Morgunblaðið - 11.03.2016, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 11.03.2016, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ Ó lafsfjörður hefur verið út- gerðarbær frá fornu fari. Sæunn Axelsdóttir á og rekur ásamt fjölskyldu sinni fiskþurrkunarfyrirtækið Nor- landía á Ólafsfirði og einnig rekur hún Brimneshótel á sama stað. „Norlandía er ekki aðeins með fiskþurrkun heldur einnig útflutn- ing á fiskafurðum,“ segir Sæunn Ólafsdóttir atvinnurekandi. „Maðurinn minn, Ásgeir Sig- urður Ásgeirsson, dó 24. nóvember síðastliðinn. Við stofnuðum fyr- irtækið Sæunni Axels árið 1980 ásamt þremur ungum sonum okk- ar. Við byrjuðum með eina trillu, tveggja tonna, og bættum svo tíu tonna bát við þremur árum síðar. Við vorum með útgerð og fisk- vinnslu í tuttugu ár og ég fór víða um heim til að selja framleiðslu okkar. Starfsemin var orðin viðamikil þegar við urðum fyrir miklum hremmingum. Við vorum með fullt fiskvinnsluhús af þurrkuðum salt- fiski sem átti að fara til Brasilíu þegar markaðurinn þar hrundi um fimmtíu prósent. Við vorum einnig með afurðalán í jenum og gengið hrundi á sama tíma. Það var enga björg að hafa neins staðar, bara slegið á hendurnar á okkur. Fyr- irtækið okkar hrundi því á einni nóttu, ef svo má segja. Þetta var árið 1999 en 2001 náðum við að kaupa húsin aftur sem við höfum byggt yfir fiskvinnslustarfsemina. Nú erum við með kröftuga vinnslu hér í okkar húsum undir nafninu Norlandía.“ Hvernig gengur starfsemin fyrir sig hjá ykkur? „Við kaupum af fiskmörkuðum hér og svo eru aðilar hér í kring sem við kaupum af líka frá degi til dags í fiskþurrkunina. Við flytjum framleiðsluna að mestu til Nígeríu. Þar hefur verið góður markaður fyrir þurrkaðar fiskafurðir en heldur hefur hægt á eins og er.“ Vinnur margt fólk hjá ykkur? „Það hafa að jafnaði starfað hjá okkur fimmtán til tuttugu manns. Fiskinum er raðað á grindur sem standa á palli, svona átján til tutt- ugu grindur í hæð. Þessu er svo ekið inn í þurrkklefa þar sem fisk- urinn er að þorna í allt að fjóra daga, það fer eftir rakastigi í loft- inu hve langan tíma það tekur.“ Tekur þú mikinn þátt í starfsemi Norlandíu? „Ég fylgist með öllu og er með hugann við fyrirtækið nánast nótt og dag. Áður vann ég þar alla daga og var öll sumur til sjós svo árum skipti. Ég byrjaði að róa með strákunum mínum og þannig óx fyrirtækið í höndunum á okkur. Ég á og rek Brimneshótel sem stofnað var 1997. Hótelið sam- anstendur af ellefu herbergja byggingu með matsal og átta bjálkahúsum við Ólafsfjarðarvatn. Ég er stjórnarformaður hót- elrekstursins og er vakin og sofin yfir þeirri starfsemi. Núna hefur hótelið gengið mjög vel, það hefur verið sígandi og góð lukka yfir því. Sígandi lukka er best.“ Ertu Ólafsfirðingur? „Já, ég er fædd hér og uppalin og maðurinn minn heitinn líka. Við vorum búin að vera saman í fimm- tíu og fjögur ár þegar hann lést. Ásgeir var bæjarritari hér á Ólafs- firði í fjöldamörg ár og einn af stofnendum Sæbergs útgerð- arfélags og stjórnarformaður þess lengi. Við eignuðumst fjóra syni, þrír þeirra fæddir á fjórum árum og svo varð tíu ára hlé og þá kom sá fjórði. Barnabörnin eru orðin ellefu.“ Hvernig líst þér á stöðu sjávar- útvegsins núna? „Mér líst illa á hana. Mér finnst þetta kvótastand óhyggilegt og raunar óþolandi fyrir lítil byggð- arlög. Öll strandlengjan líður fyrir þetta, það er að segja fólkið sem byggir hana, það er búið að hirða af því lífsviðurværið.“ Hvernig fyndist þér að þetta ætti að vera? „Burtséð frá því hvort kvóti er á fiskveiðum eða ekki fyndist mér að menn ættu að borga jafnt á kíló fyrir það magn sem þeir fengju að veiða. Það er ekkert heilbrigt við það, að mínu mati, að stórútgerð fái þúsundir tonna af óveiddum fiski sem er eign þjóðarinnar og sé svo jafnvel að selja smærri aðilum veiðileyfi fyrir okurverð. Mér finnst þetta orðið glórulaust, byggðarlögunum er að blæða út víða.“ Hvað gerir þú í frístundum þín- um? „Þær eru ekki margar. Ég hef alltaf nóg að gera. Ég er til taks í allt mögulegt eftir því sem þarf. En þess á milli prjóna ég, fer á gönguskíði og sund. Á sumrin fer ég til fjalla og tíni grös, það hef ég gert frá því ég var krakki. Ég er yfirleitt með grasaseyði sem ég læt fólkið mitt drekka á morgn- ana.“ Er gott að búa á Ólafsfirði? „Já, og nú er Gunnar Birgisson kominn til okkar og þá þarf að ekki sökum að spyrja, hér er sann- arlega gott að búa. Ólafsfjörður var umsvifamikill útgerðarbær hér áður, margir togarar voru gerðir út og margir smærri bátar reru til fiskjar héðan. En nú er Ólafs- fjörður orðinn svefnbær. Margt fólk hefur flutt burt, einkum ungt fólk, en í staðinn höfum við fengið mikið af eldra fólki og fólki sem er að leita sér að ódýru húsnæði. Ferðamennirnir lífga upp á stað- inn, núna eru fjallaskíðahópar byrjaðir að koma og það er allt upppantað hjá Brimneshóteli fram í miðjan maí. Svo er bókað langt fram á haust af almennu ferða- fólki.“ gudrunsg@gmail.com Morgunblaðið/Kristján Útgerðarkonan Sæunn Axelsdóttir keypti sér trillu fyrir 19 árum og hefur ásamt eiginmanni sínum byggt upp öflugt fyrirtæki í heimabyggð, heima í Ólafsfirði. Vinsældir Hótel Brimnes er vinsæll viðkomustaður meðal ferðamanna. Sæunn er vakin og sofin yfir starfseminni. Griðastaður Bjálkahús við Ólafsfjarðarvatn sem tilheyrir Brimneshóteli, sem Sæunn á og rekur. Við kaupum af fisk- mörkuðum hér og svo eru aðilar hér í kring sem við kaupum af líka frá degi dags í fiskþurrkunina. Við flytjum okkar fram- leiðslu að mestu til Nígeríu. Þar hefur verið góður markaður fyrir þurrkaðar fisk- afurðir en heldur hefur hægt á eins og er. Sígandi lukka er best

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.