Morgunblaðið - 11.02.2016, Blaðsíða 90

Morgunblaðið - 11.02.2016, Blaðsíða 90
90 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2016 AF BÚLLU Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Öll mín unglingsár skoruðuvínylplötur hæst á útgjalda-listanum. Aðallega þunga- rokk. Á tímabili var ég svo dyggur viðskiptavinur Tónabúðarinnar á Akureyri að ég mátti skila plötum ef ég fílaði þær ekki, jafnvel þótt ég hefði rofið innsiglið og spilað plöt- urnar. Man til dæmis að ég skilaði Appetite for Destruction með Guns N’ Roses eftir fyrstu hlustun. Þótti hún ekki nægilega þung. Eignaðist hana þó aftur síðar. Þegar ég kom fyrst til Lund- úna, sautján ára gamall sumarið 1988, tók ég strauið að vonum í helstu plötubúðir heimsborgar- innar; HMV, Virgin Megastore og hvað þær allar hétu. Spenntastur var ég þó fyrir Shades, plötubúð í Soho sem sérhæfði sig í þunga- rokki. Hafði lesið um hana í málm- ritum (netið var ennþá fjarlægur veruleiki á þessum tíma) og fékk Sigurð Sverrisson, doktor í málmi, til að vísa mér veginn en hann var fararstjóri í ferðinni. Kom ekki að tómum kofunum þar. Shades lét ekki mikið yfir sér, þar sem búðin var til húsa í litlum kjallara í St. Anne’s Court. Þó hafði húsnæðið stækkað til muna frá því búðin var fyrst opnuð tíu árum áð- ur, neðar í sömu götu. „Míglekur skókassi,“ eru orð sem höfð hafa verið um þá búllu. Og búlla var það heillin. Fyrir það fyrsta var ekki hlaupið að því að komast inn – vegna mann- mergðar. Þegar staðið var efst í tröppunum, sem lágu niður í búð- ina, sá maður enga einustu plötu, aðeins fólk, meira fólk og vegg- myndir. Kynning á smáskífunni af Mary Jane með Megadeth sat í önd- vegi. Auðvitað man ég það ekki, skoðaði bara eina af ljósmyndunum sem ég tók þennan dag. Og fylgir þessum pistli.    Smám saman tókst manni aðmjaka sér að rekkunum. Og þvílík veisla! Það orð fór af Shades að búðin byggi að öllum málm- plötum sem komið hefðu út í heim- inum. Ekkert norskt svartmálm- band var of framandi og ekkert amerískt glysmálmband of hallær- islegt. Úrvalið var með miklum ólíkindum og það sem pyngjan létt- ist þetta síðdegi. Shades var fræg fyrir að vera með nýjustu plöturnar á undan öllum öðrum. Að ekki sé talað um allt demó-efnið. Hversu margir ætli hafi keypt Kill ’Em All eða Reign in Blood í Shades? „Shades uppgötvaði ófá bönd- in. Búðin seldi Metallica á kass- ettum áður en bandið komst á samning. Segja má að Shades hafi fundið upp þrassið. Það vorum við sem bentum tímaritunum á hvað þau ættu að fjalla um,“ segir gamall starfsmaður búðarinnar á vefmiðl- Angan af málmi, leðri og latexi Morgunblaðið/Orri Páll Búlla Þungarokksplötubúðin Shades í Lundúnum sumarið 1988. Shades var miklu meira en bara plötubúð; þetta var félagsmiðstöð málmvísindamanna. inum Teamrock.com. Hann gegnir því ágæta nafni Kelv Hellrazer.    Allskyns bönd stungu reglu-lega við stafni til að árita plöt- ur; Metallica, Slayer, W.A.S.P., Queensryche, Skid Row, Poison. Nefnið þau bara. Ýmsar aðrar kempur komu í heimsókn. Dag einn rak bassafant- urinn Pete Way inn nefið. Sauð- drukkinn, að sögn Hellrazers. Sagði „halló!“ í stiganum og yfirgaf svo svæðið. „Einu sinni komu Paul Stanley og Gene Simmons. Paul sagði ekki orð en ég afgreiddi Gene. Hann var með stæla, reyndi að tala með enskum hreim og vildi fá afslátt. Ekki séns,“ segir Hellra- zer sem reyndar var frægur fyrir slappa þjónustulund. Það voru ekki bara plötur til sölu í Shades, heldur líka allskonar málmtengdur varningur, bolir, plaggöt og fleira. Þetta var allra- handa. Og andrúmsloftið dásam- legt, mettað af málmi, leðri, galla- efni og latexi. Ég kom aftur í Shades ári síðar en síðan ekki söguna meir enda lagði búðin upp laupana árið 1992. Þá var búið að sópa vínylplötunni út af borðinu og málmurinn búinn að víkja fyrir grönsinu. Um stund. Shades var ekki bara plötubúð; þetta var líka félagsmiðstöð fyrir þungarokkara í Lundúnum. Og víð- ar. Fólk dreif ekki síður að til að sýna sig og sjá aðra, spjalla og fara yfir nýjustu tíðindi úr málmheimum en versla. Engin annar staður komst með tærnar þar sem Shades hafði hæl- ana. Á kvöldin breyttist plötubúðin svo í krá. Og ósjaldan var djammað fram á rauða nótt. Vel fer á því að Kelv Hellrazer eigi lokaorðið: „Ég vann þarna í fimm ár. Það voru bestu ár lífs míns og verða ekki endurtekin. Við vor- um kóngarnir. Við umgengumst rokkstjörnur á hverjum degi. Og vorum sjálfir rokkstjörnur. Verst hvað ég var lélegur að færa mér það í nyt!“ » Við umgengumstrokkstjörnur á hverjum degi. Og vorum sjálfir rokkstjörnur. Verst hvað ég var léleg- ur að færa mér það í nyt! Kiss Gene gamli Simmons var með stæla og fékk engan afslátt í Shades. Goð Kapparnir í Slayer voru í hópi banda sem „héngu“ reglulega í Shades. Svalur Plötusalinn ljúfi Kelv Hellrazer ásamt ónefndri vinkonu sinni. Eyjasandi 2, 850 Hella - Víkurhvarfi 6, 203 Kópavogi, sími 488 9000 - samverk.is GLERHANDRIÐ Mælum, framleiðum, útvegum festingar og setjum upp. ÞEKKING - GÆÐI - ÞJÓNUSTA SÉRSMÍÐUM ÚR GLERI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.