Morgunblaðið - 11.03.2016, Síða 32

Morgunblaðið - 11.03.2016, Síða 32
V arla hefur farið framhjá les- endum að plastmengun í hafi er vaxandi vandamál. Berast reglulega fréttir af plast- breiðum sem hafstraumar í Kyrrahafinu hafa myndað og eflaust hafa margir séð á Facebook-veggnum sínum átakanlegar myndir af fuglum sem hafa drepist, með magann fullan af plasti. Sigríður Kristinsdóttir, sérfræðingur í haf- og vatnsstreymi hjá Umhverf- isstofnun, segir plastmengun alvarlegan vanda sem valdi óskunda í lífríkinu. Þá geti plastið mögulega borist upp fæðu- keðjuna í okkur mannfólkið. „Talið er að um þrjú hundruð þúsund tonn af plasti séu í sjónum. Þetta er gríðarlegt magn og virðist ekki ætla að minnka. Plastið kemur bæði frá skipum og frá landi og brotnar mjög hægt niður í smærri agnir, en leysist ekki upp.“ Fullir magar af plasti Einn versti skaðvaldurinn er örplast, sem verður til þegar plastruslið hefur brotnað niður í örsmár agnir. „Dýrin gleypa þessar agnir, halda að þær séu eitthvað ætilegt. Plastið tekur pláss í maganum og gefur falska seddutilfinn- ingu en enga næringu svo að dýrin vesl- ast upp. Er talið að plastið geti einnig farið út í vefi dýranna og þannig safnast upp eftir því sem farið er ofar í fæðu- keðjunni. Til að gera málið enn verra þá vilja ýmis þrávirk efni loða við plastið, s.s. PCP, sem berast því með plastögn- unum yfir í fæðuna okkar.“ Er nú í fyrsta sinn unnið að mælingum á plastmagni á íslenska hafsvæðinu og til stendur að gera próf- anir til að athuga plastmagn í þorski. Verður áhugavert að skoða niðurstöðurnar en nú þegar er ljóst að töluvert má finna af plasti á mið- unum. „Umhverfisstofnun hefur átt í samstarfi við ýmis sveitarfélög um hreinsun strandlengjunnar. Var t.d. gengið um Hornstrandir í fyrrasumar og verulegt magn af plasti hreinsað upp í því verkefni.“ Plastið berst í hafið úr ýmsum áttum. Þannig er stór hluti plastmengunarinnar vegna neta sem af einhverjum ástæðum glatast við veiðar. Mörg tonn af norskum hjólbörðum Þá berst líka töluvert af plastögnum út í sjó með skolpi. „Í Noregi var gerð rann- sókn til að greina uppruna örplasts í sjónum og kom í ljós að þar í landi berast um 2.250 tonn út í hafið vegna slits á hjól- börðum. Við akstur á vegum slitna örsmáar agnir af hjólbörðunum og ber- ast smám saman út í skolpið, og út í sjó ef Plastið á ekki heima í sjónum Haugur Gestir virða fyrir sér sýningu svissneska lista- mannsins Roman Aebersold. Er verkinu ætlað að minna á umfang plastmengunar í sjó. Plast brotnar niður í örsmáar agnir sem geta valdið óskunda í lífríkinu. Þrávirk efni loða við plastið og geta borist upp fæðukeðjuna Sigríður Kristinsdóttir 32 MORGUNBLAÐIÐ Saltkaup ehf | Cuxhavengata 1 | 220 Hafnarfjörður | Sími 560 4300 | saltkaup.is Salt - Umbúðir - Íbætiefni Salt - Umbúðir - Íbætiefni Ný he imasí ða Hornstoðir Plastpokar Coex Pokar SaltfiskgámarSaltfiskumbúðirTrétunnur Salt Plasttunnur Fötur Strekkifilmur Bindiborðar Límbönd Kassar Tröllakassar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.