Morgunblaðið - 11.02.2016, Qupperneq 43
FRÉTTIR 43Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2016
Rómantískur
13.-14. & 20.-21. febrúar
9.990 kr.
fyrir tvo
matseðill
fyrir tvo
O
Opið 09-23 | Laugavegi 12 | 101 Rvk. | Sími 551 5979 | lebistro.is
Forréttur til að deila
Moules Marinières (kræklingur)
✶ ✶ ✶
Aðalréttur, val um:
Poulet aux Écrevisses
(kjúklingur með ferskvatnshumri)
Carré d‘agneau en croûte d‘herbes
(grilluð lambakóróna)
✶ ✶ ✶
Eftirréttur til að deila
Planche de verrines
(úrval eftirrétta í glösum)
BAKSVIÐ
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Við formlega opnun nýs salar í
húsakynnum Blaðamannafélags Ís-
lands í síðustu viku var salnum gef-
ið nafnið Blaðamannaklúbburinn,
en nafnið vísar til
samkomustaðar
blaðamanna í
turnherbergi á
Hótel Borg í
upphafi sjöunda
áratugarins, sem
kallaður var
Blaðamanna-
klúbburinn.
Í frétt sem
birtist í Morgun-
blaðinu á bls. 2,
þann 20. júlí 1962 kom fram að Pét-
ur Daníelsson, hótelhaldari á Hótel
Borg, hefði látið Blaðamannafélag-
inu í té húsnæði í turnherberginu,
þar sem félagsmenn og gestir
þeirra, auk blaðafulltrúa erlendra
sendiráða gátu komið saman til
fundar, skrafs og ráðagerða einu
sinni í viku, á föstudagskvöldum.
Glas af einhverju
Orðrétt sagði m.a. í fréttinni:
„Framvegis er þó ætlunin að opna
fyrr eða síðdegis og geta blaða-
menn þá komið hvenær sem er eft-
ir þann tíma, og fram til kl. 1, og
gengið sér brauðsneið og kaffi eða
glas af einhverju.“
Fríða Björnsdóttir, blaðamaður
og fyrrverandi framkvæmdastjóri
Blaðamannafélags Íslands í áratugi,
er handhafi blaðamannaskírteinis
númer 6. Hún gerðist blaðamaður á
Tímanum 17. janúar 1962.
Það kom í hlut Fríðu á föstu-
dagskvöldið í síðustu viku, þegar
nýja salnum var gefið nafn um leið
og níu félagar í BÍ voru heiðraðir
með gullmerki félagins fyrir 40 ára
starf, að greina frá því hvaða nafn
hefði verið valið: Blaðamannaklúbb-
urinn.
„Sumarið 1962, þegar ákveðið var
að stofna Blaðamannaklúbb Ís-
lands, fengum við lánað turnher-
bergið á Hótel Borg einu sinni í
viku. Ég var þá nýbyrjuð í Blaða-
mannafélaginu, kornungur blaða-
maðurinn,“ sagði Fríða í samtali við
Morgunblaðið í gær.
Hún segir að við það tækifæri
hafi félagið látið útbúa skjöld sem á
stóð Blaðamannaklúbburinn, Ice-
landic Pressclub, og hann hafi verið
festur upp á vegg í turnherberginu.
„Við komum þarna saman vikulega.
Turnherbergið var nú ekki jafn-
stórt og flott og það er í dag, enda
búið að bæta við hæð, þannig að
það var oft þröngt um manninn.
Klúbburinn lifði ekki lengi, því ef
ég man þetta rétt, þá var okkur út-
hýst af Borginni einhvern tíma
síðla árs 1963, fyrir einhverjar
óspektir, sem ekki samrýmdust
hefðbundnum hótelrekstri. Drykkj-
an á þessum samkundum var ekki
lítil, svo ekki sé sterkar að orði
kveðið. Þar með var því ævintýri
lokið,“ segir Fríða og hlær við.
Á föstudagskvöldið kom fram í
máli eins ræðumanns, sem man
tímana tvenna í blaðamennskunni,
því hann er næstum því með jafn
langan starfsaldur og Fríða, að
lokahnykkurinn á því að BÍ missti
þessa fundaraðstöðu sína í turn-
herberginu á Hótel Borg, var sá að
„fundargestir“ luku einu föstudags-
kvöldinu með því að fara út á svalir
turnherbergis Hótel Borgar og
henda niður á Pósthússtræti stól-
unum úr herberginu!
Hún segir að hún hafi sett skiltið
góða innan á hurðarkarminn í höf-
uðstöðvum Blaðamannafélagsins,
fljótlega eftir að hún tók við sem
framkvæmdastjóri, til þess eins að
gæta þess að það glataðist ekki.
Svo þegar ráðist hafi verið í ým-
iss konar endurbætur á húsakynn-
unum, skipt um hurðir og karma,
hafi skiltið verið tekið niður.
Þegar búið hafi verið að velja
salnum nýtt nafn, hafi Hjálmar
Jónsson, formaður Blaðamanna-
félags Íslands, rifjað upp tilvist
skiltisins, sem geymt var í ein-
hverri skúffunni.
Skilaði sannarlega góðu búi
„Ég sagði á fundinum: gott, það
þarf þá alla vega ekki að eyða í
nýtt skilti, sem hæfir mínum hugs-
anagangi afar vel!“ segir Fríða,
sem í öllum sínum störfum fyrir BÍ
hefur alltaf þótt einstaklega hagsýn
og sparsöm fyrir hönd félagsins,
jafnvel svo að sumum hefur þótt
nóg um. Hjálmar Jónsson, formað-
ur Blaðamannafélags Íslands, fór
sérstaklega fögrum orðum um
Fríðu og hversu hagsýn hún hefði
verið í rekstri BÍ í tæp tuttugu ár.
„Hún skilaði svo sannarlega góðu
búi til okkar félaganna í Blaða-
mannafélagi Íslands,“ sagði for-
maðurinn m.a.
Blaðamannaklúbburinn vaknar á ný
Blaðamannaklúbburinn var stofnaður sumarið 1962, en lognaðist fljótlega út af, eftir að hafa verið
úthýst af Hótel Borg, þegar ákveðnir fundargestir urðu uppvísir að óspektum og drykkjulátum
Morgunblaðið/Ómar
Hótel Borg Héðan frá turnherberginu fengu stólar að fjúka fyrir hálfri öld.
Blaðamannaklúbburinn Skjöldur Blaðamannaklúbbsins var gerður 1962.
Fríða
Björnsdóttir