Morgunblaðið - 11.02.2016, Side 16

Morgunblaðið - 11.02.2016, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2016 Nýtt! Ilmvatn frá Weleda Náttúrulegur ilmur af hreinum ilmkjarnaolíum. Margir sem eru viðkvæmir fyrir gerviilmefnum (sem oft innihalda umdeild efni) þola hins vegar vel náttúruleg ilmefni. Það er upplagt að velja líkamsvörurnar í samræmi við uppáhaldsilm eða skapið hverju sinni, þar sem allar hreinar ilmkjarnaolíur hafa sín sérstöku áhrif á sálina. Hreinar ilmkjarnaolíur hafa góð áhrif á líkama og sál, jafnvel langtímaáhrif. Allar vörur Weleda eru ofnæmisprófaðar og NaTrue vottaðar. SVIÐSLJÓS Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is „Í Reykjadal er ekki litið á fötlun sem hindrun. Allir geta tekið þátt í öllu, hvort sem það er fimleikamót eða eitthvað annað. Við finnum leiðir svo það verði að veruleika og þau upplifi að það sé ekkert sem þau geti ekki gert,“ segir Margrét Vala Mar- teinsdóttir, verkefnisstjóri í Reykja- dal, sumarbúðum fyrir fötluð börn og ungmenni á aldrinum 8-21 árs. Sumarbúðirnar eru starfræktar af Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra en reiða sig á frjáls framlög frá vel- unnurum til að hægt sé að halda starfinu gangandi í viðunandi um- hverfi. „Það vantar um 80 milljónir til að byggja viðbyggingu í Reykjadal og fleira sem bæta mun aðstöðuna fyrir gesti og starfsmenn. Við vildum hjálpa til,“ segir Kristrún Friðriks- dóttir, meistaranemi í námskeiðinu „Samvinna og árangur“ við við- skiptafræðideild Háskóla Íslands en nemarnir ýttu úr vör viðamikilli fjár- öflun, Upplifun fyrir alla, fyrir Reykjadal síðastliðinn mánudag. „Við erum virkilega stolt af því að vera að safna fé fyrir Reykjadal – við viljum styðja þau og ýta undir lífs- hamingju og félagsþroska þeirra sem sækja sumarbúðirnar,“ bætir Kristrún við en viðtökurnar hafi þegar farið fram úr björtustu von- um. Líflegt og öruggt sumarfrí Færri komast að en vilja í Reykja- dal á hverju ári en tveggja ára bið- listi er nú til að komast að. Með við- byggingunni sem nú er safnað fyrir myndast tækifæri til að taka við fleiri börnum og bæta aðbúnaðinn. „Við erum virkilega þakklát þeim og Háskólanum fyrir að koma okkur til hjálpar. Þetta hefur ótrúlega þýð- ingu fyrir okkur þar sem við önnum ekki eftirspurn eins og er,“ segir Margrét en mikill vilji sé hjá börn- unum að sækja sumardvölina því þar er hægt að tryggja þeim sumarfrí í öruggu og líflegu umhverfi. Ungur drengur sem er í hjólastól minnti svo eftirminnilega á þýðingu sumarbúðanna fyrir skömmu. „Hann var að koma í fyrsta skipti, hringdi og spurði okkur hvað hann gæti eig- inlega gert í Reykjadal. Við svöruð- um að hann gæti til dæmis tekið þátt í íþróttamóti, fjallgöngum, sundi, torfæruferðum og fleira. Það kom þá smá þögn í símann og hann sagði: þú veist að ég er í hjólastól er það ekki?“ segir Margrét létt í bragði en hann svo hafi verið fullvissaður um að allir vissu vel af hjólastólnum. „En við gerum þetta bara samt og höfum gaman af.“ Hitta beint í hjartastað Fjáröflunin er stórt samvinnu- verkefni 30 nema við Háskóla Ís- lands og hafa þau lagt allt í sölurnar við að koma málefnum Reykjadals á framfæri og afla þannig fjár frá ein- staklingum og fyrirtækjum landsins. Samfélagsmiðlarnir hafa spilað stórt hlutverk en á facebook- og twit- ter-síðu átaksins lætur fjáröflunar- hópurinn til sín taka með alls kyns uppfærslum, myndböndum, við- burðum og fleiru sem leggur söfn- uninni lið. Þá hafa bæði Arion banki og Lin- dex fataverslun þegar lagt sitt af mörkum með milljón króna framlagi sem fékkst með því að hvetja net- verja til að láta sér líka við mynd- bönd á facebook þar sem gestir Reykjadals lýsa upplifun sinni. „Þetta virðist vera sá liður í fjár- öfluninni sem nær mest til fólks enda hafa myndböndin fengið gríðarlega góðar viðtökur,“ segir Kristrún en reynslusögur barnanna hafi hitt marga beint í hjartastað og sýnt hvað söfnunin gengur raunverulega út á. Vænta má fleiri myndbanda. Gott málefni og góð skemmtun Margt smátt gerir eitt stórt og því eru allir sem vettlingi geta valdið hvattir til að taka þátt í fjölbreyttum fjáröflunarviðburðum næstu daga. Hægt verður til dæmis að bregða sér í bíó og styrkja Reykjadal í leið- inni í Háskólabíói í kvöld kl. 18 á myndina Concussion. Fjölskyldu-Bingó verður haldið á Háskólatorgi á laugardaginn 13. febrúar og á sama tíma er hægt að sækja Fjöltefli í Smáralind. Líta ekki á fötlun sem hindrun  Hópur nemenda við Háskóla Íslands safnar fé fyrir Reykjadal, sumarbúðir fyrir fötluð börn og ungmenni  Þurfa bætta aðstöðu til að taka við fleirum  „Hefur ótrúlega þýðingu fyrir okkur“ Gleðin við völd Í Reykjadal, sumarbúðum fyrir fötluð börn og ungmenni, er margt um að vera í eftirsóttri sum- ardvöl ár hvert. Fjáröflun fyrir Reykjadal er nú í gangi svo hægt sé að bæta aðstöðuna og hleypa fleirum að. Öflug Meistaranemar í námskeiðinu Samvinna og árangur við viðskipta- fræðideild Háskóla Íslands standa að fjáröfluninni sem gengur vel. Viltu styrkja Reykjadal? » Hringdu í síma: 901-5001 = 1.000 kr. 901-5002 = 2.000 kr. 901-5005 = 5.000 kr. » Leggðu upphæð að eigin vali inn á reikning: 0137-05-060777 kt. 630114-2410 » Facebook: Upplifun fyrir alla » Twitter: #upplifunfyriralla Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Strax eftir áramót, þegar Ólafur Ragnar Grímsson hafði gefið það út að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri sem forseti Íslands, fór í gang mikil umræða um hver yrði hugsanlegur arftaki hans á Bessa- stöðum og var sú umræða á öllum samfélagsmiðlum, auk hinna hefð- bundnu fréttamiðla. Nokkrir lýstu því yfir að þeir hefðu ákveðið að bjóða sig fram til forseta og enn fleiri lýstu því yfir að þeir væru að hugsa um framboð, eða að skorað hefði verið á þá, eins og menn þekkja. Nú, mánuði síðar virðist enginn vera að velta því fyrir sér hver verð- ur næsti forseti og umræðan virðist hafa lognast út af. Ekkert óvenjulegt við þetta Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Ís- lands, var í gær spurður hvort þetta væri venjulegt eða óvenjulegt: „Ég held að það sé ekkert óvenjulegt við þetta. Ef ég man þetta rétt hafa for- setaframboðin verið að koma fram í febrúar mars, jafnvel seinna. Ég er því alls ekki viss um að eitthvað óvenjulegt sé á ferðinni núna, og held raunar ekki að framboð séu óeðlilega seint á ferðinni nú,“ sagði Ólafur. Ef rifjað er upp hvenær framboð einstakra fram- bjóðenda til forseta Íslands voru gerð opinber fyrir tuttugu árum, ár- ið 1996, kemur eftirfarandi á daginn: Guðrún Pétursdóttir reið á vaðið með forsetaframboð 1996 og til- kynnti framboð sitt 3. febrúar. Hún dró framboð sitt til baka fyrir for- setakosningarnar í júní 1996. Næst kom Guðrún Agnarsdóttir, sem til- kynnti framboð sitt 23. mars 1996 og Ólafur Ragnar Grímsson tilkynnti sitt framboð fimm dögum síðar eða 28. mars 1996. Síðastur var Pétur Hafstein, sem tilkynnti sitt framboð 16. apríl, 1996. Það má því til sanns vegar færa að þeir sem þegar hafa lýst því yfir nú að þeir hyggist bjóða sig fram til for- seta séu jafnvel óvenjusnemma á ferðinni. Forsetaframboðin snemma á ferðini  Lítil umræða um forsetaframboð Ólafur Þ. Harðarson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.