Morgunblaðið - 11.02.2016, Síða 80
80 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2016
Kringlunni - 103 Reykjavík - Sími 578 8989 - www.myrinstore.is
Vinnudagurinn er jafnan langur en svo gefast stundir millistríða. Strax þegar störfum lýkur á fimmtudegi brunum við íbæinn og kannski gerir fjölskyldan sé dagamun þegar ég kem
heim,“ segir Sigurður Hallur Sigurðsson brúarsmiður sem er 49 ára í
dag. Hann býr í Reykjavík en ræturnar eru norður á Hvammstanga.
Afi hans og síðar bróðir fóru fyrir brúarvinnuflokki Vegagerðarinnar
og því lá beint við að okkar maður gengi í það lið. Fjórtán ára var
hann kominn í flokkinn sem í tímans rás hefur endurnýjast og fyrir
nokkrum árum tók Hallur, eins og hann er jafnan kallaður, við stjórn-
inni.
„Já, það er alltaf nóg að gera. Núna erum við í endurbótum á
brúnni yfir Sveðjustaðaá í Hrútafirði en stóra verkefnið framundan
er reglubundið viðhald á Borgarfjarðarbrú. Raunar er það viðfangs-
efni endalaust því álagið á þessu mannvirki er mikið,“ segir Hallur
sem er kvænur Stellu Ingibjörgu Steingrímsdóttur. Þau eiga tvö
börn, Sigurð sem er í atvinnuflugmannsnámi og Evu Björgu sem er
kennari við Akurskóla í Njarðvík.
Utan vinnu er Hallur með brennandi áhuga á golfi og er í Golf-
klúbbi Reykjavíkur. „Ég byrjaði í golfinu árið 2003 og féll alveg fyrir
sportinu. Forgjöfin er komin niður í 9,4. Markmiðið er að halda því og
vonandi komast eitthvað lægra. En fyrst og síðast er þetta skemmti-
legt enda ætla ég mér að vera löngum stundum í Grafarholtinu og
Korpunni í sumar,“ segir brúarsmiðurinn að síðustu. sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Verkefni Nóg að gera, segir Hallur, hér við störf á Borgarfjarðarbrú.
Brúarsmiðurinn féll
fyrir golfíþróttinni
Sigurður Hallur Sigurðsson er 49 ára í dag
J
ón Guðjónsson er fæddur
11. febrúar 1926 í Sveina-
tungu í Norðurárdal í
Borgarfirði. Hann átti
heima á Hermundar-
stöðum í Þverárhlíð til 1955.
Jón stundaði nám við Héraðsskól-
ann í Reykholti 1943-1945, stundaði
nám í vélfræði og verkstjórn í
Bandaríkjunum árið 1955 og árið
1958 útskrifaðist hann sem búfræð-
ingur frá búnaðarskólanum í Kalnes
í Östfold í Noregi.
Jón starfaði hjá Ræktunarsam-
bandi Borgarfjarðar 1948-1955 og
varráðunautur hjá Búnaðarsam-
bandi Vestfjarða 1959-1973. Jón var
bóndi á Laugabóli í Ísafirði, innst í
Ísafjarðardjúpi, frá 1967, en hann
keypti jörðina af Sigurði Þórðarsyni,
syni Höllu Eyjólfsdóttur skáldkonu.
Jón er enn með rekstur á Laugabóli
tilheyrandi hrossum.
„Ég var alinn upp á hestbaki og
sem bóndi átti ég allmikið af hestum
og á ennþá nokkur hross.“ Jón býr
núna í Borgarnesi. „Ég sit í ellinni
og les blöðin og hef ennþá áhuga fyr-
ir landsmálunum og hvernig land-
búnaðarmál þróast. „Ég er núna
uggandi varðandi þann búvörusamn-
ing sem nú virðist vera í deiglunni og
miðar að því að leggja niður grunn-
inn að núverandi greiðslumarks-
kerfi-framleiðslustýringu sem hefur
reynst vel og bændur hafa hagað
sinni búrekstrarstöðu og fram-
kvæmdarþörf eftir til framtíðar
samanber kaup á greiðslumarki.“
Félagsstörf
Jón var framkvæmdastjóri Rækt-
unarsambands Nauteyrar- og Snæ-
fjallahrepps 1964-1969. Hann var í
Inn-Djúpsnefnd við gerð Inn-Djúps-
áætlunar 1973. Formaður jarða-
nefndar Norður-Ísafjarðarsýslu frá
1976 til 1994. Sat í stjórn Djúpbáts-
ins hf. 1975-1981. Formaður skóla-
nefndar Héraðsskólans í Reykjanesi
1973-1989. Hreppstjóri í Naut-
Jón Guðjónsson, fyrrv. bóndi og hreppstjóri á Laugabóli – 90 ára
Hestahvíslari „Ég var alinn upp á hestbaki og sem bóndi átti ég allmikið af hestum og á ennþá nokkur hross.“
Fylgist með landsmálunum
Í Ísafirði Laugaból í Ísafirði innst í Ísafjarðardjúpi var stórbýli og góð
sauðfjárjörð og átti Jón fjölda sauðfjár og einnig mikinn fjölda hesta.
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu
mynd af nýjum borgara eða
mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í
einn mánuð.
Hægt er að senda mynd
og texta af slóðinnimbl.
is/islendingar eða á
islendingar@mbl.is
Á „Íslendinga“ síðum
Morgunblaðsins er
meðal annars sagt frá
merkum viðburðum
í lífi fólks, svo sem
hjónavígslum,
barnsfæðingum
eða öðrum
tímamótum.