Morgunblaðið - 11.02.2016, Blaðsíða 77

Morgunblaðið - 11.02.2016, Blaðsíða 77
MINNINGAR 77 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2016 ✝ Rúnar Guð-bergsson fædd- ist í Hafnarfirði 26. mars 1930. Hann andaðist á hjúkr- unarheimilinu Hrafnistu í Hafn- arfirði 30. janúar 2016 eftir erfiða sjúkralegu. Foreldrar hans voru María Guðna- dóttir, f. 28. mars 1896 á Hjalla í Ölfusi, d. 29. des- ember 1973, og Guðbergur Jó- hannsson fæddur í Hafnarfirði 18. ágúst 1893, dáinn 30. sept- ember 1976. Systkini Rúnars eru Guðný, f. 30.3 1922, Guðbjörn, f. 19.3. 1923, sem eru látin og Guð- mundur, f. 25.8. 1937. Rúnar giftist 24. mars 1951 Kristjönu Sveinsdóttur, f. 2. júlí 1932 á Siglufirði. Börn þeirra eru: 1) Guðbergur, f. 11.7. 1951, kvæntur Önnu Karólínu Þor- steinsdóttur. Börn þeirra eru: a) Petru Steinunni, gifta Kristni Lind Guðmundssyni, eiga tvö börn. 4) Örn, f. 15.6. 1958. Börn hans eru: a) Kristján Garðar sem á eitt barn. b) Halldór Viðar er látinn en lætur eftir sig eitt barn. c) Jónína Guðrún og á eitt barn. d) Kristinn Örn sem á tvö börn. 5) Kristín f. 9.8. 1960, gift Hafliða Alfreð Karlssyni sem lést fyrir aldur fram. Börn þeirra eru: a) Karl Jóhann en hann á eitt barn og b) Sveinn Óskar. 6) María, f. 11.12. 1971. Hún á eitt barn, Her- dísi Pálsdóttur. Afa- og langafa- börn Rúnars eru 46. Rúnar stundaði nám í Barna- skóla Hafnarfjarðar og renni- smíði við Iðnskóla Hafnarfjarðar. Tók sveinspróf í sinni grein í Vél- smiðjunni Kletti og var með meistarabréf. Hann kom víða við, m.a. við miðstöðvarhitavæðingu í Hafnarfirði og nágrenni, stofn- aði hænsnabú í samvinnu við Birgi Guðmundsson, kom að smíðum og uppsetningu fiskmjölsverksmiðja víða um land, byggingu hafnargarðs í Grímsey og var nokkrar vertíðir á sjó. Útför Rúnars fer fram frá Frí- kirkjunni í Hafnarfirði í dag, 11. febrúar 2016, klukkan 13. Jóhann Rúnar giftur Guðrúnu Huld Birg- isdóttur og eiga þau fjögur börn. b) Garðar Thor er í sambúð með Lauf- eyju Ýri Hákonar- dóttur og eiga þau tvö börn. c) Elsa Kristín er í sambúð með Sturlu Þor- valdssyni og eiga tvö börn. 2) Rósa- munda, f. 11.7. 1952. Börn henn- ar eru: a) Rúnar Marinó Ragn- arsson er í sambúð með Ingu Hrund Kjartansdóttur og börnin hans eru þrjú. b) Róbert Ragnarsson á þrjú börn. c) Kári Sigurðsson er í sambúð með And- reu Marel og eiga þau eitt barn. 3) Sveinn f. 19.8. 1954, kvæntur Sólveigu Óladóttur. Börn þeirra eru tvö: a) Snorri Örn og b) Ásta Kara en auk þess á Sveinn tvö börn af fyrra hjónabandi c) Krist- jönu Björgu sem á þrjú börn. d) Í pabba var nokkurt frum- herjaeðli og alltaf var hann hjálp- samur. Hann var líka mikill sveitamaður. Þessi saga er um hann þegar hænsnaegg voru lúx- usvara og fengust bara af og til og þá í takmörkuðu magni. Þetta hefur sennilega verið kringum 1957. Allt í einu stóð mikið til, pabbi var búinn að safna liði, þar á með- al var vörubíll. Við héldum niður á Austurgötu 47 og á hraunhóln- um þar fyrir sunnan stóð lítið hús eða skúr í minningunni. Skúrinn var hífður upp á vörubílinn og haldið var með skúrinn upp á Öldur, nokkru austar en kartöflu- garðar afa (Guðbergs Jóhanns- sonar) og Jens Davíðssonar voru. Þar var skúrinn settur niður á undirstöður. Þetta átti að vera tilvonandi fóðurgeymsla og kaffi- aðstaða fyrir hænsnabú. Síðar fór ég með pabba upp að Urriðakots- vatni til að rífa gamlan bragga úr stríðinu. Það gekk vel og var hann reistur á svæðinu við fóður- geymsluna og sneri í austur á undirstöðum sem pabbi gróf og steypti með eigin höndum. Í sam- starfi við Birgi Guðmundsson voru keyptar 200-300 varphænur og eggjaframleiðslan hófst. Í norðanverðum skúrnum innrétt- aði pabbi síðan svæði fyrir nokkr- ar rollur. Ekki stóð þessi rekstur lengi og tók enda þegar ný kynslóð átti að taka við af eldri hænum og þær ákváðu að verpa ekki eggj- um að neinu ráði. Ævintýrið tók því snöggan endi og lagði fjárhag pabba næst- um í rúst. Þeir félagar náðu þó að minnka tapið með því að selja hænurnar sem kjúklinga á hót- elin í Reykjavík. Reyndar var fjárhagsstaðan það alvarleg að pabbi fór á vetrarvertíð 1959 á bátinn Vb. Fram en sá bátur strandaði í innsiglingunni kl. 9.00, 24. mars. Komust allir 11 skipsbrotsmenn og pabbi í gúmmíbáta og í land og voru flestir komnir til Hafnarfjarðar fyrir miðnætti. Guð blessi þig, pabbi minn. Guðbergur. Rúnar Guðbergsson Ég minnist í dag frænku minnar og vinkonu, Guðrúnar Osvaldsdóttur, sem lést fyrir aldur fram hinn 18. október á síðasta ári en hún hefði í dag orðið 67 ára gömul. Þegar ég var barn sá ég töntu Guðrúnu sem uppsprettu endalausrar orku, alltaf með eitthvað á prjón- unum og að hjálpa vinum og vandamönnum með hin ýmsu mál sem oftar en ekki tengdust bakstri, saumaskap og hvers konar heimilishaldi. Þriggja hæða skírnartertan sem Guðrún bakaði á skírnardaginn minn var eitt af fjölmörgum dæmum um slíkt en kakan sú hefði vel sómt sér á borðum kóngafólks. Þarna var línan lögð fyrir þá umhyggju og fórnfýsi sem hún sýndi mér allt fram á sinn síðasta dag en nýjasta dæmið um það er frá því nú í haust á líknardeildinni þegar ég sagði frænku að ég væri búin að týna hlustpípunni minni. Hún var þá hörð á því að gefa mér nýja og ekki dugði minna en dýr- asta og besta gerð, plómulituð í þokkabót, enda engin ástæða til að ganga um með púkó hlustpípu eins og frænka sagði sjálf. Guð- rún var einstaklega lagin við að hlúa að fólkinu í kringum sig og lagði allt sitt og stundum meira til í að aðstoða fjölskyldu, vini, vinnufélaga og alla þeirra vanda- menn að auki. Iðulega var hún búin að ákveða marga mánuði fram í tímann hvað skyldi gefa í tækifærisgjafir og hitti það ávallt beint í mark. Hún var ótrúlega lagin í höndunum, saumaði og prjónaði eins og gert væri í vél og var hvert plagg klárað með „pínu dúlleríi“ eins og frænka sagði. Guðrún lauk skyldunámi en svo tók lífið við með tilheyrandi barnauppeldi og heimilishaldi. Um leið og öldungadeild var opn- uð við Flensborgarskólann í Hafnarfirði hóf Guðrún nám þar Guðrún Osvaldsdóttir ✝ Guðrún Os-valdsdóttir fæddist 11. febrúar 1949. Hún lést 18. október 2015. Guðrún var jarð- sungin 23. október 2015. sem hún lauk með glæsibrag að vanda. Í framhaldinu starf- aði hún hjá Skatt- stjóranum í Hafnar- firði og síðar Ríkisskattstjóra. Frænku einkenndi æðruleysi í hennar veikindum og vildi hún gjarnan fá að stunda sína vinnu sem hún gerði langt fram á síðastliðið haust. Hún eignaðist tvö börn, Jóhönnu og Sigurð Inga, og á Jóhanna þrjár dætur. Guðrún var svo heppin að fá að hafa dóttur sína og hennar dætur hjá sér síðustu árin. Hún var afar stolt af barnabörnum sínum og var þeim mikil fyrir- mynd og styrkur. Frænka lagði ætíð áherslu á að hvetja barnabörnin sín til frekara náms og gladdi það hana mjög að sjá stelpurnar vinna sigra á þeim vígstöðvum. Hún var sjálf af- burðaklár og mikil stærðfræði- kona. Hugarreikningur var eitt af hennar áhugamálum og þótti mér oft gaman sem barni að þylja upp flókin reikningsdæmi og sann- reyna hugarreikning Guðrúnar með reiknivél sem auðvitað brást aldrei. Þessir hæfileikar Guðrún- ar komu sér vel í starfi hennar hjá Skattstjóra þar sem hún undi sér vel. Okkur frænkur skildi 41 ár en síðustu árin varð þessi aldurs- munur að engu og við áttum trún- aðarsamband líkt og nánar vin- konur þrátt fyrir kynslóðabilið. Síðustu mánuðina sem hún lifði bar ástamál mín oftar en ekki á góma við sjúkrarúmstokkinn. Við skoðuðum facebooksíður vonbiðl- anna og sagði frænka þá ýmist af eða á. Ég fékk mörg góð ráð í þess- um efnum sem öðrum og brýndi hún mjög fyrir mér mikilvægi þess að velja vel. Það sem Guðrún frænka hefur kennt mér er ómetanlegt vega- nesti ungrar konu á leið út í lífið og mun hún ætíð vera fyrirmynd mín. Minningu yndislegrar konu verður haldið á lofti um ókomna tíð. Klara Guðmundsdóttir. Hann Valur frændi er nú lát- inn. Við vorum systkinasynir og foreldrar okkar Sigurbjörn faðir Vals og Helga móðir mín voru ein af 17 börnum, sem í heiminn fæddi Þórunn Páls- dóttur og átti með manni sín- um, Kára Sigurðssyni. Fjöl- skyldan kenndi sig gjarnan við Prestshús í Vestmannaeyjum. Valur var sem ungur dreng- ur góðum gáfum gæddur og kraftmikill til náms og leikja. Hann var mjög ungur læs og bráðger á margan hátt, en framtíðardraumar breytast hjá foreldrum og börnum þegar grimmir sjúkdómar taka völdin. Valur var aðeins barn að aldri þegar hann veiktist af illvígri flogaveiki sem fylgdi honum allt hans líf. Að lifa með slíkum sjúkdóm er þrekraun fyrir sál og líkama. Það þarf mikið and- legt þrek til að móta allt upp á nýtt og lifa af. Umheimurinn skilur oft illa þá sem þjáningar líða og frændi minn fékk oft að reyna það í bernsku og æsku. Valur var að eðlisfari ótrú- lega sterkur persónuleiki og með árunum lærði hann að lifa með veikindum sínum. Hann hélt sínu stálminni út ævina ásamt miklum viljastyrk sem hjálpaði honum að finna sér tómstundaiðju. Valli eins og hann vildi láta kalla sig á seinni árum grúskaði í ættfræði og fylgdist grannt með því þegar fjölgaði meðlimum hjá frænd- Valur Sigurbjörnsson ✝ Valur Sigur-björnsson fæddist 24. desem- ber 1938 í Vest- mannaeyjum. Hann lést á heimili sínu Esjugrund 5, 1. jan- úar 2016. Foreldr- ar Vals voru Mar- grét Ólafsdóttir, f. á Litla-Hrauni 22. ágúst 1911, d. 22. ágúst 1992, og Sig- urbjörn Kárason, f. í Vestur- Holtum undir Eyjafjöllum 31. maí 1908, d. 11. apríl 1997. Systkini Vals eru Þór Sig- urbjörnsson og Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Útför Vals fór fram í kyrrþey. fólkinu og hélt sín manntöl þar sem nákvæmnin var í fyrirrúmi. Hann gerði líka fallega púða og myndir með ísaumi og margt fleira fékkst hann við. Það sem einkenndi öll hans verk var nákvæmni og reglufesta. Valli var trúhneigður og einlægur í sinni kristni, las guðsorð og treysti á Jesú Krist. Hann var eitt sinn um tíma gestur pabba og mömmu þegar þau bjuggu á Borg. Mig minnir að þá hafi hann lesið mikið í biblíunni og að Anna amma mín hafi þurft að svara honum ýms- um spurningum sem tengdust trúnni. Lengst af bjó Valli með for- eldrum sínum í Efstasundi 69 í Reykjavík. Þegar foreldrar hans tóku að eldast fékk hann vistun í Arnarholti og var þar lengi. Veikindi Valla komu í veg fyrir að hann stundaði dag- launa störf en lengi vel fór hann ferða sinna, tók strætó og sinnti sínum málum. Í Arnar- holti kynntist Valli þeim Þor- steini Einarssyni og Sigríði Steingrímsdóttir, sem þar voru starfsmenn og það var hans stóra gæfuspor. Þegar starf- semin lagðist af í Arnarholti, voru það þau hjónin sem rýmdu húsið sitt, Esjugrund 5, og tóku þar inn nokkra af vistmönnum Arnarholts. Valli var einn þeirra. Þessi yndislegu hjón gengu úr rúmi sínu til að geta hlúð að þessum vinum sínum og gáfu þeim heimili sitt og umönnun. Meiri alúð en þessi góðu hjón sýndu frænda er ekki hægt að veita, en Valli þurfti stöðuga aðhlynningu síðustu æviárin. Guð launi þeim og blessi þau, Steina Bjarna og Sirrý. Við Eygló, Anna systir og Gústi, ásamt fleiri náfrændum Vals heitins, vottum systkinum hins látna og öðrum aðstand- endum innilega samúð og biðj- um þeim guðsfriðar. Ársæll Þórðarson. Þökkum auðsýnda alúð og vinarhug við andlát ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, MARÍU GÍSLADÓTTUR, Burstarfelli, Vestmannaeyjum, sem lést þann 11. janúar síðastliðinn á Hraunbúðum. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki dvalarheimilisins Hraunbúða fyrir einstaka umhyggju og hlýju. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey. . Óli Árni Vilhjálmsson, Ólafía Skarphéðinsdóttir, Þór Ísfeld Vilhjálmsson, Sólveig Adolfsdóttir, Sæmundur Vilhjálmsson, Fríða Jóna Ágústsdóttir, Sigurbjörg Vilhjálmsdóttir, Muggur Pálsson, Vilhjálmur Vilhjálmsson, Ragnhildur Þ. Svansdóttir og fjölskyldur. Hugheilar þakkir fyrir veitta samúð og hlýju við andlát og útför móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓNU ÁGÚSTU VIKTORSDÓTTUR hússtjórnarkennara, Hátúni 47, Reykjavík, sem lést á Vífilsstöðum þann 17. janúar. Sérstakar þakkir til heilbrigðisstarfsfólks fyrir hlýtt viðmót og viðhald lífsgæða. Guð blessi ykkur öll. . Sigurður Gunnar Ólafsson, Lilja Björk Sigurðardóttir, Elías Viktor Ólafsson, Fenneke Ackema Ólafsson, Friðrik Ólafsson, Marie Muller, Ólína Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför HARALDAR PÁLS BJARKASONAR, Sílatjörn 1, Selfossi. Sérstakar þakkir til Jötuns véla og allra sem komu að útförinni og undirbúningi hennar. . Guðrún Elín Hilmarsdóttir, Hulda Björk Haraldsdóttir, Hlynur Óli Haraldsson, Baldur Ingi Magnússon og aðstandendur. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, FRIÐRIKS EYSTEINSSONAR hagfræðings, MBA. Sérstakar þakkir fær starfsfólk heimahlynningar Karitas og líknardeild Landspítalans í Kópavogi. . Valgerður Oddsdóttir, Oddur Eysteinn Friðriksson Katrín Ólafía Þórhallsdóttir Friðrik Húni Friðriksson Guðjón Helgi Friðriksson Ýmir Kaldi Oddson Þrymur Blær Oddson Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs- ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.