Morgunblaðið - 03.02.2016, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.02.2016, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 2016 Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is Ég kom hingað fyrst fyrirsextán árum með krakkaúr skólanum mínum og þávarð ég fyrst ástfangin af Íslandi,“ segir Julia Jones, jarð- fræðikennari og eigandi ferðaskrif- stofunnar Iceland Traveller, en hún hefur í gegnum árin komið með bresk skólabörn til landsins þar sem hún kynnir þau fyrir landinu. Fljótlega áttaði hún sig á því að hún vildi setja á laggirnar ferðaskrif- stofu sem myndi gera henni kleift að vinna við það sem hún elskaði hvað mest; að miðla þekkingu sinni á Ís- landi og kynna landið fyrir sam- löndum sínum í Bretlandi. „Ég hætti því í kennslunni og setti á laggirnar ferðaskrifstofuna Iceland Traveller árið 2009,“ segir Julia glöð í bragði. Stækkar jafnt og þétt Julia bar hitann og þungann af starfseminni fyrst um sinn en hefur nú fengið til liðs við sig tvo starfs- menn enda hefur starfsemin blómstrað og vaxið jafnt og þétt í gegnum árin. Til hennar sækja nú aðallega Bretar, Bandaríkjamenn og Ástralir en það segir hún vera mátt netsins. „Ég setti upp vefsíðu fyrir þjónustuna þar sem ég bauð upp á skipulagðar ferðir um Ísland.“ Ferð- irnar byggjast á þekkingu hennar á landi og þjóð ásamt sögu þess og menningu. „Ferðirnar verða þó oft sér- sniðnar að hverjum og einum því það kemur í ljós þegar við förum að tala við viðskiptavinina að þeir hafa sínar hugmyndir um hvað þeir vilja gera á Íslandi,“ segir Julia. Til dæmis sé af- ar algengt að Bretar sæki hingað til Smitar aðra af ást sinni á landi og þjóð Julia Jones varð ástfangin af Íslandi fyrir rúmum sextán árum. Þá starfaði hún sem jarðfræðikennari í Bretlandi en söðlaði fljótlega um og setti á laggirnar ferðaskrifstofuna Iceland Traveller sem býður upp á skipulagðar ferðir til Íslands. Ferðirnar eru fjölbreyttar og taka mið af sögu og menningu þjóðarinnar. Starfsemin hefur vaxið jafnt og þétt enda hafa ferðalangarnir góða sögu að segja. Skógafoss Farið er víða um landið í skipulögðum ferðum Juliu um Ísland. Ljósmynd/Bryndís Kristjánsdóttir Kastali Guildford er bækistöð ferðar Íslendinga til Suður-Englands í maí. Áhugi á nýsköpun og frumkvöðla- mennt einskorðast ekki bara við kennara og nemendur og þá sem starfa í nýsköpunar- og sprotafyr- irtækjum. Hugtökin eru þó sumum ennþá býsna framandi og margir foreldrar gætu efalítið vel hugsað sér að fræðast meira um nám barna sinna sem í auknum mæli snýst um nýsköpun og frum- kvöðlamennt. Og hvað efst er á baugi hjá kennurum þeirra ef því er að skipta. Þótt vefsíða Félags kennara og áhugafólks um nýsköpun og frum- kvöðlamennt fjalli að miklu leyti um viðburði, námskeið og annað sem lýtur beint að kennurum,má á síðunni verða margs vísari um frumkvöðlamennt, nýsköpun, skap- andi skólastarf og eflandi kennslu- fræði svo fátt eitt sé talið. Skil- greiningarnar eru þar svart á hvítu. Að læra meira og meira – meira í dag en í gær kemur öllum til góða. Vefsíðan www.fnf.is Morgunblaðið/Sverrir Frumkvöðlar framtíðarinnar? Nám snýst í auknum mæli um nýsköpun. Skapandi nám í brennidepli Barþjónaklúbbur Íslands stendur fyr- ir hinni árlegu kokteilhátíð Reykjavík Cocktail Weekend í samstarfi við helstu veitinga- og skemmtistaði í Reykjavík. Hátíðin hefst í dag, mið- vikudag, og stendur til 7. febrúar. Yfir 40 staðir taka þátt og verður dagskrá í gangi á stöðunum yfir hátíðina. For- keppni í Íslandsmeistaramóti bar- þjóna og vinnustaðakeppni verður í Gamla bíói á morgun, fimmtudag, þar sem helstu vínbirgjar landsins kynna vöru sína. Á laugardaginn verður Master Class á Center Hótel Plaza með fyrirlestrum og fróðleik um vín og jafnframt vínkynning. Hátíðinni lýkur sunnudaginn 7. febrúar, en þá fer fram úrslitakeppni í Íslandsmóti barþjóna og keppni milli vinnustaða í kokteilgerð í Gamla bíói. Galakvöldverður og fjör fram eftir kvöldi. Barþjónaklúbbur Íslands Kokteilhátíð í Reykjavík Vín Barþjónar keppa í kokteilgerð. „Andleg næring og dúndurskemmt- un,“ segir Tómas Oddur Eiríksson, jógakennari og mannvistarlandfræð- ingur, um veislu sem blásið verður til kl. 20-22.30 í Gamla bíói fimmtudag- inn 11. febrúar. Tilefnið er tveggja ára starfsafmæli Yoga Moves. „Viðburðurinn er hannaður til að lyfta upp mannsandanum. Ýmis tján- ingarform renna saman í eitt; kraft- mikið jóga, dans við tónlist, hug- leiðsla og slökun í lokin. Þátttakendur koma með mottur með sér og hreiðra um sig í sal Gamla bíós sem hentar einstaklega vel fyrir við- burð af þessu tagi. Það er góður andi í húsinu og fyrsta flokks hljóðkerfi,“ segir Tómas Oddur og bætir við að undanfarið hafi orðið mikil vakning um núvitund og dans. Einnig hafi sú þróun orðið víða um heim að fólk kýs að koma saman og dansa og skemmta sér allsgáð og iðka jóga samhliða. Orkan í tónlistinni Sjálfur hefur Tómas Oddur haft plötusnúð á sínum snærum í vikuleg- um jógatímum í Dansverkstæðinu. „Hver jógakennari útfærir kennsluna með sínum hætti. Þar sem ég er mik- ill tónlistarunnandi og ástríðudansari ákvað ég að prófa að blanda saman jóga, dansi og hugleiðslu í nærveru plötusnúðs,“ segir hann og lýsir nán- ar fyrirkomulaginu í Yoga Moves og þætti plötusnúðsins: „Hann lætur seiðandi tóna nostra við eyrun á meðan jógaiðkendur draga djúpt andann í flæðandi hreyfingum. Orkan í tónlistinni eykst jafnt og þétt og þegar takturinn er orðinn þéttur Yoga Moves fagnar tveggja ára starfsafmæli Kraftmikið jóga, dans við tón- list, hugleiðsla og slökun Afmælisveisla Tómas Oddur ætlar að bjóða upp á margþætta upplifun. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Hafið samband við Anders Ingemann Jensen í síma +45 4020 3238 og spjallið um óskir ykkar og væntingar. Það mun vera möguleiki á að fá einkafund með EBK um byggingaráætlun, annað hvort 9. eða 10. febrúar. Fundurinn verður haldinn á Hótel Reykjavík Centrum, Aðalstræti 16, 101 Reykjavík. Nauðsynlegt er að panta fundartíma gegnum netfangið aj@ebk.dk, í síma +45 4020 3238 eða á vefnum ebk-hus.is. Anders talar dönsku og ensku. EBK HUSE A/S hefur meira en 40 ára reynslu í uppsetningu á sumarhúsum, þar sem dönsk hönnun og gæði eru í fyrrirúmi. EBK hús eru meðal hinna leiðandi á markaðinum með 4 deildum í Danmörku, 3 í Þýskalandi, 1 í Noregi og 1 í Svíþjóð. Við höfum líka margra ára reynslu í að byggja á Íslandi, í Þýskalandi, Færeyjum, Svíþjóð og Noregi. Við bjóðum danska hönnun til byggingar og innréttingar - við höfum nú þegar byggt 70 hús á Íslandi. EBK HUSE A/S, Skovsøvej 15, DK-4200 Slagelse Anders Ingemann Jensen, Sími +45 4020 3238, Netfang: aj@ebk.dk 16 04 3 Hefur þú hug á að byggja nýtt sumarhús? WWW.EBK-HUS.IS DÖNSK HÖNNUN OG ARKITEKTÚR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.