Morgunblaðið - 11.02.2016, Síða 54

Morgunblaðið - 11.02.2016, Síða 54
54 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2016 Kemi, Finnlandi. AFP. | Óárennilegir hópar, sem kalla sig Hermenn Óðins, hafa undafarna mánuði vaktað götur borga í Finnlandi undir því yfirskini að þeir séu að vernda heimamenn fyrir hælisleitendum. Nú er komið fram óvænt svar við þeim – brosandi konur, sem bjóða upp á faðmlag. Í smábænum Kemi, sem er um klukkustundar akstur frá heim- skautsbaug gengur hópur þrekinna manna í svörtum hermannajökkum um götur og lætur 15 stiga frost ekki á sig fá. Þeir halda því fram að þeir þurfi að vernda konur og börn í bæn- um fyrir „íslömskum boðflennum“ eins og það er orðað á heimasíðu þeirra. Þessi fámenni hópur undir forustu stofnandans, Mikas Ranta, 29 ára gamals vörubílstjóra, sem nefndi samtökin eftir Óðni, æðsta guði nor- rænar goðafræði, stendur vaktina þótt enginn hælisleitandi sé sjáan- legur á götunum þegar tíðindamann AFP ber að garði. Virkir í 20 bæjum Hópurinn segir að sjálfboðaliðar séu virkir í að minnsta kosti 20 finnskum bæjum og fari um í ein- kennisklæðum samtakanna, með svarta hatta og klæddir svörtum jökkum með einkennisstafi þeirra á bakinu. Vaktir þeirra hófust í Kemi í októ- ber eftir að farandmenn, einkum frá Írak, fóru að streyma yfir landamær- in frá Svíþjóð. Margir þeirra fóru í gegnum Kemi á leið sinni til bæja sunnar í Finn- landi. Finnar tóku á móti 32.000 hælisleitendum í fyrra. Í Finnlandi búa 5,4 milljónir manna og var það með því mesta sem gerðist í Evrópu miðað við höfða- tölu. Hermenn Óð- ins, sem sem flestir eru verkamenn á aldr- inum 20 til 40 ára, halda fram að þessi straumur hafi leitt til aukningar glæpa. Lögreglan er reyndar á öðru máli, en Ranta lætur það ekki á sig fá og ítrekar að samtökin muni verða nauð- synleg innan nokkurra mánaða þegar sumarið kemur, almenningur streymi að ströndum vatnanna og „nauðgun- arárásirnar“ hefjist. Sagðir tengjast nýnasistum Í finnskum fjölmiðlum hefur mikið verið fjallað um tengsl Hermanna Óðins við nýsnasistasamtök. Ranta, sem var dæmdur fyr- ir að ráðast á tvo innflytj- endur 2005, er ekkert að fela að hann sé nýnasisti – „Já, það er ég“ – en heldur fram að hugmyndafræði hans og aðild að Finnsku and- spyrnuhreyfingunni komi eftirlitinu ekkert við. „Þótt ég sé stofnandinn eða þannig þýðir það ekki að allur hópurinn sé [nýnasistar] … Við erum bara eftirlitshópur og hvers vegna þarf fólk að gera eitthvað annað úr því?“ spyr hann. Hópur kvenna er nú staðráðinn í að sýna að Finnland sé umburðarlynt og öruggt. Þær kalla sig Systur Kyllikki, gáskafullrar persónu úr finnska söguljóðinu Kalevala. Í hópnum eru mæður, ellilífeyrisþegar og sérfræð- ingar, sem náðu saman gegnum fé- lagsmiðilinn Facebook. Þær taka á móti ókunnugum með bros á vör og miða sem veitir „leyfi til faðmlags“. Sumir vegfarendur virðast skelk- aðir þegar konurnar koma aðvífandi. Ekki er nóg með að þær tali við ókunnuga heldur faðma þær þá. Í Finnlandi stingur slík hegðun í stúf, en konurnar eru þeirrar hyggju að yfirstíga megi ótta og óöryggi með einföldum góðverkum. Öruggur og friðsæll bær „Við erum hér til að sýna að Kemi er öruggur og friðsæll bær og fólk ætti að vera betra hvað við annað,“ sagði kona úr hópnum, sem vildi ekki gefa upp nafn sitt af ótta við árásir á félagsmiðlum. Segjast vakta hælisleitendur  Hópur sem nefnist Hermenn Óðins stundar eftirlit í bæjum í Finnlandi  Segjast vernda konur og börn gegn innflytjendum  Konur hafa tekið sig saman og svara með brosi og bjóða upp á faðmlag AFP Vígalegir Hópur svartklæddra félaga úr Hermönnum Óðins stendur á götu í bænum Kemi í Finnlandi 5. febrúar. Liðsmenn samtakanna fara um götur og segjast vera að vernda heimamenn fyrir hælisleitendum. AFP Konur svara Félagi úr Systrum Kyllikki býr sig undir að ganga um bæinn Kemi og faðma vegfarandur. Framtakið er andsvar við Hermönnum Óðins. Mika Ranta, stofnandi Her- manna Óðins. Fordæma öfgar » Hvorki lögregla né Hermenn Óðins hafa greint frá því að slegið hafi í brýnu til þessa, en þeir eru þyrnir í augum yfir- valda. » Finnska lögreglan segir að Hermenn Óðins hafi engan rétt til að láta að sér kveða. » Ríkisstjórnin hefur fordæmt tilveru þeirra og harmaði Pet- teri Orpo „öfgar“ í fari þeirra. » Samtökin segja að þau séu með 600 félaga í Finnlandi og stuðningshópar hafi komið fram á hinum löndunum á Norðurlöndum og í Bandaríkj- unum. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, gagn- rýndi í gær stuðning Bandaríkjamanna við helstu samtök Kúrda í Sýrlandi, Lýðræðissambands- flokk Kúrda, PYD. Forsetinn sagði að Sýrland hefði orðið að „blóðhafi“ vegna þess að stjórnin í Washington neitaði að skilgreina flokkinn sem hryðjuverkasamtök. Tyrknesk stjórnvöld segja að PYD og vopnaðar sveitir flokksins, Verndarsveitir þjóðarinnar (YPG), séu útibú Verkamannaflokks Kúrdistans, PKK, sem barðist í áratugi blóðugri baráttu fyrir sjálfstæði Kúrdahéraða í Tyrklandi. Bandarísk stjórnvöld hafa skilgreint PKK sem hryðjuverka- samtök en reiða sig á PYD og vopnaðar sveitir flokksins í Sýrlandi í baráttunni gegn Ríki íslams, samtökum íslamista. Talið er að meira en 500 manns hafi beðið bana síð- ustu tíu daga í sókn sem sýrlenski stjórnarherinn hóf með hjálp rússneskra herflugvéla gegn uppreisnarmönnum í borginni Aleppo. STRÍÐIÐ Í SÝRLANDI Erdogan gagnrýnir stuðning við Kúrda Kúrdar með fána PYD. Lögreglan í Haryana-ríki á norðanverðu Ind- landi hefur ákveðið að nota teygjubyssur til að skjóta pipardufti og glerkúlum þegar stöðva þarf óeirðir sem eru nær daglegt brauð á þess- um slóðum. Lögreglan hefur hingað til notast við táragas og kylfur í átökum við mótmæl- endur en segir að þær aðferðir hafi ekki gefið góða raun. Hún hafi komist að þeirri niður- stöðu að það sé miklu betra að skjóta pipardufti og glerkúlum með teygjubyssum en að nota byssur til að skjóta gúmmíkúlum því að þær geti valdið slæmum meiðslum. Andstæðingar nýju aðferðarinnar segja að glerkúlur geti einnig valdið meiðslum en lögreglan segir að þeim verði ekki skotið nema reynt hafi verið án árangurs að stöðva óeirðirnar með duftinu. INDLAND Teygjubyssum beitt gegn mótmælendum Lögreglumaður beitir teygjubyssu. Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidja.is - sími 577 5177 hafðu það notalegt vottun reynsla ára ábyrgð gæði miðstöðvarofnar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.