Morgunblaðið - 12.03.2016, Síða 8

Morgunblaðið - 12.03.2016, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARS 2016 Samkvæmt nýrri skoðanakönnunhefur Samfylkingin í borgar- stjórn misst mikið fylgi frá kosning- unum 2014. Flokk- urinn hefur hrunið úr því að vera stærsti flokkurinn með tæplega 32% fylgi í þriðja sætið með innan við 20% fylgi. Hinn samfylk- ingarflokkurinn, Björt framtíð, hefur einnig hrunið og mælist nú með innan við 4% fylgi en fékk nálægt 16% í kosningunum.    Þessi fylgisþróun er skiljanleg.Flokkarnir hafa verið í meiri- hluta í borgarstjórn sem hefur stað- ið sig afar illa á flesta ef ekki alla mælikvarða. Síður skiljanlegt er að Vinstri grænir, sem líkt og Björt framtíð hafa hjálpað Samfylking- unni að spilla málum í borginni, hafa heldur þokast upp á við.    Þetta er þó ekkert á við fylgis-aukningu Pírata, sem þrátt fyrir að hafa tekið að sér að vera fimmta hjólið undir ónýtum vagni Samfylkingarinnar í borginni, bæta við sig miklu fylgi og mælast nú stærstir með yfir 30%.    Hvernig má það vera að þráttfyrir aðild að jafn ómöguleg- um borgarstjórnarmeirihluta, sem býr við það að borgarbúar flýja flokk borgarstjóra í stórum hópum, skuli einn meirihlutaflokkanna stórauka fylgi sitt?    Og hvernig stendur á því aðþetta fylgishrun samfylking- arflokkanna fer ekki til flokkanna sem eru í minnihluta, nema þá að mjög takmörkuðu leyti?    Er það ekki nokkuð sem minni-hlutinn þarf að velta fyrir sér? Dagur B. Eggertsson Hrun í flokki borgarstjórans STAKSTEINAR Veður víða um heim 11.3., kl. 18.00 Reykjavík 3 alskýjað Bolungarvík 2 skýjað Akureyri 3 skýjað Nuuk -8 snjókoma Þórshöfn 6 alskýjað Ósló 2 heiðskírt Kaupmannahöfn 3 léttskýjað Stokkhólmur 5 heiðskírt Helsinki 0 skýjað Lúxemborg 6 skýjað Brussel 8 léttskýjað Dublin 12 skýjað Glasgow 8 skúrir London 10 heiðskírt París 10 heiðskírt Amsterdam 5 léttskýjað Hamborg 6 léttskýjað Berlín 5 skýjað Vín 7 alskýjað Moskva 7 heiðskírt Algarve 15 léttskýjað Madríd 12 heiðskírt Barcelona 13 heiðskírt Mallorca 12 léttskýjað Róm 15 skýjað Aþena 15 léttskýjað Winnipeg 3 skýjað Montreal 1 alskýjað New York 14 skýjað Chicago 7 skýjað Orlando 26 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 12. mars Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:55 19:21 ÍSAFJÖRÐUR 8:02 19:24 SIGLUFJÖRÐUR 7:45 19:07 DJÚPIVOGUR 7:25 18:50 Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Magnús Orri Schram, sem var þing- maður Samfylkingarinnar í suðvest- urkjördæmi 2009-2013, mun snemma í dag tilkynna þá ákvörðun sína að bjóða sig fram til formanns í Samfylkingunni. Þetta hefur Morg- unblaðið eftir áreiðanlegum heimild- um. Helgi Hjörvar, formaður þing- flokks Samfylkingarinnar, sendi flokksfólki bréf hinn 19. febrúar sl. þar sem hann tilkynnti framboð sitt til formanns flokksins. Árni Páll Árnason, formaður Sam- fylkingarinnar, hefur ekki enn gefið það upp hvort hann mun sækjast eft- ir endurkjöri. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur Magnús Orri kannað mögulegan stuðning samfylkingar- fólks við formannsframboð sitt um nokkra hríð. Sömu heimildir herma að hann geti vænst góðs stuðnings. Von er á tilkynningu frá Magnúsi Orra um formannsframboð snemma í dag. Framkvæmdastjórn Samfylking- arinnar samþykkti á fundi sínum síð- astliðið miðvikudagskvöld svohljóð- andi ályktun: „Stjórn og fram- kvæmda stjórn Samfylkingarinnar, aðal- og varamenn, samþykkja ein- róma að leggja til að kjörið verði til stjórnar og framkvæmdastjórnar á landsfundi 3. og 4. júní nk. Nú liggur fyrir að formaður flokksins verði kjörinn í allsherjarat- kvæðagreiðslu í aðdraganda lands- fundar og að nýr varaformaður verði kjörinn á landsfundinum. Við þær aðstæður er æskilegt að tækifæri gefist til að kjósa alla forystu flokks- ins á sama tíma.“ Líkt og segir í ályktuninni verður formaður kosinn í aðdraganda lands- fundarins í allsherjaratkvæða- greiðslu og verður kjöri formanns svo lýst á landsfundinum. Að öðru leyti verða varaformaður flokksins, vara- og aðalmenn stjórnar og fram- kvæmdastjórnar kosnir á landsfund- inum. Hvorki náðist í Magnús Orra Schram né Árna Pál Árnason í gær. Oddný íhugar framboð Oddný G. Harðardóttir, alþingis- maður og fyrrverandi fjármálaráð- herra, íhugar framboð til formanns Samfylkingarinnar. „Ég hef verið að íhuga þetta lengi en ekki gert upp hug minn,“ segir hún. Ákvörðun muni ekki liggja fyrir fyrr en eftir helgi að loknum flokks- stjórnarfundi. Magnús Orri býður sig fram „Útlendingastofnun er kunnugt um að einhverjir íbúar á Kjalarnesi hafi áhyggjur af nábýlinu við hælisleit- endurna í Arnarholti. Í nokkur skipti hefur verið haft samband við stofnunina vegna þessa en að mati þjónustuteymis Útlendingastofn- unar hefur sambúðin í Arnarholti gengið vel.“ Þetta kemur m.a. fram í svari Út- lendingastofnunar við fyrirspurn Morgunblaðsins í tilefni af þeim áhyggjum sem íbúar á Kjalarnesi hafa vegna Arnarholts en þar dvelja nú um 50 hælisleitendur og 50 aðrir íbúar í leiguhúsnæði. Hverfisráð Kjalarness ályktaði nýverið um Arn- arholt og lýsti einnig áhyggjum af þjónustustiginu við íbúa Arnarholts. Á fundi ráðsins sl. fimmtudag var ákveðið að efna til opins íbúafundar um Arnarholt og vonir eru bundnar við að fundurinn fari fram í næstu viku. Vonast hverfisráðið einnig eft- ir viðræðum við borgaryfirvöld og Útlendingastofnun. „Stofnunin vill árétta að hælisleit- endur eru upp til hópa ekki hættu- legri en annað fólk og alla jafna er ekki ástæða til sérstakrar varkárni í nágrenni búsetuúrræða fyrir hæl- isleitendur. Reynsla Útlendinga- stofnunar er sú að almennt hafi sambúð við hælisleitendur gengið vel og ef upp hafa komið vandamál hefur verið gripið til viðeigandi ráð- stafana,“ segir í svarinu. Stofnunin segist vera að vinna stöðugt að því að efla þjónustu við hælisleitendur í öllum búsetu- úrræðum. Þannig sé hælisleit- endum í Arnarholti boðið upp á dag- legan akstur í næstu strætóstoppistöð og tvisvar í viku sé akstur fyrir hælisleitendur í mið- bæjarkjarna Mosfellsbæjar svo þeir geti verslað þar. „Stofnunin er ávallt tilbúin að ræða við íbúa í nærumhverfi þar sem hælisleitendur búa á vegum stofnunarinnar, sé eftir því kallað,“ segir ennfremur í svarinu. „Hælisleitendur ekki hættulegri en aðrir“  Útlendingastofnun til í viðræður við íbúa á Kjalarnesi vegna Arnarholts HÁDEGISTÓNLEIKAR STÁSS MEÐ STRAUSS - ÁSTIN OG LISTIN HANNA DÓRA STURLUDÓTTIRMEZZÓSÓPRAN HLÍN PÉTURSDÓTTIR BEHRENS SÓPRAN ÁSAMT GERRIT SCHUIL PÍANÓLEIKARA Þriðjudag 15. mars · kl. 12.15 · Norðurljósasal Hörpu Aðgangseyrir: 1500 kr. Frítt inn fyrir eldri borgara, öryrkja og námsmenn Flutt verður tónlist úr óperum Strauss; Der Rosenkavalier, Arabella og Ariadne auf Naxos!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.