Morgunblaðið - 11.03.2016, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ 39
Verslun Tunguhálsi 10 - Sími 415 4000 – www.kemi.is - kemi@kemi.is
INTERFLON
Matvælavottaðar efnavörur
Nýjar umbúðir, sömu gæða efnin
Það sem af er þessu ári hefur vinnslan í
fiskvinnslustöð Gullbergs ehf. á Seyð-
isfirði gengið vel og hafa 725 tonn verið
unnin til þessa. Í síðustu viku var unnið
úr tæplega 100 tonnum af fiski sem
komu frá Gullver NS, Vestmannaey VE,
Bergey VE, Björgvin EA og Björgúlfi EA.
Á þessu ári hefur mest verið unnið af
þorski í fiskvinnslustöðinni en nú fer að
líða að því að áhersla á ufsavinnslu
muni aukast. Ufsaveiði hefur verið að
glæðast að undanförnu úti fyrir Suður-
landi.
Frá þessu er greint á heimasíðu Síld-
arvinnslunnar, en fyrirtækið festi í lok
árs 2014 kaup á fiskvinnslustöðinni og
togaranum Gullver NS. Síðan hafa um-
svif starfseminnar aukist mikið. Á árinu
2015 tók fiskvinnslustöðin á móti tæp-
lega 3.400 tonnum til vinnslu og var
það aukning á mótteknu hráefni frá
árinu áður um rúmlega
Aukinn afli Gullver NS frá Seyðisfirði.
Aukin umsvif
hjá Gullbergi
á Seyðisfirði
Á undanförnum vikum hefur grá-
sleppunefnd Landssambands smá-
bátaeigenda fundað um vertíðina
sem hefst 20. mars nk. Grá-
sleppunefnd LS ákvað á fundi í gær
að miða við að heildarveiði á vertíð-
inni 2016 fari ekki umfram 10 þús-
und tunnur. Í fyrra jafngilti veiðin
12.152 tunnum og er því hér um
samdrátt að ræða, segir á heima-
síðu LS.
Helstu ástæður þess eru mark-
aðslegs eðlis, að ekki sé full vissa
fyrir að hægt verði að selja meira
magn.
Það er skoðun nefndarinnar að
fari veiðin ekki umfram 10 þúsund
tunnur geti grásleppukarlar vænst
þess að stöðugleiki verði á mark-
aðnum og verð lækki ekki frá því í
fyrra.
Heildarmagn sem nefndin hefur
ákveðið er þó háð því að tillögur Haf-
rannsóknastofnunar til ráðherra
kveði ekki á um minni veiði en svarar
til 10 þúsund tunna, en ráðgjöf Haf-
rannsóknastofnunar er væntanleg í
lok mánaðarins að loknu togararalli.
„Grásleppunefnd LS ítrekar skila-
boð til grásleppukarla um varkárni,
það er að hefja ekki veiðar fyrr en
þeir hafa trygga sölu og verð hafi
verið ákveðið,“ segir á heimasíðu
LS.
Hvatt til varkárni
í grásleppuveiðum
Yfirvöld í Síle hafa opnað landamæri
sín að nýju fyrir innflutningi á laxa-
hrognum frá Íslandi. Þarlend yfir-
völd lögðu á innflutningsbann eftir
að VHS-veiran greindist í fyrsta
sinn hér á landi sl. haust, segir í frétt
á heimasíðu Matvælastofnunar. Út-
flutningur hrogna hefst á nýjan leik
hinn 12. mars nk.
Veiran, sem valdið getur sjúk-
dómnum veirublæði í yfir 80 teg-
undum fiska, greindist í íslenskum
hrognkelsum af villtum uppruna
sem notuð eru til undaneldis og
framleiðslu á „hreinsiseiðum“ til að
éta lús af laxi í sjókvíum í Færeyjum
og Skotlandi.
Í kjölfar greiningarinnar lokuðu
yfirvöld í Síle (Sernapesca) sam-
stundis á allan innflutning á lifandi
laxahrognum frá Íslandi, en slíkur
innflutningur hefur átt sér stað frá
1996. Næstu vikur á eftir fram-
kvæmdi Sernapesca í samstarfi við
Matvælastofnun umfangsmikið
áhættumat á smitdreifingu með
áherslu á stöðu sjúkdómavarna hjá
kynbótastöðvum Stofnfisks sem eitt
fyrirtækja á heimsvísu hefur haft til-
skilin leyfi til að flytja laxahrogn inn
til Síle. Auk VHS-veirunnar tók end-
urmatið einnig til allra hugsanlegra
veirusjúkdóma í fiskeldi sem leiddi
til umfangsmikillar rannsóknar-
vinnu á mögulegri smithættu.
Ítarleg skýrsla um málið var gerð
opinber í Síle og send til umsagnar.
Hinn 4. mars sl. kom formleg til-
kynning frá Sernapesca um að ís-
lenskar kynbótastöðvar stæðust öll
skilyrði og hafið væri yfir allan vafa
að útflutningur á laxahrognum frá
Íslandi til klaks og áframeldis bæri
með sér hverfandi líkur á smitdreif-
ingu, segir á heimasíðu MAST.
Síle heimilar
innflutning á
laxahrognum