Morgunblaðið - 11.02.2016, Qupperneq 80

Morgunblaðið - 11.02.2016, Qupperneq 80
80 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2016 Kringlunni - 103 Reykjavík - Sími 578 8989 - www.myrinstore.is Vinnudagurinn er jafnan langur en svo gefast stundir millistríða. Strax þegar störfum lýkur á fimmtudegi brunum við íbæinn og kannski gerir fjölskyldan sé dagamun þegar ég kem heim,“ segir Sigurður Hallur Sigurðsson brúarsmiður sem er 49 ára í dag. Hann býr í Reykjavík en ræturnar eru norður á Hvammstanga. Afi hans og síðar bróðir fóru fyrir brúarvinnuflokki Vegagerðarinnar og því lá beint við að okkar maður gengi í það lið. Fjórtán ára var hann kominn í flokkinn sem í tímans rás hefur endurnýjast og fyrir nokkrum árum tók Hallur, eins og hann er jafnan kallaður, við stjórn- inni. „Já, það er alltaf nóg að gera. Núna erum við í endurbótum á brúnni yfir Sveðjustaðaá í Hrútafirði en stóra verkefnið framundan er reglubundið viðhald á Borgarfjarðarbrú. Raunar er það viðfangs- efni endalaust því álagið á þessu mannvirki er mikið,“ segir Hallur sem er kvænur Stellu Ingibjörgu Steingrímsdóttur. Þau eiga tvö börn, Sigurð sem er í atvinnuflugmannsnámi og Evu Björgu sem er kennari við Akurskóla í Njarðvík. Utan vinnu er Hallur með brennandi áhuga á golfi og er í Golf- klúbbi Reykjavíkur. „Ég byrjaði í golfinu árið 2003 og féll alveg fyrir sportinu. Forgjöfin er komin niður í 9,4. Markmiðið er að halda því og vonandi komast eitthvað lægra. En fyrst og síðast er þetta skemmti- legt enda ætla ég mér að vera löngum stundum í Grafarholtinu og Korpunni í sumar,“ segir brúarsmiðurinn að síðustu. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Verkefni Nóg að gera, segir Hallur, hér við störf á Borgarfjarðarbrú. Brúarsmiðurinn féll fyrir golfíþróttinni Sigurður Hallur Sigurðsson er 49 ára í dag J ón Guðjónsson er fæddur 11. febrúar 1926 í Sveina- tungu í Norðurárdal í Borgarfirði. Hann átti heima á Hermundar- stöðum í Þverárhlíð til 1955. Jón stundaði nám við Héraðsskól- ann í Reykholti 1943-1945, stundaði nám í vélfræði og verkstjórn í Bandaríkjunum árið 1955 og árið 1958 útskrifaðist hann sem búfræð- ingur frá búnaðarskólanum í Kalnes í Östfold í Noregi. Jón starfaði hjá Ræktunarsam- bandi Borgarfjarðar 1948-1955 og varráðunautur hjá Búnaðarsam- bandi Vestfjarða 1959-1973. Jón var bóndi á Laugabóli í Ísafirði, innst í Ísafjarðardjúpi, frá 1967, en hann keypti jörðina af Sigurði Þórðarsyni, syni Höllu Eyjólfsdóttur skáldkonu. Jón er enn með rekstur á Laugabóli tilheyrandi hrossum. „Ég var alinn upp á hestbaki og sem bóndi átti ég allmikið af hestum og á ennþá nokkur hross.“ Jón býr núna í Borgarnesi. „Ég sit í ellinni og les blöðin og hef ennþá áhuga fyr- ir landsmálunum og hvernig land- búnaðarmál þróast. „Ég er núna uggandi varðandi þann búvörusamn- ing sem nú virðist vera í deiglunni og miðar að því að leggja niður grunn- inn að núverandi greiðslumarks- kerfi-framleiðslustýringu sem hefur reynst vel og bændur hafa hagað sinni búrekstrarstöðu og fram- kvæmdarþörf eftir til framtíðar samanber kaup á greiðslumarki.“ Félagsstörf Jón var framkvæmdastjóri Rækt- unarsambands Nauteyrar- og Snæ- fjallahrepps 1964-1969. Hann var í Inn-Djúpsnefnd við gerð Inn-Djúps- áætlunar 1973. Formaður jarða- nefndar Norður-Ísafjarðarsýslu frá 1976 til 1994. Sat í stjórn Djúpbáts- ins hf. 1975-1981. Formaður skóla- nefndar Héraðsskólans í Reykjanesi 1973-1989. Hreppstjóri í Naut- Jón Guðjónsson, fyrrv. bóndi og hreppstjóri á Laugabóli – 90 ára Hestahvíslari „Ég var alinn upp á hestbaki og sem bóndi átti ég allmikið af hestum og á ennþá nokkur hross.“ Fylgist með landsmálunum Í Ísafirði Laugaból í Ísafirði innst í Ísafjarðardjúpi var stórbýli og góð sauðfjárjörð og átti Jón fjölda sauðfjár og einnig mikinn fjölda hesta. Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl. is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á „Íslendinga“ síðum Morgunblaðsins er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.