Morgunblaðið - 03.02.2016, Blaðsíða 36
MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 34. DAGUR ÁRSINS 2016
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 488 ÁSKRIFT 5295 HELGARÁSKRIFT 3307 PDF Á MBL.IS 4696 I-PAD ÁSKRIFT 4696
1. Segja af sér fyrir minni sakir
2. Átti gjafabréf en staðnum lokað
3. Erfitt að vera fáklæddar í sundi
4. Starfsmenn taka farþega að sér
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Kunnur bandarískur gítarleikari,
upptökustjóri og Grammy-verðlauna-
hafi, Paul Brown, kemur fram ásamt
hljómsveit sinni á Rósenberg við
Klapparstíg annað kvöld, fimmtudag.
Gestir hans á tónleikunum verða
Jack Magnet og Friðrik Karlsson.
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Brown leikur ásamt
Magnet og Friðriki
Á morgun verð-
ur sýningin Front-
iers of Solitude
opnuð í þremur
galleríum í Prag í
Tékklandi. Sex ís-
lenskir listamenn
taka þátt ásamt
norskum og tékk-
neskum kollegum,
þau Finnur Arnar Arnarson, Karlotta
Blöndal, Kristín Rúnarsdóttir, Elvar
Már Kjartansson, Monika Fryèov og
Þórunn Eymundardóttir.
Íslenskir listamenn
sýna í Tékklandi
Í dag hefst í Gerðubergi listasmiðja
fyrir ungt fólk á framhaldsskólaaldri
sem vill fá tækifæri til að skapa og
nýta sér ólíka miðla, svo sem mynd-
list, ritlist eða önnur
listform. Smiðjan er
tvisvar í viku út
mánuðinn og er
Erla Steinþórsdóttir
smiðjustjóri. Gesta-
fyrirlesarar eru Þórdís
Jóhannsdóttir og
Hugleikur Dags-
son.
Listasmiðja fyrir
ungt skapandi fólk
Á fimmtudag Gengur í austan hvassviðri eða storm með snjó-
komu, jafnvel slyddu syðst. Hægari vindur NA-til framan af degi.
Frost 0 til 10 stig, en frostlaust með S-ströndinni.
VEÐUR
Sundsamband Íslands mun
aftur freista þess að koma
sveit á Ólympíuleika til að
synda boðsund. Tókst það í
fyrsta skipti á leikunum í
London fyrir fjórum árum.
Þá synti kvennasveit 4x100
metra fjórsund. Um sömu
grein er að ræða í þetta
skiptið en Ísland mun senda
sveit í boðsund á EM í maí.
Sextán sveitir komast í boð-
sundið í Ríó og hafa tólf
þegar tryggt sér sæti. »3
Ísland verður með
í boðsundi á EM
Bryndís Guðmundsdóttir býr í Kefla-
vík, æfir í Kópavogi og leikur með
körfuboltaliði Snæfells frá Stykkis-
hólmi, eftir að hafa yfirgefið Keflavík
þegar tímabilið var hafið. „Hún er
mjög góð bæði í sókn og vörn og er
klár leikmaður sem ger-
ir aðra leikmenn í
kringum sig betri,“
segir samherji um
Bryndísi sem er
leikmaður um-
ferðarinnar hjá
Morg-
unblaðinu.
»4
Klár leikmaður og gerir
aðra í kringum sig betri
Leicester heldur þriggja stiga for-
skoti á Manchester City í ensku úr-
valsdeildinni í knattspyrnu eftir leiki
gærkvöldsins. Leicester vann Liver-
pool á heimavelli, 2:0, með mörkum
frá markahróknum Jamie Vardy eins
og stundum áður. Gylfi Þór Sigurðs-
son var einnig á skotskónum. Hann
kom Swansea yfir á heimavelli en
markið dugði ekki til sigurs. »1
Vardy og Gylfi Þór
voru á skotskónum
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
„Árlegur annáll er ákveðin þunga-
miðja í blótunum. Þar fá framámenn
bæjarfélagsins, forysta Síldarvinnsl-
unnar, fulltrúi almættisins á staðnum
og margir, margir
fleiri ávallt sinn
skerf og það er
aldrei skortur á
skotfærum. Þetta
er góður spéspeg-
ill á bæjarlífið til
að hafa gaman og
hlæja saman, en
ég held að engum
eigi að sárna.“
Það er Smári
Geirsson, einn forsprakka Komma-
blótsins í Neskaupstað, sem hefur
orðið. Hann hefur sótt um 40 af þeim
50 blótum sem hafa verið haldin og
verið í forystuhópnum síðustu ára-
tugi. Upphafið rekur hann til þess að
Hjörleifur Guttormsson og félagar
byrjuðu að standa fyrir þorrablóti Al-
þýðubandalagsfélagsins á staðnum
um miðjan sjöunda áratuginn. Þá
fengu einungis félagar í Alþýðu-
bandalaginu miða á blótið, en þeir
gátu boðið gestum með sér. Nú mæta
jafnvel gestir úr fremstu röð atvinnu-
rekenda á Íslandi.
Róttækni íbúanna fyrr á árum
Blótin hafa breyst og þróast í það
að verða eins konar bæjarblót í Nes-
kaupstað og reyndar eru blót haldin
víða fyrir austan á þorranum. Smári
segir menn ófeimna við að halda á lífi
sagnfræðilegri staðreynd um rót-
tækni íbúanna fyrr á árum og því sé
rökrétt að tala um Kommablót. Jafn-
vel megi sjá rauðan fána með hamri
og sigð á blótunum í Neskaupstað. Þá
hafi á blótið síðasta laugardag borist
kveðjur í nafni manna eins og Pútíns
og Kims Yong-uns og einnig Guðna
Ágústssonar, Bubba Morthens, Gísla
Marteins Baldurssonar og fleiri.
Smári segir að mikil vinna liggi að
baki þorrablótunum og margir leggi
hönd á plóg við skemmtiatriði, sjálft
blótshaldið og matinn. „Munstrið hér
í Neskaupstað hefur á ýmsan hátt
verið mjög sérstakt,“ segir Smári.
„Þeir sem hafa unnið að blótinu
hafa flestir gert það í mjög langan
tíma og hér er ekki skipt um nefndir
árlega eins og hefð er fyrir víða ann-
ars staðar. Ég byrjaði til dæmis að
standa í þessu í kringum 1980 og
Guðmundur heitinn Bjarnason, sem
við misstum á síðasta ári, kom að því
að semja og flytja annálinn í tæplega
40 ár og marga fleiri mætti telja.“
Rifja upp og borða afganga
Hér er svokallað trogafyrirkomu-
lag þannig að menn mynda hópa og
hver hópur sér um sinn mat og allt til-
heyrandi, þar á meðal drykki. Haldn-
ir eru trogfundir þar sem skipulagt er
hvað hver og einn á að gera. Svo hitt-
ast menn til að skammta í trogin áður
en blótið er haldið og daginn eftir blót
hittist fólk og borðar afganga. Rifjar
upp og tekur það út sem gerðist á
blótinu og fær sér viðgerðarbjór eftir
atvikum,“ segir Smári.
Aldrei skortur á skotfærum
50. kommablótið
í Neskaupstað
Góður spéspegill
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
Smári Geirsson
Skemmtun Sigurður Ólafsson blótsstjóri og Björgólfur Jóhannsson, sem leiddi söng karla við minni kvenna,
álengdar eru Margrét Einarsdóttir og Ingibjörg Þórðardóttir sem leiddu söng kvenfólksins.
Stefán Þorleifsson er á 100. aldursári, en lætur
ekki deigan síga. Hann hefur mikið ábyrgðar-
hlutverk á blótunum sem felst í því að skera úr
um hvort minni karla eða kvenna sé betur sung-
ið. Ekki bregst það að Stefán færir góð og gild
rök fyrir niðurstöðu sinni og úrskurðar ævinlega
að flutningur kvennanna hafi verið betri. Áhöld
eru um hvort Stefán hafi mætt á öll komma-
blótin eða misst af einu þeirra vegna lækn-
isaðgerðar.
Smári segir að menn vilji helst ekki missa af
blóti og margir komi um langan veg til að gleðj-
ast með Norðfirðingum. Sömuleiðis sé mikil festa í stjórnun blótanna
eins og sjáist á því að blótsstjórar hafa aðeins verið fjórir frá upp-
hafi. Stefán Þorleifsson stjórnaði fyrstu 25 blótunum, en síðan hafa
þeir Freysteinn Bjarnason, Karl Jóhann Birgisson og Sigurður Ólafs-
son verið blótsstjórar.
Annálinn í ár sömdu Smári, Jón Björn Hákonarson og Guðmundur
Rafnkell Gíslason. Hópur fólks flytur annálinn sem er lesinn, leikinn,
sunginn og fluttur í myndum. Á fimmta hundrað manns sóttu
kommablótið síðasta laugardag og var það haldið í íþróttahúsinu, þar
sem rýmra var um gesti heldur en í Egilsbúð.
Konurnar vinna alltaf
MÆTTI Á BLÓTIÐ Á 100. ALDURSÁRI
Stefán
Þorleifsson
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vaxandi austlæg átt, 10-18 m/s eftir hádegi,
en hægari NA-til. Snjókoma á köflum um landið S-vert, en lítils-
háttar él fyrir norðan. Kólnar NA-lands, en hlánar allra syðst.