Morgunblaðið - 11.03.2016, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ 23
Powermax 30 Air
með innbyggðri loftpressu
• Sker allt að 16 mm þykkt járn
• Einfasa 120-240V – Aðeins 13,5 kg.
• 3 ára ábyrgð
Dalshrauni 14 • 220 Hafnarfjörður • Sími 555 2035 • jak.is
Plasmaskurðarvélar
A
ð undanförnu hefur verið
ágæt veiði hjá sjómönnum á
rækjubátum sem gerðir eru
út frá Húsavík. Veiðar á
rækju á Skjálfandaflóa eru nú
stundaðar í fyrsta sinn að einhverju
ráði frá árinu 1999, þegar þótti rétt
að friða svæðið. En nú er að rofa til
og tveir bátar hafa sótt á miðin að
undanförnu; Haförn ÞH og Árni á
Eyri ÞH.
Þekkt rækjumið
Upphaflega voru leyfðar veiðar á
100 tonnum sem voru fljót að nást.
Þá var 40 tonnum bætt við og nú má
reikna með að aflaheimildir verði
uppurnar fyrir páska, að sögn Jóns
Hermanns Óskarssonar, skipstjóra
á Árna á Eyri. Sá bátur er í eigu út-
gerðarfélagsins Eyrarhóls ehf. Að
því stendur meðal annars fólk sem
tengist Flatey á Skjálfanda. Og það
er skemmtileg tilviljun að Jón Her-
mann skipstjóri og áhöfn hans voru
einmitt á rækjumiðunum skammt
frá Flatey þegar Morgunblaðið
ræddi við hann í vikunni.
„Já, við erum hér vestast á Skjálf-
andanum, rétt við Flatey, í Pytt-
inum sem svo er kallaður. Þetta
voru þekkt rækjumið í gamla daga
og það virðist ekkert hafa breyst.
Hér höfum við verið að fá ágæta
rækju og þokkalega stóra. Þetta
hafa oft verið um 140 stykki í hverju
kílói, sem er dágott,“ segir Jón Her-
mann, sem hóf þennan veiðiskap í
janúar.
Janúar var góður mánuður
„Janúar er oft góður mánuður í
rækjunni og svo var einmitt nú.
Þetta hefur verið virkilega góð ver-
tíð. Við höfum sjaldan farið í land
eftir daginn með minna en eitt tonn
og þetta hefur líka farið upp í fimm
tonn þegar best lætur,“ segir skip-
stjórinn. Þess má svo geta að aflinn
er seldur til Ramma hf. á Siglufirði,
en þar er stór rækjuverksmiðja og
afurðirnar fara á markaði víða um
lönd. sbs@mbl.is
Hjálmur Jón Hermann Óskarssonar skipstjóri hefur lengi verið til sjós. Híft Mannskapurinn kann handtökin við að hala kerunum úr bátnum.
Rækjan
er stór
og góð
Tveir rækjubátar á mið-
unum á Skjálfanda. 140
tonn á vertíðinni. Aflinn
allt að fimm tonn á dag.
Selt til Ramma.
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Löndun Árni á Eyri við bryggjuna á Húsavík.
- með morgunkaffinu