Morgunblaðið - 11.02.2016, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 11.02.2016, Blaðsíða 62
62 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2016 Fourier hafði að- allega talað um að vatnsgufan í andrúms- loftinu hitnaði og end- urkastaði myrku geisl- unum. Þegar líða tók á nítjándu öld fóru marg- ir vísindamenn að íhuga áhrif annarra gróðurhúsaloftteg- unda, einkum koltvíox- íðs, sem þá var kallað kolsýra. Rannsóknir sænska eðlisfræðingsins Svante Arrhenius (1859-1927) skiptu sköp- um í þessu sambandi. Hann birti nið- urstöður vinnu sinnar í tímamóta vísindagrein 1896. Arrhenius byggði rannsóknir sínar á verkum Fourier og annarra nítjándu aldar fræði- manna, einkum Johns Tyndall og Samuels Langley, en sá síðarnefndi mældi innrauða (myrka) hitageislun frá koltvíoxíði í andrúmslofti. Meiri kolsýra í andrúmslofti veldur hlýnun? Þannig gat Arrhenius ályktað, að breytileiki styrks koltvíoxíðs í and- rúmslofti myndi hafa veruleg áhrif á hitabúskap jarðar. Með því að nota beztu fáanlegu gögn yfir mælingar á koltvíoxíði í lofti og gefa sér ýmsar forsendur og tilgátur, sýndi hann með útreikningum sínum áhrif þess, að magn kolsýru í lofthjúp jarðar ýmist minnkaði eða ykist. Hann dró þannig fram, að ef ekkert koltvíoxíð fyndist í gufuhvolfinu, myndi hita- stig við yfirborð jarðar falla um 21 gráðu. Í slíku andrúmslofti mynd- aðist mun minni vatnsgufa. Myndi hitastig því lækka um aðrar 10 gráð- ur af þeim sökum og verða um -15 gráður við yfirborð jarðar. Hann leitað einnig svara við orsökum síð- ustu ísaldar, en þær eru um margt óljósar. Samkvæmt útreikningum hans hefði styrkur koltvíoxíðs í and- rúmsloft þurft að minnka í 0,65-0,55 af þáverandi styrk (sem var talinn vera 0,03% af samtímamanni Arrhe- nius, sænska jarðfræðingnum Arvid Högbom) til þess að lækka meðal- hita lofts um 4-5 gráður milli 40. og 50. breiddargráðu, eins og gerðist á ísöld. Áður hafði John Tyndall ko- mizt að svipaðri niðurstöðu um tilurð ísaldar, þótt ekki fengizt skýring á því, hvers vegna styrkur koltvíoxíðs í andrúmslofti minnkaði svona mikið. Þá hafði Högbom birt merka grein um langtímasveiflur í magni kolsýru í andrúmslofti og veðurfarsbreyt- ingar vegna þeirra tveimur árum áð- ur. Högbom fann það m.a. út, að los- un koltvíoxíðs frá iðnaði og öðrum mannlegum athöfnum á ári hverju, aðallega vegna mikils bruna á kol- um, væri orðin jöfn þeirri sem yrði af náttúrulegum orsökum. Árleg viðbót væri að vísu mjög lítil miðað við upp- safnað koltvíoxíð í lofthjúpnum, lík- lega um einn þúsund- asti hluti. Arrhenius ályktaði því, að and- rúmsloft jarðar myndi óhjákvæmilega fara hlýnandi af þessum sökum, þótt það tæki langan tíma. Útreikn- ingar hans sýndu m.a., að lofthiti á heim- skautssvæðum myndi hækka um 8-9 gráður á Celsius, ef styrkur koltvíoxíðs í andrúms- lofti yrði 2,5 til þrisvar sinnum meira en hann var 1896, og meðalhitastig hækkaði um 5-6 gráð- ur, ef hann tvöfaldaðist. Það myndi hins vegar taka fleiri þúsund ár mið- að við þáverandi losun koltvíoxíðs frá iðnaði. Niðurstöður Arrhenius vekja athygli Þessi grein Svantes Arrhenius vakti mikla athygli fræðimanna um allan heim og hann varð eftirsóttur fyrirlesari til að útskýra kenningar sínar. Hann fékk svo Nóbels- verðlaunin í efnafræði 1903, en það var reyndar fyrir annars konar rannsóknir. Sagði þó ekki skilið við kolsýruna og gaf út mikla bók um rannsóknir sínar á áhrifum koltvíox- íðs í andrúmslofti 1908 sem höfðaði frekar til almennings. Þá hafði kola- brennsla aukist verulega frá 1896, svo að Arrhenius taldi að á nokkur hundruð árum í stað þúsunda áður myndi andrúmsloft jarðar hlýna mikið. Hann áleit þó ásamt öðrum fræðimönnum þess tíma að mann- kyni stafaði lítil ógn af hugsanlegri hlýnun andrúmslofts. Það myndi líða svo langur tími þar til hún gæti orðið veruleg og eins voru uppi hugmyndir um að hafið myndi taka við öllu um- frammagni af kolsýru í lofti sem stafaði af manna völdum. Reyndar hafði Högbom þegar bent á að hafið gæti auðveldlega ráðið við 5/6 hluta af allri viðbót kolsýru. Kenning Arrhenius afsönnuð Þrátt fyrir að kenningar Arrhe- nius nytu almennt stuðnings fræði- manna voru þó sumir þeirra á því að margt væri við þær að athuga. Bent var á að Arrhenius hefði einfaldað loftslagskerfið um of. Það væri miklu margbrotnara og flóknara en svo að hægt væri að draga þær ályktanir sem hann hefði gert. Myndi skýjafar ekki breytast verulega ef loft hlýn- aði? Nú kom rothöggið. Samlandi Arrhenius, eðlisfræðingurinn Knut Ångström, ásamt aðstoðarmanni sínum J. Koch, mældi endurspeglun ljósgeisla í tveimur glerrörum, sem voru annars vegar fyllt með venju- legu lofti og hins vegar blandað með koltvíoxíði. Fór tilraunin fram á eld- fjallinu Pico del Teide á Teneríf eyju. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að magn kolsýru í rörinu skipti litlu máli fyrir endurkast varmageisl- anna. Geislaróf vatnsgufu og kol- sýru, sem þeir töldu vera samfellt, skaraðist það mikið. Heildaráhrif koltvíoxíðs í andrúmslofti, þ.e. geta þess til ísogs og varmageislunar, yrði aldrei meiri en 16% af því sem vatnsgufan fengi áorkað, alveg sama hversu mikið magn af kolsýru fynd- ist í loftinu. Þar með væru kenningar Svantes Arrhenius um hlýnun and- rúmslofts vegna vaxandi styrks kolt- víoxíðs í því byggðar á sandi. Banda- ríski vísindamaðurinn Frank W. Very komst að svipaðri niðurstöðu með tilraunum sínum sama ár. Þetta varð til þess að vísindamenn misstu allan áhuga á koltvíoxíði í andrúmslofti. Vatnsgufan sæi ein um að halda áfram að ylja okkur. Hugmynd Arrhenius um hlýnun lofts af völdum aukinnar losunar á koltvíoxíði var talin villukenning og stuðningsmenn hennar játuðu sig sigraða. Arrhenius svaraði að vísu fyrir sig með langri grein þar sem hann gagnrýndi mælinganiður- stöður J. Koch, aðstoðarmanns Ångström, harðlega og reyndi að skýra betur út endurkastsáhrif vatnsgufu og kolsýru á mismunandi tíðnisviðum með flóknum líkingum. En skaðinn var skeður. Svargrein Arrhenius vakti litla athygli og þeir sem lásu hana skildu hana illa. Þann- ig liðu margir áratugir án þess að mikið væri fjallað um loftslagsbreyt- ingar eða hlýnun andrúmslofts. 30 árum síðar: hafði Arrhenius ef til vill rétt fyrir sér? Árið 1931 birtist grein eftir banda- ríska eðlisfræðinginn E.O. Hulburt um hvernig hitastig lægri hluta and- rúmslofts (0-20 km) er háð ísogi og endurspeglunareiginleikum ýmissa lofttegunda þar sem sólarljós er eini orkugjafinn. Hann beitti mun ná- kvæmari reikningsaðferðum en nítjándu aldar vísindamennirnir og komst að þeirri niðurstöðu að kenn- ing Tyndall um að síðasta ísöld hefði stafað af mikilli minnkun kolsýru í andrúmslofti, sem olli hitalækkun um 4-5 gráður, hefði verið rétt. Hann komst enn fremur að svipaðri nið- urstöðu og Arrhenius, að tvö- eða þrefaldist magn koltvíoxíðs í and- rúmslofti hækkaði meðallofthiti um fjórar og sjö gráður Kelvín við sjáv- armál. Því miður fór grein Hulburt fram hjá flestum veðurfræðingum og vís- indamönnum þess tíma, enda grein- arhöfundur lítt þekktur. Nokkrum árum síðar, eða 1938, birti brezki verkfræðingurinn Guy Stewart Cal- lendar grein þar sem hann dustaði rykið af tilgátu og kenningum Svan- tes Arrhenius. Hann taldi sig geta sýnt fram á að bæði hitastig og kol- tvíoxíð í andrúmslofti hefði farið vax- andi síðustu hálfa öld og kolsýran væri mjög kröftug lofttegund til að fanga innrauða geisla. Grein Cal- lendar vakti nokkra athygli en veð- urfræðingar tóku hana lítt trúan- lega. Vísindamenn héldu áfram að þræta fyrir eða horfa framhjá kenn- ingunni um koltvíoxíðáhrifin. Það var því enn bið á því að eitthvað nýtt gerðist í loftslagsmálum. Í úttekt Félags bandarískra verðurfræðinga frá 1951 er sagt að sú hugmynd að koltvíoxíð í lofthjúpnum gæti haft áhrif á loftslag jarðar hafi aldrei náð miklu fylgi. Vísindamenn hafi orðið afhuga henni, þegar það var upplýst, að öll langbylgjugeislun sem kolt- víoxíð í lofti gæti fangað, myndi vatnsgufan ein sjá um. Þá var al- mennt álitið að jörðin sæi sjálf um að viðhalda jafnvægi í lofthjúpnum og vísindamenn bentu einnig á að hafið gæti innbyrt allt umframmagn af gastegundum úr andrúmsloftinu, þar með talið koltvíoxíð. Áfram var þó minnzt á kenningar Arrhenius í flestum kennslubókum, þótt ekki væri til annars en segja frá því að þær væru rangar. Kenning Arrhenius rís upp frá dauðum Upp úr 1950 var farið að rannsaka lofthjúp jarðar af miklum móð. Hvatinn að slíkum rannsóknum var þó aðallega hernaðarlegur – banda- ríski herinn vildi vita hvað yrði um eldflaugar sínar í himinhvolfinu og litið var á könnun á veðurfari og eig- inleikum úthafanna sem þjóðarör- yggismál. Meðal annars hófust viða- miklar rannsóknir á ísogi og endurspeglun innrauðra geisla (myrku hitageislarnir) á nýjan leik, nú með miklu meiri þekkingu á eðl- isfræði þeirra en nítjándu aldar mennirnir höfðu yfir að ráða, svo að ekki sé talað um tölvuna sem nú var komin til sögunnar. Vísindamenn gerðu sér nú fljót- lega grein fyrir að tilraun Knuts Ångström, þar sem sólarljósi var hleypt gegnum glerrör með lofti og kolsýru, var mjög ábótavant og túlk- un hans á niðurstöðunum röng. Þá kom einnig fram að aðstoðarmaður hans, J. Koch, hafði ef til vill hagrætt niðurstöðum mælinganna eða oftúlk- að þær. Nýjar og nákvæmari mæl- ingar sýndu að ekki er um að ræða skörun milli vatnsgufu og koltvíoxíðs á breiðu tíðnisviði við ísog innrauðra geisla. Róf þessara loftegunda inni- halda þrönga, staka tíðnistrimla, þannig að geislarnir sleppa í gegn á milli þeirra. Koltvíoxíðið getur því drukkið í sig geisla sem sluppu gegn- um vatnsgufuna og öfugt. Bandarísku eðlisfræðingarnir Lewis D. Kaplan og Gilbert N. Plass notuðu flókin tölvuforrit til að reikna feril innrauðra geisla gegnum and- rúmsloft og endurspeglun þeirra. Þeir staðfestu kenningar Arrhenius, um að aukinn styrkur koltvíoxíðs myndi valda meiri gróðurhúsaáhrif- um og Plass reiknaði hitaaukningu upp á 3-4 gráður, ef hann tvöfald- aðist. Hann taldi enn fremur að lík- legt væri að hitastig á yfirborði jarð- ar myndi hækka um 1,1 gráðu á öld, ef losun koltvíoxíðs af manna völdum héldi áfram óbreytt. Reiknilíkan Plass þótti ansi gróft, og gagnrýn- endur bentu strax á að hann gerði ekki ráð fyrir að hafið myndi smám saman innbyrða umframmagnið. Hann reiknaði nefnilega með að koltvíoxíðið sem komið væri upp í loftið héldist þar í þúsundir ára. Getur hafið innbyrt allt koltvíoxíð? Lengi tekur sjórinn við er sagt og það töldu menn svo sannarlega eiga við um koltvíoxíðið. Þess vegna þyrfti ekki að hafa áhyggjur af upp- söfnun þess í andrúmslofti. Banda- rísku vísindamennirnir Hans Suess (efnafræðingur) og Roger Revell (haffræðingur) fundu hins vegar út, m.a. með athugun á dreifingu geisla- virka kolefnisins C14, að sjórinn myndi eiga í erfiðleikum með að inn- byrða koltvíoxíðið og það gerðist mjög hægt. Eins og Revell orðaði það væri yfirborð sjávar í raun ein efnakássa sem hefði mjög sérkenni- legan dúaeiginleika er sæi um að halda sýrustigi sjávarins stöðugu. Þessi yfirborðskássa gæti í raun ekki innbyrt mikið CO2 – varla einn tíunda af því sem áður var talið. Sænsku veðurfræðingarnir Bert Bolin og Erik Erikson skýrðu svo dúaeiginleika sjávar betur út og staðfestu niðurstöður Suess og Re- velle um getu hafsins til að taka við koltvíoxíði. Þeir ályktuðu að þótt sjórinn fangaði koltvíoxíð tiltölulega fljótt mundi mest af því gufa aftur upp í loftið áður en hafstraumarnir næðu að sökkva því í hinum miklu sökkbrunnum, þar sem heitir og kaldir sjávarstraumar mætast. Einn slíkur er norðvestur af Íslandi. Að lokum mun sjórinn taka við öllu kolt- víoxíðinu, en það getur tekið þús- undir ára. Á meðan er það til staðar í andrúmsloftinu og veldur auknum gróðurhúsaáhrifum. Vakin athygli á hættu á hlýnun jarðar Þessar rannsóknaniðurstöður urðu til þess að fleiri bandarískir vís- indamenn vöktu athygli almennings og fjölmiðla á þeirri hættu sem aukin gróðurhúsaáhrif gætu haft í för með sér. Enn var þó langt í land, að vís- indamenn tækju almennt undir þessi sjónarmið. Og flestir þeirra fullir efasemda. Þróun kenningarinnar um hlýnun andrúmslofts vegna aukins styrks koltvíoxíðs í lofthjúp jarðar minnir um margt á landrekskenn- inguna. Þegar Alfred Wegener setti hana fyrst fram 1908, fékk hún dræmar undirtektir jarðfræðinga og annarra vísindamanna. Flestir þeirra höfnuðu alfarið þeirri hug- mynd Wegener að heimsálfurnar hefðu einu sinni verið fastar saman í Pangeu, al-landinu og síðan rekið brott hver frá annarri. Það var ekki fyrr en rúmlega fimmtíu árum síðar að kenningin um jarðskorpuflekana, sem sigla ofan á linhvolfinu, var al- mennt viðurkennd. Má segja að smiðshöggið hafi verið rekið í Kröflueldum 1975-1984 þar sem hún fékkst endanlega staðfest. Um gróðurhúsaáhrif kolsýru Eftir Júlíus Sólnes »Hugmynd Arrhenius um hlýnun lofts af völdum aukinnar los- unar á koltvíoxíði var talin villukenning og stuðningsmenn hennar játuðu sig sigraða. Júlíus Sólnes Höfundur er prófessor emerítus og fv. umhverfisráðherra. Mynd/BillionPhotos.com – Fotolia Mynd/Wikipedia Fræðimaður Sænski eðlisfræðing- urinn Svante August Arrhenius (1859-1927) vakti einna fyrstur manna athygli á því, að vaxandi styrkur koltvíoxíðs í andrúmslofti myndi valda hlýnun þess. Hafnargata – Seyðisfirði Gott hús á frábærum stað við Hafnargötu á Seyðisfirði sem hentað getur fyrir hverskonar þjónustustarfsemi s.s. veitinga- eða kaffihús og margt fleira. Húsið er í góðu ástandi og hefur síðustu misseri hýst starfsemi Landsbankans og Íslandspósts. Rúmgóður bílskúr er við húsið og lóð er frágengin með bundnu slitlagi. Heildarstærð eignarinnar er 223,0 m². Nánari upplýsingar hjá INNI fasteignasölu s.580 7905 eða á www.inni.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.