Morgunblaðið - 11.03.2016, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ
1989
„Þegar ég byrjaði var allt fryst,
allir frystar landsins fullir og það
tók einhverjar vikur að koma
fiskinum á markað.“
2016
„Hjá okkur er ekki framleitt eitt
einasta flak sem ekki er búið að
panta. Fiskurinn er kominn til
neytanda í Boston 36 tímum
eftir löndun.“
A
ðaltogararall Hafrann-
sóknastofnunar stendur
nú yfir og keppast fjögur
skip við að vitja nærri 600
veiðistaða hringinn í kringum
landið. Er að-
eins veitt í um
klukkustund á
hverjum stað
áður en siglt er
að næsta hniti.
Þorsteinn Sig-
urðsson er for-
stöðumaður
nytjastofnasviðs
Hafró og segir
hann tog-
ararallið hafa
gengið vel að þessu sinni en þeg-
ar er búið að vitja um 75% af
veiðistöðvunum. Hafró stendur
fyrir togararalli tvisvar á ári.
Alltaf eins, rúmlega 30 ár
„Fyrra rallið fer fram í mars og
er umfangsmeira. Þar er veitt
allt niður að 500 metra dýpi sem
er útbreiðslusvæði helstu bol-
fiska. Á haustin einblínum við á
tegundir á borð við djúpkarfa og
grálúðu og er þá veitt niður á allt
að 1.200 til 1.300 metra dýpi,“ út-
skýrir Þorsteinn.
Saga togararallsins nær allt
aftur til ársins 1985 „Veiðistöðv-
arnar 600 voru valdar bæði út frá
hugmyndum skipstjóra og eins af
handahófi til að reyna að fá sem
gleggsta mynd af þróun stofn-
stærðar helstu nytjastofna. Mælt
er á nákvæmlega sömu stöðum ár
hvert, með sömu veiðarfærunum
og á sama tíma árs,“ segir Þor-
steinn. „Í upphafi voru fimm tog-
arar sem komu að verkefninu,
allir eins og smíðaðir í Japan á
árunum 1972-73, oft kallaðir Jap-
anstogarar í daglegu tali. Í dag
erum við enn með tvo af þessum
togurum í notkun, Bjart frá Nes-
kaupstað og Ljósafell frá Fá-
skrúðsfirði, en nýtum líka rann-
sóknarskipin okkar tvö, Bjarna
Sæmundsson RE og Árna Frið-
riksson RE.“
Skiptir miklu að nota sams
konar veiðarfæri í hvert skipti
sem togararallið fer fram. „Árið
1985 var ákveðið að velja það
Togararall í fullum gangi
Starfsmenn Hafró fá
litla hvíld á meðan tog-
ararallið stendur yfir.
Mælingarnar spanna
núna 32 ár og gefa verð-
mætar upplýsingar um
ástand stofna.
Hlykkjótt Myndin er fengin af heimasíðu Hafró og sýnir hvernig skipin fjögur, hvert merkt með sínum lit, hafa þrætt veiðistöðvarnar.
Þorsteinn
Sigurðsson