Morgunblaðið - 12.03.2016, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 12.03.2016, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARS 2016 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Erlendum ferðamönnum sem heim- sækja Fjölskyldu- og húsdýragarð- inn hefur fjölgað verulega á und- anförnum árum. Á síðasta ári voru þeir um 12 þúsund og er það tvöföldun á að- eins þremur ár- um. Tómas Ó. Guðjónsson, for- stöðumaður garðsins, segir þessa þróun hafa haldið áfram það sem af er árinu. Að sögn Tómasar er ekki svo mikið um barna- og fjölskyldufólk meðal erlendra ferðamanna heldur er þetta meira fullorðið fólk sem vill fræðast um íslensk húsdýr og finna sér afþreyingu í höfuðborg- inni. Að langstærstum hluta eru gestir garðsins Íslendingar. „Veturinn er lágannatími hjá okkur og við fáum kannski um fimm þúsund gesti til okkar á mán- uði. Þegar mest lætur á sumrin koma hingað yfir 40 þúsund manns á mánuði,“ segir Tómas. Um 30 ár eru liðin síðan Reykja- víkurborg ákvað að setja á stofn húsdýragarð í Laugardalnum. Árið 1990 var garðurinn síðan tekinn í notkun. Meðal bygginga sem þá voru teknar í notkun var Hafrafell, hús Örlygs Sigurðssonar listmál- ara. Því var breytt í skrifstofur garðs- ins og vinnustofa Örlygs gerð að kennslusal. Nú er húsið komið til ára sinna og hætt að gegna hlut- verki sínu sem skrifstofuhúsnæði. Að sögn Tómasar stendur til að rífa það en brýn þörf hefur verið á að reisa nýja fræðslu- og starfs- mannaaðstöðu. Hefur því ítrekað verið slegið á frest vegna fjárskorts hjá borginni. Skáli í stað veitingatjalds Hins vegar stendur til að reisa garðskála í vor og sumar, við hlið veitingahússins. Kemur skálinn í stað veitingatjalds sem verið hefur á þessum stað í garðinum. Að sögn Tómasar verður verkið boðið út á næstu vikum. „Veitingatjaldið gaf sig undan snjóþunga og í stað þess að endur- nýja það í þriðja sinn var ákveðið að finna varanlegri lausn,“ segir Tómas . Í garðskálanum verður að- staða fyrir gesti, fundaraðstaða og fleira. Skálinn verður álíka stór og veitingatjaldið, um 240 fermetrar.  12 þúsund erlendir ferðamenn sóttu Fjölskyldu- og húsdýragarðinn heim á síðasta ári  Tvöföldun á þremur árum  Nýr garðskáli verður reistur í sumar Ferðamenn sækja í garðinn Morgunblaðið/Kristinn Húsdýragarður Vinsælt er að fylgj- ast með matartíma hjá selunum. Tómas Ó. Guðjónsson „Þetta er fínasta listaverk,“ sagði Jón Björn Hreinsson, bóndi á Ljósavatni í Ljósavatnsskarði, um sérkennilega klakastrýtu sem myndaðist rétt ofan við bæinn hans. Þau á Ljósavatni eru með heimarafstöð. Gúmmí- pakkning á samskeytum á þrýstipípu að vatnsaflsstöð- inni bilaði í desember sl. og úðaðist vatnið upp um smá gat enda er 9,5 bara þrýstingur á vatninu. Vatnið fraus jafnóðum í kuldanum og klakaborgin hlóðst upp. Jón Björn sagði að strýtan stæði í halla og væri á að giska 8-10 metra há og 5-6 metra breið neðst. Hann sagði að klakaborgin væri að mestu hol að inn- an. Nú er sólin aðeins farin að vinna á klakanum og nokkuð ljóst að þetta listaverk Vetrar konungs hverfur með vorinu. Hörður Jónasson, sem tók myndina, sagði að strýtan væri orðin mjög áberandi við Ljósavatn. Ljósmynd/Hörður Jónasson Listaverk vetrar og vatns Stór klakastrýta hlóðst upp við Ljósavatn í Ljósavatnsskarði Veðurstofan hef- ur sent frá sér viðvörun vegna vatnavár á Suð- ur- og Vestur- landi á morgun, sunnudag. Var- að er við miklum vatnavöxtum í ám á Snæfells- nesi, á Hvítársvæðinu (bæði vestur og suður af Langjökli), á vatna- sviði Norðurár í Borgarfirði, kringum Eyjafjalla- og Mýr- dalsjökul og við sunnanverðan Vatnajökul. Á sunnudag um hádegisbil er spáð mikilli rigningu á sunnan- og vestanverðu landinu samhliða hlýnandi veðri. Þetta verður fyrsta asahláka ársins Ferðalangar eru beðnir að at- huga um ástand vega hjá Vega- gerðinni. Þar sem rigning verður mest er íbúum ráðlagt að fylgjast með niðurföllum og gæta þess að lausum munum sé komið í var ef bætir verulega í vindinn. Vara við vatna- vöxtum í asahláku Alicante 18.–29. mars Flogið með Icelandair Síðustu sætin í páskasólina *Verð án Vildarpunkta frá 49.900 kr. Verð frá og 12.500 Vildarpunktar 39.900 kr.* Flugsæti fram og til baka Guðni Einarsson gudni@mbl.is Sigmundur Davíð Gunnlaugsson for- sætisráðherra telur tímabært að ræða staðsetningu nýs Landspítala með formlegum hætti. Sigmundur segir að bygging nýs Landspítala hafi alloft verið rædd á Alþingi. Síðast hafi verið tekist á um hvort binda ætti spítalann við ákveðna staðsetningu eða ekki. Málið hafi verið skilið eftir opið í stjórnarsáttmálanum varðandi fram- tíðarlausn. Nú sé komin upp ný staða. Framkvæmanlegt og æskilegt að fjárfesta í þessu verkefni „Staða ríkissjóðs er að þróast þannig til langs tíma, og eins vegna skammtímaáhrifa af hagnaði banka í ríkiseigu og annarra efnahagslegra aðgerða, að það fer að verða mjög framkvæmanlegt og æskilegt að fjár- festa í þessu verkefni. Hitt er að fulltrúar Garðabæjar hafa komið fram og sagt að bæjar- félagið sé til í að fara í þessa vinnu með ríkinu,“ sagði Sigmundur í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Hann sagði að borgaryfirvöld í Reykjavík hefðu ekki verið reiðubúin að endur- skoða staðarval Landspítalans innan borgarinnar. Sigmundur Davíð sagði að sér þætti það geta verið skemmtileg leið ef hægt yrði að leiða staðarvalið til lykta með þjóðaratkvæðagreiðslu. Talsmenn staðsetningarkosta gætu þá lagt fram rök og faglegt mat með og á móti. „Mér finnst að minnsta kosti rétt að gera upp á milli þessara kosta, Víf- ilsstaða og Hringbrautar, hvort sem er á Alþingi eða í þjóðaratkvæða- greiðslu,“ sagði forsætisráðherra. Hann birti í gær grein á heimasíðu sinni og skrifaði m.a. að ekki væri annað hægt en að bregðast við tilboði Gunnars Einarssonar, bæjarstjóra í Garðabæ, og athuga með að reisa nýj- an spítala við Vífilsstaði. Þjóðaratkvæði um staðarval?  Forsætisráðherra vill skoða það að byggja Landspítala við Vífilsstaði MEndurskoða þarf … »10-11

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.