Morgunblaðið - 03.02.2016, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.02.2016, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 2016 BAKSVIÐ Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Fyrir 23 árum reiknaði Hagfræði- stofnun Háskóla Íslands út, að beiðni Embættis landlæknis, hversu hag- kvæmt væri að bjóða öllum barnshaf- andi konum á landinu samþætt lík- indamat, þar sem leitað er að litningafrávikum sem m.a. geta valdið Downs-heilkenninu. Þar var annars vegar reiknaður út kostnaður við matið og fóstureyðingar í framhaldi af því og hins vegar hversu mikið hver einstaklingur með heilkennið kostaði ríkið umfram ófatlaðan einstakling. Þar var t.d. skoðaður kostnaður við sérkennslu og stuðning í skóla, bú- setu á sambýli, sjúkraþjálfun og ör- orkubætur. Samkvæmt útreikning- unum kostaði hver einstaklingur með Downs-heilkennið ríkissjóð 15 millj- ónir króna yfir ævina árið 1993. Niðurstöðurnar voru að talsvert dýrara væri að bjóða öllum konum upp á matið, en engu að síður ákvað starfshópur á vegum Landlæknis- embættisins fljótlega upp úr aldamót- um að samþætt líkindamat yrði tekið upp. Það stendur nú öllum barnshaf- andi konum til boða og eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær hefur fæðingum barna með Downs-heil- kennið fækkað mikið síðan. Nú skoð- ar Landspítalinn að taka upp nýja fósturskimunaraðferð, NIPT, þar sem m.a. er unnt að greina fleiri frá- vik en með núverandi skimun og þau greinast líka fyrr. Oft umdeildir útreikningar Hagfræðistofnun skilaði niðurstöð- unum í skýrslu til Landlæknisemb- ættisins árið 1993. Í henni segir að viðfangsefni rannsóknarinnar sé að reyna að lágmarka þann kostnað sem ríkissjóður yrði að greiða í framtíð- inni vegna einstaklinga með Downs- heilkenni. Haft var samband við Embætti landlæknis og m.a. spurt um hvort fleiri fordæmi væru fyrir því að það hefði látið reikna út kostnað rík- isins af tilteknum hópi fatlaðs fólks. Ekki fengust svör við því önnur en að umræðan um fósturskimanir hefði ætíð verið mikið siðfræðilegt álitamál. Í skýrslunni er lögð áhersla á að fleiri hliðar séu á málinu og spurn- ingum, sem upp kunni að koma varð- andi aðra þætti málsins, svo sem sið- ferðilegum eða félagslegum, beri að svara á öðrum vettvangi. „Oft eru sett kostnaðargildi á ýmsa hluti sem mörgum finnst ekki við hæfi að meta kostnað við, eins og t.d. mannslíf eða fegurð náttúrunnar,“ segir Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar HÍ. Hún segir út- reikninga sem þessa oft afar um- deilda, en engu að síður séu þeir gerð- ir þegar meta þurfi kostnað. „Við sem erum að velta fyrir okkur siðferðileg- um þáttum teljum að þegar verið er að taka mikilvægar ákvarðanir um líf fólks verði að skoða þær frá mörgum sjónarhornum og ólíkum hagsmun- um.“ Salvör segir að Siðfræðistofnun hafi lagt á það áherslu að þátt sið- fræðinnar þurfi alltaf að skoða þegar verið sé að taka stórar ákvarðanir í heilbrigðisþjónustu. „Peningasjónar- miðin mega ekki vera það sem vegur þyngst í slíkum ákvörðunum.“ Samfélagsleg ákvörðun Opinber stefnumótun um fóstur- skimanir fyrir Downs-heilkenni og fóstureyðingar á þeim grundvelli er ekki læknisfræðileg ákvörðun heldur samfélagsleg og pólitísk. Þetta er mat Þórdísar Ingadóttur, lögfræðings og formanns Félags áhugafólks um Downs-heilkennið. Hún segir að stefna í þessum málum eigi að ákveð- ast af Alþingi. Heimild til fóstureyð- inga vegna þess eins að fóstur sé með Downs-heilkennið byggist á afar veik- um lagalegum grundvelli og vegna núverandi reynslu verði ný aðferð við fósturskimun ekki innleidd nema í kjölfar endurskoðunar á framkvæmd og núverandi lagaumhverfi. Fatlað fólk er ekki baggi „Við ályktuðum um málið þegar ákveðið var að innleiða þessar skim- anir upp úr aldamótunum,“ segir Friðrik Sigurðsson verkefnastjóri hjá Þroskahjálp, en hann var fram- kvæmdastjóri samtakanna þegar skimunin var innleidd. „Þarna var vissulega komin ný aðferð til að leita að tilteknum frávikum í fóstrum og margir innan heilbrigðiskerfisins vildu taka hana upp.“ Friðrik segir að Þroskahjálp hafi lengi kallað eftir umræðu um þessi mál, en lítil viðbrögð fengið. Hann leggur áherslu á að aðgreina þurfi þessa umræðu frá almennum um- ræðum um fóstureyðingar. „Á þessu er eðlismunur. Þarna er ekki verið að gefa fólki þann kost hvort það vilji eignast barn eða ekki, heldur kost á hvernig barn það vilji eignast. Þó að tækni sé til, þá er ekki þar með sagt að það sé siðferðilega rétt að nota hana til að velja hvers konar börn við viljum eignast.“ Að mati Friðriks fellur núverandi fyrirkomulag um snemmómskoðanir á meðgöngu ekki að nútímahugmynd- um um vel upplýst og fjölbreytilegt samfélag þar sem allir eiga að geta notið sín á eigin forsendum. „Fatlað fólk er ekki baggi á samfélaginu, held- ur hluti af margbreytileikanum. Ég get ekki fullyrt um hvort þessar fóst- ureyðingar hafa þau áhrif að fordóm- ar gagnvart fötluðu fólki hafa aukist, en þær eru a.m.k. ekki til þess gerðar að minnka þá.“ Um hvað á fólk að geta valið? „Þetta snýst alltaf um val einstak- lingsins, það getur enginn valið fyrir þig. En spurningin sem við þurfum að spyrja okkur er: um hvað á fólk að geta valið?“ segir dr. Helga Gott- freðsdóttir ljósmóðir og námsbraut- arstjóri i ljósmóðurfræðum við HÍ. Í doktorsritgerð sinni í ljósmóður- fræðum velti Helga upp ýmsum spurningum um samþætt líkindamat, m.a. hvort siðferðileg álitamál hefðu verið skoðuð nægilega vel áður en ákveðið var að bjóða það öllum konum árið 2001. Helga segir margar hliðar á fóst- urskimun, ný þekking leiði af sér nýj- ar spurningar. „Til dæmis erum við að hjálpa litlum fyrirburum að bragg- ast, sem fæðast ansi snemma á með- göngunni. Í sumum tilvikum er vitað að barnið verður jafnvel aldrei heil- brigt. Okkur finnst sjálfsagt að gera þetta, en á sama tíma erum við að horfa á þennan tiltekna hóp – fólk með Downs-heilkennið – og leita kerf- isbundið að þeim fóstrum á með- göngu.“ Þessi skimun er val Hefði þurft að svara fleiri siðferði- legum spurningum áður en núverandi kerfi var tekið upp? „Ég held að það hafi verið reynt að skoða málin frá sem flestum sjónarhornum. En það var ekki farið að gera það að ráði fyrr en eftir að búið var að innleiða skim- unina. En það hefur alltaf verið skýrt að þessi skimun sé val og ekki hluti af mæðravernd, því það þarf að greiða sérstaklega fyrir hana en öll mæðra- vernd er ókeypis.“ Er ekki eðlilegt að fólk vilji fá alla þá heilbrigðisþjónustu sem í boði er, ekki síst á meðgöngu? „Jú og flest fólk þiggur þá þjónustu sem því er boðin. Það kostar oft töluverða yfir- legu eða sérstaka sögu að taka þá af- stöðu að þiggja hana ekki. Við höfum lagt mikla áherslu á að framkvæma þessar skimanir vel og ég held að við stöndum okkur mjög vel í því sem snýr að tæknilegri framkvæmd skim- ananna. En það eru vísbendingar um skort á fræðslu og upplýsingagjöf til verðandi foreldra og fagfólks og það er ekkert öðruvísi en í öðrum löndum. Þeir hlutir þurfa hins vegar að vera í jafngóðu lagi og tæknilega hliðin.“ Erfðafræðilegur breytileiki Helga segir að ef taka eigi upp nýtt fyrirkomulag eins og NIPT þurfi áður að eiga sér stað umræða sem t.d. sið- fræðingar og félagsfræðingar þyrftu að eiga aðild að. „Það þarf fleiri sjón- arhorn en frá heilbrigðisstéttunum. Og þó að heilbrigðisstarfsfólk veiti þjónustuna þá er ekki þar með sagt að það sé réttu aðilarnir til að móta stefnuna.“ Þórdís segir Downs-heilkennið hvorki skilgreint sem vansköpun né sjúkdóm í dag. „Þetta er erfðafræði- legur breytileiki, þar sem heilsa og lífslíkur fólks eru góðar. Vandinn, sem þessir einstaklingar standa frammi fyrir er í mörgum tilvikum fé- lagslegur; að þeir séu viðurkenndir af samfélaginu á eigin forsendum.“ Fatlaðir voru metnir til fjár  Kostnaður við einstaklinga með Downs-heilkennið var reiknaður út áður en ákveðið var að bjóða öll- um konum fósturskimun  Siðferðilega hliðin var ekki skoðuð að ráði fyrr en síðar, segir doktor við HÍ Getty Images/iStockphoto Fósturskimun Embætti landlæknis fól Hagfræðistofnun Háskóla Íslands að meta kostnað við það að bjóða öllum barnshafandi konum samþætt líkindamat. Þar var kostnaður við fólk með Downs-heilkennið reiknaður út. Salvör Nordal Friðrik Sigurðsson Þórdís Ingadóttir Helga Gottfreðsdóttir Downs-heilkenni er litninga- samsetning sem er þekkt um heim allan, þvert á kynþætti og kynferði. Einstaklingar með Downs-heilkenni hafa aukaein- tak af litningi 21, þrjá í stað tveggja. Þetta viðbótarerfðaefni er kallað þrístæða 21. Upplýsingar um hversu marg- ir Íslendingar eru með Downs- heilkennið liggja ekki fyrir. En sé tekið mið af tölum í öðrum löndum má áætla að hér á landi séu þeir á bilinu 250 – 350. Viðbótar- erfðaefni DOWNS-HEILKENNIÐ Heyrðu umskiptin Fáðu heyrnartæki til reynslu Það er næstum því sama hvernig heyrnarskerðingu þú ert með og hvernig lifi þú lifir, því ReSound heyrnartækin eru vel til þess fallin að hjálpa þér við að skilja talmál, hafa framúrskarandi hljómgæði og snjalla þráðlausa tengingu. Apple, Apple merkið, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki Apple Inc, skráð í BNA og öðrum löndum. App Store er þjónustumerki Apple Inc. Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is Heyrnartæki eruniðurgreidd afSjúkratryggingum Íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.