Morgunblaðið - 12.03.2016, Síða 14

Morgunblaðið - 12.03.2016, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARS 2016 ÚR BÆJARLÍFINU Guðrún Vala Elísdóttir Borgarnes Aðalfundur Grímshúsfélagins verður haldinn á morgun, sunnudag, 13. mars kl. 17.00 í Alþýðuhúsinu. Grímshús í Brákarey var byggt 1944 sem útgerðaraðstaða fyrir Eldborg- ina, sem var síldveiðiskip og flutti mikinn fisk út til Englands á stríðs- árunum. Í húsinu var fyrsta „bæj- arskrifstofan“ í Borgarnesi. Gríms- húsfélagar hafa nú þegar klætt um helming af húsinu, skipt um þak og glugga að hluta. Í sumar á að ljúka við þessa vinnu og steypa gólf, en í framhaldinu verður vonandi þessu merka húsi fundið hlutverk sem hæfir sögu þess og staðsetningu. Allt áhugafólk um endurbyggingu hússins er hvatt til að mæta á fund- inn.    Margir vilja vera sveitarstjórar í Borgarbyggð. Eins og kunnugt er slitnaði upp úr samstarfi Fram- sóknar og Sjálfstæðisflokks í febr- úar sl. og var myndaður nýr meiri- hluti Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Kolfinna Jóhann- esdóttir lét af störfum sem sveit- arstjóri og hefur nú verið auglýst eftir nýjum. Umsóknarfresturinn er útrunninn en alls sóttu 26 ein- staklingar um starfið, 19 karlar og 7 konur. Hagvangur hefur umsjón með ráðningarferlinu. Megi sá hæf- asti hljóta starfið.    Michelle Bird heldur áfram að leggja sitt af mörkum til að efla listir og menningu í Borgarnesi. Nú stendur yfir sýningin „Ástkæra Borgarnes“ en þar má sjá hvernig Michelle upplifir og túlkar mannlíf og umhverfi Borgarness. Viðfangs- efnið er náttúrufegurð staðarins og sterk tengsl íbúa við umhverfið. Ennfremur er sýnd stuttmynd, byggð á örviðtölum við nokkra Borgnesinga. Að auki býður Mic- helle upp á teiknismiðju tvisvar í viku; á þriðjudögum og fimmtudög- um, fyrir alla aldurshópa á meðan á sýningunni stendur. Sýningin er op- in virka daga frá 13.00-18.00 til 8. apríl.    Nemendur í Grunnskólanum standa sig vel í hreysti og heilsu en þeir urðu í þriðja sæti í grunn- skólakeppni Lífshlaupsins í ár. 71% nemenda tóku þátt í keppninni sem er heilsu- og hvatningarkerfi Íþrótta- og Ólympíusambands Ís- lands. Grunnskólakeppnin er fyrir 15 ára og yngri og stóð yfir í tvær vikur í febrúar. Samkvæmt ráðlegg- ingum Embættis landlæknis um hreyfingu er börnum og unglingum ráðlagt að hreyfa sig í minnst 60 mínútur á dag og fullorðnum í minnst 30 mínútur á dag. Að auki tóku nemendur þátt og kepptu í Skólahreysti í liðinni viku og urðu í fjórða sæti af 11 grunnskólum á Vesturlandi og Vestfjörðum. Skóla- hreysti er liðakeppni milli grunn- skóla landsins og samanstendur hvert lið af tveimur strákum og tveimur stelpum sem öll þurfa að vera nemendur í 9. og/eða 10. bekk síns skóla. Skólahreysti er við- urkennd og nýtur opinbers stuðn- ings menntamálaráðuneytis, heil- brigðisráðuneytis, norrænu ráðherranefndarinnar, Íþrótta& Ól- ympíusambands Íslands og sveitar- félaga. Nemendur standa sig vel í hreysti og heilsu Morgunblaðið/Guðrún Vala Grímshúsið í Brákarey Húsið var byggt 1944. Unnið er að endurbyggingu þess. Skipt hefur verið um þak og búið er að klæða um helming hússins. „Ég kom hingað í fjárhúsin um klukkan átta í morgun og þá tók þetta á móti mér,“ sagði Guð- mundur Emil Sæmundsson, íbúi í Vík, í samtali við mbl.is síðdegis í gær, en hann kom að illa bitinni og dauðri kind í gærmorgun. Við hlið hennar lágu einnig tvö dauð, óborin lömb. „Þetta er augljóslega eftir hund – ég get fullyrt það. Refur fer ekki svona í fé auk þess sem hann fer sjaldnast heim í fjárhús,“ segir Guðmundur Emil og heldur áfram: „Hundur fer alltaf aftan í þær og í kviðinn en tófan í snoppuna og hausinn.“ Guðmundur Emil segist hafa kallað til lögreglu sem mætti á staðinn og tók skýrslu. „Vonandi finna þeir út úr þessu. Það er allt- af leitt að koma að svona og vona ég að þetta verði fólki til umhugs- unar.“ Dýrbítur í fjárhúsum í Mýrdal Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Ljót aðkoma Guðmundur við fjárhúsin. Bæjarráð Akra- ness samþykkti á fundi hinn 10. mars sl. að dekkjakurl á sparkvöllum við Grundaskóla og Brekkubæj- arskóla yrði fjar- lægt á þessu ári. Á Akranesi eru þrír spark- vellir með svokölluðu gervigrasi. Gúmmíkurlið, þ.e.a.s. endurunnið dekkjakurl, er á tveimur vallanna, það er við Grundaskóla og Brekku- bæjarskóla. Þeir vellir voru lagðir fyrir u.þ.b. 10 árum. Í Akraneshöll er hinsvegar grátt, endurunnið þvottavélargúmmí. Á fundinum var skipulags- og umhverfisráði falið að gera tillögu að breytingu í framkvæmda- og fjárfestingaráætlun með tilliti til þess. Dekkjakurlið fjar- lægt á Akranesi í ár Dekkjakurlið burt á Skaganum. Sjö framboð bárust til fimm stjórn- arsæta í tryggingafélaginu VÍS. Kosið verður í stjórnina á aðalfundi 16. mars næstkomandi. Allir núver- andi stjórnarmenn, að Bjarna Brynjólfssyni undanskildum, bjóða áfram fram krafta sína. Það á við um Herdísi Dröfn Fjeldsted, núver- andi stjórnarformann, Jostein Sør- voll, varaformann stjórnar, Guð- mund Þórðarson og Helgu Jónsdóttur. Þá hafa einnig gefið kost á sér þau Helga Hlín Há- konardóttir, Guðný Hansdóttir og Jóhann Halldórsson. Vegna laga um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja er ljóst að sú kvennanna sem fær fæst atkvæðin mun ekki ná kjöri, óháð því hvernig atkvæði skiptast að öðru leyti. Sjö sækjast eftir sæti í stjórn VÍS Íslandsstofa og Hönnunarmiðstöð Íslands boða til fundar um hönnun og vörumerkjauppbyggingu (branding) til að auka verðmæti íslenskra matvæla í sölu á erlendum mörkuðum og til erlendra ferðamanna á Íslandi. • Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunar- miðstöðvar Íslands fjallar um gildi hönnunar • Brynhildur Pálsdóttir og Kristín María Sigþórsdóttir, hönnuðir flytja erindi um stefnur og strauma í matar- og upplifunarhönnun • Jakob S. Bjarnason, framkvæmdastjóri Foss Distillery segir frá því hvernig fyrirtækið hefur mótað sér sýn og unnið með hönnun í starfi sínu Á fundinum verða einnig kynntar vinnustofur fyrir matvælafyrirtæki um sama málefni, sem Íslandsstofa mun halda í apríl og maí. Nánari upplýsingar og skráning á vef Íslandsstofu, www.islandsstofa.is eða í síma 511 4000. Fundur fimmtudaginn 17. mars kl. 9 -10.30 á Bryggjunni brugghúsi, Grandagarði 8 Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja leggja Sæbraut og Geirsgötu í umferðarstokk. Tillaga þess efnis verður lögð fram á fundi borgar- stjórnar Reykjavíkur næstkomandi þriðjudag. Telur flokkurinn að nú sé tækifæri til að hrinda slíku sam- göngumannvirki í framkvæmd að höfðu samráði við lóðarhafa. „Verði Sæbraut og Geirsgata lagðar í stokk skapast tækifæri til þess að móta torg og fleira þar sem göturnar liggja nú og þannig má auka umhverfisgæði og skapa fjöl- breytilegan og eftirsóknarverðan miðborgarbrag,“ segir í tillögunni. Lagt er til að Reykjavíkurborg óski eftir viðræðum við innanríkis- ráðherra um tillöguna. Njóta miðborgar í heild Fyrirhuguð er mikil uppbygging í miðborginni og telja borgarfull- trúarnir að gólffletir nýbygginga muni margfalda þann fermetrafjölda sem fyrir er í Kvosinni. Umferðar- þungi og álag aukist í kjölfarið. Sæbraut, sem breytist í Geirsgötu við gatnamót Lækjargötu, kljúfi nyrðri hluta svæðisins og komi í veg fyrir að það geti orðið að einni heild. Nýbyggingarnar á svæðinu eru að mestu á frumstigi fyrir utan tónlist- arhúsið Hörpu. Klofið svæði komi í veg fyrir að fólk fái notið bæði nýrri og eldri hluta miðborgarinnar óhindrað. Opna fundi fastanefnda Á fundi borgarstjórnar verður einnig rætt um óviðunandi viðhald gatna, að beiðni Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina. Þá leggja sjálfstæðismenn einnig fram tillögu um að heimilt verði að opna fundi ráða og nefnda og hefja beinar útsendingar frá þeim. laufey@mbl.is Morgunblaðið/Styrmir Kári Í stokk Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja leggja Sæbraut og Geirs- götu í umferðarstokk. Tillagan verður lögð fram þriðjudaginn nk. Vilja setja Sæbraut og Geirsgötu í stokk  Móta torg þar sem göturnar eru nú

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.