Morgunblaðið - 11.02.2016, Síða 43

Morgunblaðið - 11.02.2016, Síða 43
FRÉTTIR 43Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2016 Rómantískur 13.-14. & 20.-21. febrúar 9.990 kr. fyrir tvo matseðill fyrir tvo O Opið 09-23 | Laugavegi 12 | 101 Rvk. | Sími 551 5979 | lebistro.is Forréttur til að deila Moules Marinières (kræklingur) ✶ ✶ ✶ Aðalréttur, val um: Poulet aux Écrevisses (kjúklingur með ferskvatnshumri) Carré d‘agneau en croûte d‘herbes (grilluð lambakóróna) ✶ ✶ ✶ Eftirréttur til að deila Planche de verrines (úrval eftirrétta í glösum) BAKSVIÐ Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Við formlega opnun nýs salar í húsakynnum Blaðamannafélags Ís- lands í síðustu viku var salnum gef- ið nafnið Blaðamannaklúbburinn, en nafnið vísar til samkomustaðar blaðamanna í turnherbergi á Hótel Borg í upphafi sjöunda áratugarins, sem kallaður var Blaðamanna- klúbburinn. Í frétt sem birtist í Morgun- blaðinu á bls. 2, þann 20. júlí 1962 kom fram að Pét- ur Daníelsson, hótelhaldari á Hótel Borg, hefði látið Blaðamannafélag- inu í té húsnæði í turnherberginu, þar sem félagsmenn og gestir þeirra, auk blaðafulltrúa erlendra sendiráða gátu komið saman til fundar, skrafs og ráðagerða einu sinni í viku, á föstudagskvöldum. Glas af einhverju Orðrétt sagði m.a. í fréttinni: „Framvegis er þó ætlunin að opna fyrr eða síðdegis og geta blaða- menn þá komið hvenær sem er eft- ir þann tíma, og fram til kl. 1, og gengið sér brauðsneið og kaffi eða glas af einhverju.“ Fríða Björnsdóttir, blaðamaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands í áratugi, er handhafi blaðamannaskírteinis númer 6. Hún gerðist blaðamaður á Tímanum 17. janúar 1962. Það kom í hlut Fríðu á föstu- dagskvöldið í síðustu viku, þegar nýja salnum var gefið nafn um leið og níu félagar í BÍ voru heiðraðir með gullmerki félagins fyrir 40 ára starf, að greina frá því hvaða nafn hefði verið valið: Blaðamannaklúbb- urinn. „Sumarið 1962, þegar ákveðið var að stofna Blaðamannaklúbb Ís- lands, fengum við lánað turnher- bergið á Hótel Borg einu sinni í viku. Ég var þá nýbyrjuð í Blaða- mannafélaginu, kornungur blaða- maðurinn,“ sagði Fríða í samtali við Morgunblaðið í gær. Hún segir að við það tækifæri hafi félagið látið útbúa skjöld sem á stóð Blaðamannaklúbburinn, Ice- landic Pressclub, og hann hafi verið festur upp á vegg í turnherberginu. „Við komum þarna saman vikulega. Turnherbergið var nú ekki jafn- stórt og flott og það er í dag, enda búið að bæta við hæð, þannig að það var oft þröngt um manninn. Klúbburinn lifði ekki lengi, því ef ég man þetta rétt, þá var okkur út- hýst af Borginni einhvern tíma síðla árs 1963, fyrir einhverjar óspektir, sem ekki samrýmdust hefðbundnum hótelrekstri. Drykkj- an á þessum samkundum var ekki lítil, svo ekki sé sterkar að orði kveðið. Þar með var því ævintýri lokið,“ segir Fríða og hlær við. Á föstudagskvöldið kom fram í máli eins ræðumanns, sem man tímana tvenna í blaðamennskunni, því hann er næstum því með jafn langan starfsaldur og Fríða, að lokahnykkurinn á því að BÍ missti þessa fundaraðstöðu sína í turn- herberginu á Hótel Borg, var sá að „fundargestir“ luku einu föstudags- kvöldinu með því að fara út á svalir turnherbergis Hótel Borgar og henda niður á Pósthússtræti stól- unum úr herberginu! Hún segir að hún hafi sett skiltið góða innan á hurðarkarminn í höf- uðstöðvum Blaðamannafélagsins, fljótlega eftir að hún tók við sem framkvæmdastjóri, til þess eins að gæta þess að það glataðist ekki. Svo þegar ráðist hafi verið í ým- iss konar endurbætur á húsakynn- unum, skipt um hurðir og karma, hafi skiltið verið tekið niður. Þegar búið hafi verið að velja salnum nýtt nafn, hafi Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamanna- félags Íslands, rifjað upp tilvist skiltisins, sem geymt var í ein- hverri skúffunni. Skilaði sannarlega góðu búi „Ég sagði á fundinum: gott, það þarf þá alla vega ekki að eyða í nýtt skilti, sem hæfir mínum hugs- anagangi afar vel!“ segir Fríða, sem í öllum sínum störfum fyrir BÍ hefur alltaf þótt einstaklega hagsýn og sparsöm fyrir hönd félagsins, jafnvel svo að sumum hefur þótt nóg um. Hjálmar Jónsson, formað- ur Blaðamannafélags Íslands, fór sérstaklega fögrum orðum um Fríðu og hversu hagsýn hún hefði verið í rekstri BÍ í tæp tuttugu ár. „Hún skilaði svo sannarlega góðu búi til okkar félaganna í Blaða- mannafélagi Íslands,“ sagði for- maðurinn m.a. Blaðamannaklúbburinn vaknar á ný  Blaðamannaklúbburinn var stofnaður sumarið 1962, en lognaðist fljótlega út af, eftir að hafa verið úthýst af Hótel Borg, þegar ákveðnir fundargestir urðu uppvísir að óspektum og drykkjulátum Morgunblaðið/Ómar Hótel Borg Héðan frá turnherberginu fengu stólar að fjúka fyrir hálfri öld. Blaðamannaklúbburinn Skjöldur Blaðamannaklúbbsins var gerður 1962. Fríða Björnsdóttir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.