Morgunblaðið - 03.02.2016, Blaðsíða 31
uðinum. „Þegar ég sem fyrir leik-
húsið er ég að einhverju leyti í þjón-
ustuhlutverki – ég er hálfgerð
ambátt sögunnar svo hún skíni í
gegn á sem bestan máta. Leikhús-
tónlist er hliðræn tjáning sem stend-
ur með og styrkir söguna,“ segir
Högni sem samdi fyrst leikhús-
tónlist fyrir uppfærslu Borgar-
leikhússins á Ofviðrinu í árslok 2010.
Í framhaldinu samdi hann tónlistina
fyrir The Heart of Robin Hood hjá
RSC í Bretlandi, Engla alheimsins í
Þjóðleikhúsinu, Bláskjá og Hystory
í Borgarleikhúsinu.
„Að sögn Högna finnst honum
leikhústónlist spennandi form. „Þeg-
ar ég vinn með GusGus er erfitt að
bera á borð músík sem er dreymandi
og hægfara í uppbyggingu sinni.
Sungin tónlist hefur ákveðna bygg-
ingu sem felur í sér að fanga áheyr-
endur með sér í dans og krækja í
eyrun á fólki og hrífa það með sér á
snarpan máta. Í hljóðfæratónlist er
hægt að leyfa sér lengri tíma til að
byggja upp dulrænni eiginleika og
stemningu innan tónlistarinnar.
Þetta er allt annað form og þess
vegna er frábært að geta daðrað við
báðar þessar skepnur.“Tvö form „Frábært að geta daðrað við báðar þessar skepnur,“ segir Högni.
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 2016
Tilkynnt var í gær hvaða tíu bækur
eru tilnefndar til Viðurkenningar
Hagþenkis, félags höfunda fræðirita
og kennslugagna, fyrir árið 2015.
Hagþenkir hefur frá árinu 1986
veitt viðurkenningu fyrir fræðirit,
námsgögn eða aðra miðlun fræðilegs
efnis til almennings. Árið 2006 var
tekin upp sú nýbreytni að tilnefna tíu
höfunda og bækur er til greina
kæmu. Viðurkenningarráð Hag-
þenkis stendur að valinu, en það
skipa að þessu sinni Baldur Sigurðs-
son íslenskufræðingur, Kristín
Svava Tómasdóttir sagnfræðingur,
Kristinn Haukur Skarphéðinsson
náttúrufræðingur, Þorbjörn Brodda-
son félagsfræðingur og Þórunn
Blöndal íslenskufræðingur.
Viðurkenning Hagþenkis 2015
verður veitt við hátíðlega athöfn í
Þjóðarbókhlöðunni í byrjun mars.
Verðlaunin nema einni milljón króna.
Eftirfarandi höfundar og bækur
eru tilnefnd í stafrófsröð höfunda:
Bjarni F. Einarsson. Landnám
og landnámsfólk. Saga af bæ og blóti.
Skrudda.
„Í metnaðarfullu verki um ein-
stakan fornleifafund er varpað nýju
ljósi á líf og siðvenjur landnámsfólks
á Íslandi,“ segir í umsögn ráðsins.
Bjarni Guðmundsson. Íslenskir
sláttuhættir. Opna og Hið íslenska
bókmenntafélag.
„Höfundur opnar lesandanum
skýra sýn á stórmerkan þátt í at-
vinnusögu þjóðarinnar og tekst að
gæða afmarkað viðfangsefni lífi og
lit.“
Gunnar Þór Bjarnason. Þegar
siðmenningin fór fjandans til. Íslend-
ingar og stríðið mikla 1914–1918.
Mál og menning.
„Frumlegt verk þar sem fléttað er
saman í læsilegum texta frásögnum
af ógnaratburðum úti í heimi og við-
brögðum Íslendinga við þeim.“
Mörður Árnason (umsjón og
ritstjórn). Passíusálmarnir. Crymo-
gea.
„Í þessu mikla verki skýrir um-
sjónarmaður orð og hugsun í hverju
erindi og hverjum sálmi og rekur
kunnáttusamlega þræði hugmynda,
skáldskapar og guðfræði.“
Ólafur Gunnar Sæmundsson.
Lífsþróttur, næringarfræði fróð-
leiksfúsra. Ós.
„Vönduð bók, byggð á traustum
fræðilegum grunni, þar sem upplýs-
ingar um heilsusamlegt líferni og
holla fæðu eru settar fram á skýran
hátt í texta og myndum.“
Páll Baldvin Baldvinsson.
Stríðsárin 1938-1945. JPV.
„Í þessu umfangsmikla verki er
dregin upp fjölbreytt og áhrifarík
mynd af ljósum og dökkum hliðum
stríðsáranna, samfélagslegum átök-
um og örlögum einstaklinga.“
Silja Bára Ómarsdóttir og
Steinunn Rögnvaldsdóttir. Rof. Frá-
sagnir kvenna af fóstureyðingum.
Háskólaútgáfan.
„Í þessu tímabæra verki er vakin
athygli á mikilvægu málefni. Ólíkar
raddir kvenna fá að hljóma og dregn-
ir eru fram sameiginlegir þræðir í
sögum þeirra.“
Smári Geirsson. Stórhvala-
veiðar við Ísland til 1915. Sögufélag.
„Afar fróðleg frásögn í máli og mynd-
um af ævintýralegum þætti íslenskr-
ar efnahags- og atvinnusögu.“
Soffía Auður Birgisdóttir. Ég
skapa – þess vegna er ég. Um skrif
Þórbergs Þórðarsonar. Opna.
„Metnaðarfullt og þarft verk um
framlag þessa sérstæða og umdeilda
höfundar til íslenskra bókmennta,
skrifað á aðgengilegan og líflegan
hátt.“
Þórunn Sigurðardóttir. Heiður
og huggun. Erfiljóð, harmljóð og
huggunarkvæði á 17. öld. Stofnun
Árna Magnússonar í íslenskum fræð-
um.
„Með smitandi áhuga sínum og
þekkingu kennir höfundur lesendum
að skilja og meta löngu gleymdan
kveðskap 17. aldar.“
Þess má að lokum geta að Hag-
þenkir og Borgarbókasafn munu í
vor standa fyrir kynningu á til-
nefndum verkum í samstarfi við höf-
undana.
silja@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ánægjuefni Höfundar tíu framúrskarandi rita eru tilnefndir árlega til Viðurkenningar Hagþenkis og fá höfund-
arnir skjal með ályktunarorðum Viðurkenningaráðs Hagþenkis. Sjálf viðurkenningin verður afhent í byrjun mars.
Tilnefningar Hagþenkis
Tíu framúrskarandi rit tilnefnd fyrir árið 2015 Verðlaun-
in afhent í marsbyrjun Verðlaunaféð nemur einni milljón
65 20151950
5511200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is
DAVID FARR
Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið)
Fös 5/2 kl. 19:30 46.sýn Fös 26/2 kl. 19:30 50.sýn Mið 30/3 kl. 19:30 61.sýn
Lau 6/2 kl. 19:30 Aukasýn Lau 5/3 kl. 15:00 54. sýn Fim 31/3 kl. 19:30 62.sýn
Fös 12/2 kl. 19:30 47.sýn Lau 5/3 kl. 19:30 55.sýn Fös 1/4 kl. 19:30 63.sýn
Lau 13/2 kl. 15:00 Aukasýn Fös 11/3 kl. 19:30 56.sýn Lau 9/4 kl. 15:00 64.sýn
Lau 13/2 kl. 19:30 48.sýn Fim 17/3 kl. 19:30 Aukasýn Lau 9/4 kl. 19:30 65.sýn
Sun 21/2 kl. 15:00 Aukasýn Lau 19/3 kl. 15:00 57.sýn
Sun 21/2 kl. 19:30 49.sýn Lau 19/3 kl. 19:30 58.sýn
Eldfjörug fjölskyldusýning, uppfull af leikhústöfrum í anda Vesturports!
Sporvagninn Girnd (Stóra sviðið)
Sun 7/2 kl. 19:30 9.sýn Fös 19/2 kl. 19:30 11.sýn Lau 27/2 kl. 19:30 13.sýn
Sun 14/2 kl. 19:30 10.sýn Lau 20/2 kl. 19:30 12.sýn
"Sýningin er sigur leikhópsins alls og leikstjórans..."
Um það bil (Kassinn)
Fim 4/2 kl. 19:30 11.sýn Sun 14/2 kl. 19:30 13.sýn Lau 20/2 kl. 19:30 15.sýn
Sun 7/2 kl. 19:30 12.sýn Fös 19/2 kl. 19:30 14.sýn Lau 27/2 kl. 19:30 16.sýn
"...ein af bestu sýningum þessa leikárs."
Yfir til þín - Spaugstofan 2015 (Stóra sviðið)
Lau 6/2 kl. 22:30 17.sýn Fim 11/2 kl. 19:30 18.sýn Fös 26/2 kl. 22:30 19.sýn
Sprellfjörug gleðisýning fyrir alla fjölskylduna!
Umhverfis jörðina á 80 dögum (Stóra sviðið)
Sun 14/2 kl. 13:00 3.sýn Lau 27/2 kl. 13:00 5.sýn Sun 6/3 kl. 13:00 7.sýn
Lau 20/2 kl. 13:00 4.sýn Sun 28/2 kl. 13:00 6.sýn
Æsispennandi fjölskyldusýning eftir Sigga Sigurjóns og Karl Ágúst!
Klókur ertu, Einar Áskell (Brúðuloftið)
Lau 6/2 kl. 14:00 aukasýn Sun 7/2 kl. 14:00 aukasýn Lau 13/2 kl. 11:00 aukasýn
Lau 6/2 kl. 16:00 aukasýn Sun 7/2 kl. 16:00 aukasýn Lau 13/2 kl. 13:00 aukasýn
Síðustu sýningar!
Mið-Ísland 2016 (Þjóðleikhúskjallari)
Fim 4/2 kl. 20:00 19.sýn Fim 11/2 kl. 20:00 24.sýn Fim 18/2 kl. 20:00 29.sýn
Fös 5/2 kl. 20:00 20.sýn Fös 12/2 kl. 20:00 25.sýn Fös 19/2 kl. 20:00 30.sýn
Fös 5/2 kl. 22:30 21.sýn Fös 12/2 kl. 22:30 26.sýn Fös 19/2 kl. 22:30 31.sýn
Lau 6/2 kl. 20:00 22.sýn Lau 13/2 kl. 20:00 27.sýn Lau 20/2 kl. 20:00 32.sýn
Lau 6/2 kl. 22:30 23.sýn Lau 13/2 kl. 22:30 28.sýn Lau 20/2 kl. 22:30 33.sýn
Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland að ódauðleika!
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 3/2 kl. 19:30 1.sýn Mið 17/2 kl. 19:30 3.sýn Mið 2/3 kl. 19:30 5.sýn
Mið 10/2 kl. 19:30 2.sýn Mið 24/2 kl. 19:30 4.sýn Mið 9/3 kl. 19:30 6.sýn
Ný sýning í hverri viku - Ekkert ákveðið fyrirfram!
Billy Elliot –★★★★★ , S.J. Fbl.
Njála (Stóra sviðið)
Mið 3/2 kl. 20:00 Mið 17/2 kl. 20:00 Fim 25/2 kl. 20:00
Sun 7/2 kl. 20:00 Fös 19/2 kl. 20:00 Fös 26/2 kl. 20:00
Fim 11/2 kl. 20:00 Lau 20/2 kl. 20:00 Lau 27/2 kl. 20:00
Sun 14/2 kl. 20:00 Mið 24/2 kl. 20:00 Fös 4/3 kl. 20:00
Njáluhátíð hefst í forsalnum klukkan 18 fyrir hverja sýningu
Hver er hræddur við Virginiu Woolf? (Nýja sviðið)
Fim 4/2 kl. 20:00 10.k Mið 10/2 kl. 20:00 Sun 14/2 kl. 20:00
Fös 5/2 kl. 20:00 11.k Fim 11/2 kl. 20:00 13.k Fim 18/2 kl. 20:00
Lau 6/2 kl. 20:00 12.k Fös 12/2 kl. 20:00 Fös 19/2 kl. 20:00
Sun 7/2 kl. 20:00 aukas. Lau 13/2 kl. 20:00
Sýningum lýkur í febrúar
Billy Elliot (Stóra sviðið)
Fim 4/2 kl. 19:00 Lau 6/2 kl. 19:00 Lau 13/2 kl. 19:00 síðasta s.
Fös 5/2 kl. 19:00 Fös 12/2 kl. 19:00
Allra síðustu sýningar
Flóð (Litla sviðið)
Mið 3/2 kl. 20:00 6.k Fim 11/2 kl. 20:00 Sun 28/2 kl. 20:00
Sun 7/2 kl. 20:00 Sun 14/2 kl. 20:00
Nýtt íslenskt verk um snjóflóðið á Flateyri
Lína langsokkur (Stóra sviðið)
Sun 7/2 kl. 13:00 Sun 14/2 kl. 13:00
Allra síðustu sýningar
Kenneth Máni (Litla sviðið)
Lau 6/2 kl. 20:00 Lau 5/3 kl. 20:00 Lau 19/3 kl. 20:00
Fös 12/2 kl. 20:00 Lau 12/3 kl. 20:00
Kenneth Máni stelur senunni
Vegbúar (Litla sviðið)
Lau 13/2 kl. 20:00 Fim 25/2 kl. 20:00
Fös 19/2 kl. 20:00 Fös 26/2 kl. 20:00
Nýtt verk þar sem KK sýnir á sér óvænta hlið
Illska (Litla sviðið)
Fim 18/2 kl. 20:00 Mið 24/2 kl. 20:00 Sun 6/3 kl. 20:00
Sun 21/2 kl. 20:00 Lau 27/2 kl. 20:00 Fim 10/3 kl. 20:00
Þri 23/2 kl. 20:00 Fös 4/3 kl. 20:00
Samstarfsverkefni óskabarna ógæfunnar og Borgarleikhússins
Óður og Flexa halda afmæli (Nýja sviðið)
Lau 6/2 kl. 13:00 Lau 13/2 kl. 13:00 Lau 20/2 kl. 13:00
Sun 7/2 kl. 13:00 Sun 14/2 kl. 13:00 Sun 21/2 kl. 13:00
Nýtt barnaverk frá Íslenska dansflokknum