Morgunblaðið - 11.02.2016, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.02.2016, Blaðsíða 32
32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2016 reikna út þorskígildi og taldi að í því fælist framsal meira valds til ákvörðunar um fjárhæð skatta, en heimilt væri samkvæmt 77. grein stjórnarskrárinnar. Héraðsdómur mat það hins vegar svo að fyr- irkomulag veiðigjaldsins fyrir fisk- veiðiárið 2012-2013 væri skýrt sett fram í lögum um veiðigjald. Þar sem löggjafinn hefði í dómaframkvæmd haft víðtækt vald til þess að ákveða hvaða atriði ráði skattskyldu hefði ekki verið um óeðlilega ráðstöfun eða framsal valds að ræða. Jafnræðisregla ekki brotin Rökum Vinnslustöðvarinnar var einnig hafnað hvað varðaði meint brot á jafnræðis- og eignarrétt- arákvæðum stjórnarskrár. Benti héraðsdómur á að í dómafram- kvæmd Hæstaréttar hefði komið fram að úthlutun veiðiheimilda myndaði hvorki eignarrétt né for- ræði einstakra manna yfir þeim. Þá þótti dóminum ekki að sýnt hefði verið fram á að álagning gjaldanna væri svo óhófleg og íþyngjandi að hægt væri að tala um þjóðnýtingu á eigum Vinnslustöðvarinnar. Héraðsdómur mat það einnig svo að ekki væri hægt að tala um aft- urvirka skattlagningu, þar sem álagningin hefði ekki lagst á tekjur sem aflað hafði verið áður en lögin tóku gildi, heldur hefði hún verið reiknuð út frá meðaltalsupplýs- ingum sem lágu fyrir í gögnum op- inberra aðila. Þótti héraðsdómi því rétt að sýkna ríkið af öllum kröfum Vinnslustöðvarinnar, og þótti rétt að málskostnaður félli niður. Svipuð rök og í héraði Hæstiréttur felldi dóm í máli Hall- dórs fiskvinnslu ehf. gegn íslenska ríkinu fimmtudaginn 28. janúar. Fiskvinnslufyrirtækið krafðist end- urgreiðslu veiðigjalda sem það greiddi fiskveiðiárið 2012-2013 vegna landaðs afla í fisktegundum sem ekki sættu ákvörðun um heild- arafla. Í þessu tilfelli voru það fisk- tegundirnar tindaskata, hlýri, rauð- magi og grásleppa. Halldór fiskvinnsla ehf. byggði málflutning sinn á svipuðum for- sendum og Vinnslustöðin, bæði hvað varðaði meint brot ríkisins á jafn- ræðis- og eignarréttarákvæðum stjórnarskrár, og varðandi meint framsal skattlagningarvalds frá Al- þingi til stjórnvalds. Hæstiréttur afgreiddi hins vegar bæði þessi atriði með svipuðum rök- um og héraðsdómur færði fyrir dómi sínum í máli Vinnslustöðvarinnar. Fiskvinnslan byggði hins vegar einnig mál sitt á þeirri forsendu, að veiðigjöld hefðu ekki verið lögð á afla krókaaflamarksbáta í þeim fjór- um fisktegundum sem Halldór fisk- vinnsla krafðist endurgreiðslu á. Ómálefnalegur mismunur Hafði löggjafinn að mati fisk- vinnslunnar ekki lagt málefnalegt mat til grundvallar því að ekki hefði þurft að greiða veiðigjöld af afla þeirra báta sem ekki sættu ákvörð- un um heildarafla, á sama tíma og fiskvinnslunni hefði verið gert að greiða gjald af samskonar afla. Hæstiréttur mat það hins vegar svo að aðstaða Halldórs fiskvinnslu ehf. og krókaaflamarksbáta hefði verið ósambærileg þegar kom að veiðum á tindaskötu, hlýra og rauð- maga. Því væri ekki hægt að tala um brot á jafnræðisreglu. Öðru máli gilti hins vegar um grá- sleppuveiðar, þar sem þeim væri stýrt með reglugerð, þar sem allar veiðar á grásleppu væru óheimilar nema með fengnu leyfi Fiskistofu. Aðstaða þeirra sem gerðu út báta í aflamarkskerfi væri því sú sama og þeirra sem stunduðu útgerð í króka- aflamarkskerfi þegar kæmi að grá- sleppuveiðum, þar sem ekki væri gerður greinarmunur á þessum bát- um við stjórn þeirra fiskveiða, auk þess sem veiðarfæri gætu verið þau sömu í báðum tilfellum. Taldi Hæsti- réttur því sýnt fram á að við álagn- ingu veiðigjaldsins á grásleppuveið- ar Halldórs fiskvinnslu hefði falist ómálefnaleg mismunun í andstöðu við jafnræðisreglu stjórnarskrár. Var því ríkinu gert að greiða Hall- dóri fiskvinnslu ehf. 871.718 krónur með vöxtum, auk þess sem máls- kostnaður upp á tvær milljónir króna var felldur á ríkið. Af þessum tveimur málum má því ráða að íslenskir dómstólar telji álagningu veiðigjalda almennt séð standast stjórnarskrá, og að þau brjóti ekki gegn ákvæðum hennar um skattlagningu eða jafnræðisregl- unni, nema sýnt sé fram á að aðrir aðilar séu undanþegnir álagningu gjalda, án þess að munur sé á að- stöðu þeirra. Veiðigjöld standast stjórnarskrá  Tveir dómar féllu með þriggja daga millibili um veiðigjöld  Ríkið sýknað af nær öllum kröfum um endurgreiðslu  Álagning veiðigjalda á grásleppu ekki talin byggð á málefnalegum grunni Grásleppuvinnsla Tveir dómar féllu í lok síðasta mánaðar, þar sem álagning veiðigjalda var að mestu staðfest. SVIÐSLJÓS Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Síðustu vikuna í janúar féllu tveir dómar, einn í Héraðsdómi Reykja- víkur og hinn í Hæstarétti, sem báð- ir sneru að framkvæmd og álagn- ingu veiðigjaldanna. Í fyrra málinu sóttist Vinnslustöðin hf. eftir endur- greiðslu veiðigjaldanna frá ríkinu vegna veiðiheimilda skipa sinna fisk- veiðiárið 2012-2013, og í seinna mál- inu sóttist Halldór fiskvinnsla ehf. eftir endurgreiðslu veiðigjalda í fjór- um fisktegundum sama fiskveiðiár. Þess ber að geta að fiskveiðiárið 2012-2013 voru veiðigjöld ákvörðuð með öðrum hætti en nú er, þar sem bráðabirgðaákvæði í lögum nr. 74/ 2012 um veiðigjöld ákvarðaði fjár- hæð gjaldsins fyrir það ár. Var niðurstaðan í báðum málum ríkinu í vil, fyrir utan að Hæstiréttur mat það sem svo að álagning veiði- gjalda á grásleppu hefði ekki verið byggð á málefnalegum grunni. Tekist á um framsal valds Hinn 25. janúar síðastliðinn féll dómur í máli Vinnslustöðvarinnar hf. gegn íslenska ríkinu. Byggði Vinnslustöðin mál sitt gegn ríkinu á þremur forsendum. Í fyrsta lagi væri veiðigjaldið skattur en ekki gjald sem stæðist ekki ákvæði stjórnarskrár um að löggjafinn einn megi leggja á skatta og ákveða upp- hæð þeirra. Í öðru lagi hélt Vinnslu- stöðin því fram að brotið væri á jafn- ræðisreglu og eignaréttarákvæði stjórnarskrá við álagningu gjaldsins, og í þriðja lagi að álagning gjaldsins fyrir veiðiárið 2012-2013 fæli í sér afturvirka skattlagningu. Varðandi fyrsta atriðið taldi Vinnslustöðin að brotið væri gegn 40. og 77. grein stjórnarskrár, þar sem veiðigjaldanefnd en ekki Al- þingi ákvarðaði í raun gjaldstofna, á grundvelli útreikninga sem Vinnslu- stöðin hefði engin tök á að sann- reyna. Benti Vinnslustöðin jafn- framt á að ráðuneyti væri falið að bestalambid.isBeztu uppskriftirnar okkar Enn einn dagur í Paradís Bez t á fi skinn Atburðarásin undir Bárðarbungu er hæg og svo virðist sem djúpt sé á henni eða um 10-15 km. „Þetta veldur því að öll merki sem sjást verða dauf,“ sagði Páll Einars- son, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. „Það er ljóst að skjálftavirkni í Bárðarbungu fer heldur vaxandi. Hún náði ákveðnu lág- marki í haust en hefur vaxið síð- an.“ Vegna þess hvað atburðirnir eru djúpt í jörðu dreifist landrisið yfir stórt svæði. Enn eru margir óvissuþættir og jafnvel mótsagna- kenndir varðandi það sem virðist vera að gerast í eldstöðinni. Páll sagði að menn séu þess vegna hik- andi við að túlka merkin sem berast á mjög afgerandi hátt. Sama gildir um Bárðarbungu og Heklu að mest er að marka hegðun eldfjallanna til langs tíma. „Mælingar sem við höfum benda til þess að það hafi verið þensla í Heklu alveg síðan í síðasta gosi árið 2000,“ sagði Páll. Síðasta mæling var gerð í haust og hún sýndi áframhald- andi þenslu. Allt bendir til þess að Hekla hafi verið tilbúin fyrir nýtt eldgos allt frá árinu 2006. Til eru samfelldar mælingar á landrisi við Næfurholt frá því fyrir eldgosið 1991. Þær sýna að Hekla rís fram að gosi og sígur svo þegar fer að gjósa. Hún fór strax aftur að rísa eftir gosið 1991 og reis fram til árs- ins 2000. Þá var hún komin í sömu hæð og fyrir gosið 1991. Gosið kom á réttum tíma 2000 og Hekla seig. Hún fór strax að rísa aftur eftir það gos og var komin í svipaða hæð og fyrir gosin 1991 og 2000 árið 2006. Síðan hefur hún risið fram yfir það. Það þarf þó ekki að þýða að næsta gos í Heklu verði stærra en fyrrgreind eldgos, að sögn Páls. „Hekla er búin að safna í sarpinn og þrýstingurinn nú ætti að vera nægur til að koma gosi upp. Það er eins og það þurfi hálfgerða tilviljun til að koma henni af stað,“ sagði Páll. Hann minnti á að fyrirvarinn á Heklugosum hefði verið allt frá 15 mínútum og upp í 79 mínútur sam- kvæmt mælingum á upphafi fjög- urra síðustu Heklugosa, þ.e. 1970, 1980, 1991 og 2000. Hún geti því gos- ið hvenær sem er og það með skömmum fyrirvara. gudni@mbl.is Hæg atburðarás undir Bárðarbungu  Hekla getur gosið hvenær sem er Páll Einarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.