Morgunblaðið - 11.02.2016, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 11.02.2016, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Valdið íBrusselþarf ekki að standa neinum reikningsskil. Þessu hafa lýð- ræðislega kjörnar stjórnir í Evrópuríkjum ítrek- að fundið fyrir. Frekar en að valdið í Brussel lúti nið- urstöðum lýðræðisins er látið kjósa aftur þar til æskileg nið- urstaða liggur fyrir. Á þriðjudag var stofnuð hreyfing í Berlín til að koma á lýðræði í ESB undir yfirskrift- inni Diem25. Skammstöfunin stendur í lauslegri þýðingu fyrir Hreyfingu um lýðræði í Evrópu 2025. Einn helsti tals- maður hreyfingarinnar virðist vera Yanis Varoufakis, sem þekkir það á eigin skinni frá fjármálaráðherratíð sinni í Grikklandi hvað það þýðir að fara gegn valdinu í Brussel. Í viðtali á vef tímaritsins Newsweek var Varoufakis spurður hvað byggi á bak við stofnun hinnar nýju hreyf- ingar og hvort hann liti í raun á Evrópusambandið sem ógn við lýðræði. „ESB sem vald til ákvörð- unartöku er lýðræðislaust svæði,“ svarar ráðherrann fyrrverandi, sem hrökklaðist úr ráðherrastóli þegar hann vildi ekki kyngja gallinu. „Þetta er svolítið eins og að vera á tunglinu og tala um súr- efnishalla, þegar það er ekkert súrefni. Með sama hætti er ekkert lýðræði í Brussel. Það er lýðræði í þjóð- ríkjunum vegna þess að þar eru þing, en stofn- anirnar, sem taka mikilvægu ákvarð- anirnar eins og þríeykið [framkvæmdastjórn ESB, Alþjóðagjaldeyrissjóð- urinn og Seðlabanki Evrópu] og Efnahags- og fjárhagsráð ESB [Ecofin], þurfa ekki að standa neinum reikningsskil. Fjármálaráðherrarnir fara allir heim og fordæma ákvarð- anir evruhópsins, en halda fram að þeir geti ekkert gert í málinu. Flestar þessar ákvarðanir taka lítt sýnilegar stofnanir og embættismenn, sem enginn veitt neitt um og þaðan af síður kýs. Þess vegna er evrópska hagkerfið stærsta fjármálasvarthol plánetunn- ar.“ Þetta er hörð gagnrýni á þær valdastofnanir, sem ráða för í Evrópusambandinu. Samtökin, sem Varoufakis er í forsvari fyrir, ætlar að gefa sér áratug til að ná markmið- um sínum. Hann segir þau ekki óraunhæf. Mun óraun- hæfara sé að halda að Evrópu- sambandið geti haldið áfram á sömu braut og nú án þess að leysast upp. „Ef alræðisöflum Evrópu tekst að kæfa lýðræði- svæðinguna mun ESB hrynja undan eigin ofdrambi,“ segir í stefnuskránni. Tíðindum af stofnun þess- ara samtaka mun hafa verið tekið fálega í Brussel. Lýðræði er ámóta vandfundið í Brussel og súrefni á tunglinu} Vald án ábyrgðar Er það ég semer með ykkur í liði eða hryðju- verkamennirnir í Kobane?“, spurði Recep Tayyib Er- dogan, forseti Tyrklands, sýnilega reiður eft- ir að sendimaður Bandaríkj- anna hafði hitt fulltrúa sýr- lenskra Kúrda í síðustu viku. Fólst í orðum Erdogans sú hót- un, að nú þyrftu Vesturlönd að velja á milli bandamanns síns í Atlantshafsbandalaginu og Kúrdanna í Sýrlandi. Ekki stóð á svörum frá utan- ríkisráðuneyti Bandaríkjanna, þar sem nánast var sagt berum orðum að Bandaríkin veldu Kúrda. Þeir hefðu reynst hvað öflugastir í baráttu sinni gegn Ríki íslams og myndu því áfram njóta stuðnings Banda- ríkjanna. Þetta hefur ekki glatt Er- dogan, en sú ákvörðun Vladim- írs Pútíns Rússlandsforseta að bjóða sýrlenskum Kúrdum að opna sendiskrifstofu í Moskvu hefur kætt hann enn minna. Sam- skipti Rússa og Tyrkja eru nú þeg- ar við frostmark, og eiga ríkin í grimmilegri valda- baráttu innan Sýrlands þar sem hvorir tveggja þykjast vera að berjast gegn Ríki ísl- ams, en eru í raun að jafna met- in við aðra andstæðinga sína. Þar sem bæði Bandaríkja- menn og Rússar reyna að biðla til Kúrda skapast sú hætta að Erdogan telji sig nauðbeygðan að grípa til frekari aðgerða til að bæta hag uppreisnarmanna, nú þegar Rússar og Assad eru að þjarma duglega að þeim. Hörð afstaða Tyrkja til Kúrda veldur hættu á að sam- skipti þeirra við aðrar þjóðir versni og að þeir verði ekki til að stuðla að friði á svæðinu heldur fremur hið gagnstæða. Það væri mikil ógæfa á þessu ófriðarsvæði þar sem Tyrkir ættu að vera í stöðu til að stuðla að friði. Ekki er gott ef Tyrkir einangra sig vegna afstöðu sinnar til Kúrda} Afarkostir Erdogans N ú hafa rúmlega 65 þúsund manns skrifað undir áskorunina til stjórnvalda að endurreisa heil- brigðiskerfið. Það vita það allir sem vilja vita að þörfin til að bæta heilbrigðisþjónustu í þágu allra lands- manna er til staðar. Styrmir Gunnarsson, fyrr- verandi ritstjóri Morgunblaðsins, er einn af stuðningsmönnum þess að meira fjármagni verði varið í heilbrigðiskerfið. Hann setur málið fram með einföldum hætti þegar hann segir að ekki þurfi að hækka skatta til að ná í auka- fjármagn heldur eigi að skera niður kostnað annars staðar og byrja á utanríkisþjónustunni. „Örþjóð í Norður-Atlantshafi, þjóð fiskimanna og bænda, er að eyða milljörðum í að halda uppi sendiráðum úti um heim sem er algjörlega ástæðulaust og skiptir okkur engu máli,“ segir Styrmir í myndbandi á vefsíðunni endurreisn.is. Í þessu máli er ég sammála mínum gamla ritstjóra. Ég skoðaði umsvif utanríkisþjónustunnar og velti fyrir mér hvað við höfum að gera við að manna þetta allt saman með tilheyrandi kostnaði: 15 sendiráð í Berlín, Brussel, Hels- inki, Kaupmannahöfn, London, Moskvu, Osló, París, Stokkhólmi, Vín, Ottawa, Washington, Nýju Delhí, Peking og Tókýó. 4 aðalræðisskrifstofur í New York, Winnipeg, Þórshöfn og Nuuk. 3 umdæmisskrifstofur Þróunarsam- vinnustofnunar Íslands í Kampala í Úganda, Lilongwe í Malawi og Mapútó í Mosambík. Þessu til viðbótar heldur íslenska ríkið úti þremur fastanefndum hjá NATO í Brussel, World Trade Organization í Genf og Sameinuðu þjóðunum í New York. Þá má ekki gleyma öllum 250 ræðismönnum Íslands sem eru staðsettir í yfir 80 ríkjum. Í utanríkisráðuneytinu eru 130 starfsmenn og annar eins fjöldi er á sendiskrifstofunum úti í heimi en í hverju sendiráði eru sendiherrar, sendiráðunautar, sendiráðsfulltrúar, ritarar, viðskiptafulltrúar og bifreiðastjórar. Það skiptir máli að vera í góðum sam- skiptum við umheiminn en fyrr má nú vera. Erum við ekki komin langt fram úr okkur í þessu umfangi öllu? Með nýrri samskiptatækni hefur heimurinn allur skroppið saman þannig að fólk getur ver- ið í afbragðs samskiptum hvenær sólarhrings- ins sem er. Auk þess hefur flugferðum til og frá okkar litlu eyju fjölgað gífurlega mikið þannig að lítið mál er að komast á fjarlægar slóðir á til- tölulega skömmum tíma ef mikið liggur við. Er ekki ástæða til að fara ofan í saumana á kostnaðinum sem fylgir utanríkisþjónustunni? Annars er það nýjast að frétta frá utanríkisráðuneytinu að ungur háskólanemi hefur bæst í hópinn. Það er auðvitað þungavigt í þeirri aðstoð og kostar sitt. Hvað ætli þurfi margar undirskriftir til að einhver ráða- manna leggi við hlustir og átti sig á hvaða forgangsröðun landsmenn vilja? Er kannski of langt í næstu kosningar til að einhver þeirra sé reiðubúinn að stíga fram og lýsa yfir vilja til að gera eitthvað í málinu? margret@mbl.is Margrét Kr. Sigurðardóttir Pistill Sendiráð eða heilbrigðisþjónusta? STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Lífeyrissjóðir hafa verið aðsækja í sig veðrið á íbúða-lánamarkaðinum að und-anförnu og lækkað vexti á sjóðfélagalánum, fjölgað valkostum, lækkað lántökugjöld og margir sjóð- ir hækkað veðhlutfall af markaðs- virði fasteigna upp í 75%. Þá fjölgar þeim lífeyrissjóðum sem bjóða óverðtryggð lífeyrissjóðslán sam- hliða verðtryggðum. Að sögn for- svarsmanna sjóða sem rætt var við hefur eftirspurn sjóðfélaga eftir lán- um aukist verulega að undanförnu. Skv. yfirliti sem birt var í sein- asta veffréttablaði Landssamtaka lífeyrissjóða voru fimm lífeyrissjóðir farnir að bjóða sjóðfélögum sínum bæði verðtryggð og óverðtryggð lán í nóvember sl. Á seinustu mánuðum og vikum hafa fleiri sjóðir bæst í þennan hóp og eru lífeyrissjóðir sem bjóða einnig óverðtryggða vexti í dag orðnir fast að tíu talsins eftir því sem næst verður komist. Talmenn einstakra sjóða segja að sjóðirnir bjóði mun betri lánskjör en viðskiptabankarnir á sambæri- legum lánum. Í Peningamálum Seðlabankans í gær segir að sl. haust hafi nokkrir lífeyrissjóðir lækkað húsnæðislánavexti og hækk- að jafnframt veðhlutföll. Hjá sum- um þeirra hafi vaxtalækkunin þó gengið til baka að hluta en aðrir hafa lækkað þá enn frekar. Eftir vaxtalækkanir hjá nokkr- um lífeyrissjóðum á seinasta ári eru breytilegir vextir verðtryggðra lána hjá t.d. Lífeyrissjóði verslunar- manna í dag 3,50%. Fastir verð- tryggðir vextir hjá Gildi lífeyrissjóði eru 3,55% og breytilegir vextir verðtryggðra lána eru nú 3,20%. Nýlega ákvað Frjálsi lífeyrissjóð- urinn lækkun vaxta á verðtryggðum lánum með breytilegum vöxtum úr 3,8% í 3,17% og býður sjóðurinn framvegis líka upp á óverðtryggð lán með föstum vöxtum (6,58%) til þriggja ára í senn. Frá og með 1. febrúar sl. býður Lífsverk lífeyr- issjóður sjóðfélögum sínum óverð- tryggð íbúðalán með 6,5% vöxtum og ákvað sjóðurinn jafnfram að vextir af verðtryggðum lánum lækki í 3,5%. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins býður eingöngu verðtryggð lán en með 3,6% föstum vöxtum og breytilegir vextir eru nú 3,13%. „Það hefur verið mjög mikil fjölgun lánsumsókna eftir að við fjölguðum valkostunum og lækk- uðum vextina og við höfum alveg fundið fyrir því að sótt er í óverð- tryggðu lánin,“ segir Arnaldur Loftsson, framkvæmdastjóri Frjálsa lífeyrissjóðsins. Hann segir svolítið vera um að sjóðfélagar blandi saman lánsformum og taka þá kannski einhverja blöndu af verðtryggðu og óverðtryggðu láni. Tæpt ár er síðan Gildi lífeyr- issjóður fór að bjóða upp á óverð- tryggð lán samhliða verðtryggðum lánum. „Við viljum að sjóðfélagar hafi val,“ segir Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis. Þónokkur eftirspurn sé eftir óverðtryggðum lánum sem eru engu að síður í mikl- um minnihluta. Ætla megi að 10 til 15% lána til sjóðfélaga séu óverð- tryggð. Gildi lækkaði vexti á verð- tryggðu lánunum í lok síðasta árs. ,,Það hefur verið veruleg aukning í lánveitingum og mikið verið að gera undanfarnar vikur,“ segir Árni. Sér- staklega hafi verið líflegt nú í byrj- un þessa árs. „Reyndar varð líka heilmikil aukning á síðasta ári frá fyrri árum en við finnum fyrir ennþá meiri áhuga núna,“ segir hann. Í fyrra lánaði sjóðurinn á þriðja milljarð til sjóðfélaga sem var um 500 milljóna kr. aukning frá 2014. Aukin eftirspurn eft- ir lánum lífeyrissjóða Morgunblaðið/Eggert Fjármögnun Lífeyrissjóðir sækja af meiri þunga inn á íbúðalánamarkaðinn og bjóða lægri vexti, rýmri veðhlutföll allt að 75% og fleiri tegundir lána. Sjóðfélagalán lífeyrissjóða stóðu í tæplega 168 milljörðum kr. í lok síðasta árs skv. bráðabirgðatöl- um Seðlabankans. Lífeyrissjóðir eiga að skila að lágmarki 3,5% raunávöxtun af eignum sem er viðmið við tryggingarfræðilegt uppgjör. Það stendur þó ekki í veginum fyrir því að þeir geti boðið lægri vexti af útlánum sín- um. ,,Við teljum þetta ágætis ávöxtun fyrir sjóðinn,“ segir Árni Guðmundsson hjá Gildi um láns- kjörin á sjóðfélagalánunum. „Þessi eignaflokkur hefur komið vel út í gegnum tíðina, lítið verið um afskriftir og þetta er nátt- úrlega þjónusta við sjóðfélag- ana. Okkur sýnist að lífeyrissjóð- irnir séu almennt að bjóða mun betri kjör heldur en bankarnir,“ segir hann. „Við teljum þetta ennþá mjög traustan fjárfesting- arkost og alveg ásættanlega ávöxtun fyrir sjóðinn,“ segir Arn- aldur Loftsson hjá Frjálsa lífeyr- issjóðnum. Ágætis ávöxtun SJÓÐFÉLAGALÁNIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.