hún segir það áhyggjuefni að ekki nógu margir sæki í að ná sér í lög- gildingu en það geti haft áhrif hversu erfitt fyrirkomulag er á próf- unum til löggildingarinnar. „Það getur verið að fólk geri sér ekki nægilega vel grein fyrir í hverju starfið felst og hvað löggilding opn- ar marga og fjölbreytta möguleika. Endurskoðendur hafa ekki mikið haft sig í frammi við að kynna sig og stéttina, en við erum að reyna að bæta úr því bæði til að laða að okkur fólk og eins til að auka kynningu á því hvað endurskoðendur starfa við og hvað starfið er í raun fjölbreytt,“ segir Margrét að lokum. Fækkun hjá endurskoðendum Endurskoðun Dregið hefur úr fjölda þeirra sem útskrifast úr endurskoðun.  „Mikilvægt að auka nýliðun í stéttinni til að geta sinnt atvinnulífinu sem best og því eftirlitshlutverki sem okkur er ætlað,“ segir formaður Félags endurskoðenda Margrét Pétursdóttir örðum króna, og var 5% söluvöxtur frá fyrra ári mælt í staðbundinni mynt. Hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsliði, EBITDA, nam 97 millj- ónum dala, um 12,6 milljörðum króna, sem svarar til 20% af sölu. Stjórn fyrirtækisins mun leggja það til við aðalfund félagsins í mars að arðgreiðsla nemi 16% af hagnaði síðasta árs. Jafnframt hyggst stjórnin leggja til að hlutafé verði minnkað um tæplega 2 milljónir hluta. Áætlun stjórnenda Össurar fyrir árið 2016 gerir ráð fyrir 3-5% innri vexti og EBITDA-framlegð á bilinu 20-21% Jón Sigurðsson forstjóri segir fé- lagið hafa lokað árinu með sterkri rekstrarniðurstöðu og góðum hagnaði þrátt fyrir afar óhagstæð gengisáhrif. „Söluvöxtur var á öll- um mörkuðum, bæði á stoðtækjum sem og spelkum og stuðnings- vörum. Sala á stoðtækjum var góð sérstaklega þegar litið er til ársins á undan þar sem söluvöxtur var frá- bær. Sala á spelkum og stuðnings- vörum var drifin áfram af hágæða- vörum og vörunýjungum.“ Hagnaður Össurar á síðasta árs- fjórðungi 2015 var 13 milljónir bandaríkjadala, en hann var 15 milljónir dala á sama fjórðungi árið 2014. Hagnaður félagsins á síðasta ári nam því samtals 51 milljón dala, eða jafngildi um 6,6 milljarða króna. Hagnaðurinn árið áður var 59 milljónir dala. Styrking banda- ríkjadals á síðasta ári hefur nei- kvæð áhrif á sölu- og hagnaðar- tölur í samanburði við fyrra ár. Sala Össurar á síðasta ári nam 483 milljónum dala, eða 62,9 millj- Össur hagnaðist um 6,6 milljarða  Söluvöxtur var á öllum mörkuðum Morgunblaðið/Eggert Jón Hann segir Össur hafa lokað árinu með sterkri niðurstöðu. ● Hagnaður sjávarútvegsfyrirtækja fyrir afskriftir, fjármagnskostnað og tekjuskatt (EBITDA) sem hlutfall af heildartekjum minnkaði milli áranna 2013 og 2014, samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar. Í fiskveiðum og -vinnslu lækkaði EBITDA-hlutfallið úr 26,7% í 24,3%. Hlutfallið hækkaði í fiskveiðum úr 20,1% í 20,4% en lækkaði hins vegar í fiskvinnslu úr 17% í 14,2%. Heildareignir sjávarútvegs í árslok 2014 voru tæpir 574 milljarðar króna, heildarskuldir voru tæpir 389 milljarðar og eigið fé rúmir 185 milljarðar króna. Hagstofan byggir tölurnar á skatt- framtölum rekstraraðila og reikningum fyrirtækja í sjávarútvegi. Heildararðsemi í sjávar- útvegi dróst saman 2014                                     !"# $ $%" #$# %#$ !"# !$  $ # &'()* (+(     ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5 $""  "!# $%#  $#" # % %" "$# ! !$ ## $$!  !$ $  $ # $" %% !$ !" !$%" # $ $# Alls lýstu 17 aðilar áhuga á að veita ríkissjóði ráðgjöf við sölu á Lands- bankanum, en fyrir skömmu óskuðu Ríkiskaup og Bankasýslan eftir yfir- lýsingum vegna áhuga á mögulegu ráðgjafarhlutverki við sölu á allt að 28,2% eignarhlut í bankanum, og eftir atvikum eignarhlutum í öðrum viðskiptabönkum. Meðal íslenskra fyrirtækja sem lýsa yfir áhuga eru Íslandsbanki og Kvika, en Arctica Finance og Virð- ing lýsa sameiginlega yfir áhuga, auk Gamma í samfloti við KPMG á Írlandi. KPMG ráðgjöf lýsir einnig yfir áhuga auk verðbréfafyrirtæk- isins Centra. Af alþjóðlegum fjármálafyrir- tækjum má nefna JP Morgan, Citi, Goldman Sachs, UBS, Barclays, Deutsche, Rothschild og Nomura, auk norrænu fyrirtækjanna Pareto, Carnegie og DNB. Sautján vilja veita ráðgjöf  Sala á Lands- bankanum undirbúin ● Erlendir aðilar seldu erlendan gjaldeyri að jafn- virði 76 milljarða króna vegna nýfjár- festinga hér á landi á síðasta ári. Þetta kemur fram í svari fjármála- og efna- hagsráðherra við fyrirspurn Þorsteins Sæmundssonar þingmanns Framsóknarflokksins. Mest fjárfestu erlendir aðilar í ríkis- skuldabréfum, eða fyrir rúmlega 54 milljarða króna. Fjárfestingar í atvinnu- rekstri námu röskum 13 milljörðum og kaup á skráðum hlutabréfum námu tæp- lega 6 milljörðum. Þá keyptu erlendir að- ilar fasteignir fyrir 652 milljónir. Upplýs- ingarnar einskorðast við það innflæði gjaldeyris sem kom inn í landið eftir svo- kallaðri „nýfjárfestingarleið“ og fyrir til- stilli gjaldeyrisútboðs Seðlabankans. Erlendir aðilar fjárfestu fyrir 76 milljarða króna STUTTAR FRÉTTIR ... Breyttu heimilinu með gluggatjöldum frá okkur Suðurlandsbraut 6 sími 553 9990 nutima@nutima.is www.nutima.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.