Morgunblaðið - 12.03.2016, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARS 2016
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
„Ég ætla að nota ferðina til að hugsa.
Hugsa um það hvað ég geri á næsta
ári og hvort ég muni keppa aftur í
heimsbikarnum.“ segir skíðakappinn
Ivica Kostelic sem gjarnan er nefnd-
ur í hópi tengdasona Íslands en hann
er giftur Elínu Kostelic, áður Arnars-
dóttur.
Kostelic hyggst koma til Íslands
síðar í mánuðinum og fara á göngu-
skíðum þvert yfir landið frá norð-
austri til suðvesturs, alls tæplega 500
kílómetra leið. Að sögn hans verður
lagt af stað frá Melrakkasléttu, um
16 km norður frá Kópaskeri, en hug-
myndin er að ferðinni ljúki fyrir utan
Dómkirkjuna í Reykjavík. „Þegar ég
kom til Íslands í fyrsta skipti þá tók
ég eftir öllu þessu rými og landslagi
sem er ólíkt öllu öðru sem ég hef séð.
Þegar ég var á gangi í Reykjavík og á
flugi yfir landið til Akureyrar, þá var
ég heillaður af þessu landslagi og var
í raun sífellt að hugsa um það hve mig
langaði til að ganga um þetta svæði,
sérstaklega að vetri til,“ segir Koste-
lic.
Hann hefur um árabil verið einn af
fremstu skíðamönnum heims. Koste-
lic varð heimsbikarmeistari í sam-
anlagðri keppni karla í alpagreinum á
skíðum 2010/2011 auk þess að vinna
heimsmeistarakeppni í svigi í St.Mo-
ritz 2003. Á Ólympíuleikunum í Tor-
ino 2006, Vancouver 2010 og Sochi
2014 var hann silfurverðlaunahafi
bæði í svigi og alpatvíkeppni. Hann
hefur unnið 24 sigra í heimsbikarn-
um, og var kjörinn besti skíðamaður
heims af íþróttafréttamönnum 2011.
Óhætt er að segja að hann sé stór-
stjarna í Króatíu. Hann hefur einu
sinni keppt hér á landi og það var árið
2012 þegar hann tók þátt í alþjóðlegu
skíðamóti á vegum KR í Skálafelli.
Ekki þekktur úti á götu
Kostelic kveðst ekki hafa orðið var
við það að fólk þekki hann úti á götu
hér á landi og það sé ágæt tilbreyting
frá hans daglega lífi í Króatíu.
Hann segir að ákvörðunin um að
fara í ferðina á þessum tíma árs sé
engin tilviljun. Daginn er tekið að
lengja en ekki er orðið svo hlýtt að
frost sé farið úr jörðu svo erfiðara
verði að komast yfir þær ár sem
verða á vegi þeirra. Með Kostelic í för
verða tveir aðrir, slóvenskur vinur
hans og Þorsteinn Jakobsson sem
margir þekkja af gönguafrekum hans
til að vekja athygli á málstað Ljóss-
ins.
Veit að allra veðra er von
Spurður segir Kostelic að helsti
óvissuþáttur ferðarinnar sé veðrið.
Gangan muni taka 30 daga, plús eða
mínus fimm daga til eða frá. Fer það
eftir veðri. „Ef við náum þessu á 30
dögum þá förum við 25 kílómetra á
dag. Það er vel gerlegt í góðum að-
stæðum. Við erum búnir að koma
okkur upp heimskautabúnaði og ég
veit að allra veðra er von. En þegar
allt kemur til alls þá snýst þetta um
veðuraðstæður og við erum tilbúnir
að bíða í dag eða tvo á stöku stað ef
aðstæður krefjast þess,“ segir hann.
Króatar áhugasamir
Að sögn Kostelic hafa króatískir
fjölmiðlar sýnt ferðinni mikinn áhuga
Hann er orðinn 36 ára gamall og var
hann fjarri sínu besta á síðasta
keppnisári. „Ég er að gera það upp
við mig núna hvort ég muni taka eitt
tímabil í viðbót. Keppnin í heimsbik-
arnum sem átti að fara fram í Króatíu
féll niður í ár og mig langar til þess að
keppa einu sinni enn á heimavelli,“
segir hann. Hvort sem ferli hans sem
skíðamaður í fremstu röð er lokið eða
ekki, þá býst Kostelic við því að hann
muni takast á við fleiri áskoranir á
borð við þessa ferð „Ég vonast til
þess að þessi ferð verði eins konar æf-
ing fyrir framtíðarævintýri,“ segir
Kostelic.
Hann hefur komið nokkrum sinn-
um til Íslands en hann viðurkennir að
þau Elín hafi ekki getað heimsótt Ís-
land eins oft og þau vildu á síðustu ár-
um vegna keppnisskíðamennsku
hans. Hann segir þó að framtíð-
arplanið sé að heimsækja Ísland í það
minnsta einu sinni á ári.
Mun nota ferðina til að hugsa
Ivica Kostelic hyggst fara þvert yfir Ísland á gönguskíðum Notar ferðina til að hugsa um keppn-
isskíðamennskuna Stefnir að því að enda ferðina við Dómkirkjuna Búinn undir veðrið
Heimsbikar „Ég ætla að nota ferðina til að hugsa. Hugsa um það hvað ég geri á næsta ári og hvort ég muni keppa
aftur í heimsbikarnum.“ segir skíðakappinn Ivica Kostelic sem hyggst fara þvert yfir Ísland á gönguskíðum.
Skíðafólk Elín Kostelic ásamt eiginmanni sínum Ivica Kostelic og systur hans Junicu Kostelic á góðri stund.
Benedikt Bóas
benedikt@mbl.is
KSÍ hefur gert samning við Herragarðinn um að
verslunin útvegi íslenska landsliðinu í knattspyrnu og
fylgiliði þess sérsaumuð jakkaföt á Evrópumótið í fót-
bolta. Landsliðið mun klæðast dökkbláum jakkafötum
og hvítri skyrtu með rauðleitt bindi fyrir leiki í
keppninni og við sérstök tækifæri.
Samkomulagið gildir frá undirritun til loka árs
2017, með möguleika á framlengingu.
Jakkafötin verða sérsaumuð og -sniðin á hvern leik-
mann, þjálfara og aðstoðarmann. „Á stórmótum í
knattspyrnu er vaninn að liðin mæti í sínu fínasta
pússi og við fórum í samstarf við KSÍ um að Herra-
garðurinn klæði alla landsliðsmenn og þá sem tengj-
ast landsliðinu í sérsaumuð jakkaföt,“ segir Vil-
hjálmur Svan Vilhjálmsson, verslunarstjóri
Herragarðsins, en jakkafötin verða gerð persónuleg
fyrir alla leikmenn með nafni og númeri að innan.
Jakkafötin verða svo til sölu í Herragarðinum.
„Herragarðurinn býður upp á þessa þjónustu, að sér-
sauma jakkaföt, sem hefur mælst vel fyrir hér á Ís-
landi. Ég er búinn að fá nokkra landsliðsmenn í mæl-
ingu til mín og flýg út von bráðar að mæla
atvinnumennina þegar landsliðið leikur við Dani,“
segir Vilhjálmur.
Tískuspekingar heimsins spá mikið í jakkafötin sem
liðin mæta í á stórmót en frægt er þegar England
ákvað að mæta í ódýrum gráum jakkafötum frá
Marks & Spencer á heimsmeistaramótið 2010 á með-
an Ítalir mættu á sama mót í rándýrum Dolce &
Gabbana-fötum.
„Við viljum að þetta verði í lagi og landsliðið verði
til sóma í handsaumuðum jakkafötum. Okkur fannst
tilvalið að taka þátt í EM-verkefninu og þetta kostar
KSÍ ekki neitt heldur er þetta okkar heiður,“ segir
Vilhjálmur. Hver jakkaföt kosta um 110-140 þúsund
krónur.
Jakkafötin verða sérsaum-
uð á íslenska landsliðið
Dökkblá jakkaföt, hvít
skyrta og rauðleitt bindi
Landsliðsfólk Klara Bjartmarz afhenti Vilhjálmi Svan
Vilhjálmssyni, verslunarstjóra landsliðstreyju.
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK
Í tröllahöndum í Noregi
Fararstjórar: Guðni Ölversson & Inga Erlingsdóttir
Verð: 189.900 kr. á mann í tvíbýli.
Mjög mikið innifalið!
25. - 30. júní Sumar 10
Gríptu einstakt tækifæri til að upplifa stórfenglegt landslag
Noregs, þrönga firði, há fjöll með snæviþöktum tindum, fallega
fossa og sveitabæi byggða í snarbröttum fjallshlíðum.
Við siglum m.a. um Geirangursfjörðinn, ökum Tröllastíginn og
kynnumst Þrándheimi. Ómissandi ferð til nágrannalandsins!